Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 6
24 Ferðir innanlands Eca MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Frá skemmtun á Borgarfirði eystri. OV-mynd ST. Fólkið á myndinni virkar æði hjálp- arlaust i stórbrotnu landslaginu. Frá Lónsöræfum. landið og þó margir sem keyri hring- veginn bruni fram hjá Lónsöræfum merkir hann samt fjölgun íslenskra farþega. „Lónsöræfi eru mjög fagurt svæði og er auðvelt fyrir fólk að dvelja þar allt að viku því alltaf er eitthvað nýtt að skoða. Það hefur Sjóstang°velðl 'wtoskobon fuglaskoðw" Gisting - Veitingar Upplýsingar ORCA, Magnús Sími 436 1471,8525919 & 854 9419 Gistiheimilið Höfði Sími 436 1650 Lónsöræfi: Perla íslenskrar náttúru Lónsöræfl eru ein af perlum ís- lenskrar náttúru. Kollumúlaeldstöð sem Jökulsá hefur grafið sig í gegn- um er eitt litauðugasta svæði lands- ins. Víða má sjá hrikaleg gljúfur en á svæðinu eru þó margar góðar göngu- leiðir. Á Lónsöræfum er mikil frið- sæld enda eru þau langt frá byggð. Á síðustu öld var búið í Víðidal en vetr- artíminn reyndist bændum of erfið- ur. Eftirminnilegar dags- ferðir Guðbrandur Jóhannsson er með skipulagðar ferðir inn á Lónsöræfi. „Þetta eru dagsferðir og er lagt af stað frá Höfn klukkan níu á morgnana. Eftir að komið er á svæðið um klukk- an hálftólf er gengið um í fjóra tíma og hópurinn er kominn aftur til Hafn- ar um klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem ég er með þessar ferðir og hafa þær gengið nokkuð vel þrátt fyrir samkeppni." Guðbrandur fúllyrðir að frá því hann hóf starfsemi sína hafi verið uppsveifla í ferðaþjónustu með íslendinga. Hann segir að íslenskir ferðamenn séu að ferðast víðar um Myndir Rafn Hafnfjörð einmitt verið algengt að ég hafi tekið á móti hópum sem dvalist hafa upp frá á eigin vegum og keyrt þá niður til Hafhar. Einnig hef ég tekið á móti hópum sem komið hafa með flugi og hefur það mælst vel fyrir,“ segir Guð- brandur. -hdm Velkomin á Víknaslóðir! <jön<jju,teÍÓb við tystii Frábært, vel merkt göngusvæði og nýtt vandað göngukort af Víknaslóðum, svæðinu frá Unaósi til Seyðisfjarðar. Fimm daga jarðfræðigönguferð 24. júlí með Lúðvík Gústafssyni jarðfræðingi og sex daga gönguferð um Stórurð og Víkur 3. ágúst. Kynnist svæðinu með heimafólki. Upplýsingar og skráning hjá Helga eða Bryndísi í síma 472 9977 og 472 991 3 heima og á www.alfasteinn.is Yfir 90% ferðamanna koma við í Álfasteini. Opið 10.00-18.00 472 9977 - Fazx 472 9877 www.alfasteinn.is Borgarfjörður eystri: Andvökunætur - búist vib 200 þdtttakendum í mi&næturgöngu en íbúar svæöisins eru bara 150 Borgaríjörður eystri er fámennt byggðarlag á Austfjöröum. íbúar þar eru aðeins um 150 en þó hefúr á und- anfómum árum átt sér stað uppsveifla í ferðaþjónustu á staðnum. Hefur fjöldi ferðamanna farið upp í allt áð tíu þús- und manns þegar best hefur verið. Helgi Amgrimsson f Álfasteini hefur verið í forystusveit ferðamálahóps Borgarfjarðar imdanfarin ár. „Austur- land er paradís fyrir göngufólk og á undanfómum árum höfúm við gert átak í merkingu gönguleiða. Einnig höfúm við gefið út göngukort af Víkna- slóðum sem er svæðið frá Unaósi til Seyðisfjarðar. Nokkur samvinna hefur tekist hér á Austurlandi um þessi mál og er hún að sjálfsögðu af hinu góða.“ Um næstu helgi verða „Andvökunæt- ur“ á Borgarfirði. Föstudagskvöldið verður miðnæturganga frá Njarðvík meðfram Hvannagili um Geitavíkur- þúfu í 697 metra hæð. Þaðan er frábært útsýni m.a. yfir Herðubreið. Af Geita- vikurþúfú er gengið niður á Kúahjalla þar sem verður varðeldur, söngur, grín og gaman. Komið verður í Bakkagerði um hálf þrjú um nóttina og verður opið hús í Fjarðarborg með veitingum, kaffi og kökum við lifandi tónlist. Að sögn ' Helga er búist við allt að 200 manns í gönguna. Á laugardagskvöldið 26. júní verður hafnardagur við bátahöfnina. Þá verður meðal annars kraftakeppni, kararóður og fleiri þrautir. Um kvöldið verður svo stórdansleikur með hljóm- sveit Valgeirs Skúla. Daginn eftir verð- ur stutt gönguferð um suðuiflöll Borgar- fjarðar. Af öðrum ferðum um Borgar- fjörð og nágrenni í sumar má nefna fimm daga jarðfræðigönguferð 24. júlí með Lúðvík Gústafssyni jarðfræðingi og sex daga gönguferð um Stórurð og Vík- ur þann 3. ágúst. -hdm j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.