Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 12
80 Ferðir innanlands s A ferb um Fljótsdalshérað og Borgarfjörö: MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 Lagarfljótsormurinn kominn í gagnið - mikiö um skemmtilegar gönguleiöir Lagarfljótsormurinn var til sýnis á 17. júní og leist fólki prýðisvel á farkostinn. viö Jökulsá í Lóni. Þaðan er stutt ganga yfir Illakamb en þangað er bílfært um Kjarrdalsheiði úr Lóni. Önnur skemmtileg gönguleið og öllu styttri og viðráðanlegri er í Stórurð neðan við Dyrfjöll, Hér- aðsmegin. Farið er af veginum um Vatnsskarð og er leiðin stikuð og merkt. Þessi gönguferð tekur um tvær klukkustundir hvora leið. í Stórurð er skemmtilegt samspil gróðurs og stórbjarga sem fallið hafa úr Dyrfjöllum. Þá eru af Hér- aði margar gönguleiðir til fjarða. Má þar nefna leiðina um Þórdals- heiði úr Skriðdal til Reyðarfjarðar sem nú er orðin bílfær. Úr Eyvind- arárdal um Eskifjaröarheiði til Eskifjarðar og um Svínadal til Reyðarfjarðar. Einnig eru göngu- leiðir úr Eiðaþinghá til Loðmund- arfjarðar og Seyðisfjarðar. Frá Borgarfirði eru merktar göngu- leiðir um Víkur og til Loðmundar- fjarðar. Að öðru leyti skulu ferða- menn leita til ágætrar upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á Egilsstöð- um. -SB Olafsfjöröur: sveifla í ferðaþjónustu - mikil fjölgun gistirýma og ný sportbdtahöfn Nýjasta sprengjan i ferðamálum á Héraði er Lagarfljótsormurinn, ferjan sem í sumar hefur siglingar um Lagarfljót milli Egilsstaða og Atlavíkur. Skipið tekur um 130 manns í sæti og leiðsögn og veit- ingar verða um borð. Tvær ferðir verða á dag og tekur siglingin fram og til baka um þrjár klukku- stundir en leiðin er um 30 km. Auk þess verður kvöldsigling og getur það orðið rómantískt eftir að rökkvað er orðið. Enginn ferða- maður sem leggur leiö sína um Hérað má láta undir höfuð leggjast að fara í siglingu um Lagarfljót. Aö Snæfelli Ferðin inn í Snæfell tekur einn dag. Farið er inn Jökuldal og Hrafnkelsdal, en þar er aftur kom- ið á slóðir Hrafnkels sögu. Á leið- inni um Jökuldal er komið í Klaustursel, en þar eru tamin hreindýr og fleiri dýr til sýnis. Oft er einnig hægt að sjá villt hrein- dýr á þessari leið. Ekki er langt inn að jökli frá Snæfelli. Á heim- leiðinni er komið við í heita lækn- um við Laugarfell og farið í nátt- úrlega sturtu. Kannski eru síðustu forvöð að líta augum gróðurlendið sunnan við Snæfell, Eyjabakkana, sem fara undir vatn ef eða þegar Fljótsdalsvirkjun verður byggð. Byggð dlfa og undra- steina Frá Egilsstöðum liggur leið norður um Eiðaþinghá og Út- mannasveit. Farið er fram hjá kofa Kjarvals við Selfljót. Leiðin liggur yfir Vatnsskarð til Borgar- fjarðar og af skarðinu er viðsýnt yfir Úthérað, ósa Lagarfljóts og Jökulsár á Dal sem falla til sjávar í faðmlögum og í góðu skyggni sést norður á Langanes. Af Vatns- skarði er fyrst komið niður í Njarðvík og þaðan liggur leið um hinar hrikalegu Njarðvíkurskrið- Hátíðahöld á 17. júní á Egllsstöðum fóru fram í Lómatjarnargarðlnum og voru vel sótt. ur. Þar er kross við veginn og skulu allir er þann veg fara hafa yfir eitthvað gott við krossinn. 1 skriðunum bjó forynja sem Naddi hét og ásótti ferðamenn. Krossinn var reistur á 14. öld en fór í snjó- flóði og var endurreistur. Fjallahringur er fagur í Borgar- firði þar sem Dyrfjöll eru þekkt- ust. Þar er álfabyggð meiri en víð- ast annars staðar á landinu. Við Hafnarhólma er hægt að skoða fuglavarp. Á Borgarfirði er steiniðjan Álfasteinn sem löngu er landsþekkt. Skógur forn og nýr Fljótsdalshérað er þekkt fyrir gróðursæld. Þar eru viða skógar og kjarr þó Hallormsstaðarskógur beri þar langt af. En nú er að vaxa upp nýr skógur sem á að verða efni í hús framtíðarinnar. Frá Eg- ilsstöðum og upp í Hallormsstað er að verða samfelldur lerkiskógur. Á vegum Héraðsskóga gróðursetja bændur á Héraði yfir milljón plöntur árlega, mest lerki en einnig greni, furu og birki. Eftir tuttugu ár verður allt Mið- og Upp- Hérað einn samfelldur skógur. Með staf og mal Margar skemmtilegar göngu- leiðir er um að velja. Sú lengsta og þekktasta er um Lónsöræfi niður í Lón og er þriggja daga ferð. Gang- an hefst við Snæfell og gist er í skála við Geldingafell. Annan dag er gengið að Kollumúla og gist í skálanum við Kollumúlavatn. Á þriðja degi er komið að Múlaskála Ferðir um Hérað Nokkrar fastar áætlunarferðir eru um Hérað og nágrenni. Fyrst skal nefna leiðina „kringum Fljót- ið“. Þá er fariö um Hallormsstað- arskóg en þar þyrfti minnst einn dag til að njóta og skoða. í skógin- um er trjásafn sem hægt er að skoða undir leiðsögn Sigurðar Blöndals. Fyrir innan Hallormsstað er farið fram hjá Hrafn- kelsstöðum, bæ Hrafn- kels Freysgoða. Þá er komið við á Valþjófsstað og skoðuð eftirlíking af kirkjuhurðinni fomu, sem er fagurlega útskor- in. Skammt fyrir utan (norðan) Valþjófsstað er Skriðuklaustur. Þar er hið glæsilega hús sem Gunnar Gunnarsson byggði er hann flutti heim frá Danmörku, en hann bjó á Klaustri í nokkur ár. Nokkru utar í dalnum fellur Hengi- fossá niður af Fljótsdals- heiði. Ofarlega í hlíðinni fellur hún fram af stand- bergi og myndar 118 metra háan foss. Upp að fossinum er um klukkutíma gang- ur. Ekið er til Egilsstaða vestan Lagarfljóts um Fellin. Á leiðinni er ekið fram hjá minnisvarða um Magnús Jóhann Bjarnason, þann er skrifaði margar bækur og varð þekktur bæði hér á landi og í Kanada, en þangað flutti hann átta ára gamall og var þar kennari og bóndi. RIVER RAFTING 8^“ FLJÓTAREIÐ Nánari upplýsingar: Tindfjfíll ehf.: Simi 4875557 Truusti Traustuson:GSM 8629637 Vefslóö: www.tindfjoll.is Netfung:tindfjfíll(a)fmdfjoll. is Mikil uppsveifla er nú fram und- an í ferðaþjónustu á Ólafsfirði því gistirýmum verður fjölgaö til muna í sumar. „Við höfum í vet- ur verið að byggja át+ bjálkahús að finn: fyrirmynd sem verí á bökkum Ólafs- 5arðarvatns,“ seg- ir Ásgeir Ás- geirsson, einn af aðstand- endum fram- kvæmdarinnar. „Eru fjögur hús- anna hugsuð sem stækkim á gistirými Hót- els Ólafsfjarðar og verða tvö herbergi í hverju með sameiginlegri salernisaöstöðu og sturtu. Önnur tvö eru hugsuð fyrir fjölskyldur því svefnloft er í þeim og eldunaraðstaða þannig að fólk getur verið alveg út af fyrir sig. Síðustu tvö húsin eru 47 fermetrar auk ver- andar og eru þau ætluð fjölskyldum eða hópum. Það er stefnan að koma a.m.k. sex húsum upp fyrir 20. júni,“ segir Ásgeir. Bdtaþjónusta Að sögn Ásgeirs var í fyrra graf- in sportbátahöfn inn úr Ólafsfjarö- arvatni til að auka á fjölbreytnina í afþreyingu á staðnum. Boðið er upp á smábáta til leigu á vatninu og hægt er að renna fyrir silung úr þeim því nokkuð er um fisk í vatninu. Bátamir em fyrir 4-5 manns en einnig er hægt að leigja kajaka. „Hér er einnig ýmislegt annað í boði fyrir ferðamenn. Góð íþróttaaðstaða er á staðnum, sundlaug með heitum pottum og gufubað og 9 holu golfvöllur sem er mjög vinsæll. Fólki gefst kostur á að fara í sjóstangaveiði því hér er 10 tonna dekkbátur og eins þykir alltaf jafngaman að dorga hér á bryggju- endanum. Ekki má svo gleyma því að náttúrugripasafn er á efstu hæð Sparisjóðsins en þar er meðal ann- ars að finna gott fuglasafn og glæsi- legan ísbjöm." -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.