Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 7
25 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Ferðir innanlands Kristján er reyndur ferðalangur og hefur hann sérhæft sig í fjallaferðum á jeppum. Kristjdn Kristjdnsson fjallafari: „Fjallaferðir eru sjúkdómur“ „Ég hef aldrei verið svo óheppinn að lenda í sprungu, en þetta hefur Tékklisti fyrir fjallafara Atriði sem þarf að athuga og hafa með þegar farið er í ferðalag ó fjallajeppa 1. Ath. smumingu 2. Ath. hjólbarða 3. Ath. almennt ástand bifreiðar 4. Tappaviðgerðasett og loftdæla 5. Skóíla, tjakkur og dráttartaug 6. Verkfæri 7. Auka smurolía 8. Varadekk 9. Strekkiborðar (strappar) 10. Slökkvitæki 11. Sjúkrakassi 12. Nesti 13. Svefnpoki 14. Ferðagasgrill 15. Skjólfatnaður 16. Ferðakort 17. GPS-staðsetningartæki eða áttaviti 18. NTM-farsími 19. Tjald 20. Borð og stólar 21. Eldunargræjur (gas eða bensín) oft verið ansi skrautlegt hjá manni,“ segir Krist- ján Kristjánsson jeppaeigandi, en hann hefur á sið- ustu árum ferðast um hálendi landsins á fjórhjólum, vélsleðum, mótor- hjólum og fjallajepp- um og var svo vænn að gefa lesendum blaðsins upp tékk- lista fyrir fjallafara. Þegar hann er beðinn um að rifja upp eftirminnilega ferðasögu segir hann eftir nokkra umhugsun: „Menn eiga náttúrlega ekki að lenda í neinu ef þeir eru rétt búnir og fara varlega, en það getur alltaf eitthvað komið upp sem ekki er hægt að sjá fyrir. Ég held ég hafi samt bara einu sinni farið nærri því að drepa mig á þessu en það var fyr- ir u.þ.b. 10 árum uppi á Langjökli. Þá var ég á ferðalagi á vélsleða ásamt félögum mínum um miðja nótt þegar allt í einu gerði band- brjálað veður. Við höfðum haft með okkur kort og Lóran C leiðsögutæki en það átti til að detta út og gerði það þarna og kortið sem við vorum með spændist í sund- ur í höndunum á okk- ur út af veðrinu þannig að allt í einu höfðum við ekkert til að fara eftir. Ég var næstum því búihn að keyra fram af björgum þarna í myrkrinu en þá stoppuðum við enda alveg í sjokki. Það bjargaði okkur að ég var með síma og fé- lagi minn með GPS- staðsetningartæki en þau voru þá alger nýj- ung á markaðnum og fáir sem kunnu á þau. Við hringdum í félaga okkar í björgunarsveitunum og þeir gátu kennt okkur á tækið símleiðis þannig að við gátum lesið út stað- setningu og stefnur og komið okkur áfallalaust til byggða aftur." Og þetta hefur ekkert orðið til að draga úr áhuga á fjallaferðum hjá þér? „Nei, alls ekki,“ svarar Kristján ákveðið. „Fjallaferðir eru eiginlega eins og sjúkdómur," bætir hann við til útskýringar. „Og það er bara ein lækning við þessum sjúkdómi og það er að fara aftur. Hálendið heill- ar alltaf." -esig „Hálendið heillar alltaf." segir Kristján. Heppilegur áningastaður við þjóðveginn Bjóðum upp á aðstöðu til stærri eða smærri mannfagnaða Veitingar - Fjölbreyttir gistimöguleikar Bensínafgreiðsla - Seðla - og kortasjálfssali Hraðbanki - JJpplýsingamiðstöð - Pósthús Tjaldstaði - Ferðamannaverslun Verið ávallt velkomin /rAMfm Hrútafirði - Sími 451 1150 er nattummmpinn Handunninn úr rekavið, steinflö&uni og öðrum náttúruvœnum efhum. Enginn lampi er eins, frekar en þitt eigið fingrafar. Einnig handgrafin og máluð tréskilti úr ýmiskonar harðviði, gegnvörðum rekaviði eða völdu efni úr íslenskum nytjaskógum. Opið þegar þér hentar. Hringdu í síma 421 1582 SKILTAGERÐ • HANDVERKSSTUDEO Suöurgötu 9 • 230 Keflavík • Sími 421 1582 Hjá okkur færðu upplýsingar um ferðamöguleika á íslandi, hestaferðir, gönguferðir, hvalaskoðunarferðir, báts- og kajakferðir, jökla- og snjósleðaferðir, veiðiferðir, gistingu, söfn, samgöngur, áhugaverða staði og náttúruperlur. SIMI: UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA í REYKJAVÍK • BANKASTRÆTI 2 • 101 REYKJAVÍK 562 3045 • FAX: 562 3057 • NETFANG: tourinfo@simnet.is • OPIÐ DAGLEGA í SUMAR KL. 8.30 - 19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.