Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 17
35 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Ferðir innanlands SKALiiOLT Veitingastofan í Skálholti er opin árið um kring. Þar er hægt aó fá venjulegan heimilismat, ýmsa smárétti af íslenskum og erlendum uppruna en auk þess, ef pantað er með fyrirvara, sérstakan hátíðarkvöldverð að hætti 17. aldar fyrir smærri og stærri hópa. í kirkjunni er daglegt helgihald (tíðagjörð) kl. 9 og 18 virka daga en messa á sunnudögum. í júlí og fram í ágúst eru tónleikar alla laugardaga og sunnudaga. Kirkjuverðir leysa gjarnan úr spurningum um stað og kirkju. Mikið um hópferðir Hvers vegna ætti égaðfara til Siglujjarðar Akranesbær. Akranes: DV-mynd DVÓ Akranes hefur fyrir löngu fest í vit- um landsmanna sem miðstöð íþrótta og útiveru. Á undanfómum árum hef- ur bærinn sótt í sig veðrið á öðrum sviðum. Bjöm S. Lárusson, markaðs- og atvinnufulltrúi á staðnum, segir að ýmislegt verði um að vera í sumar. „íþróttamótin era aðall Akranessbæj- ar og verður engin breyting þar á í sumar. Svo vil ég nefna Jónsmessuhá- tíð sem haldin er dagana 24.-27. júní en þá verður mikið um dýrðir. Mætti þar helst nefna brennu í Kalmansvík, úti- markað og tónleika." Nýtt útivistarkort Akraneskaupstaður hefur nýlega geflð út tvö upplýsingarit um Akranes. Er aimars vegar um að ræða upplýs- ingabækling fyrir ferðamenn sem nefnist Fólkið, íjallið, fjaran og vísar til þeirra einkenna sem era á Akranesi og þess sem markverðast þykir. í bæk- lingnum er fjallað um Akranes, afþrey- ingu, þjónustu, gisti- og veitingastaði Glæsileg sundlaug á Akranesi. og athyglisverða staði. Hins vegar er um að ræða útivistar- kort af Akranesi og Akrafjalli þar sem sýndar era hlaupaleiðir, gönguleiðir, reiðleiðir og fleira í bænum og á Akra- fjaili. Enn fremur er á kortinu af Akra- nesi sýnd staðsetning útilistaverka og minnismerkja í bænum. Breyttir tímar Frá því Hvalfjarðargöng vora opnuð hefúr orðið töluverð breyting á komu ferðamanna til Akraness. Áður fyrr Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Siglufirði: „Það er margt heillandi við Siglu- fiörð sem er nyrsti kaupstaður á ís- landi. Bærinn er í fallegu umhverfí innan þröngs fjallahrings. Hér er síldarminjasafn sem byggt hefur verið upp á mörgum áram og stend- ur uppbygging þess enn. Fólk sem heimsækir það er almennt mjög ánægt með það sem þar er í boði. í bænum og í kringum hann eru mjög góðar gönguleiðir, m.a. yfir í hátt? Réttur útbúnaður alltaf CEBE - gleraugu LAFUMA - flís .vaöj KOMPERDELL - stafir SUNWAY - göngubuxur VANGO - bakpokar DEMON - gönguskór CEBE - gleraugu VANGO - jakki TREZETA - legghlífar ADIDAS - buxur ADIDAS - treyja TEVA - sandalar STEINER - hanskar THORLO - sokkar ttitihnjrítfjfa V lÍíöjaJsí'-.tcUL kom fjöldi þeirra í einstak- lingsferðum með Akraborg og mikill straumur var í gegnum bæinn af þeim ferðamönnum sem nýttu sér Akraborgina. Akraborgin var hluti ímynd- ar bæjarins og haföi mikið að- dráttarafl. Eftir að göngin komu hefúr bæði innlendum og erlendum ferðamönnum i einstaklingsferðum fækkað en hópum hefur aftur á móti fjölgað gríðarlega. Mikið er um starfs- mannahópa, félagasamtök og skóla sem koma í dagsferðir og eyða degin- um á söfiium, útivistarsvæðum og veitingahúsum bæjarins. Hvalfjarðar- göngin hafa að miklu leyti leyst Akra- borgina af hólmi sem ímynd bæjarins og er hann iðullega nefúdur í sama mund og göngin. Góð aðstaða Akranesbær hefúr verið þekktur fyrir afrek íþróttamanna og er árangur þeirra að einhverju leyti að þakka góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæn- um. Aðstaða til útivistar fyrir almenn- ing er einnig mjög góð og fjölmörg svæði nýtt í þeim tilgangi. Akrafjall er vinsæll útivistarstaður og útsýni af fjallinu einstakt þar sem fjallið sjálft skyggir ekki á þegar komið er á hæstu tinda. -hdm nálæga firði. Mikið lif er i kringum höfn- ina og hinn sér- stæða miðbæ okkar. Meðal helstu viðburða í sumar má nefna harm- ónikulandsmót fyrstu helgina í júlí þegar nokkur hundruð manns sækja staðinn heim og svo standa vonir til aö hér verði Hálandaleikar í sumar.“ Skemmtilegt augnablik í hvalaskoðun á Húsavík. Húsavík: Hvalaskoðun - aukin dsókn íslendinga „Hefðbundinn bragur verður yfir sumrinu á Húsavík og nágrenni í ár,“ segir Auður Gunnarsdóttir á gisti- heimilinu Árbóli. „Boðið er upp á ferð- ir að Dettifossi, Ásbyrgi, Mývatni og Kverkfjöllum, svo að eitthvað sé nefht og er hægt að panta sæti í ferðimar hjá okkur. Búið er að gera mikið fyrir göngustíga og annað í nágrenninu, hægt verður að leigja kajaka í sumar og að sjálfsögðu er hér góð sundlaug með gufú og heitum pottum. Ekki má svo gleyma að við verðum að vanda með mæradaga í júlí. Þá verða alls kyns uppákomur eins og hrútasýning- ar, kleinubaksturskeppni og að sjálf- sögðu dansiball," segir Auður. Sífellt vinsælla Fyrirtækið Norðursigling hefur ver- ið með hvalskoðunarferðir í nágrenni Húsavíkur frá því árið 1995. „Það hef- ur verið jöfti fjölgun gesta hjá okkur milli ára og í fyrra fengum við um 12.000 gesti," segir Hörður Sigurbjama- son sem verið hefur í þessu frá upphafi. „Hlutur fs- lendinga hef- ur aukist nokkuð að undanfómu og vora þeir 15% gestanna árið 1997 en þeim fækkaði nokkuð í fyrra vegna leiðinlegs veðurs. Von er þó til að nokkur uppsveifla verði í sumar því þriðji báturinn hefúr bæst í flotann. Með tilkomu hans getum við boðið ferðir út í Lundey sem fela i sér sjóstangaveiði og fuglaskoðun eða eitt- hvað annað ef fólk vilL“ f tengslum við hvalaskoðunarferðimar er svo starf- rækt hvalasafn á Húsavík og sjávar- réttaveitingastaðurinn Gamli Baukur sem sagður er einn sá besti sinnar teg- undar á landinu. -hdm •v < * V t 1 r c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.