Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 6
 Hrafn Gunnlaugsson er snillingur. Hann hefur dælt frá sér myndum í áratugi og nýjasta verkið, Myrkrahöfðinginn, kemur í bíó í september. En Hrafn er ekki bara kvikmyndaleikstjóri. Hann er einn undarlegasti Birna Þórðardóttir lét danska dáta ekki tefja sig frá skyldustörfum í Fylkingunni Að vinna uppi í Fylkingu „Ég held bara að ég hafl ver- ið að vinna uppi í Fylkingu. Þetta truflaði mig ekkert. Ég man hins vegar eftir því þegar utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, William Rogers, kom hingað árið eftir. Þá átti meðal annars að sýna honum þessa þjóðardýrgripi, handritin, í Árnagarði en við í Fylkingunni komum í veg fyrir að honum tækist það. Við söfnuöum liði og fylltum allar stofur. Minn hópur tróðst inn í einhvern tíma í samanburðarmálfræði þar sem venjulega mættu tveir eða þrír. Þar var kennarinn allt í einu kominn með fulla stofu af fólki og allir mjög áhugasamir. Síðan þegar utan- rikisráðherrann mætti tæmd- ust aliar stofur. Við þustum út og vörnuðum honum inngöngu. Hann hafði ekkert að gera þarna enda lítil herfræði í handritunum.“ Miftvikudaginn 21. aprfl voru handrit Konungs- bókar og Rateyjarbókar, borin í land I Reykja- víkurhöfn aö viöstöddu fjöimenni. Fólk tók að streyma til miöbæjarins og í áttina aö höfninni strax upp úr kl. tíu og skömmu síöar höföu þúsundir manna safnast saman á harfnar- bakkanum til þess aö fylgjast meö því þegar Vædderen, sem flutti handritin heim, legðist upp aö. Meö blaktandi fána á stöngum og krökkt af börnum meö veifur í höndum tók miðborgin á sig þann brag sem væri 17. júní runninn upp. húsbygaiandi landsins, skáld og heimspekingur. Þ* ing Eitt stykki Hrafn Gunnlaugsson stendur í hlaðinu á einu stórkostleg- asta býli Reykjavíkur í fjörunni á Laugamestanga. Húsið virðist vera að tútna út og stefnir alla leið niður að sjó. „Þetta er eins og kóralrif," út- skýrir Hrafn aðspurður um hvort húsið sé tilbúið. „Það vex með ein- hverjum undarlegum hætti eins og leikmynd sem verður stöðugt að breyta eigi hún að virka.“ Stefniröu á aö hafa hérna bryggju? „Ég væri til í að fá mér einn af þessum risavöxnu austurevrópsku skuttogurum sem eru að fara á hausinn og leggja honum héma fyr- ir utan og hafa kænu til að fara á milli. Það gæti verið fallegt að hafa einn mjög ryðgaðan og stóran og láta hann liggja þama. Lýsa hann svo upp á kvöldin," segir Hrafn sem hefur farið sínar eigin leiðir í hug- myndasköpun í gegnum tíðina og í september verður Myrkrahöfðing- inn hans fmmsýndur hér á landi, en í millitíðinni undirbýr Hrafn sig fyrir formennsku í dómnefnd Berlin Beta-kvikmyndahátíðinni. Þá verð- ur myndin með Unni Steins, grað- hestinum og Pálma, „Þegar það ger- ist“, sýnd í sjónvarpi 1 Svíþjóð og Finnlandi í ágúst Borg fyrii ekki folk rir bíla en En hvemig líður Hrafni Gunn- laugssyni á öðra tímabili R-listans í Reykjavík? „Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Hvað borgarpólitíkina ann- ars varðar þá væri meira spennandi ef verið væri að takast á um ólíkar sýnir um framtíðarskipulag borgar- innar. Það er engu líkara en allir séu sammála um að miða skipulag- ið við bílastæði í stað þess að miða það við fólk,“ heldur Hrafn áfram. „Ef menn geta ekki sannað að þeir hafi þetta og þetta mörg bílastæði er ekki hægt að byggja svona og svona marga fermetra fyrir fólk; mér er Cliff Richards Bryndís Schram Þetta fólk hlýtur hreinlega að vera skylt. Hann Sir Cliff (Harry Roger Webb í vegabréfinu) hlýtur að vera Schramari. Að minnsta kosti hefur hann sama blíða og bangsalega útlitið og frú Bryndís og um bæði er hægt að hugsa: „Þetta fólk hefur aldrei gert flugu mein“, sem er líka örugglega alveg satt. Bæði hafa þau æst upp langanir hjá hinu kyninu en að sama skapi era bæði vönd að virðingu sinni og trú sínum herrum; Cliff Guði en Bryndís Jóni Baldvini sem margir telja hálfgerðan guð. Cliff hlýtur svo líka að hafa séð einhvern tímann um bamatíma. Ef ekki, hlýtur það að gerast bráðlega. Bryndís á afmæli í dag - til hamingju! af : —“ sagt að það sé meginskýringin á þvi að ekki séu byggð almennileg há- hýsi í miðbænum. Það vantar há- hýsi svo sem flestir geti búið mið- svæðis. Ég er að vonast til að það komi hér ný kynslóð sem kæri sig ekki um að miða lífsgrandvöllinn við bílastæði, heldur ólgandi mann- líf. Sums staðar í Marehverfinu í París, sem ég bjó í um tíma, þurfti maður að leggjast upp að veggjun- um til að hleypa bílum fram hjá, það var skemmtilegt. Þar ferðuðust flestir með neðanjarðarlestinni. Ef Vestfjaröagöngin hefðu til dæmis verið grafln í Reykjavík þýddi það neðanjarðarlest um alla borgina og þá væri hægt að skipuleggja borg- ina fyrir fólk en ekki bíla. Þétta byggðina og byggja skýjakljúfa." En hvaó um útivistarsvæöin ef byggðin er þétt? „Útivistarsvæðin í Reykjavík eru tún sem unglingar í atvinnubóta- vinnu era látnir slá. Þetta er sveita- mennska og leifar frá hokrinu í torf- kofanum, tún er það sem blífur og það á að slá. Því miður. Og eins er með umferðareyjar, um leið og þessi undursamlegu gulu blóm- blóm, sóley og fífill, rétt ná að teygja sig upp úr sverðinum era ungling- arnir mættir með skellinöðruorf og það er hamast þar til brún og svið- in grasrótin er ein eftir.“ En hvaö með útivistina? „Við höfum fundið upp þetta orð- tak að njóta útivistar vegna þess að bíllinn er okkar yflrhöfn og okkar hljómskálagarður tún. í Hjómskála- garðinn er bara farið til að slá. Detti einhverjum í hug að ætla að reisa þar glerskála til að þjónusta þá sem gætu átt þangaö leið er það bannað, þaö gæti skemmt túnið.“ Öxará burt frá Þingvöllum „Það besta sem gæti gerst fyrir Reykjavík væri að hún byggðist út í eyjamar. En þessar eyjar era víst útivistarsvæði. Það fer að vísu varla nokkur maður út í þessar eyj- ar, því þangað bráðvantar bilveg,“ segir Hrafn og gefur auk þess lítið fyrir þá náttúruvernd sem er að tröllríða öllu þetta misserið. „Hugs- aðu þér ef menn myndu til dæmis lagfæra stórkostlegustu náttúru- spjöll sem framkvæmd hafa verið hér á landi frá upphafl vega. Þegar árfarvegi Öxará var breytt af fom- hetjunum og Öxará látin renna ofan í Almannagjá. Ef þetta yrði nú lagað og hún sett aftur í sinn gamla farveg og Öxarárfoss hyrfi. Vilja menn það? Ef í því efni væri uppi sama stefna og nú er í gangi gagn- vart Geysi, að það megi ekki láta Geysi gjósa - þá væri varla nokkur Öxarárfoss. Ég held að það ætti ekki að skipa of marga drengi sem hafa lesið dýrafræðina sina sér til óbóta í allar þessar eftirlitsnefnd- ir,“ segir Hrafn og bætir því við að hann sé mjög hrifinn af því sem sé að gerast í Nauthólsvík núna, það bæti ögn upp að það mátti ekki setja upp glerskála í Hljómskála- garðinum. „Erlendis era almenningsgarðar fullir af lífi, skemmtun, leiktækjum og þjónustu. Nafnið eitt, Hjóm- skálagarður, segir allt, en verður þú var við mikinn hljóm í þeim garði. Trúlega væri best að fLytja öll gömlu fallegu húsin í Árbæjar- og sama manninn." safni aftur til baka og og koma þeim fyrir í Hjómskálagarðinum. Veik vinstri stjórn Ertu alveg kominn meö nóg af pólitík? „Maður hafði áhuga á pólitík og hélt að hægt væri aö breyta þegar maður var yngri en tíminn hefur kennt manni að hvað menningar- málin varðar skiptir það í rauninni engu máli hvaða flokkar era í ríkis- stjóm á íslandi, til þess era tregðu- lögmál kefisins of sterk, embættis- mannavaldið of rótgróið og póli- tíkusarnir of veikir, þeir munu frek- ar þóknast embættismönnunum og þrýstihópunum en lenda í átökum." Þú hlýtur samt að hafa einhverja skoöun á því hvernig er best aö haga menningarmálunum og menning- arpólitíkinni. „Hvað menningarmálin varðar þá hef ég sagt í meiri alvöra en gríni að sú ríkisstjórn sem vinni menning- unni minnst ógagn á íslandi sé veik vinstri stjóm með sterkan Sjálfstæð- isflokk í stjórnarandstöðu sem kem- ur í veg fyrir að vinstri stjómin geri þær endaleysur sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerir sjálfur þegar hann kemst í ríkisstjórn," segir Hrafn og tekur Útvarpshúsið sem dæmi. „Jafnvel Svavari Gestssyni datt ekki í hug aö eyða milljörðum í að flytja sjónvarpið í þennan legstein yfir frjálsri íslenskri dagskrárgerð. Það kom í hlut Sjálfstæðisflokks að gera það. Þú getur rétt ímyndað þér hvað hefði mátt búa til stórkostlega dagskrá fyrir þá mijarða sem nú er verið að ausa í útvarpshúsið. Sjón- varp er dagskrá ekki hús.“ Ungu leikstjórarnir. „Vandinn við þessar myndir ungu leikstjórana er að þær bera dálítinn svip af því að þær gætu all- ar verið eftir einn og sama mann- inn,“ svarar Hrafn spurður hvemig honum lítist á ungu mennina í fag- inu. » „Þetta vUja gjarnan verða ofvaxin rokkvídeó, án þess að þar sé ný og spennandi frásögn, umbúðirnar verða svo mikilvægar og maður er farinn að sakna sögunnar. Að ein- hver sé að segja sögu af ástríðu og segi hana vel. Maður saknar meiri alvöru, að þessir ungu menn tækjust á við íslenskan veraleika, en gerðu minna af sprelli, það er svo auðvelt að vera sniðugur." Er ekki líka vandamál í íslenskri kvikmyndagerö aö leikararnir leika oft alveg hrikalega illa? „Ef leikari er ekki góður þá er það leikstjóranum að kenna. Góðir leikarar leika eftir því sem þeim er sagt til. Hér era margir mjög góðir leikarar. Ef þér finnst þeir vondir er það vegna þess að leikstjóramir kunna ekki að segja þeim til. Þetta er bara eins og ef þú hlustar á Sin- fóníuhljómsveitina. Þá þýðir ekki að segja að þessi eða hinn hljóð- færaleikari sé lélegur því þetta velt- ur allt á hljómsveitarstjóranum. Það eru til alveg toppleikarar hér. Hellingur af þeim.“ -MT 6 f Ó k U S 9. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.