Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Page 9
„Eg var í byggingavinnu hjá Að-
alverktökum, var búinn að safna
smápening og átti orðið akkúrat
fyrir skellinöðru," segir Hörður
um gráglettni örlaganna og svarar
því hvers vegna hann varð hljóð-
færaleikari: „Sama dag og ég ætl-
aði að kaupa skellinöðruna hitti ég
Bigga bróður sem hafði verið að
þvælast í Hljóðfæraverslun Paul
Bernburg. Þar var hægt að kaupa
kompakt píanó sem var tvö þúsund
krónum ódýrara en skellinaðran.
Ég gerði það og þar með varð ég
poppari en ekki bifhjólavirki."
Hörður hefur ekki séð eftir þess-
ari ákvörðun. Eins og kemur fram
hér til hliðar hefur hann verið í
ýmsum nafntoguðum böndum.
Léttleikinn hefur alltaf verið í fyr-
irrúmi í böndum Harðar, en list-
rænn metnaður aldrei langt undan.
Hvað ætli reki Hörð áfram í popp-
inu? Er alltaf jafn gaman að þessu?
„Mér tekst alla vega alltaf að
gera þetta skemmtilegt. Ég heiti
fullu nafni Hörður Poppkom en er
kallaður Höddi Popp. Það er helst
nafnið sem rekur mig áfram.“
Hefur þér einhvern tímann tekist
aö lifa af poppinu eingöngu?
„Nei. Jú, bíddu. Eitt sumar á
Norðfirði með Amon Ra, en ég var
næstum því dauður af því. Ef ég
hefði ekki stolið rabarbara úr görð-
um hefði ég dáið. Þama lærði ég að
það eina sem læknar hellu i eyra
eftir flugferðir er stolinn rabarbari.
Ég útskýri þetta frekar í lækninga-
bók minni, en rabarbarinn verður
að vera stolinn."
Veikur fyrir sálmum
Rabarbari dugar skammt og ein-
hvem veginn verða popparar að fá
salt í grautinn. Hörður starfar sem
organisti í
Ferill
Grafarvogs-
kirkju.
Harðar
Poppkorns:
„Ég átti hænurnar"
Hörður Braga-
son er búinn að
vera í poppinu í
áratugi en þetta
er fyrsta einkavið-
talið hans. Hann er
í sýrupolkasveitinni
Hr. Ingi R. sem í
dag gefur út sína
fyrstu plötu ásamt
stórsöngkonunni
Möggu Stínu.
„AnnaðHvort er þetta stærsti
söfnuður landsins eða sá elsti, ég
get ómögulega munað það,“ segir
hann og bætir við: „Guð almáttug-
ur er ágætis vinnuveitandi, um-
burðarlyndur og þægilegur."
Fœróu aö poppa í kirkjunni?
„Nei, en ég fæ að vera háfleygur
og virðulegur listamaður. Ég hef
alltaf verið veikur fyrir sálmum.
Ég píndi m.a.s. foreldra mína til að
gefa mér sálmasöngsbók þegar ég
var unglingur. Ég hlusta aldrei á
kórmúsík en mér finnst mjög gam-
an að stjórna kór. Því stærri því
skemmtilegra."
Þú ert greinilega hœstánœgöur
meö organistadjobbiö. En hvað var
þá ömurlegasta starfiö?
Nú hugsar Hörður lengi og vill
ómögulega nefna vikuna sem hann
var í Álverinu af því að frænka
hans er forstjóri þar. „Þar vaxa
víst blóm í kringum súrálskerin
núna,“ fullyrðir hann. Loks kvikn-
ar ljós: „Einu sinni var ég í máln-
ingarvinnu í einn dag. Málningar-
meistarinn var ofboðslega
komplexaður yfir öllu
og það var rosa-
lega erfitt að
vinna með
h o n -
Lúslfer. Unglingahljómsveit sem stofnuð var til
að spila á „Pang"-kvöldi I Breiðholtsskóla. “Viö
vorum vinsælir í Breiöholtinu. Viö hættum
nokkrum sinnum og skiptum um nafn þegar viö
þurftum aö losna viö einhvern úr hijómsveit-
inni. “
Amon Ra. Gamalgróin norðfirsk sveitahippa-
hljómsveit. ‘Vinsælasta hljómsveit á Austur-
landi ever. Ég haföi kynnst Jóni Skugga í bæn-
um og hann dröslaði mér tvö sumur austur til
að spila á sveitaböllum."
Sinfóníuhljómsvelt Hermanns Nitsch. Tólf
manna hljómsveit austurrisks nýlistamanns
sem kom hingað og kenndi í MHÍ. "Sellóleikur
minn var undirstaöan I þessum hópi. Viö ferö-
uöumst um Evrópu og spiluöum jafnt I viröuleg-
um konsertsölum og aumum björknæpum. “
listaspíra sem stóö fyrir þessari kaótísku stór-
sveit. ‘Ella ætlaöi fyrst aö
stofna kvennaband en hringdi í
okkur strákana þegar henni
bauöst aö spila á Borginni. Svo
lognaöist bandiö út af og í lok-
in voru bara Ella og Þorvar úr
Jonee Jonee eftir á einhverri
iðnsýningu."
Tónabræöur. Skammlíf gervi-
djasshljómsveit. "Viö spiluöum
einu sinni I Glæsibæ og einu
sinni á balli hjá MHÍ. Ég og Ósk-
ar Jónasson spiluöum frægt
síams-saxófónssóló og mottó bandsins var:
Djass í þúsund ár."
Nýmjól. Jólakassetta Haröar sem gefin var út í
mjög takmörkuðu upþlagi. “Jólin fóru frekar I
taugarnar ámér þegar ég geröi þessa spólu en
þarna er samt ósvikin jólatónlist, eins og lögin
Brunl BB. Hryðjuverkamenn sem drápu hænur
í Rokki í Reykjavík og hræddu lögguna með
keðjulausum keðjusögum. ‘Ég átti hænurnar
en BJössl Roth fékk að drepa þær þv! hann var
mesti veiðimaðurinn. Svínið sem slapp iifir enn
í hárri elli."
um. Hann hét Helgi D. Sigurðsson
og skýringuna á komplexinu fékk í
lok vinnudagsins þegar það komst
upp að D-ið stóð fyrir Dagur. Það
segir sig sjálft að það er hræðilegt
að vinna hjá málarameistara sem
heitir Helgi Dagur. Þá er örugglega
skárra að vinna hjá Sigurjóni Blá-
feld loðdýraræktarráðunauti."
Lögin sem við urðum að
spila
Hörður lítur ekki á stússið
með Hr. Inga R. sem hobbí.
„Nei, hobbíið mitt er
að vera undirleikari
hjá Karlakór Rangæ-
inga,“ segir hann.
„Það er mjög
skemmtilegt.
Ég keyri
austur og
spila með
körlun-
Kela skildu aldrei komast á prent.
Til dæmis þetta: Tútturnar á Bíbí /
eru betri en orð fá lýst / Ég æpi
með hjarta mínu / að ég fái þær að
mér þrýst."
Júplters. Fjörug stórsveit sem spil-
aði salsapönk og skemmti skralllýö
landsins um árabil. “Ég man nú
einna helst eftir fyrsta slagoröi
sveitarinnar: Death to dixieland!"
um a
t ó n -
leik-
um
Gleöileg jól og Svört jól. Spólunni veröur fylgt
eftir meö Súrmjól fyrir næstu jðl. “
Oxzmá „Killembillí'-hljómsveitin goðsagna-
kennda. Flottasta band klakans um miðjan síö-
Hljómsvelt Ellu Magg. Ella Magg var dugleg asta áratug. "Það er sorglegt aö textarnir hans
og drekk aðeins með þeim á eftir.
Þetta eru skemmtilegir karlar og
skáldmæltir hver einn og einasti.
Þeir hafa beðið um samstarf við
Hr. Inga R. Maður ætti að setja
þetta allt í einn graut og fá styrk til
að fara til Grænlands á eitthvert
kúlturfestival."
En nú að aðalmálinu. Plötunni
með Hr. Inga R. og Möggu Stínu
sem kemur út í dag. Á plötunni eru
eðalfin dægurlög eftir aðra.
„Þetta er ekki períódu-tónlist þó
að við séum að spila kóverlög,"
staðhæfir Hörður. „Þetta eru bara
lögin sem við urðum að spila. Ekki
að við höfum búið til það konsept
að við ætluðum að spila lög frá
ákveðnu tímabili. Þetta eru lög frá
okkar eigin ævi og sum frá því rétt
fyrir getnað okkar.“
Til hvers eruö þið aö taka þessi
lög?
„Af því að þetta eru eiginlega
okkar lög. Við eigum þessi lög og
sláum endanlega eign okkar á þau
með því að gefa þau út sem okkar
lög. Fyrir samstarfið spiluðu Hr.
Ingi R. eigin lög og Magga Stína
líka, en svo sameinuðumst við um
það að eigna okkur lög annarra.
Svo er eitt sem mér dettur í hug og
gæti verið djúpt í sálarlífinu hjá
okkur. Það er það sem Jón Páll gít-
arleikari sagði: „Sko, þetta pakk
sem er alltaf að semja lög eru bara
aumingjar sem geta ekki spilað
lögin sem er búið að semja.“
Skiluröu? Við erum að athuga
hvort við séum aumingjar eða
ekki."
Er þaö ekki bara aumingja-
skapur aö spila músík?
„Jú jú, og hvað þá að semja
hana. Það er algjör vitleysa og
aumingjaskapur að semja
fleiri lög.“
-glh
fólksins
Síðan Árni Johnsen reið á
vaðið með ÍSLAND hafa um
1500 manns fengið sér einka-
númer. Stafirnir mega mest
vera sex en minnst tveir. Þetta
er ekki mikið rými fyrir stór-
kostlega brandara, en nokkur
ágæt einkanúmer sjást þó á
götunum, t.d. ÉG, JÆJA,
ÆLOFJÚ, H KARL og NEI HÆ.
En hvaða einkanúmer ætti
fræga fólkið að fá sér? Hér tek-
ur Fókus ómakið af máttar-
9. júlí 1999 f Ó k U S
9