Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 15
bíódómur Stjörnubíó — Go ★ ★★ Undanfarið hafa snillingarnir streymt frá Danmörku. Nú eru þeir líka farnir að kynna nýjungar í kvikmyndatækninni sjálfri. Leikstjóri Doug Liman. Handrit John August. Aðalieikarar: Sarah Poley, Katie Holmes, Scott Wolf, Jay Mohr og Desmond Askew. í tveimur kvikmyndum, Swingers og Go, hefur Doug Liman f]allað um ungt fólk i Los Angeles, ekki ungt fólk eins og við eigum að venjast í bandarískum kvikmyndum heldur leitandi ungt fólk sem vill finna eitt- hvað sem það hefur ekki tangarhald á og er yfírleitt á sama upphafs- punkti í lok myndanna. Ef Swingers var um að ganga hægt um gleðinnar dyr þá er Go um dyr sem ekki á að ganga í gegnum. í Go fer Liman þá leið að skipta myndinni upp, láta hana byrja fjórum sinnum frá sama útgangspunkti en fara svo sitt í hvora áttina í að lýsa sama atburð- inum. Þetta tekst honum vel að langmestu leyti, eini gallinn er að einn hlutinn, saga afgreiðslumanns- ins Simons, er nokkuð á skjön við þungamiðjuna en fellur síðan inn í rammann að lokum. Útgangspunkturinn er í kjörbúð þar sem þau Ronna, Claire og Simon vinna. Tveir ungir og ásjálegir menn koma inn í búðina í leit að Simon sem hefur aukatekjur af sölu eiturlyfja og vilja kaupa af honum alsælu. Simon hefur rétt áður horfið á braut og hvert hann fór kemur fram í öðrum hluta myndarinnar. í þeim fyrsta fylgjumst við með Ronnu (Sarah Polley) sem telur sig geta útvegað Adam (Scott Wolf) og Zack (Jay Mohr) það sem þeim vant- ar. Hún fer á kreik, bjargar sér um alsæluna en salan mistekst sem er ekki gott mál því Ronna hafði látið vinkonu sína Claire (Katie Holmes) sem tryggingu íyrir því að hún myndi borga sölumanninum. Annar hluti segir frá afdrifaríkri og enda- sleppri ferð Simons (Desmond Askew) með vinum sínum til Las Vegas. í þriðja hlutanum eru það hommarir og vinirnir Adam og Zack sem segja sínar farir ekki slétt- ar, eru í aðstöðu sem þeir vildu svo gjaman losna úr. í fjórða hlutanum er svo púslað oft með augum Claire sem hefur að mestu staðið fyrir utan atburðina sjálfa og í lokin eru ung- mennin nánast i sömu sporum og í byrjun, aðeins reynslunni ríkari. Doug Liman er góður stílisti, stíll hans er hraður og hrár en um leið beinskeyttur og hann kann að fara með svartan húmor. Húmorinn er I Go fer Liman þá leið að skipta myndinni upp, láta hana hyrja fjórum sinnum frá saman útgangspunkti en fara svo í sína hvora áttina til að lýsa sama atburðinum. bestur í þeim hluta, sem kannski kemur sögunni minnst við, það er í ferð Simons og vina hans til Las Ve- gas. Sköpunarþörfm er mikil hjá Liman og í sumum atriðum nánast skín hún í gegn en ætlar sér um of stundum og það er eins og hann eigi eftir að fínpússa stílinn. Liman hef- ur gott vald á leikurunum sem upp til hópa sýna góðan og agaðan leik. Hilmar Karlsson Danirnir eru að hertaka kvikmynd Dogma, sem Danir voru svo snjallir að finna upp, er orðið að nokkurs kon- ar tiskufyrirbrigði í kvikmyndaheim- inum. Nú eru Bandarikjamenn að ljúka við gerð sinnar fyrstu dogma- myndar og heitir hún einfaldlega Dogma. í henni segir frá tveimur englum. Þeir heita Loki og Bartleby og sækja um inngöngu á ný í himna- ríki eftir að hafa verið útskúfað og eru ófeimnir við að nota alla þá klæki sem þeir þekkja til þess. Leikstjóri er Kevin Smith og það reyndist honum ekki erfitt að fá þekkta leikara til að leika fyrir lítið, en þeirra á meðal eru Linda Fiorentino, Chris Danirnir eru að Rock, Ben Affleck, sem gæti eytt Matt Damon, Alan Rickman, Selma Hayek, Jason Lee, Janeane Garofalo, George Carlin og söngkonan fræga Alanis Morissette. Frændur okkar og fyrrum stjúpfeður (hljómar óhugnanlega) láta sér ekki nægja að umtuma bransanum með hugmyndafræðinni einni saman Alanis Morissette er að fara að leika í amerískri útgáfu af dönsku dogma. heldur eru vísindamennirnir þeirra að finna upp almennilegt þrívíddarbíó. Það vita allir hvað 3- D myndir eru. Þær hafa að visu ekki verið í bíó í þó nokkur ár en nú gæti orðið breyting þar á. Og sem betur fer því þetta eru frábærar myndir. Hver man ekki eftir Jaws og öllum þessum gömlu góðu sem Borgarbíó í Kópavogi dældi yfir okkur? En nú geta aðdáendur 3-D finna upp nýtt 3-D bíó mynda andað þessum gleraugum. léttar þó lyktarperramir verði að bíða. í Hróarskeldu eru vísindamenn nefnilega að leggja lokahönd á tækni sem gerir kvik- myndahúsum kleift að sýna mynd- ir í þrívídd án þess að menn þurfi að hafa þessi ömurlegu gleraugu á nefinu. Þetta mun eiga að heita Holographic þegar þar að kemur. BMW Compact Sport Edition Grjótháls 1 söludeild 575 1210 Glæsilegur BMW sportbíll! Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum og búnaði, með aksturseiginleika sem aðeins BMW státar af. Sérstakur búnaður: • M-leður/tau áklæði á sætum • M-leðurklætt stýri • M-fjöðrun • M-spoilerar allan hringinn •10 hátalara hljómkerfi • Þokuljós • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn BMW ánægja og öryggi: • BMW útvarp með geislaspilara • ABS og ASC+T spólvörn • 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar • Vökva- og veltistýri • Frjókornasía í loftræstingu 1 .948.000 kr. • Aukabúnaður á mynd: álfelgur. Engum líkur 9. júlí 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.