Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 21 Arnar fær Arnar Gunnlaugsson fær tækifæri til að sanna sig sem sóknarmaður hjá Leicester á undirbúnings- tímabilinu i ensku knattspymunni. Martin O’Neill, framkvæmdastjóri Leicester, hefur ákveðið að biða með að kaupa sóknarmenn þar til hann sér hvort Amar og Graham Fenton muni fylla í skörðin sem Emile Heskey og Tony Cottee skilja eftir sig. Reikn- að er með að Heskey verði seldur og að hinn 34 ára gamli Cottee spili ekki mikið næsta vetur. -VS Sport Andri að hressast Andi'i Sigþórsson knattspymumaðurinn skæði úr KR er hægt og bítandi að hressast en eins og DV skýrði frá á dögunum gat hann vart gengið og var lagður inn á Landspítalann iila þjáður. Andri losnaði af sjúkrahús- inu fyrir helgina og var það fyrr en reiknað var með en upphaflega stóð til að hann yrði þar í 5 vikur. „Þetta er allt á réttri leið og lítur miklu betur út heldur en fyrir nokkrum vikum. Ég er farinn að rölta um og þarf ekki lengur að fá sýklalyf í æð eins og ég þurfti að gera. Lækn- amir hafa enn ekki fúndið út hvað er að hrjá mig. Það er eitthvað í líf- beininu en nákvæmlega er ekki vitað hvað það er,“ sagði Andri í spjalli við DV í gær. Andri segist hafa verið í meðferð hjá Bergi Hinriks- syni kírópraktor og sú meðferð hafi geflð góða raun. „Bergur segir að ég eigi eftir að spila í sumar og sjálfur er sannfærður um að svo verði. Ég var ekki bjartsýnn þegar ég var lagður inn á spítalann en núna horfir þetta öðruvisi við,“ sagði Andri sem fylgdist með félögum sínum í leiknum gegn Watford í gær. -GH Burst - Stjarnan steinlá gegn ÍR, 1-5 Heiðar Ómarsson á fleygiferð með ÍR-ingum í gærkvöld en hann skoraði tvö mörk í stórsigri þeirra í Garðabænum. Valdimar Kristófersson, fyrirliði Stjörnunnar, er á fjórum fótum, eins og segja má að lið hans hafi verið í heildina í gærkvöld. DV-mynd HH 0-1 Heiöar Ómarsson (11.) 0-2 Ólafur Brynjólfsson (29.) 0-3 Heiöar Ómarsson (55.) 1-3 Þorgils Þorgilsson (61.) 1-4 Ásgeir Ásgeirsson (62.) sjálfsmark 1-5 Jón Þór Eyjólfsson (90.) ÍR-ingar áttu ekki í neinum vand- ræðum með að sigra ein- beitingarlaust lið Stjörnunnar i lokaleik fyrri umferðar 1. deildar karla en leikurinn fór fram á Stjörnuvelli. Stjömumenn byrjuðu leikinn bet- ur en það var Heiðar Ómarsson sem skoraði laglegt mark fyrir ÍR úr fyrsta skoti liðsins sem rataði á markramma Stjörnunnar. Markið færði ÍR-ingum aukið sjálfstraust en dró úr Stjörnumönnum og Ólafur Brynjólfsson skoraði annað mark ÍR með þrumuskoti í þverslá og inn áður en flautað var til leikhlés. Varnarleikur Stjörnunnar, sem var slakur í fyrri hálfleik, versnaði, ef eitthvað var, í þeim síðari og Heiðar Ómarsson skoraði þriðja mark ÍR með þrumuskoti eftir að vörn Stjörnunnar mistókst að hreinsa frá eftir aukaspyrnu. Von- ameisti kviknaði með heimamönn- um á 61. mínútu þegar Þorgils Þor- gilsson skoraði eftir fast skot Bob- an Ristic úr aukaspyrnu. Stjörnu- menn voru fljótir að hlaupa með boltann að miðlínu, ÍR-ingar sendu boltann í átt að marki Stjörnunnar, þar sem Ásgeir Ásgeirsson varð fyr- ir því óláni að skora í eigið mark og gera út um vonir um hagstæð úrslit. Jón Þór Eyjólfsson innsiglaði síðan stórsigur ÍR með fallegu skalla- marki eftir hornspyrnu á síðustu mínútu leiksins. „Við erum mjög sáttir við þennan leik og stöðu okkar í deildinni. Við vorum staðráðnir í að taka almenni- lega á í þessum leik eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum, þannig að það var bara að snúa bökum saman og klára þetta í dag,“ sagði Ólafur Brynjólfs- son, leikmaður ÍR. ÍR lék mjög vel í þessum leik, skoraði fjögur gullfalleg mörk og er með sömu spilamennsku líklegt til að taka sæti i efstu deild að ári. Stjarnan á enn von um að flytjast upp um deild, mótið er jú aðeins hálfnað en til að svo megi verða þarf liðið að leika mun betur en það gerði í þessum leik. Svo mikið er vist. Maður leiksins: Sævar Þór Gíslason, ÍR. -ih 1. PEILP KARLA Fylkir 8 7 0 1 18-9 21 ÍR 8 4 2 2 22-16 14 Fýlkir á góðu flugi - vann sjöunda leikinn í röð, l-A, gegn KVA á Eskifirði Viöir 8 4 2 2 17-17 14 FH 8 3 2 3 17-13 11 Stjaman 8 3 14 15-15 10 KVA 8 3 1 4 14-23 10 Dalvík 8 2 3 3 10-13 9 Þróttur, R. 8 2 2 4 8-10 8 KA 8 1 4 3 7-9 7 SkaUagr. 8 2 15 15-18 7 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, SkaUagrími .. 8 Heiöar Ómarsson, ÍR..............6 Hörður Magnússon, FH.............6 Grétar Einarsson, Viöi ..........5 Kári Jónsson, Viði ..............5 Sævar Þór Gíslason, ÍR...........5 Viðir og Stjaman leika á miðvikudag, Fylkir-Skallagrimur, ÍR-KA og Dal- vík-Þróttur, R. á fóstudag og FH mætir KVA næsta laugardag. 0-1 Sjálfsmark (65.) 0-2 Theódór Óskarsson (69.) 0-3 Sigurður Sigursteinsson (72.) 0-4 Theódór Óskarsson (87.) 1-4 Marijan Cekic (90., vítaspyma) Fylkismenn styrktu enn stöðu sína á toppi 1. deildarinnar í knatt- spymu með góðum sigri á KVA, 1M, í sól og sumaryl á Eskifjarðarvelli á laugardaginn. Þetta var sjöundi sigur Árbæinga í röð og þeir stöðv- uðu sigurgöngu KVA sem hafði unnið þrjá síðustu leiki sína. Til að byrja með var jafnræði með liðunum en þegar á leið fyrri hálfleikinn mátti sjá að Fylkismenn höfðu þó undirtökin. Á fyrstu mín- útum leiksins varð markmaður KVA, Zoran Stojahdinovic, fyrir meiðslum og gat sýnilega engan veginn beitt sér það sem eftir var leiks. Margir undruðu sig á því hvers vegna varamarkvörður liðs- ins var ekki kallaður til þegar sýnt þótti að markvörðurinn væri illa meiddur, nánast úr leik. Bæði liðin fengu ágæt tækifæri í fyrri hálfleiknum. KVA-menn áttu skot í stöng og Fylkismenn skot sem naumlega var bjargað á síðustu stundu. í síðari hálfleik jókst sókn- arþungi Fylkismanna en þó áttu KVA-menn líka hættuleg tækifæri. Minnstu munaði að KVA-menn kæmust yfir á 15. mínútu hálfleiks- ins þegar Cekic átti þrumuskot í stöng, úr aukaspyrnu. Hvernig leikurinn hefði þróast ef þar hefði orðið mark er ekki gott að segja. Um miðjan seinni hálfleik skor- uðu Fylkismenn siðan 3 mörk á 7 mínútna kafla og gerðu þar með út um leikinn. Fylkismenn sýndu enn og aftur að þeir verða að teljast mjög líkleg- ir sigurvegarar deildarinnar. Öflugt lið. Ólafur Þórðarson vildi samt ekki ala á ofmetnaði en sagði hópinn sterkan og liðið léki vel þrátt fyrir að lykilmenn vantaði þessar stundimar. Að sögn Theódórs Óskarssonar, besta manns Fylkismanna, var þetta baráttuleikur í frábæru veðri. Hann taldi þó allt geta gerst og að lið eins og ÍR, Stjarnan og FH gætu reynst skeinuhætt á lokasprettinum. Besti maður KVA að mörgum ólöstuðum var Dcmíel Borgþórsson sem fór fyrir sínum mönnum með mikilli baráttu og dugnaði. Maður leiksins: Theódór Ósk- arsson, Fylki. -GÞ Þróttarar sluppu vel 1-0 Hreinn Hringsson (13.) 1-1 Brynjar Þór Gestsson (72.) Þróttarar mega teljast heppnir með að hafa náö stigi i viðureign sinni gegn FH á Valbjarnarvelli. Gestimir réðu lengst af leiksins lögum og lofum á vellinum en náðu samt ekki að uppskera nema eitt mark. Þróttarar fengu mark á silfurfati í fymi hálfleik en þá missti markvörðm- FH boltann klaufalega á milli fóta sér eftir laust skot Hreins Hringssonar af um 30 metra færi. Eftir það hugs- uðu Þróttarar um að halda feng- num hlut og létu FH-inga' eftir miðjusvæðið. Eftir að Brynjar jafn- aði fyrir FH áttu bæði lið góð færi. Ingvi Sveinsson skaut í stöng FH- marksins og undir lokin varði Fjalar, markvörður Þróttar, glæsi- lega skot Tryggva Valssonar. Fjal- ar var bestur í liði Þróttar en hjá FH léku Davíð Ólafsson og Brynjar Gestsson best. Maður leiksins: Davíð Ólafsson, FH. -GH Viljasigur Víðismanna 1-0 Hjörtur Hjartarson (29.) 1-1 Gunnar Sveinsson (30.) 1-2 Magnús Ólafsson (45.) 1- 3 Goran Lukic (76.) 2- 3 Hjörtur Hjartarson (86.) Víðismenn gerðu góða ferð 1 Borgames á fóstudagskvöldið þegar þeir lögðu heimamenn í Skalla- grími, 2-3. Víðismenn höfðu viljann og bar- áttuna fram yfir Borgnesinga og uppskám því þrjú dýrtmæt stig í toppbaráttu deildarinnar en Skalla- grímsmenn, sem hafa valdið mikl- um vonbrigðum í sumar, em sem stendur að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik sóttu heimamenn grimmt í síðari hálfleik en Víðismenn vörðust vel og skor- uðu þriðja markið úr sinni fyrstu sókn sem reyndist banabiti Borg- nesinga. Maður leiksins: Magnús Ólafs- son, Víði. -EP ^f . 2. DEILP KARLA HK - Leiknir, R. . 0-2 Þórður Jensson, Arnar Halldórsson. Þór, A. - Léttir . . 5-0 Heiðmar Felixson 2, Brynjar Ótt- arsson, Elmar Eiríksson, Arnar Bill Gunnarsson. Tindastóll - Ægir 4-1 Kristmar Björnsson, Unnar Sig- urðsson, Gunnar Gestsson, Atli Bjöm E. Levý - Benedikt Þór Báröarson. Selfoss KS .... 2-1 Guðjón Þorvaröarson, Brynjólfur Bjarnason - Haseta Miralem. Sindri - Völsungur . . 3-0 Ármann S. Björnsson 2, Stefán Am- alds. Tindastóll 9 6 2 1 25-8 20 Sindri 8 4 4 0 12-2 16 Leiknir, R. 9 4 4 1 16-8 16 Þór, A. 9 4 2 3 17-14 14 HK 9 4 2 3 17-15 14 Selfoss 9 3 4 2 20-18 13 KS 9 3 2 4 12-12 11 Ægir 8 1 4 3 11-20 7 Völsungur 9 1 1 7 10-26 4 Léttir 9 1 1 7 14-31 4 Sindri og Ægir mætast á þriðjudag í loi.aleik fyrri umferðarinnar. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG f^lNTER WSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík « 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.