Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Sport íí*r NOREGUR Molde - Kongsvinger 3-2 Rosenborg Lilleström . 4-0 Stabæk - Odd Grenland . 2-5 Strömsgodset - Bodö/Glimt . . . 0-1 Viking - Moss 1-1 Válerenga - Skeid 2-2 Rosenborg 15 11 2 2 43-12 35 Molde 15 10 2 3 26-15 32 Stabæk 15 9 2 4 35-23 29 Brann 13 9 0 4 25-21 27 Lilleström 14 8 2 4 32-25 26 Tromsö 14 7 2 5 36-24 23 Viking 15 6 2 7 25-21 20 Odd Grenl. 15 6 2 7 21-31 20 Bodö 15 5 3 7 26-32 18 Valerenga 14 4 3 7 19-25 15 Skeid 15 4 2 9 17-35 14 Moss 15 4 1 10 21-33 13 Strömsg. 15 4 1 10 22-35 13 Kongsving. 14 3 0 11 20-36 9 Helgi skoraði úr vítaspyrnu Helgi Sigurösson skoraði einn íslendinga í norsku A- deildinni í gær. Markið gerði hann úr víta- spyrnu og minnkaði þá muninn í 2-4. Það dugði skammt fyrir Stabæk sem stein- lá fyrir nýliðum Odds Gren- lands. Þeir Helgi og Pétur Mart- einsson fengu hæstu einkunnir leikmanna Stabæk í Aftenpost- en, fimm. Lilleström fékk skell gegn Ros- enborg í Þrándheimi. Rúnar Kristinsson fékk hæstu einkunn hjá Lilleström í Aftenposten, sex, en Heiðar Helguson náði sér ekki á strik og fékk þrjá. Ríkharður Daðason nýtti ekki dauðafæri til að koma Viking í 2-0 gegn Moss sem síðan jafnaði gegn gangi leiksins. Ríkharður stóð sig vel en Auðun Helgason var ekki eins sterkur og oft áður í vörn Viking. Steinar Adolfsson var með bestu mönnum Kongsvinger sem tapaði naumlega fyrir Molde á útivelli. Valur Fannar Gíslason lék all- an leikinn og Stefán bróðir hans seinni hálfleikinn með Ströms- godset sem situr í fallsæti eftir ósigur gegn Bodö á heimavelli. Þeir fengu aðeins 3 og 4 í ein- kunn í Aftenposten. -VS 5VÍÞJÓÐ Halmstad - Helsingborg . 4-0 Malmö - Djurgárden . 2-0 Helsingb. 14 9 1 4 24-15 28 Örgryte 13 7 5 1 26-9 26 Halmstad 14 7 3 4 26-13 24 AIK 13 7 3 3 20-10 24 Örebro 13 7 1 5 14-15 22 Kalmar 13 6 2 5 17-19 20 Trelleborg 13 5 4 4 24-19 19 Frölunda 13 5 3 5 15-18 18 Malmö 14 4 3 7 17-25 15 Gautaborg 13 3 5 5 12-18 14 Elfsborg 13 3 3 7 19-26 12 Djurgarden 14 3 3 8 15-26 12 Hammarby 13 2 5 6 14-21 11 Norrköping 13 2 5 6 11-20 11 Brynjar Björn Gunnarsson og fél- agar eiga möguleika á að endur- heimta toppsætið eftir skell hjá Hels- ingborg. Þeir leika þó ekki fyrr en um næstu helgi, gegn TreÚeborg heima. Malmö vann mikilvægan sigur í fall- baráttuslag gegn Djurgárden. Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn i vöm Malmö og Keflvíkingurinn ungi, Ómar Jóhannsson, var varamark- vörður. Sverrir Sverrisson lék ekki með Malmö vegna meiösla. -VS Þorvaldur Örlygsson: Til Grimsby? - fleira í myndinni, segir Þorvaldur Enska B-deildar liðið Grimsby Town hefur verið að bera víumar í Þorvald Örlygsson, knattspyrnumann hjá Oldham, en samningur hans við Oldham rennur út í þessum mánuði. „Það eina sem ég get sagt núna er að ég hef átt í viðræðum við tvö liö úr B-deildinni og nokkur úr neðri deildunum. Það er ljóst að ég mun yfirgefa Oldham og ég hef sett stefnuna á að spila er- lendis í 1-2 ár til viðbótar," sagöi Þorvaldur í samtaii við DV í gær. Þorvaldur segist vera heill af meiðslum en hnémeiðsli vom að angra hann mikið á síðustu leiktíð. „Það er mikið fjör á leikmanna- markaðnum núna enda stutt þar til tímabilið hefst. Ég vonast til að geta fengið mín mál á hreint í næstu viku,“ sagði Þorvaidur ennfrem- ur. Þorvaldur verður 33 ára gamall í næsta mán- uði. Hann hefur leikiö í ensku knattspyrnunni í 10 ár. Hann gekk í raðir Nottingham For- est frá KA árið 1989. Þaðan fór hann til Stoke og loks Oldham en eitt tímabil, 1991, kom hann heim og lék með Fram. -GH DV Körfuknattleikur: Breytingar hjá Grindvíkingum Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfuknattleik mun taka nokkmm breytingum fyrir næsta tímabil. Nýir leikmenn í her- búðum Grindvíkinga verða að öllum líkindum Dagur Þórisson og Bjami Magnússon sem báðir léku með ÍA og mögu- leiki er á að Marel Guð- laugsson snúi til baka frá KR. Ekki er taliö líklegt að Warren Peebles leiki með Grindavík á næsta tímabili og Grindvíking- ar em að svipast um eftir bakverði í hans stað. Páll til Belgíu Páll Axel Vilbergsson hefur gert eins árs samning við Fleron, metnaðarfúllt lið í belgisku B-deildinni, sem hefur sett stefnuna á að verða í hópi þeirra bestu þar í landi eftir þetta tímabil. Þá er Her- bert Amarson að þreifa fyrir sér erlendis en hann lék sem kunnugt er í Hollandi og Belgíu áður en hann gekk í rað- ir Grindvíkinga. -bb Dagur Þórisson, landsliðsmaður úr ÍA, er á leið í Grindavík. Lið Reykjanesbæjar í Evrópukeppninni í körfuknattleik: Spennandi - mætir Greater London Leopards í forkeppni Korac-bikarsins Keflvíkingar og Njarðvíkingar börðust hart um stóru titlana síðasta vetur. í haust snúa þeir bökum saman og taka á móti Greater London Leopards í Evrópukeppnlnni. Lið Reykjanesbæjar, sem skipað verður leikmönnum Keflavíkur og Njarövíkur, dróst í gær gegn enska liðinu Greater London Leopards í forkeppni Korac-bikarsins í körfu- knattleik. Leikið er heima og heim- an dagana 15. og 22. september og sigurliðið fer áfram í riðlakeppni. „Þetta er mjög spennandi dæmi og fint að þurfa ekki að fara lengra en til London. Við stefnum að sjálf- sögðu að því að fara áfram því við munum tefla fram mjög sterku liði í keppninni. Ég veit lítið sem ekkert um þetta enska lið enn sem komið er og það liggur ekki fyrir ennþá hvort liðið á heimaleik fyrst,“ sagði Birgir Már Bragason, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við DV í gær. Greater London Leopards hafnaði í áttunda sæti í bresku A-deildinni síðasta vetur en liðið varð deildar- meistari næstu tvö ár á undan, án þess að ná að vinna titilinn. Leop- Páll áfram með Leiftur? DV hefur fyrir því heimildir að Páll Guð- laugsson, þjálfari Leift- urs, muni skrifa undir tveggja ára samning við liðið á næstu dögum. Stjóm knattspymudeildar mun hafa fundað með Páli í síðustu viku og lagt fyrir hann tilboð sem hann er að skoða. Mjög miklar líkur era á því að skrifað verði undir samninga um miðjan mán- uöinn. -HJ ards tapaði naumlega fyrir deildar- meisturam Shefiield í 8-liða úrslit- unum um meistaratitilinn og beið síðan lægri hlut fyrir sama liði, 65-67, í hörkuspennandi bikarúr- slitaleik í vor. Fimm Bandaríkjamenn í liði Leopards í liði Leopards síðasta vetur vora fimm bandarískir leikmenn, tveir þeirra með evrópskt vegabréf, og auk þess tveir sterkir enskir lands- liðsmenn. Einn Bandaríkjamann- anna, Rashod Johnson, hefur verið orðaður við lið í amerísku NBA- deildinni í sumar. „Við verðum með tvo erlenda leikmenn í okkar liði og það verða þeir útlendingar sem við og Njarð- víkingar eram að leita að þessa dag- ana. Þau mál eru öll í skoðun og skýrast vonandi á næstunni," sagði Birgir Már. -VS Intertoto-keppn- in í knattspyrnu 2. umferð, síðari leikir (samanlögð úrslit 1 svigum) Newry Town - Duisburg . . 1-0 (1-2) Polonia - FC Köbenhavn .. 1-1 (4-1) Rostov - Cem. Skopje..2-1 (3-2) Floriana - Jokerit Helsinki 1-1 (2-3) Jedinstvo Bihac - Ceahlaul 1-3 (2-5) Lustenau - Rudar Velenje . 2-1 (4-2) Vasas - Neuchatel Xamax . 1-0 (3-0) St. Truiden - Ararat Jerev. 3-1 (5-1) Montpellier - Karabach ... 6-0 (9-0) Varteks - Brann ..........3-0 (3-3) (Varteks sigraði í vítaspymukeppni) Gomel - Hammarby........2-2 (2-6) Kocaelispor - Ventspils.....(1-1) Priiep - Perugia..........0-0 (0-1) Metz - Zilina...............(1-2) ÍA - Lokeren..............1-3 (2-6) Boby Brno - Basel .......2-4 (2-4) gjí) ENGLAND Ensk blöó sögðu frá þvi í gær að Manchester United ætti í viðræðum við enska knattspymusambandið um að fé- lagið tæki þátt í bikarkeppninni næsta vetur, þrátt fyrir að það yrði með í fyrstu heimsmeistarakeppni félagsliöa í janúar. Til þess þarf að færa 3. og 4. um- ferð bikarkeppninnar fram í desember. Haft var eftir Alex Ferguson fram- kvæmdastjóra að þetta væri vel mögu- legt. Talsmenn Manchester United og knatt- spyrnusambandsins bám þessar fregnir til baka í gær og sögðu að málið væri út- rætt, United yrði ekki með í bikarkeppn- inni. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leitar nú logandi Ijósi að framheija til aö fylla skarö Nicolas Anelka en reikna má með því að hann gangi frá samningi við Lazio í vikunni. Wenger hefur ekki gef- ist upp á að krækja í Robbie Fowler framherja Liverpool og þá hefur hann augastað á Emile Heskey, framherja Leicester. Þá er Wenger að skoða Hol- lendinginn Ruud van Nistelrooy, fram- heija PSV, sem skoraði 31 mark í 34 leiýum PSV á síðustu leiktið. Paul Ince, fyrrum fyrirliði Liverpool, er Iíklega á leið til Middlesbrough en Bryan Robson, stjóri Boro, er reiðubú- inn að greiða Liverpool 130 milljónir fyrir leikmanninn sem er orðinn 31 árs gamall. Hjá Middlesbrough hefur skap- ast nokkur hefð að kaupa leikmenn sem eru komnir á fertugsaldurinn og þar má nefna leikmenn eins og Paul Gascoigne, Gary Pallister, Andy Townsend og Colin Cooper. Suöur-afríski landsliðsmaðurinn Quinton Fortune verður til reynslu í vikutíma hjá Manchester United. Þessi 22 ára gamli miðjumaður er á mála hjá Atletico Madrid á Spáni en hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti 1 byrjunar- liðinu. Ivan de la Pena, spænski miðjumaður- inn sem leikur með Lazio á ítaliu, vill ganga til liðs við Newcastle. la Pena hef- ur gengið illa að vinna sér fast sæti í liði Lazio og umboðsmaður hans segir að hann vilji gjaman leika undir stjóm Ruud Gullits. -GH/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.