Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 27 Sport íslendingar og stöð- hestar í meirihluta Sænska landsliðið var valið um helgina. í DV í vor hefur verið fjall- að um möguleika ýmSænska landsliðið var valið um helgina. í DV í vor hefur verið fjallað um möguleika ýmissa íslenskra knapa í sænska landsliðinu og var íslend- ingum spáð miklum frama í Svía- ríki. Þegar upp er staðið eru íslend- ingar og stóðhestar i meirihluta sænska landsliðsins. Hreggviður Eyvindsson er með stóðhestinn Kjama frá Kálfholti, Sveinn Hauksson er með stóðhest- inn Hrímni frá Ödmorden, Magnús Skúlason með stóðhestinn Dug frá Minni-Borg og Guðni Jónsson með stóðhestinn Álm frá Lækjarmóti. Anna Björnsson, kærasta Magn- úsar Skúlasonar, er með stóðhest- inn Mjölni frá Dalbæ í 250 metra skeiði, Ilva Hagander er með stóð- hestinn Mökk frá Varmalæk og Pet- er Haggberg er með Hrafninn frá Tulka. íslendingar hafa óttast mjög skeiðhestinn Örvar, sem Magnús Skúlason hefur keppt á undanfarin ár, en þeir fara ekki í landsliðinu til Þýskalands. Sigurbjörn Báróarson telur , sig óheppinn eftir þetta íslandsmót. Hann tapaði gulli i tveimur tilvikum meö minnsta mun, 0,01 stigi. í gæð- ingaskeiði sigraði Siguróur Siguró- arson meö 8,72 stig en Sigurbjöm var með 8,71 og í tölti fékk Egill Þórar- insson 8,33 stig en Sigurbjörn 8,32. Þaö olli mótshöldurum íslands- mótsins á Hellu vandræðum að hvergi er til skrá yfir árangur knapa i hestaíþróttum. í lögum segir að knapar þurfi að hafa náð lágmarks- einkunn til að fá að keppa á ísiands- mótum og verða knaparnir sjálfir að halda utan um árangur sinn og móts- haldarar að treysta orðum þeirra. Sigurður Sœmundsson landsliösein- valdur fylgdist grannt með knöp- um og hestum á íslandsmótinu. Hann hefur valið Jóhann Skúla- son í landsliðið, en mun tilkynna bráðiega hver hinn knapinn er sem hann velur í landsliðið fyrir heimsmeistaramótið i Þýskaland í ágúst. Sigurður mun einnig velja tvo knapa með varahesta. 215 keppendur skráöu sig til keppni á íslandsmótinu á Hellu og vora skráningar 607. Fleiri knapar kepptu í tölti og fjórgangi í meistaraflokki heldur en opnum flokki. í fimmgangi unglinga voru sex strákar í úrslitum á dökkum hestum en í fjórgangi barna voru sex stúlkur í úrslitum. í úrslit í fimmgangi í opn- um flokki komst einn stóðhestur og fjórar hryssur. Þaó er sjaldgœft að ftmmgangarar fái yfir 9,0 fyrir tölt en það gerði Orm- ur frá Dallandi í úrslitum og hann fékk einnig 9,0 eða meir í brokki hjá nokkrum dómurum. Karen L. Marteinsdóttir sigraði i Qórgangi í þriðja sinn í röð á Manna frá Vestri-Leirárgörðum. Fyrst sigr- aði hún í barnaflokki en hún hefur keppt í unglingaflokki undanfarin tvö ár. Knapar frá tuttugu og tveimur hesta- mannafélögum alls staöar af landinu skráðu sig til keppni á íslandsmótinu og fengu knapar frá tiu félögum gull- verðlaun, sem er óvenjumikil dreif- ing. Fjórir knapar fengu þrjú gull á ís- landsmótinu. Sölvi Sigurðsson, Herði, Daniel I. Smárason, Sörla, Davið Matthíasson, Fáki, og Freyja Gisladóttir, Sleipni. Bræðurnir Sölvi og Sigurður Sig- urðarsynir uröu Islandsmeistarar. Sölvi (á myndinni) fékk þrjú gull en Sigurð- ur tvö. I Þeir [ keppa fyrir Hörð í Mosfells- bæ. Feðginin Sigur- björn Báróar- son og Sylvia dóttir ---——hans urðu íslandsmeistarar. Sigurbjöm í einni grein en Sylvía í tveimur greinum. Þau keppa fyrir Fák. -E J Hestamótahaldarar hafa verið nokkuð heppnir með veður á stórmótum undanfarin ár en er kom að íslandsmóti á Hellu um helgina sögðu veð- urguðirnir stopp og sendu rok og rigningu á keppendur. Slíkur var veðurhamurinn að fella varð niður keppni í hindrunarstökki, 150 metra skeiði og 250 metra skeiði, við litla gleði kepp- enda. Mótsstjórn treysti sér ekki til að tryggja ör- yggi keppenda miðað við þær aðstæður sem voru í boði enda kappreiðavöllurinn á floti og mjúkt undir. Flestir helstu knapar landsins mættu með hesta sem hafa verið í fararbroddi á mótum á undanfömum ámm. Sem dæmi má nefna að fjór- ir landsliðsknapar af fimm skráðu sig með keppnishesta sína. Keppt var í fimm flokkum. í meist- araflokki skráði Egill Þórarinsson sig á töltbikarinn fræga á Þilju frá Hólum er hann bar sigurorð af Sigurbirni Bárðar- syni með Odd frá Blönduósi og Hans Fr. Kjerúlf með Laufa frá Kollaleira. Ásgeir S. Herbertsson sigraði í fjór- gangi á Farsæli frá Amarhóli í fimmta árið í röð. Ásgeir er á forum með lands- liðinu til Þýskalands á heimsleikana og því eygja íslenskir knapar von á sigri í fjórgangi á næsta íslandsmóti. Annar landsliðsknapi, Olil Amble, varð í öðru sæti á Kjarki frá Horni og Guðmundur Einarsson var þriðji á Ótta frá Miðhjá- leigu. í fimmgangi sigraði Atli Guð- mundsson á Ormi frá Dallandi og hefur orðið íslandsmeistari í greininni þrisvar sinnum. Sigurður Sigurðarson var annar á Prins frá Hörgshóli og Sig- urður V. Matthíasson þriðji á Demanti frá Bólstað. Sigurbjörn Bárðarson varð stigahæsti knapi í meistaraflokki, Hans Fr. Kjerúlf sigraði í íslenskri tvfkeppni og Sigurður Sigurðarson i skeiðtvíkeppni. Sölvi Sigurðsson var sigur- sæll í opnum flokki og fékk þrjú gull. í flórgangi sigraði Sölvi á Gandi frá Fjalli, Frið- dóra Friðriksdóttir varð önnur á Skörungi frá Syðra-Skörðu- gili og Edda R. Ragnarsdóttir þriðja á Heljari frá Neðra-Ási. í tölti og íslenskri tvíkeppni einnig sigraði Sölvi á Gandi, Tómas Ó. Snorrason var annar á Skörungi frá Bragholti og Katrín Sigurð- ardóttir þriðja á Strák frá Grímsstöðum. Sigurður Sigurðarson sigraði í gæð- ingaskeiði í opnum flokki á Prins frá Hörgshóli, Sigur- björn Bárðarson var annar á Snarfara frá Kjal- ar- landi og Auðunn Kristjánsson þriðji á Grýlu frá Stangarholti. í fimmgangi og skeiðtvíkeppni sigr- aði Adolf Snæbjörnsson á Vímu frá Neðri-Vind- heimum, Halldór G. Guðnason var annar á Dreyru frá Þóreyjarnúpi og Þorvarður Friðbjörnsson þriðji á Vöku frá Reykjavík. Auðunn Kristjánsson sigraði í slaktaumatölti á Baldri frá Bakka, Sigur- björn Bárðarson var annar á Húna frá Torfunesi og Dagur Benónýsson þriðji á Galsa frá Bæ. Sig- urður Kolbeinsson varð stigahæstur keppenda í opnum flokki. -EJ Atli Guðmunds- son, íslandsmeist- ari í fimmgangi á Ormi frá Dallandi. DV-mynd EJ Jóhann Skúlason í ís- lenska landsliðið „Sigurður Sæmundsson valdi mig í íslenska landsliðið svo ég gaf Dön- um afsvar með danska landsliðið,“ sagði Jóhann Skúlason í samtali við DV eftir að danska meistaramótinu lauk um helgina. Þá á Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur einungis eftir að velja einn knapa í landsliðið auk varaknapa. Jóhann keppir á stóð- hestinum Feng frá íbishóli, sem keppti sem kynbótahross fyrir ís- land á HM 1997 í Noregi. Danir velja sigurvegara á danska meistaramótinu í landsliðið og þeg- ar Jóhann sigraði í tölti átti hann þar keppnisrétt en hann komst einnig í úrslit í fjórgangi, en gaf sæti sitt í úrslitum eftir fyrir vini sina. í danska landsliðinu era: June Hansen á Gammi frá Vatnsleysu, Samantha Leidersdorf á stóðhestinum Depli frá Votmúla, Sören Witt með Flugu frá Stro, Isabel Fel- sen með Garp frá Hemlu, Anna Sofie Nilsen með stóðhestinn Væng frá Engimýri og Anne Belslev með Hramm frá Þóreyjamúpi, en á þeim hesti keppti Páll B. Hólmarsson á HM í Noregi 1997. -EJ Stuttar fra Hellu íslandsmótið í hestaíþróttum á Hellu - veðrið batnaði ekki Keppendur á íslandsmótinu vora úr tuttugu og tveimur hestamannafé- lögum alls staðar af landinu. / fyrsta skipti á íslandsmóti þurftu knapar í opnum flokki og meistara- flokki að ná lágmarkseinkunn á þeim hesti sem keppt var á, fyrir tölt, ijór- gang og fimmgang. Sami knapi gat keppt i báðum flokkum á sínum hest- inum í hvorum en árangur síðasta árs og árangur sumarsins gilti. Lág- markseinkunnir í opnum flokki voru 5,5 í öllum greinum en 6,5 fyrir tölt, 6,2 fyrir flórgang og 6,0 fyrir fimm- gang í meistaraflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.