Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 12
.30 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Sport Skagamenn úr leik í Intertoto keppninni: - Lokeren skoraði tvö mörk manni færri Skagamenn fengu heldur súra uppskeru á Akranesi í gær er þeir duttu út úr Intertoto-bikarnum gegn belgíska liðinu Lokeren. Lokeren vann leikinn 1-3 eða alveg eins og þann fyrri og þvi 2-6 samanlagt. Munurinn á liðunum var nýting- in á færunum. Þau nýttu gestimir í anda atvinnumennskunnar en Skagamenn í anda áhugamennsk- unnar og ekki er því hægt að segja að úrslitin hafi verið sanngjöm enda Skagamenn lengstum betri, sérstaklega í fyrri hálfleik og einum manni fleiri í 67 minútur. Skagamenn sóttu mikið í fyrri hálfleik eftir að þeir höfðu náð sér eftir áfallið að fá á sig mark i upphafi *og fjöldi færa sköpuðust í hálf- leiknum en aðeins einu sinni vildi boltinn inn. Stefán Þórðar- son átti frábæran fyrri hálfleik, var allt í öllu, opnaði fyrir Kára Stein þegar hann fékk víti, Belgi fór út af með rautt fyrir að ,brjóta á Stefáni og þrisvar á fimm mínútna kafla skildi hann félaga sína opna í góð- um færum en allt kom fyrir ekki og Lokeren hélt út til leikhlés. í seinni hálfleik mátti síðan sjá öraggara og skipulagðara Lokeren- lið sem náði að loka betur á Skaga- sóknina og eftir að Logi Ólafsson setti aukamann og aukakraft í sókn- ina þegar 27 mínútur voru eftir kláruðu Belgarnir leikinn með 2 mörkum sem bæði komu upp úr skyndisóknum og litlu sem engu. Skaparinn á bak við þau líkt og flest sem gerðist í sóknarleik Lokeren var tékkneski landsliðsmaðurinn Roman Vonasek sem lék vel í gær og munurinn á liðunum lá fyrst og fremst í 3 mörkum sem hann bjó til. Stóðu sig eins og hetjur „Þetta var sætt en bara baráttu- sigur. Þetta var mjög erfitt og því ljúft að ná öðra markinu sem vann þetta fyrir okkur. Við náum að skipuleggja okkur vel og við eram mjög ánægðir. Ég er mjög hrifinn af Skagaliðinu, það stóð sig mjög vel, sérstaklega úti þegar við vorum bara heppnir að skora í lokin,“ sagði eini islenski sigurvegari gær- dagsins, Arnar Þór Viðarsson hjá Lokeren. Alexander Högnason fyrir- liði var svekktur. „Annað markið kláraði leikinn en við áttum að nýta færin betur í fyrri hálfleik. Við vorum þá klaufar en svona er fótboltinn. Við eram fullir sjálfstrausts þó þetta hafi ekki farið vel og hlökkum bara til framhalds- ins.“ -ÓÓJ 0-0 Roman Vonasek (4.) slapp 1 gegn um óörugga vöm ÍA eftir góöa stungu Novica Nikcovic og afgreiddi boltann örugglega í netiö. 0.0 Stefán Þóróarson (11.) ” v fylgdi á eflir eigin viti sem markvörðurinn haföi varið. Kári Steinn Reynisson fékk vltaspymuna. Q-0 Novica Nikcevic (69.) sneri w af sér Gunnlaug Jónsson á markteig og skoraði auðveldlega eftir frábæra mötun frá Vonasek. 0-0 Roman Vonasek (78.) sólaði V W Ólaf Þór Gunnarsson upp úr skónum og sendi hann í tómt markið eftir góða sendingu Van Geneugden. Stefán Þ. Þórðarson tekur vítaspyrnu Skaga- manna gegn Lokeren í gær. Markvörðurinn varði en Stefán fyigdi á eftir og jafnaði, 1-1. DV-mynd E.ÓI. '4 W' t ÍA1(1) - Lokeren 3 (1) Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson (Unnar Valgeirsson 78.), Alexander Högnason, Gunn- laugur Jónsson, Reynir Leósson (Kristján Jóhannsson 85.) - Pálmi Har- aldsson (Ragnar Hauksson 63.), Jóhannes Harðarson, Heimir Guðjóns- son, Kári Steinn Reynisson - Stefán Þórðarson, Kenneth Matijane. Gult spjald: Alexander. Mladen Dabanovic - Stefaan Staelens, Hein Van Haeze- brouck, Patrice Zéré, Stefan van Dender - Christian Janssens, Ronny Van Geneugden, Amar Þór Viðarsson (Martin Penicka 83.), Gauthier Boecka Lisasi (Sam Dominque Abouo 36.) - Novica Nikecevic (Jan Kozak 78.), Roman Vonasek. Gul spjöld: Staelens, Zéré, Van Geneugden. Rautt spjald: Van Haezebrouok (23. mín) Lokeren: lA - Lokeren Markskot: 13 10 Horn: 8 3 Áhorfendur: Um 600. ______________ÍA - Lokeren Völlur: Rok og blautur. Dómari: Finni sem var röggsamur og góður. Maður leiksins: Roman Vonasek, Lokeren. Átti öll mörkin, skoraði 2 og lagði upp eltt og var allt í öllu. Stefán til Englands? - skoðar aðstæður hjá Oxford í dag Stefán Þórðarson hefur sett mörk sín á lið ÍA með 3 mörkum í 2 leikjum en nú gætu Skagamenn verið að missa hann aftur út. Stefán fer í dag til enska C- deildarliðsins Oxford til að skoða að- stæður og sýna sig en kveðjuleikurinn gat endað mun betur. „Þetta endaði hræðilega, við áttum að setja inn þessi færi okkar í fyrri hálfleik. Þeir voru í tómu ragli í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vissu þeir hvað þeir vora að gera. Það er alltaf gaman að skora og mjög gaman að koma hér aftur upp á Skaga enda er mér alltaf vel tekið héma. Ég fer út í fyrramálið (í morgun) til Oxford í Englandi. Ég skoða þá og þeir skoða mig og svo veit maður aldrei meira. Það getur vel verið að ég nái ÍBV-leiknum.“ Óskum honum alls hins besta Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, gæti þurft að hoifa á eftir sterkum leikmanni. „Við vissum að þetta væri í stöðunni þegar hann kom, við óskum honum alls hins besta og vonumst til að hann komist að þar sem hann vill vera og fær að spila. Við sjáum samt hvað setur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA. -ÓÓJ Mjög mikil aföll - í erfiðri en skemmtilegri endúrókeppni Það var í úrhellisrigningu og sunnanstrekkingi að 35 hetjur riðu úr hlaði við ströndina hjá Garði á Snæfellsnesi. Keppnin var varla hafm þegar tólf hjól vora fallin úr leik eftir að hafa drepið á sér í fyrsta hylnum. Það má segja að það hafi verið ávísun á hversu erfið þessi keppni yrði því áður en yfir lauk ^höfðu tuttugu hjól fallið úr leik H-g aðeins fimmtán náðu að klára keppnina. Endúrókeppnin á Ólafsvík er liklega erfiðasta mótorhjóla- keppni íslands og þótt víðar væri leitað. Hún hefst á sandi, vefúr sig síðan um jökulinn og endar í árfarvegi. Menn vora ekki á eitt sáttir um hver erfiðasti hluti leið- ðrinnar væri en margir vora næstum sigraðir í stóra brekkunni á þriðju sérleiðinni og keyra tuttugu kílómetra úti í á fannst mörgum kalt en svalt. Eft- ir 140 kílómetra keppni mátti sjá þreytumerki á veðurbörðum andlitum en sigurglampi í augnaráðinu yfir að hafa náð að komast alla leið. Þessir urðu í 10 efstu sætunum: 1. Einar Sigurðsson 1.34.42 2. Guðmundur Sigurðsson 1.39.39 3. Karl Gunnlaugsson 1.43.26 4. Reynir Jónsson 1.45.59 5. Bjarni Valsson 1.46.20 6. Sölvi Ármanns 1.50.58 7. Snorri Gíslason 1.58.34 8. Hákon Ásgeirsson 1.58.45 9. Ingvar Hafbergsson 2.01.14 10. Viggó Viggóson 2.03.54 Þrátt fyrir mikil afifoll og nokkrar byltur komust menn I gegnum þetta án meiðsla og á Denni frá Ólafsvík, skipuleggj- andi keppninnar, hrós skihð fýr- ir vel valdar, erfiðar en skemmtilegar leiðir. Það sem varð mönnum helst að falli var bleytan sem náði oft inn í vélar sem drápu á sér eða í verstu til- fellum bræddu úr sér og stimpl- uðu sig úr keppni. Þegar úrslitin voru ljós stökk eftirfarandi staka frá vörum Kela frá Görðum og er hún nokkuð lýsandi fýrir and- ann sem sveif þar yfir vötnum: Raftastóð með rifna sál reis á grýttum hólum. Þeir detta á hausinn, dælda stál og drekkja stórum hjólum. -NG Á söndunum áttu margir í vandræðum og þónokkrir bræddu úr vélunum, líka vanir menn. DV-mynd HJ Að keyra 20 kílómetra niður á er víst enginn sunnu- dagsrúntur. DV-mynd NG 119)3. DEILD KARLA A-riðill: Augnablik - KFR .... 3-1 KÍB - Fjölnir 5-0 Afturelding - Haukar . 2-0 KÍB 8 7 1 0 39-6 22 Afturelding 7 5 2 0 23-3 17 Haukar 732 2 17-9 11 KFR 7 2 1 4 8-14 7 Augnablik 7 2 0 5 8-31 6 Fjölnir 7 1 1 5 4-16 4 Hamar 7 11 5 4-24 4 B-riðill: GG - Njarðvík 2-5 Víkingur, Ó. - KFS . . 1-3 Bnmi - KFS 1-1 KFS 751 1 25-12 16 Njarðvík 7 5 0 2 29-12 15 Reynir, S. 6 5 0 1 23-8 15 Bruni 741 2 14-13 13 GG 7 2 0 5 15-26 6 Víkingur, Ó. 7 1 1 5 12-25 4 Þróttur, V. 7 0 1 6 9-31 1 C-riðill: Neisti, H. - Hvöt .... 1-2 HSÞ b - Kormákur . .. 1-0 Hvöt 8 7 0 1 23-10 21 Neisti, H. 8 4 2 2 26-12 14 Magni 7 4 1 2 15-11 13 Kormákur 8 3 1 4 21-15 10 Nökkvi 7 2 0 5 15-13 6 HSBb 810 7 6-45 3 D-riðill: Leiknir, F. - Huginn/Höttur . .. 2-2 Einherji - Þróttúr, N. . 0-2 Þróttur, N. 6 4 2 0 9-3 14 Leiknir, F. 6 2 3 1 14-6 9 Hug./Hött. 6 2 3 1 12-8 9 Einherji 6 0 0 6 3-21 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.