Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 6
+ 24 Sport Bland í poka Nordhorn, nýliðarnir í þýsku A- deildinni i handknattleik, hafa fengið til sín þriðja Norðurlandabúann í við- bót fyrir komandi tímabil. Þeir keyptu á dögunum sænska línumann- inn Tomas Eriksson frá Drott en áður höfðu þeir fengið landa hans, Andreas Larsson, frá Lemgo, og svo auðvitað Guómund Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörð úr Val. Nordhom var fyrir með góðan hóp Norður- landabúa í liðinu. Keppnistímabilid í þýska handbolt- anum hefst með viðureign Kiel og Lemgo í meistarakeppninni þann 19. ágúst og verður leikið I Hannover. Eggert Stefánsson, tvítugur vamar- maður úr Fram sem hefur leikið tvo leiki í úrvalsdeildinni í knattspymu í sumar, hefur verið lánaður til 2. deildar liðs Þórs á Akureyri út tima- bilið. Andri Sveinsson, sem lék með Þrótti R. i úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrra, er genginn til liðs við 2. deild- ar lið HK. Magnús Aóalsteinsson, einn lykil- manna í íslandsmeistaraliði Þróttar R. i blaki, er á fórum til Danmerkur til náms. Brotthvarf hans skilur eftir sig stórt skarð í liði Þróttar en hann var auk þess þjálfari kvennaliðs fé- lagsins. Spœnska A-deildar lióió í knatt- spymu, Real Oviedo, keypti um helg- ina belgíska landsliðsmanninn Gert Claessens frá Club Brúgge. Þetta eru fyrstu kaup hins þrautreynda þjálf- ara, Luis Aragones, sem tók við stjórn liðsins i síðasta mánuði. Bjartmar Birgisson og Þórey Gylfadóttir sigruðu í karla- og kvennaflokki i fjallaskokki lR sem fram fór í þriðja sinn á laugardaginn. 25 þátttakendur voru í hlaupinu og luku þeir allir keppni. Bjartmar kom i mark á 57,38 mín. Steinar Frió- geirsson varð annar á 58,33 mín. og Jóhann Másson þriðji á 1:00,24 mín. Þórey komst fyrst í mark í kvenna- flokki á 1:20,13 mínútum. Kristinn Haflióason, einn af lykil- mönnum íslands- og bikarmeistara iBV í knatt- spymu, er kom- inn af stað á ný en hann hefur ekkert ieikið með Eyjamönnum i sumar vegna meiðsla. Kristinn er byrjaður að spila með 1. flokki og er búist við honum i slaginn í úrvalsdeildinni síð- ar i þessum mánuði. Stuóningsmenn IBV ætla að setja svip sinn á Evrópuleik Eyjamanna við SK Tirana frá Albaníu sem fram fer í Eyjum á morgun kl. 18. Þeir bjóða bæjarbúum upp á grill, tónlist og fleiri uppákomur í svokölluðu Skvísusundi frá kl. 16.30. Leik IBV og SK Tirana verður lýst beint á útvarpsstöð ÍBV. Stuðnings- menn í landi geta hlustað á lýsinguna í gegnum heimasíðu ÍBV en slóðin þar er www.eyjar.is/ibv. Opna FABORY/ísbolta mótið í golfí var haldið hjá Golfklúbbnum Setbergi um helgina. Þátttakendur voru 6 og var keppt með og án forgjafar. í keppni án forgjafar sigraði Otto Sigurðsson, GKG, á 72 höggum, Helgi Þórisson, GK, kom annar á 72 höggum og í 3. sæti varð Styrmir Guömundsson, NK, á 73 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Halldór Þóróarson, GSE, Styrmir varð annar og Otto þriðji. -GH/VS Eyjólfur skoraði Ejrjólfur Sverrisson skoraði eina mark Herthu Berlin sem tapaði fyrir Dortmund, 1-2, í þýsku deildabikarkeppninni í knattspymu í gær. Það var Eredi Bobic sem kom Dortmund yfir á 53. min. en Eyjólfur jafnaði 10 mín. síðar með viðstööulausu skoti úr teignum. Á lokamínútunni varð Herzog fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leverkusen sigraði Kaiserslautem, 3-1, í sömu keppni. í undan- úrslitunum mætast W. Bremen og Leverkusen og Bayem Múnchen mætir Dortmund. Sigurvegaram- ir mætast svo í úrslitaleik sem háður verður á laug- ardaginn. -GH MANUDAGUR 12. JÚLI 1999 MANUDAGUR 12. JULI 1999 25 Sport Ameríkubikarinn: Brassarnir áfram Leikmenn Mexíkó, með Luis Hernandez efstan, fagna eftir sigurinn á Perú. Brasilía og Chile komust í gærkvöld í undanúrslit Amer- íkukeppninnar í knattspyrnu. Brassamir lögðu Argen- tínumenn, 2-1, í miklum baráttuleik þar sem Dida, mark- vörður Brasilíu, varði vítaspymu fráAyala skömmu fyrir leikslok. Það voru Rivaldo og Ronaldo sem skomðu fyrir Brasilíumenn eftir að Sorin kom Argentínu yfir. Chile bar sigurorð af Kólumbíu í hörkuleik, 3-2, og skoraði Ivan Zamorano sigurmarkið. Mexíkó vann Perú í vítaspymukeppni eftir 3-3 jafntefli á laugardaginn og Uruguay lagði gestgjafana í Paraguay, einnig í vítaspymukeppni, eftir 1-1 jafntefli. í undanúrslitum mætast annars vegar Brasilía og Mex- íkó og hins vegar Chile og Uruguay. -VS/GH Sjóveikir Albanar Lands- og bikarmeistarar Albaniu, SKTirana, komu til Vestmannaeyja með Herjólfi síðdegis í gær en þeir mæta ÍBV í forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á morgun klukkan 18. Ekki var flogið til Eyja í gær og þeir þurftu því að fara sjóleiðina. Á mælikvarða Eyjamanna var ekki vont í sjóinn en albönsku leikmennirnir vom greinilega ekki vanir svona siglingum því að sögn farþega með skipinu komu þeir léttari til Eyja en þegar þeir stigu um borð í Þorlákshöfn. Albanam- ir létu það þó ekki aftra sér frá því að fara á létta æflngu fljótlega eftir komuna. -VS Lárus og Bj'arki úr leik Hvorki Lárus Sigurðsson né Bjarki Stef- ánsson munu spila með Valsmönnum í úr- valsdeildinni í knattspyrnu i sumar en þeir hafa verið á sjúkralistanum í allt sumar. Þá er ljóst að Amór Guðjohnsen og Einar Páll Tómasson missa af næstu tveimur leikjum Valsmanna sökum meiðsla. Jákvæðu fréttimar úr herbúðum Hlíð- arendaliðsins eru þær að vamarmaðurinn Stefán Ómarsson er kominn á fulla ferð en flugnám hefur komið í veg fyrir að hann spilaði í sumar. -GH Meiðsli hjá Leiftri Talsverð meiðsli hrjá Leiflursmenn um þessar mundir. Að minnsta kosti 5 menn úr byrjunarlið- inu eiga við einhvers konar meiðsli að stríða. Hlyn- ur Birgisson meiddist í leik gegn Grindavik og er talið líklegt að hann missi af leiknum gegn Breiða- bliki á fimmtudag. Þá er miðjumaðurinn ungi, Ingi H. Heimisson, líka frá. Sóknarmennimir Uni Arge, Alexandre Santos og Örlygur Helgason em allir meiddir, en Uni og Örlygur gátu spilað síðast, en vom ekki svipur hjá sjón. Santos hefúr ekkert get- að æft í tvær vikur og er óvíst með hann á fimmtu- daginn. Þá er Júlíus Tryggvason, vamaijaxlinn gamalreyndi, enn meiddur. -HJ Rauða Ijónið var mætt á Laugar- dalsvöllinn í öllu sínu veldi. Jóhann B. Guðmundsson hefur betur í baráttu við þrjá KR-inga á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Jóhann lék vesturbæinga grátt og skoraði tvö síðari mörk Watford í leiknum. DV-myndir E.OI. KR2(2) - Watford 3 (1) Kristján Finnbogason (Gunnleifur Gunnleifsson 46.) - Sigurður Ö. Jónsson (Björgvin Vilhjálmsson 82.), Bjami Þorsteinsson, David Winnie (Indriði Sigurðsson 46.), Þormóöur Egilsson (Þorstelnn Jónsson 82.) - Sigþór Júlíusson (Arnar J. Sigurgeirsson 46.), Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason (Edilon Hreinsson 71.), Einar Þ. Daníelsson (Jóhann Þórhallsson 68.) - Guðmundur Benediktsson (Egill Atlason 75.), Bjarki Gunnlaugsson (Ámi I. Pjetursson 54.). Alec Chamberlain (Chris Day 46.) - Alexander Bonnot, Clint Easton, Robert Page (Mark Williams 46.), Steve Palmer - Alon Hazan (Jóhann B. Guðmundsson 46.), Adrian Bakalli (Allan Smart 46.), Micah Hyde, Michael Ngonge (Darren Ward 46.), - Richard Johnson, Tommy Smith. KR - Watford Markskot: 10 Hom: 5 Áhorfendur: 4287. KR - Watford Völlur: Laugardalsvöllurinn blautur en góðu lagi. Dómari: Kristinn Jakobsson. Maður leiksins: Jóhann B. Guðmundsson, Watford. Hleyptl miklu lífl í leik Watford í seinni hálfleik og skoraði 2 mörk Joi afgreiddi KR-inga - Jóhann B. kom inn á í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk þegar Watford lagði KR í afmælisleik vesturbæjarliðsins KR-ingar lutu í lægra haldi fyrir enska liðinu Watford en liöin áttust við á Laugardalsvellinum í gærkvöld í til- efni af 100 ára afmæli KR. Það var eng- inn annar en íslendingurinn í liði Watford, Jóhann B. Guðmundsson, sem sá til þess að Watford fór með sigur af hólmi. Viðureignin var annars mjög kaflaskipt en afmælisbarnið réð gangi leiksins í fyrri hálfleik og komst Watford-liðið lítt áleiðis gegn frísku KR-liði og traustum vamarleik þess. Það má hrósa KR-liðinu á hvert reipi fyrir leikinn í fyrri hálfleik og strax á fyrstu mínútum hálfleiks gaf Sigur- steinn Gíslason sínum mönnum tóninn með góðu marki. Þetta gaf KR-liðinu byr undir báða vængi og hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við mark enska liðsins. Guðmundur Bene- diktsson var í tvígang nærri því að skora og síðar átti Einar Þór Daníels- son skot í slána og yfir. Það var síðan nokkuð gegn gangi leiksins sem Watford jafnaði metin en í það skiptið svaf vöm KR-inga á verðin- um.Nokkrum mínum síðar kom Bjarki Gunnlaugsson KR yfir eftir mikil mis- tök markvarðar Watford. Mörkin hefðu hæglfega getað orðið miklu fleiri. í síðari hálfleik skiptu KR-ingar mönnum inn á í gríð og erg og í kjölfar- ið fór styrkur liðsins þverrandi. Watford gekk á lagið og færðist í auk- ana. Jóhann B Guðmundsson jafnaði síðan metin, 2-2, og undir lok leiksins gulltryggði hann sigur Watford með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu af yfir 20 metra færi. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. KR-ingar sýndu oft sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik en all- ir fengu að spreyta sig í síöari hálfleik. Watford-liðið er ekki í mikilli æfingu en undirbúningur þess fyrir komandi tímabil er nýhafinn. „Þetta var draumainnkoma og þetta getur varla verið betra. Ég hlýt að hafa lagt eitthvað inn í bankann hjá Gordon Taylor. Það var æðisleg tilfmning að sjá boltann í markinu eftir aukaspyrn- una en þetta var tvímælalaust falleg- asta markið sem ég hef skorað á ferlin- um,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson við DV eftir leikinn. -JKS Úrvalsdeildarliö Hauka í körfu- knattleik hefur fengið liðstyrk frá Stjörnunni i Garðabæ en Eyjólfur Örn Jónsson er genginn í raðir Hafn- arfjarðarliðsins. Eyjólfur, sem er 1,95 metrar á hæð, lék með Stjörnumönn- um i 1. deildinni á síðasta timabili og sýndi þar góöa takta. Þá hefur Marel Guðlaugsson æft með Haukaliðinu en hann hefur und- anfarin ár leikið með KR-ingum. Marel er á fórum frá KR og gengur annaðhvort til liðs við Hauka eða til sinna gömlu félaga í Grindavík. ívar Ásgrimsson þjálfar Haukaliðið og þar á bæ hafa menn tekið stefnuna á toppbaráttu á komandi leiktið. Elentinus Margeirsson er genginn til liðs við íslandsmeistara Keflavík- ur i körfuknattleik á ný eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Birgir Örn Birgisson, varnarmað- urinn sterki hjá Keflavik, fer hins vegar nær örugglega til Þýskalands en eiginkona hans er að fara þangað í söngnám. Kvennalió Keflavíkur í körfubolta er að endurheimta Erlu Þorsteinsdótt- ur landsliðskonu, sem hefur verið í skóla í Bandaríkjunum í tvö ár. Utsendarar frá skoska A-deildarlið- inu Kilmamock fylgdust með leik KR-inga og Watford á Laugardalsvell- inum í gær og er þetta í annað sinn sem þeir sjá KR-inga í leik en sá fyrri var leikur KR og Fram. Þá voru njósnarar frá fleiri skoskum A-deild- arliðum á leiknum, einnig frá skand- inavískum félögum og frá Leverku- sen i Þýskalandi. Bjarki Gunnlaugsson hefur eflaust hefllað marga af þessum út- sendurum því hann sýndi sannkailaða snilldartakta með KR-ing- um. Þaö þarf ekki að koma á óvart þótt hann verði kominn úr landi á ný fyrr en varir. „Þetta var mjög góð æfing fyrir Evr- ópuleikina gegn Kilmamock því að ljóst er að Watford spilar svipaða knattspyrnu og skoska liðið. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en síð- an riðlaðist þetta nokkuð vegna inná- skiptinga," sagði Bjarki Gunnlaugs- son við DV. Leikmenn Watford fara ekki af landi brott fyrr en á morgun. Þeir ætla að fara að ráðum Jóhanns B. Guó- mundssonar og skoða ísland nánar. Þeir ferðast um Suðurlandið í dag og fara meðal annars á vélsleðum upp á Mýrdalsjökul. Elton John, poppsöngvarinn frægi og stjórnarformaður Watford, var hvergi sjáanlegur í Laugardalnum í gærkvöld þrátt fyrir getgátur sumra íslenskra fjölmiðla í þá átt fyrir helg- ina. Elton aflýsti tónleikum og þá fór þessi kvittur af stað en það rétta var að hann þurfti að gangast undir að- gerð og fá gangráð vegna óreglulegs hjartsláttar. Þorsteinn Jónsson og Árni Ingi Pjetursson léku sína fyrstu leiki með KR-ingum á þessari leiktiö í gær en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða í allt sumar. Flóðljósin á Laugardalsvelli voru ekki notuð í gærkvöld þrátt fyrir tals- vert rökkur, og vakti það furðu áhorf- enda. Ekki var þó um spamaðarað- gerð að ræða heldur olli bilun því að ekki var hægt að nota ijósin. -VS/GH/JKS Q-0 Sigursteinn Gislason (4.) v fékk óvænta sendingu frá Einari Þór og skoraði af öryggi úr teignum í bláhomið Michel Ngonge (30.) Eftir ” harða sókn skoraði Ngonge af stuttu færi eftir að David Winne haíði bjargað á marklínunni. 0 0 Bjarki Gunnlaugsson (37.) Eftir mikil mistök markvarð- ar Watford þakkaði Bjarki fyrir sig og skaut yfn markvörðinn. 00 Jóhann B. Guömundsson (79.) með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá kantinum. 00 (89.) með glæsilegu skoti í samskeytin af 25 metra færi, beint úr aukaspymu. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.