Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 A 3 Sport Kvennalandslið íslands ítugþraut unglinga. Stúlkurnar í efri röð eru Anna Margrét Ólafs- dóttir og Sigurlaug Níelsdóttir. Fyrir neðan frá vinstri: Sigrún Dögg Þórðardóttir, Hilda Guðný Svavarsdóttir, Agústa Tryggvadóttir og Lilja Grétarsdóttir. Norðurlandamót í fjölþraut unglinga haldið í Kaplakrika: Heimavöllur gaf keppendum byr undir báða vængi og margir bættu sig Norðurlandamót 1 fjölþraut ung- linga var haldið í Kaplakrika um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem mótið er haldið hér á landi. Það var því mikill heiður fyrir FH- inga að fá að halda slíkt mót og sýn- ir hve stórkostlega aðstöðu þeir hafa hér á landi. Finnar með flest gull Svíar unnu til flestra verðlauna- peninga á mótinu, afls niu talsins, Finnar voru með átta og Danir með þrjá. Finnar unnu þó til flestra gull- verðlauna eða alls fjögurra af átta mögulegum. íslendingar komust ekki á pafl á mótinu en þrátt fyrir það voru margir þeirra að bæta sig og setja persónuleg met. Bestum ár- angri íslensku keppendanna náði Jónas Hallgrímsson en hann hafn- aði í fjórða sæti í flokki 17-18 ára er hann krækti í 5917 stig í tugþraut. Bjartasta von íslands á mótinu, Sig- urður Karlsson, hafnaði í flmmta sæti í flokki 19-20 ára með 6508 stig. Umsjón íris B. Eysteinsdóttir íslenskum unglingum fer stöðugt fram í frjálsum og má þar þakka góðri aðstöðu og bættri þjálfun. Jón Arnar á unglingametið „Jón Amar á unglingametið og Sigurður Karlsson er að berjast við það. Ég tel hann vera besta íslend- inginn á þessu móti. Keppendumir era annars flestir að bæta sig, bæði hjá okkur og þeim, og það stendur verulega upp úr,“ sagði Sigurður Haraldsson úr mótanefnd. Góður árangur í sólinni „Mótið gengur mjög vel og kepp- endurnir eru mjög ánægðir með framkvæmdina og eru að ná frábær- um árangri í þessu veðri,“ sagði Sig- urður jafnframt. Á mótinu skein sólin skært og keppendur leituðu í forsælu milli greina til að hitna ekki of mikið. Ár- angurinn varð þar af leiðandi mjög góður og taldi Sigurður að sjaldan hafi náðst svona góður árangur á Is- landi tvo daga í röð. FH-ingar mega vera stoltir af frábærri framkvæmd þessa móts og eiga hrós skflið fyrir að lyfta frjálsum íþróttum á hærri stall á Islandi. Karlalandslið íslands í fjölþraut sem keppti á Norðurlandamótinu í Kaplakrika um síðustu helgi. Efri röð frá vinstri: Jónas Hlynur Hailgrímsson, Sigurbjörn Guðjónsson og Sigurður Karlsson. Neðri röð frá vinstri: Ólafur • Dan Jóhannsson og Rafn Árnason. Á myndina vantar Örvar Ólafsson. Finnar stóðu sig vel á Norðurlandamótinu i fjölþraut og hér er hluti af liði þeirra. Frá vinstri: Vennuna Halkoaho, Niina Kelo, Laura Pihkola og Sanna Saarman. Finnar ná góöum árangri á stórmótum: Góðir þjálfarar Finnsku keppendumir vöktu sérstaka athygli á Norðurlanda- mótinu fyrir frábæran árangur en þeir áttu 8 keppendur í verðlaunasætum á mótinu. Sanna Saarman sigraði í sínum aldursflokki í sjöþraut en hún er 18 ára gömul og náði sér í 5257 stig. „Ég er í fyrsta sæti í minni keppni og ég held að Niina sé lika að vinna hjá sér. Það er frábært að koma hingað á mót. ísland er fall- egt land og það er gaman að kynn- ast því. Grindahlaup, langstökk og hástökk eru mínar bestu greinar, annars finnast mér allar greinam- ar skemmtflegar nema 800 m hlaupið, það er hræðilegt," sagði Sanna sem var að vonum ánægð með sinn árangur á mótinu en hún keppti einnig á síðasta móti sem fram fór í Danmörku fyrir tveimur árum og var því komin með þónokkra keppnisreynslu. Sanna er með á hreinu hvers vegna Finnar ná góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi. „Við höfum frábæra þjálfara, þeir kenna okkur tæknina og styðja vel við bakið á okkur. Við æfum rosalega mikið líka,“ sagði Sanna sem á sér stóra drauma. „Mig langar að komast á stórmót og vera meðal tíu bestu í heiminum. Annars er ég að fara á Evrópumót unglinga í Lettlandi," sagði Sanna. Flestar að bæta sig íslensku stúlkurnar stóðu sig ágætlega á Norðurlandamótinu og mættu ákveðnar til leiks. „Málið er bara að gera sitt besta og bæta sinn eigin árangur, og ég held að við séum allar búnar að því í flestum greinum," sögðu íslensku stúlkumar. „Það er rosalega gaman að keppa hér á heimavelli og bjóða útlendingunum hingað í góða veðrið,“ sögðu þær. Þær sögðust jafnframt hafa sagt Norðurlanda- búunum eins og væri að veðrið væri svo saimarlega ekki alltaf svona gott á íslandi. Sigurður Karlsson: Stefnir hátt Sigurður Karlsson var talin bjartasta von Islands á Norður- landamótinu. Hann hafnaði óvænt í ööra sæti á sama móti í fyrra og ætlaði að standa sig enn betur í ár. „Þetta hefur gengið svona upp og ofan. Ég er búinn að eiga tvær góðar greinar og bætti mig í há- stökkinu. Annars er spjótkast mín besta grein. Ég vonast til að ná þriðja sætinu," sagði Sigurð- ur sem að lokum hafnaði í fimmta sæti sem getur ekki talist nógu góður árangur. „Ég stefni á að ná lágmörkum fyrir Evrópumót unglinga í Lett- landi í ágúst, ég á góða mögu- leika á að ná því, mig bara vant- ar meiri stöðugleika. Annars stefni ég náttúrlega á ólympíu- leikana, það er engin spuming," bætti Sigurður við og það verð- ur gaman að fylgjast meö honum í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.