Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 5
23 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Sport DV Þýska knattspyrnulidið Weiden, sem leikur í D-deild- inni þar í landi, gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum Bayern Munchen, 1-0, í æf- ingaleik á laugardaginn. Weid- en, sem er einnig frá Bæjara- landi, skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok eftir að meistaramir höfðu farið illa með fjölmörg marktækifæri. Kinverjar hirtu öll verðlaunin á opna tælenska meistaramót- inu í badminton sem lauk í gær. Chen Gang sigraði i ein- liðaleik karla, Dai Yun í ein- liðaleik kvenna, Qin Yiyuang og Gao Long í tvíliðaleik kvenna og þeir Yu Jinhao og Chen Qiqiu sigruðu í tvíliðaleik karla. -VS Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ósk- aði kínversku knattspyrnukonunum til hamingju með góða frammistöðu í úr- slitaieik HM á laugardaginn. Reuter Brasilfsku stúlkurnar fagna bronsverðlaununum eftir sigur á Noregi í vítaspyrnukeppni. Reuter ______________________________________________I Jaan Kirsipuu frá Eistlandi fagnar árangri sínum í Tour De France hjólreiðakeppninni um helgina en hann klæðist nú gulu treyjunni til marks um að hann sé með bestan heildarárangur til þessa. Reuter england Daymi Pernia frá Kúbu náði þriðja besta heimstíma ársins í 400 metra grindahlaupi kvenna á laugardaginn þegar hún sigraði í greininni á 53,95 sekúndum á heimsleikum stúdenta á Mallorca. Pemia þykir líkleg til afreka á heimsmeistaramótinu í Sevilla í næsta mánuði. Bandariski kúluvarparinn Andy Bloom náði athyglisverðum árangri á Mallorca þeg- ar hann sigraði með 21,11 metra löngu kasti. Hann kastaði 21,25 metra i siðustu viku og það er þriðji besti heimsárangurinn í ár. Það merkilega er að kúluvarpið er auka- grein hjá Bloom sem til þessa hefur lagt áherslu á kringlukast. Coventry hefur samþykkt að greiða 450 mUljónir króna fyrir Mustapha Hadji leikmann Deportivo La Coruna. Hadji sýndi frábær tilþrif með Marokkó- mönnum á HM i fyrra og i kjölfarið varð hann fyr- ir valinu sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Hadji hittir fyrir landa sinn, Youssef Chippo, sem gekk í raðir Coventry frá Porto í síðasta mánuði. Tveir nýir leikmenn gengu í raðir Sheffield Wed- nesday um helgina. Þetta eru Belginn Gilles de Bilde, sóknarmaður sem kemur frá PSV, og Hol- lendingurinn Gerald Sibon, miðvörður sem leikiö hefur með Ajax. Báðir hafa þeir gengið frá flögurra ára samningi við miðvikudagsliðið en þeir kostuðu það nálægt 600 milljónum króna. Svo getur farið að John Hartson gangi i raðir West Ham að nýju en Lúndúna- liðið er tilbúið að kaupa hann frá Wimbledon fyrir 230 milljónir króna. Hart- son virðist ekki eiga fram- tíð hjá Wimbledon eftir að Egil Olsen tók við stjórn- inni hjá félaginu en Wimbledon keypti Hartson fyrir hálfu ári frá West Ham fyrir 800 milljónir króna. Ekkert verður af því að framherjinn Michael Bridges gangi í raðir Tottenham frá Sunderland. Forráðamenn félaganna höfðu náð samkomulagi um félagaskiptin og 500 millj- óna króna greiðslu Totten- ham fyrir leikmanninn en sjálfur viidi Bridges ekki fara til Tottenham. Leeds United er að undirbúa til- boð í Bridges og fleiri lið eru með hann í sigtinu. -GH Bandarikm sigruöu Kína í vítakeppni í úrslitum HM kvenna eftir 0-0 jafntefli Metaðsokn a iþrotta viðburð kvenna Bandaríkin tryggðu sér heimsmeistaratítil kvenna í knattspyrnu í annað skipti með því að sigra Kína, 5-4, í vítaspyrnu- keppni eftir 0-0 jafntefli í framlengdum úrslitaleik á Rose Bowl-leikvanginum í Pasadena í Kaliforníu á laugardagskvöldið. Það var Brandi Chastain sem tryggði bandarísku stúlkunum sigurinn úr síð- ustu vítaspyrnunni eftir að Briana Scurry, markvörð- ur bandaríska liðsins, varði spymu frá hinni kín- versku Liu Ying. „Ég var mjög öragg með mig. Mér var treyst fyrir síðustu spyrnunni og ég beið bara eftir því að fá að ganga fram og taka hana,“ sagði Chastain eftir að hafa fagnað markinu og titl- inum gífurlega með sam- herjum sínum. Áhorfendur á leiknum voru rúmlega 90 þúsund sem er mesti fjöldi sem nokkum tíma hefúr mætt á íþróttaviðburð í kvenna- flokki. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en fáum marktækifærum. Litlu munaði að Kína tryggði sér sigur í fram- lengingunni þegar Fan Yunjie skallaði að marki en bjargað var á marklínu. Gífurlegur hiti var í Pasadena, um 38 gráður á meðan leikurinn fór fram, og bandaríska liðið varð fyrir áfalli í seinni hálfleik þegar Michelle Akers fór örmagna af leikvelli. „Stúlkumar börðust og börðust og unnu fyrir þessu. Þær þurftu að sigr- ast á mörgu í þessari keppni og erfiðasta hindr- unin var þetta frábæra kín- verska lið,“ sagði Tony DiCicco, þjálfari banda- ríska liðsins. „Þetta em mikil von- brigði. Við lögðum áherslu á vörnina til að byrja með og beittum síðan skyndi- sóknum,“ sagði Ma Yuan- an, þjálfari Kína. Áhuginn í Kína fyrir leiknum var gífurlegur og talið er að yfir 100 milljónir hafi fylgst með beinni sjónvarpsút- sendingu frá honum sem hófst klukkan 4 á sunnu- dagsmorgni. Brasilía fékk bronsið Brasilía hreppti brons- verðlaunin með því að leggja Noreg, meistarana frá 1995, á nákvæmlega sama hátt. Leikurinn end- aði 0-0 og Brasilía sigraði, 5-4, í vítaspymukeppni. -VS - - Mia Hamm, fyririiði og stjarna bandaríska liðs- ins, með heimsmeistarastyttuna eftirsóttu. Reuter Bland í poka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.