Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Viðskipti DV Þetta helst: Viðskipti á Verðbréfaþingi 561 m.kr. ... Mest með ríkisvíxla, 295 m.kr. ... Hluta- bréf, 115 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,24%, er nú 1.201,7 stig ... Opin kerfi, 25 m.kr. ... Sam- herji, 27 m.kr. *.. Búnaðarbanki, 12 m.kr. ... Viðskipti stöðvuð í Básafelli vegna fréttar DV í gær ... Skortur á sjófrystum þorski í Bandaríkjunum: 10 prósenta veröhækk- un á einum mánuði DV, Akureyri: „Verð á sjófrystum þorskafurðum á Bandaríkjamarkaði hefur verið á upp- leið að undanfömu eftir að hafa verið mjög hátt í nokkum tíma. Það má orða það þannig að verðið hafi verið mjög hátt og stöðugt í talsverðan tíma en svo hafi það farið aö hækka nú fyrir skömmu," segir Jóhannes Már Jóhann- esson, nýráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenskum sjávarafurðum. Jóhannes hefur að und- anfömu starfað hjá Fiskafurðum hf. og þar áður hjá Samherja hf. og þekkir mjög vel til sölu- og markaðsmála með sjófrystar fiskafurðir í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þekkja vel sam- drátt í fiskveiðum almennt undanfarin ár og þarlendir fiskimenn anna nú eng- an veginn eftirspum. Þetta hefúr leitt af sér mjög aukinn innflutning á sjáv- arafurðum og nam t.d. innflutningur til Kaupfélag Suðurnesja: Býður félags- mönnum hlutabréf DV, Suðurnesjum: Kaupfélag Suöumesja hefur boðið félagsmönnum sínum að kaupa 25 milljóna króna hlut í Samkaupum á genginu 2,0. Guðjón Stefánsson kaupfélagsstjóri sagði að ákveðið hefði verið að bjóða félagsmönnum, sem em um 3000 talsins vítt og breitt um landið, að kaupa hlut og auka með því hlutafé félagsins úr 225 milljónum króna í 250 miiljónir. Landsbanki íslands annast útboðið og er lágmarksfjárfesing í útboðinu kr. 10.000 að nafnvirði en að há- marki 25 m.kr. Útboðinu lýkur 16. júli nk. -AG Bandaríkjanna á sjávarafuröum á síðasta ári 450 millj- örðum króna hærri upphæð en fékkst fýrir útflutninginn. Alls voru fluttar inn sjávarafurðir til Bandaríkjanna fyr- ir um 600 milljarða á síðasta ári miðað við um 560 millj- arða árið áður. „Ég held að gegn- umsneitt megi segja að síðasta mánuð- inn hafi verð á þorskafurðum hækkað um 7-10% í Bandaríkjunum og verð bæði þar og annars staðar er í sögulegu samhengi talsvert hátt,“ segir Jóhannes, og á þar sérstaklega við sjófrystar afúrðir. Hann segir verðið nú stöðugt en það sé þó e.t.v. enn að hækka í ákveðnum vöm- flokkum. En telur hann að verðið muni haida áfram að hækka? „Ég hef áhyggjur af þvi að það gæti komið til svokallaðrar „háverðs- þreytu" ef þessi þróun heldur áfram en það þýðir einfaldlega að ef verðið hækkar sifellt þá dregst neyslan sam- an. Það má heldur ekki gleyma því aö þótt samkeppni á fiskmörkuðum sé takmörkuð er alltaf samkeppni við prótein tii staðar. Ef fiskurinn fer t.d. að kosta tífalt miðað við kjúklinga þá fara menn að hugsa sig um og verðið tekur að lækka. Það má því að vissu leyti setja spumingamerki við það hversu mikið og hversu lengi þetta kemur okkur til góða. Það er ákveðin hætta samfara því ef hækkunin verður of mikil og langvarandi," segir Jóhann- es. Hann segir að sennilega hafi verð á sjófrystum þorskafurðum á Bandaríkjamarkaði hækkað um nærri 25% frá í ársbyrjun á síðasta ári og það séu auðvitað einhver takmörk fyrir því hversu lengi þessi þróun geti hald- ið áfram. Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, segir það ekki koma sér á óvart að verð á sjófrystum þorski hafi hækkað á Bandaríkjamarkaði. „Það helgast af því að það er enginn sjófiystur þorskur til vegna þess að allur sjó- frystiflotinn hefúr verið á úthafskarfaveiðum í 2-3 mánuði og ég lít á þessa hækkun sem tímabundna bólu,“ segir Guðbrandur. Hann segir verð á landfrystum fiski hafa hækkað nokkuð á þessu ári. „Þetta fer eftir afurðum, menn eru með hávöruafurðir eins og flök og flaka- hiuta sem hafa verið að hækka á sama tíma og „blokkin" hefur verið að lækka. Ef karfan er tekin öll þá er hækkunin e.t.v. ekki svo mikil,“ segir Guðbrandur. -gk Bréf Baugs lækka enn Frá því að bréf Baugs hf. voru skráð á Verðbréfaþingi íslands hefur gengi þeirra lækkað nokkuð. Eins og kunnugt er var útboðsgengi 9,95 og hækkaði gengið fyrst um sinn en hefur nú farið lækkandi. í gær var þaö 9,75. Spár gera ráð fyrir að hagn- aður af rekstri félagsins verði um 700 milljónir króna á þessu ári sem er nokkru meira en upphafleg spá geröi ráð fyrir. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins spáir því hins vegar að í verslun cd- mennt muni afkoma ekki batna frá því sem nú er. Ástæðan er meðal annars sú geysiharða samkeppni sem ríkir á þessum markaði. Þrátt fyrir að Baugur sé með um 55% markaðshlutdeild er mikil sam- keppni, meðal annars innan fyrir- tækja í Baugs-keðjimni. Baugur hefur tilkynnt að félagið hyggist auka hlutdeild sína í sérvöru og hefur í því sam- hengi keypt Útilíf og opnað Hagkaupsverslim við Smáratorg. Ef spár sérfræð- inga ganga eftir er ekki lík- legt að bréf Baugs hækki mikið á þessu ári. Þess ber þó að geta að margir bjugg- ust við því að bréfm myndu lækka fýrst um sinn en mn mjög góða langtímafjárfest- ingu væri aö ræða. Þá ér ósvarað hvaða áhrif nýtt hlutafé í Baugi mun hafa á verðiö. Aukið framboð af bréfum er líklegt til að lækka verð þeirra en þaö kemur í ljóst síðar. Bændur á bæn Bændur í Bandaríkjunum hafa nú lagst á bæn og biðja um meiri opin- bera styrki. Þeir vilja 675 miiljarða króna styrk vegna þess hve afurða- verð er lágt. í fyrra fengu bændur 450 milljarða neyðaraöstoð en nú segja þeir að útlitið sé enn verra. Softa semur við Landsvirkjun í gær var undirritaður á milii Landsvirkjunar og Softu ehf. samn- ingur um kaup Landsvirkjunar á við- halds- og verkstjómarkerfmu DMM. Kerfið verður á næstu mánuðum sett upp í Blönduvirkjun, Kröflu og Laxár- virkjun 65.000 milljarða skattalækkun Bandarikjaþing hefúr lagt fram til- lögu um að lækka skatta á einstaklinga og fýrirtæki um 846 milljarða dollara, eða sem svarar 65.000 milljörðum íslenskra króna. Ætlun þingsins er að lækka tekjuskatta einstaklinga, fjár- magnstekjuskatt og skatta á fjolþjóö- leg fýrirtæki. Á sama tíma vill þingið auka hvata til einkaspamaðar. Demókratar, sem em í minnihluta á þingfnu, era hins vegar á móti þessu. Bill Clinton forseti vill frekar nota væntanlegan afgang af fjárlögum til að greiða niður skuldir ríkisins. Verðhækkanir stöðvaðar Spænskur ferðaiðnaður, með sam- tök hótelrekenda í fararbroddi, hefur ákveðið að taka höndum saman með stjómvöldum og kynda ekki undir verðbólgu. í júní hækkaði neyslu- verðsvísitala um 0,4% en á sama tíma hækkaði verð á hótelgistingu um 1%. Hótelrekendur ætla að halda hækkun- um í skefjum þrátt fýrir að mjög mik- il eftirspum sé eftir gistingu á sólar- ströndum. Óbreyttir vextir Seðlabanki Evrópu ákvað í gær að breyta ekki stýrivöxtum sinum og hafa þá áfram 2,5%. Á þriðjudaginn gaf bankinn út yfirlýsingu þess efhis að hann óttaðist verðbólgu um leið og hagvöxtur færi að taka við sér. Þetta kom fram í morgunkomi FBA í gær. Engin verðbólga Neysluverðsvisitalan í Bandaríkj- unum, CPI, án matvæla og eldsneytis, hækkaði um 0,1%. Almennt var búist viö að hækkunin yrði 0,2%. Atvinnu- leysistölur vora i samræmi við vænt- ingar. Þetta er túlkað á þann veg að verðbólgudraugurinn sé ekki kominn á stjá í USA. Frekari vaxtahækkanir á árinu em nú ólíklegri. Ástandið í Argentínu styrkir einnig þá kenningu að vextir muni ekki verða hækkaðir frekar. -bmg Viltu öruggan spamað sem er eignaskatt sfrj áls ? Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfum og er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys- anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið 9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs 5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270 milljónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur). VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.