Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 24
t 28 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 nn Ummæli Sundruð verka- lýðshreyfing „Það er ekki bara að þessi þvergirðingsháttur ASÍ-foryst- unnar í garð bland- aðra sérsambanda i verði til þess að , þau gangi úr ASÍ, heldur mun i verkalýðshreyf- ingin vegna þess- ara deilna ganga sundruð til samninga í vetur.“ Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, i Degi. Maður er nefndur „Það finnst ekki neinn fag- maður í kvikmyndagerð á ís- landi sem heldur því fram að þessir þættir séu vel unnir.“ Björn Br. Björnsson um sjón- varpsþættina Maður er nefndur, í Morgunblaðinu. Vanvirðan við samninga „Menn eiga að virða þá samninga sem eru í gildi. Aga- leysið sem felst í ® vanvirðu samn- 1 inga eru vond skilaboð inn í allt þjóðfélagið. Bæði til æskunnar og til þeirra eldri." Karl Björnsson bæjarstjóri um aðgerðir kennara, í Degi. Ritskoðun „Ritskoðun er margvísleg og lúmsk - og mönnum íinnst kannski illskárra að fá útgáfu- bann frá pólitískum varðhundi heldur en markaðssetjara sem segir: nei, vinur þetta selst ekki. í fyrra dæminu ertu hetja og píslarvottur, í því seinna barasta aumingi og lúser.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Veitir ekki af þremin: „Þrátt fyrir að verkefni Seðla- bankans séu eitt- # hvað að minnka tel ég ekki fært að fækka J bankastjór- um.“ Finnur Ingólfs- son, í Degi. Verðmætasköpun ís- lenska launamannsins „Verðmætasköpun á vinnu- stund er hér í slöku meðallagi en með löngum vinnutíma nær hún góðum meðaltekjum. Væri þessu öðruvísi farið hefði þjóðin meiri tekjur, fleiri frí- stundir eða hvort tveggja." Ingólfur Bender hagfræðing- ur, í Degi. Gunnar Gunnarsson umferðaröryggisfulltrúi: Fyrirmyndirnar eiga að sýna gott fordæmi DV, Akureyri: „Ég fékk þá hugmynd að leita til fyrirmynda krakkanna sem í þessu tilfelli eru þjálfarar þeirra í íþrótta- félögunum. Það má reyndar segja að hugmyndin hafi komið frá dóttur minni sem vildi eignast sams konar íþróttaskó og þjálfarinn hennar not- ar,“ segir Gunnar Gunnarsson um- ferðaröryggisfulltrúi starfar á Norður- landi á vegum Slysavamafélags ís- lands og Umferðar- ráðs. Gunnar hefur að undanfömu heimsótt þjálfara íþróttafélaga á Norðurlandi og afhent þeim reiö- hjólahjálma til að nota þegar þeir ferðast um á hjólum sinum. „Þjálfarar eru fyrirmyndir þeirra sem þeir em að þjálfa hverju sinni og eiga auðvitað að sýna gott for- dæmi. Ég hef sérstaklega snúiö mér til knattspymuþjálfara en ekki ein- skorðað mig við þá og einnig leitað til þjálfara í frjálsum íþróttum og öðmm greinum. Það er þannig að yfir vetrarmánuðina er unnið gott forvarnarstarf í skólunum en það dettur nokkuð niður yfir sumar- mánuðina og þvi fannst mér tilvalið að fara þessa leið, að leita til þjálfar- anna sem era mikið með krökkun- um á þeim tíma. Ég fékk því Vátryggingafé- lag íslands í lið með mér og við höfúm verið að heimsækja íþróttafé- lögin og þjálfarana að undanfómu og afhenda hjálma." Gunnar segir það að nokkru leyti hugsjón hjá sér að krakkar á reiðhjólum noti reiðhjálma. Málið sé ein- faldlega þannig að hjólin taki sífellt breytingum og verði fullkomnari en höfuð bamanna breytist ekki neitt og séu alltaf ________________________ jafn Maður dagsins g™ slysum ef en hann hjálmar séu ekki notaðir. Gunnar er Akureyringur og hefur lengst af unnið við verslunarstörf. Hann hefur einnig stundað knatt- spyrnu- Gunnar Gunnarsson. DV-mynd gk þjálfun hjá báðum Akureyrarliðun- um, KA og Þór. „Áhugamálin tengj- ast íþróttum fyrst og fremst og þá aðallega knatt- spyrnu. Ég hef reyndar spilað golf en geri það ekki um þessar mundir. Annað áhugamál eru stjómmál, ég er mjög pólitískur og fylgist eins vel með málum á þeim vettvangi og ég mögulega get.“ Gunnar er giftur Ölmu Oddgeirsdóttur og eiga þau eina dóttur, Nönnu, sem er 7 ára. -gk Helgi Björnsson fer fyrir hljómsveit sinni, SSSól. Geimskipið SSSól á Norðurlandi Geimskipið SSSól lendir á Norðurlandi um helgina. Dansleikjagestir verða brott- numdir i Sjallanum á Akur- eyri á föstudagskvöld og fé- lagsheimilinu Miðgarði laugardags- kvöld. Til sýn- is verður nýr lendingar- og ljósabúnaður frá „le luminar" í Frakklandi sem , settur hefur verið í fyrsta sinn í íslenskt rokk-geim- skip. Til að stjórna hinum nýja búnaði hefur verið fenginn til landsins norð- lenski tæknimaðurinn „Freyr the Filter" en hann hefur um langt skeið þurft að starfa í útlöndum vegna kunnáttu sinnar, nú síðast með hljómsveitinni Skunk Anansie og Leo Sayer. Þeim sem hyggja á brottnám um helgina er bent á að mæta tímanlega með fullu sam- þykki foreldra og forráða- manna en á eigin ábyrgð. Hljómsveitin er nú þannig skipuð: Eyjólfúr Jóhannsson á gítar, Hafþór Guðmunds- son á trommur, Bjöm Jörundur Friðbjömsson á bassa, Hrafn Thoroddsen á hljómborð og gítar og Helgi Björnsson syngur. Skemmtanir Snjódekk Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. íslands- meistarar ÍBV fara upp á Skipa- skaga í kvöld. ÍA-ÍBV í úrvals- deildinni Einn leikur er í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. íslands- meistarar ÍBV fara upp á land og alla leið til Akraness til að keppa við ÍA. Þessi leikur verður öragg- lega spennandi. ÍA hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabilinu og vantar nauð- synlega stig í sarpinn og ÍBV þyk- ir ekki hafa sýnt þann stöðugleika sem einkenndi liðið í fyrra þrátt fyrir að vera í toppbaráttunni. Leikurinn hefst kl. 20. í kvöld era margir leikir í neðri deildum. í 1. deild karla leika ÍR-KA á ÍR-velli, á Fylkisvelli leika Fylk- ir-Skallagrímur og á Dalvík leika heimamenn gegn Þrótti R., tveir leikir era í 2. deild, á Sauðárkróki leika Tindastóll og Léttir og á Húsavík leika Völsungur-Þór. Þá era á dagskrá níu leikir í 3. deild karla. Allir leikir kvöldsins hef]- ast kl. 20. Helgin verður frekar róleg í fót- boltanum en mest er um að vera í golfinu þar sem allir golfklúbbar landsins eru að halda meistara- mót þessa dagana sem standa í fjóra daga og hjá flestum klúbbun- um lýkur mótunum á morgun. íþróttir Bridge Það er ekki alltaf trygging fyrir góðri niðurstöðu i sögnum að góðir spilarar sitji við stjómvölinn. I hug- um margra eru Pakistaninn Zia Ma- hmood og Bretinn Tony Forrester meðal þeirra allra bestu í heimin- um. Þeir vora eitt sinn spilafélagar í þessu spili og sögðu þannig á hendur NS. Suður gjafari og allir utan hættu: 4 87432 «* 7 ♦ G943 ♦ D62 * - 98532 ♦ K652 * Á854 ♦ ÁKD95 ** ÁKD ■f ÁD10 4 G10 Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 v pass 2 « pass 3« pass 3 grönd pass 4 *» pass 4 « pass 5 * pass 6*» pass 6 4 p/h Zia Mahmood sat í suður með óvenju sterka hönd. Þegar mikill punktastyrkur er á annarri hend- inni en lítill á hinni vilja sagnir oft verða ómarkvissar. Tvö lauf vora alkröfuopnun og samkvæmt sam- komulagi þeirra félaganna voru 2 hjörtu gervisögn sem lýsti 0-3 punktum. Tveir spaðar voru geim- krafa og þrír spaðar sterkari sögn en 4 spaðar. Zia ákvað að skjóta á 3 grönd sem lokasamning, en Forrest- er hélt að spaði væri ákveðinn sem tromplitur og 3 grönd var því slemmutilraun. Hann sýndi stutt- lit sinn með 4 hjörtum en Zia var næstum því búinn að passa þá sögn, þvi hann taldi hana eðli- lega. Hann sagði Zia Mahmood. loksins 4 spaða í örygginu og þá ákvað Forrester aö segja 5 lauf til að sýna styrk í lauflnu. Zia hélt að sú sögn lofaði kóngnum og bauð upp á hjartaslemmu sem Forrester breytti snarlega yfir í spaða. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði vestur út laufás og meira laufi á kóng aust- urs. Austur spilaði þriðja laufinu og Zia, sem hafði ekkert gagn af niður- kasti, trompaði með spaðaás. Þar með fór þessi vonlausi samningur 3 niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.