Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Spurningin Á að selja áfengi í matvöruverslunum? Sirrey Axelsdóttir, heimavinn- andi: Já, það finnst mér. Gunnar Örn Haraldsson verka- maður: Já, mér finnst það. Anton Rúnarsson, 10 ára: Nei, það er bara rugl og fólk verður fuOt af þessu. Anna María Benediktsdóttir nemi: Já, ég hefði ekkert á móti því. Sólrún Dröfn Björnsdóttir nemi: Það væri nokkuð nett. Sigríður Konráðsdóttir kennari: Nei, mér finnst það ekki við hæfi. Lesendur Einelti í heima- vistarskóla Foreldrar; fylgist vel með börnum ykkar, hver veit hvort þau eru lögð í ein- elti og það gæti haft áhrif á framtíð þeirra, segir m.a. í bréfinu. Nemandi í landsbyggðarskóla sendi eftirfarandi pistil og getur ekki, eðli málsins samkvæmt lát- ið nafns síns getið: Ég var í skóla í haust úti á lands- byggðinni, nánar tiltekið í heima- vistarskóla úti í sveit. Maður hélt nú að einelti ætti sér ekki stað í svona litlum skólum .Það var vin- kona mín sem var lögð í einelti bara rétt eftir að skólinn byrjaði og voru það nokkrar stelpur sem létu hana bara ekki í friði. Ég og kærastan mín komumst nú fljótt að þessu og fórum til skóla- stjórans til að skýra honum frá málavöxtum. En hann tók lítið sem ekkert mark á því sem við vorum að segja. Við fórum því næst til áfangastjórans okkar og sögðum honum þetta. Hann var jú aðeins vitrari en skólastjórinn og tók mark á okkur og þá fór allt af stað . Hann talaði við skólastjórann sem þá loks tók mark á þessu en gerði samt ekkert í málinu. Það var því ekki fyrr en viö sögðumst fara með þetta til Barnavemdarráðs að hann tók við sér. En hvað gerði hann? Það eina sem hann gerði var að tala við stelpumar sem áttu hlut að máli í eineltinu til að segja þeim að hætta. Það vom haldnir skólafundir með skólastjóranum.Hann talaði um ein- elti en sagði að sem betur fer væri ekkert einelti í þessum skóla. En hvers vegna sagði hann það? Jú, vegna þess að hann þorði ekki að viðukenna vandamálið. Þetta verður að breytast. Ég veit fjölmörg dæmi þess að böm hafa verið lögð í einelti án þess að nokk- uð sé gert í því. Ég spyr einfaldlega: Hvað er að gerast í þjóðfélaginu? Hver ætlar að taka á þessum vanda? Mér finnst að í Kennaraháskólan- um eigi að vera sér áfangi í leið- beiningum sem fjalla um einelti. Ég hef séö það núna undanfarin ár að einelti hefur aukist ár frá ári. Því er það mitt álit að nú eigi að taka á þessum vanda fyrir alvöru. Að lokum vil ég tala til foreldra og segi: Fylgist vel með börnum ykkar, hver veit hvort þau era lögð í ein- elti? Það gæti haft áhrif á framtíð þeirra því þori þau ekki að segja frá því og skólinn þorir ekki að viðu- kenna einelti þá er voðinn vís. Furðulegar lofgreinar Sigurður Guðmundsson hringdi: Ég hef látið það ógert í nokkurn tíma að svara þeim lesendabréfum sem birtust hér á lesendasíðunni um innri og ytri mann fréttamanns- ins Gísla Mcnteins Baldurssonar. Mér fannst hins vegar keyra svo úr hófi fram að ég ákvað loks að hringja inn nokkrar setningar. Oflof er háð, sagði maðurinn. - Vonandi hefur sá, sem lagði það á sig aö skrifa lofgreinar um þennan fréttamann ekki haft í huga að hæð- ast að honum en greinarnar eru hins vegar settar saman með þeim hætti að það hvarflar sterklega að manni. Og skyldi ég vera eini mað- urinn sem það hugsaði við að lesa lofstubbanna (með mynd af frétta- manninum brosandi) að þeir væru skrifaðir af sama og eina mannin- um. Líklega ekki. Það var hverjum skyni gæddum manni ljóst að öll lofrullan hefur verið skrifuð af vini fréttamannsins til að hefja hann til æðstu metorða. Og greinin hafði greinlega áhrif því yfirmenn fréttastofu Sjónvarpsins létu til leiðast og ungi fréttamaður- inn las aðalfréttatíma Sjónvarps nokkrum dögum síðar óstuddur og ömggur. Menn eiga að vinna fyrir því sjálfir að ná árangri en ekki láta aðra gera það fyrir sig með þeim hætti sem um ræðir í þessu tilfelli. Þannig og aðeins þannig uppskera menn skv. því sem þeir sá og ætli fréttamaðurinn sé ekki sammála þeirri kenningu? Annað mál er svo með ráðningu þessa fréttamanns inn á fréttastofuna en það virðist hafa borið einkennilega að. - Hefur enginn áhuga að rannsaka hvemig því var háttað? Fagmennirnir og fólkið í Grjótaþorpinu Þráinn Bertelsson sendi inn þennan pistil: í frétt í DV i gær stendur: „Fólk ætti ekki að flytja í Grjótaþorpið ef þaö þolir ekki hljóm bæjarins - segir þekktur landslagsarkitekt „Fólk verður að gera sér grein fyrir að það er í hringiðunni þeg- ar það kýs að búa í miðbænum. Ákveðinn hávaði er innbyggður í miðbæjarhverfi og fólk sem ekki þolir slíkan hávaða ætti að flytja og búa annars staðar,“ segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt um árvissar kvartanir íbúa í Grjóta- ÍUilg^fiM[ö)Æ\ þ|ónustav allan sólarliringinn fd — eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 „Málið snýst um að Lögreglusamþykkt Reykjavíkur gildi í Grjótaþorpinu eins og annars staðar í Reykjavík," segir Þráinn um meinta tilraun forseta borgarstjórnar til að flæma íbúa svæðisins burt. þorpinu í Reykjavík um hávaða frá tívolíinu við Reykjavíkurhöfn og samkomustöðum í nágrenninu." Þama er á ferðinni einhver mis- skilningur hjá DV og landslagsarki- tektinum. Fólkið sem býr í Grjóta- þorpinu býr þar vegna þess að því líkar vel að búa í hringiðu borgar- lífsins. Hins vegar er Grjótaþorpið íbúðabyggð og hver heilvita maður sér að ekki er hægt að spila raf- magnsmúsík inni í ibúðahverfi all- ar nætur. Málið snýst um að Lög- reglusamþykkt Reykjavíkur gildi í Grjótaþorpinu eins og annars stað- ar í Reykjavík. Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjómar, virðist hins veg- ar staðráðinn í aö flæma íbúa Grjótaþorps í burt og það getur vel verið að honum takist það. Svo bið ég að heilsa blaðamcmnin- um sem skrifaði heila frétt og yfirs- ást kjami málsins og landslagsarki- tektinum sem ráölagði okkur héma í Grjótaþorpinu að flytja burt án þess að kýnna sér um hvað málið snerist. Þetta em greinilega góðir fagmenn, hvor á sínu sviði! Fríhafnir leggjast af Reynir Jónsson skrifar: Það er komið að endalokum frí- hafnarverslunar í flestum löndum, svo og á ferjum og annars staðar þar sem tíðkuð hefur verið toll- frjáls verslun á síðustu áratugum. Þetta verður líka staðreyndin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Þvi fyrr sem við leggjum niður fríhafnarviðskipti í flugstöðinni því betra. Verslun i landinu líður talsvert fyrir þessa sýndartilraun að bjóða væntanleg- um farþegum héðan ódýrar vörur. Sannleikurinn er sá að flestar vör- ur í Leifsstöð em jafndýrar, og þó oftar ívið dýrari en í verslunum í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Hálsbindi, skyrtur, myndavélar, vasasegulbönd; allt er þetta á uppsprengdu verði í Kefla- vík. Látmn ekki blekkjast af frí- verslun lengur. Glannaakstur og dauðaslys Kristinn Sigurðsson skrifar: Telja má ömggt að flest dauða- slys megi rekja til glannaaksturs. Það er ekið of hratt og kæruleysið er í fyrirrúmi. Ég spyr sjálfan mig oft: Hvers konar refsingu fær mað- ur sem ekur á unga stúlku á gang- braut og hún hlýtur bana af? Að missa ökuskírteinið í einn eða tvo mánuði er að sjálfsögðu engin refs- ing. Nýlega las ég frétt um dauöa- slys i Bandaríkjunum af völdum ökumanns. Ökumaðurinn fékk 30 ára fangelsisdóm. Þannig eru refs- ingar misþungar eftir löndum. Það ætti þó að vera regla að slíkir öku- menn missi ökuskírteini ævilangt þótt þeir sleppi við fangelsi. Ör- uggt mál er að hér eru refsingar af þessu tagi allt of vægar. Komið hrfm- kalt haust Agnar hringdi: Þegar ég kom út í morgun (mið- vikudagsmorguninn 14. júlí) fann ég strax að haustið er komið. Það er fokið af reynitrjánum alit fræið, og jafnvel blöðin líka, og það andar köldu frá sæþoku einhvers staðar norður í hafi - ábyggilega ekki langt frá landi. Og það er aðeins 14. júlí. Hvað verður siðar? Það er ábyggilega ekki rangt sem vísinda- menn hafa verið að segja, að það fari snarkólnandi hér á norður- hveli. Fáir vilja trúa, og allra síst við íslendingar sem aldrei trúum neinu fyrr en skellur í tönnum. Fólk flykkist líka til sólarlanda sem aldrei fyrr, öll bílastæði fyrir einka- bíla eru yfirfull fyrir utan Leifsstöð og uppi á grasbölum í kring. - En við skulum ekki búast við neinu sem heitir sumar héðan af. Skipulagsmál í Reykjavík: Stórkostleg óreiða Sigurður skrifar: Ekki er ein báran stök í okkar annars ágætu höfuðborg hvað varðar skipulags- og byggingar- mál. Fyrst er að telja vandræðin með stórhýsi á Laugavegi og eng- inn veit hvernig þeim málum lykt- ar. - Næst er að minnast á Barna- spítala Hringsins við Hringbraut þar sem allt svæðið er eins og flak- andi sár. Furðulegt að ætla að reisa enn eitt stórhýsiö á þeirri lóð, þar sem ófremdarástand er þar í bílastæðamálum. Auðvitað hefði átt að reisa spítalann í Foss- vogi þar sem nóg jarðnæði er. - Eða þá öll uppákoman undir verndarvæng embættismanna borgarinnar varðandi lóðina við Lækjargötu þar sem Nýja bíó stóð. Þar er þó aðeins um að ræða topp- inn á isjakanum. - Og loks verður að nefna Reykjavíkurflugvöll þar sem alls konar aðilar skipuleggja og leggja til að fylla upp í Skerja- Qörð sem myndi kosta tugi millj- arða króna. Þótt nokkurt góðæri sé í landinu nú er óþarfi að moka fjármununum í sjóinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.