Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Tíu þúsund sagðir hand- teknir í íran Helstu stjómarandstöðusamtök írana í útlegð, sem eru með bæki- stöðvar í írak, fullyrtu í gær að yflr 10 þúsund hefðu verið hand- teknir í óeirðunum í Teheran og öðram borgum írans undanfarna viku. íranskir embættismenn hafa sagt að öryggissveitir legðu sig fram við að handtaka þá sem taldir eru standa á bak við mót- mælin. I gær var eftirlit lögreglu hert í Teheran. Lögreglan setti upp vegatálma og bað vegfarendur um aö sýna skilríki. Greint var frá því í umbótasinnuðu írönsku dag- blaði að mæður, sem hefðu beðið fyrir utan aðalstöðvar lögreglunn- ar í Teheran frá því að synir þeirra hefðu verið handteknir, hefðu hrópað af örvæntingu þegar ekið var með synina í rútu frá byggingunni. Kröfðust mæðumar að fá vitneskju um hvað væri að gerast. íbúar í Teheran greindu frá því að farsímakerfið hefði verið óvirkt í gær, annan daginn í röð. Ekki hefur fengist staðfest að yfir- völd hafi tekið það úr sambandi. Efnavopn nálægt landa- mærum Noregs Leynileg rússnesk verksmiðja og birgðastöð fyrir efnavopn er aðeins í nokkurra kílómetra tjar- lægð frá norsku landamærunum, að því er segir í frétt norska dag- blaðsins Verdens Gang frá því í gær. Birgðastöðin á að vera í ná- grenni bæjarins Severomorsk á Kólaskaga. ífrétt Verdens Gang segir aö sprenging eða óhapp í birgðastöðinni gæti leitt til gríð- arlegs umhverfisslyss um allt norðurheimskautssvæðið. Gætu áhrifin fundist í allt að 250 kiló- metra fjarlægð. Yfir 23 þúsund Norðmenn búa á svæöinu sem gæti orðið fyrir áhrifum slyssins. Birgðastöðin á að hafa verið á Kólaskaga í 15 ár. Clinton útskýrir fyrir ísraelum: Barak ekkert nýtt leikfang Þó svo að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafi sagst vera ákafur eins og barn með nýtt leikfang fyrir fund sinn með Ehud Barak, nýjum forsætisráðherra ísraels, meinti hann það ekki bókstaflega. Þegar leiðtogarnir hittust í Washington í gær reyndi Bandaríkjaforseti að út- skýra hvað hann hefði átt við. Orð hans hefðu einungis þýtt það að hann væri ákafur að fá að hitta Barak. Clinton og Barak hétu því í gær að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma friðarferlinu í Miðaust- urlöndum af stað aftur. Barak verð- ur í Bandaríkjunum í nokkra daga til að ræða við ráðamenn þar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, James Rubin, sagði í gær að Bandaríkin myndu fagna ut- anaðkomandi aöstoð við að koma á friði í Miðausturlöndum. Hins veg- ar drægju Bandaríkjamenn í efa að Barak og Clinton í Washington í gaer. Símamynd Reuter einhver annar aðili gæti gegnt sömu stöðu og þeir í samskiptunum viö ísrael og Palestínumenn. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, bað í gær Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, um aðstoö við að koma friðarferlinu í Miðausturlönd- um aftur af stað. „Við biðjum Aht- isaari að gegna sama hlutverki og hann gerði í Kosovo þar sem hann nýtur virðingar allra,“ sagði Arafat. Evrópusambandið, þar sem Finnar fara nú með formennsku, hefur árum saman reynt að fá að miðla málum í deilu araba og ísraela. ísraelar hafa alltaf hafnað aðstoð sambandsins. Arabar eru hlynntir meiri íhlutun Evrópusambandsins, ESB. Rubin kvaðst efast um að jafnvel hinn hugrakkasti og metnaðarfyllsti skriffinnur sambandsins myndi gefa í skyn að einhverjir aðrir hefðu sömu stöðu í samningaumleitunun- um og Bandaríkjamenn. Strútahlaup er vinsæl íþrótt meðal manna í bænum Oudtshoorn, sem stendur á hásléttu Suður-Afríku, skammt frá Góðravonarhöfða. Strútarnir á bóndabænum Ostrich laða mikinn fjölda ferðamanna að á hverju ári. Þá hefur eftirspurn eftir strútsfjöðrum vaxið mjög í ár og munu margir ætla að skreyta híbýli sín slíkum fjöðrum þegar nýtt árþúsund gengur í garð um næstu áramót. Símamynd Reuter Langar í guðfræði eða kokkinn Milosevic slær frá sér og rekur heilan þingflokk Yfirvöld í Serbíu brugðust í gær hart við röddum þeirra sem hafa krafist afsagnar Milosevics, forseta Júgóslavíu. Nýi lýðræðis- flokkurinn, sem er í stjórnarand- stöðu, var sviptur fimm þingsæt- um sínum og í kjölfarið gengu nokkrir þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka út í mót- mælaskyni. Leiðtogi Nýja lýðræö- isflokksins, Dusan Mihajlvic, var harðorður í garð Milosevics og sagði forsetann með aðgerðum sínum vera að koma á borgara- stríði í landinu. Á götum úti hafa andstæðingar Milosevics unnið ötullega að söfn- un undirskrifta gegn forsetanum. Serbneskar lögreglusveitir hand- tóku í gær fjóra mótmælendur í bænum Sremska Mitrovica og í Belgrad brutust út átök á milli stjómarsinna og andstæðinga. Megawati sigurvegari Stjómarandstöðuleiðtoginn Megawati Sukarnoputri er sigur- vegari kosninganna í Indónesíu. Ind- verski lýðræðis- flokkm-inn, flokkur Megawati, hlaut 33,7 prósent at- kvæða. Flokkur B. J. Habibies forseta, Golkarflokkurinn, hlaut næstmest fylgi eða 22,4 prósent. Úrslitin, sem birt voru í gær, em ekki opinber. Lokaniðurstaða verður birt um miðja næstu viku. Kínverjar varaðir við Bandarísk yfirvöld vöruðu í gær Kínastjóm við að beita valdi gegn Taívan. Óháð blað í Hong Kong skrifaði í morgun að kín- versk yfirvöld kynnu að hertaka eina eða tvær eyjar Taívans ef Taívanar héldu áfram sjálfstæðis- baráttu sinni. Sprengja í Færeyjum Nokkri íbúar í Vaag í Færeyj- um þurftu í gær að rýma hús sín þegar stór sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni var flutt á ör- uggan stað. Sprengjan fannst síð- astliðinri miðvikudag. Bændur myrtir Hægri sinnaðar dauöasveitir í Kólumbíu myrtu í gær að minnsta kosti 13 bændur og eyðilögðu 15 heimili. Upptök eldsins kunn Leki í eldsneytisslöngu var rót eldsins sem kviknaði í norska skemmtiferðaskipinu Ragnhildi prinsessu í síðustu viku. Róa Falklandseyjar Carlos Menem, forseti Argent- inu, ætlar að verða meðal fyrstu landa sinna sem heimsækja Falklandseyjar eftir að flug- banninu til eyj- anna og banni við heimsókn- um Argentínu- manna var aflétt í London í vikunni. Eyjaskeggjar vantreysta Argentínumönnum sem gerðu innrás á eyjarnar 1982. Yfirvöld í Argentínu reyna nú að róa eyja- skeggja og segja ekki hættu á straumi argentínskra ferða- manna. Kaffi ógnar tedrykkju Þótt te sé enn vinsælasti drykk- ur Breta þá fer kaffidrykkja mjög vaxandi. Hver Breti mun drekka 1016 tebolla og 204 kaflibolla á ári hverju. Vinsældir kaflis jukust um 11% á síðasta ári en tefram- leiðendur hafa snúið vöm í sókn með opnun te(kaffi)húsa. Mannræningi fellur Albanski manriræninginn sem hélt fimm gíslum í Grikklandi í gær féll fyrir byssukúlu leyniskyttu. Maðurinn hafði farið fram á vopn og peninga auk ör- uggrar ferðar til Albaníu i skipt- um fyrir gislana. Sumarsnjór í Kanada íbúar í Suður-Alberta í Kanada skulfu úr kulda í gær þegar snjó- aði í annað sinn í mánuðinum. Aðeins er vitað til að tvisvar áður í sögunni hafi snjóað á þessum slóðum í júlí. Rugova fagnað Ibrahim Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana, var ákaft fagnað þegar hann sneri aftur til Kosovo í gær. Rugova kvaðst bjartsýnn á framtíð Kosovo og sagðist hlynntur frið- samlegum sam- skiptum við frelsisher Kosovo (KLA). Þá ítrekaði Rugova að hann væri enn forseti Kosovo og svo yrði þar til annað kæmi á daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.