Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Síða 14
Fjðlskyldu Nicolas Cage Nicolas Cage er enn giftur Patriciu Arquette og hann á einn son en sjálfsagt myndi hann aldrei viöurkenna aö hann væri flölskyldu- maöur, enda kunn- ur fyrir allt annaö en rólegheit i einkalífinu. Nei, fyrirsögnin er heiti á kvikmynd sem Nicolas Cage kemur til með aö leika í. í Famlly Man leik- ur Cage bankamann sem er vinnufíkill sem dag einn fer að hugsa um hvernig líf hans myndi veröa ef engin væri eiginkonan, ekkert ’ hús og enginn krakki. Þaö er eins og viö mann- inn mælt, dag einn vaknar hann og er allt hans líf horfið. Leikstjóri Family Man verður Brett Ratner. Cage hefur að undanförnu verið aö vinna fyrir mun þekktari leikstjóra, Martin Scorsese, en hann leikur aðalhlutverki í nýj- ustu kvikmynd meistarans, Brlnging Out the Dead, og áður en hann getur byrjað á Family Man þá verður hann að klára Gone In 60 Seconds, sem Dominic Senna (Kalifornia) leikstýrir, en meðal annarra leikara í þeirri mynd er fyrrum fótboltakappinn Vinnie Jones. Fiennes í ársfrí Ralph Rennes hefur ákveðið aö taka sér árs- 'fri frá kvikmyndaleik. Þessi ágæti breski leik- ari sem sló í gegn í The English Patient fékk víst alveg nóg af þeirri slæmu um- tjöllun sem Aven- gers fékk. Renn- es hefur skuld- bundið sig til að leika f að minnsta kosti tveimur leikritum eftir William Shakespeare á sviöi í London á næsta ári. Þetta eru verkin Richard II og Coriolanus. fieness mun þó sjást á hvíta tjaldinu á næstu misserum því enn á eftir að frumsýna þrjár kvikmyndir sem hann hefur leikiö í, Onegln, þar sem hann leik- ur á móti samþýliskonu sinni Francesca Anni og leikstýrð er af systur hans, Mörthu Fienn- es, A Taste of Sunshlne, sem István Szabó (Mephisto) leikstýrir og The End of the Affalr, þar sem hann leikur á móti Julianne Moore og Stephen Rea og er leikstýrð af Neil Jordan. . Penn og Polley í Þyngd vatns Hin unga leikkona Sarah Polley, sem lék svo eftirminnilega í The Sweet Hereaftar og Go, hefur fengið aðalhlut- verkið í The Welght of Water og er mótleikari hennar Sean Penn. Myndin er saka- málakvikmynd sem spannar tvö tímabil á öldinni. Leikstjóri er Kathryn Bigelow, sem ekki hefur leikstýrt kvikmynd frá því hún gerði aldamóta- kvikmyndina Strange Days. The Weight of Wa- ter er byggð á skáldsögu eftir Anita Shreve, sem kom út fýrir tveimur árum og fjallar um blaðaljósmyndara sem fer að rannsaka gam- alt morð á tveimur konum. Kvikmyndataka hefst 15. september f Nova Scotia. Næst munum viö sjá Sean Penn f nýjustu kvikmynd Woody Allens, Sweet and Lowdown, sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíöinni f Fen- eyjum. Öll ævintýri eiga sér upphaf... Liam Neeson og Ewan McGregor leika stærstu hlutverkin. Á milli þeirra er Jake Uoyd. George Lucas - Sttérmdldíi íí IHyi^waxDxdi George Lucas er stórveldi í Hollywood. Hann er stjómarformað- ur margra fyrirtækja sem velta milljörðum króna ár hvert. Það sem kannski er merkilegast er að mjög lítill hluti framleiðslu fyrirtækja hans fer í gerð kvikmynda sem hann framleiðir en ef kafað er í hver gerði hvað í öllum stórmyndum Hollywood, þar sem treyst er á nú- tímatækni kvikmyndanna, hefur eitthvert fyrirtækja hans komið ná- lægt kvikmyndagerðinni. Sjálfur lif- ir George Lucas ósköp látlausu lífi á stórum búgarði í Suður-Kalifomíu, sem fáir hafa komist í návígi við og þar heldur hann í marga þræði sem hann síðan hnýtir vandlega saman þegar við á. I raun er Lucas sjálfum sér nægur, er dulur og lítið fyrir að vera innan um annað fólk. Það sést best á því að hann hefur aðeins leik- stýrt fjórum kvikmyndum á þrjátíu ámm. Lucas kann betur við sig á bak við tjöldin, í felum fyrir fjöl- miðlum. George Lucas fæddist 14. maí 1944. Hann kom fyrst fram á sjónar- sviðið 1970 þegar hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd THX 1138, sem af og til er er tekin til sýningar i sjónvarpi. Um er að ræða framtíð- arkvikmynd (gerist 1984) í þjóðfélagi þar sem öllum er skipað að haga sér eins. Lucas byggði þessa kvikmynd á prófverkefni sem hann gerði þegar hann var við kvikmyndanám í há- skóla í Kalifomíu. Það var Francis Coppola sem þá hafði nýstofnað fyr- irtæki sitt, American Zoetrope, sem tók að sér að framleiða mynd- ina og er þetta eina kvikmynd Lucasar sem hann hefur ekki fjár- magnað sjálfur. Næsta kvik- mynd Lucasar, American Graffiti, kom hon- um á kortið. Varð þessi unglinga- mynd ákaflega vinsæl og græddi Lucas nógu mikla peninga á henni til að geta farið að huga að verki sem hann hafði lengi gengið með í maganum, búa til framtíðarheim þar sem ýmsar kynja- verur koma við sögu. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um framhald- ið. Star Wars varð til. Þetta var árið 1977. Þegar Lucas var að gera Star Wars bauð hann öllum þeim sem unnu að gerð myndarinnar sem ekki voru bundnir við launataxta í fagfélögum að gerast hluthafar, láta hluta af launum sínum í púkk og fá hluta- bréf í fyrirtæki hans í staðinn. Ekki voru það margir sem feng- ust til að gera þetta en þeir ungu menn sem trúðu á Lucas og lifðu naumt til að geta orðið eigendur að Star Wars eru all- ir auðugir menn í dag og flestir þeirra mynda hóp sem starfað hefur með Lucasi frá upphafi. í þessum hópi eru snjöll- ustu tæknimenn á sviði kvikmynd- anna í Hollywood. Star Wars var þriðja kvikmynd- in sem George Lucas leikstýrði og hann leik- stýrði ekki annarri kvik- mynd fyrr en Star Wars: Episode One - The Phantom Menace, tuttugu og tveim- ur árum síðar og mjög ólíklegt þyk- ir að hann leik- stýri næstu tveim- ur kvikmyndum í Stjömustríðsserí- unni. Lucas var þó langt því frá að vera aðgerðarlaus öll þessi ár. Hann styrkti stoðir fyrirtækja sinna með því að veðja á unga leikstjóra á borð við Steven Spielberg og Ron Howard og var hann til að mynda sá sem kom með hugmyndina að Indiana Jones og framleiddi þær kvikmynd- ir ásamt Spielberg. Flest fyrirtækja Georges Lucasar bera hans nafn, má þar nefna Lucas Film, Lucas Leaming Ltd., Lucas Online og Lucas Arts Entertainment Company. Þá er hann einnig helsti eigandi þekktra fyrirtækja á borð við THX og Industrial Light & Magic en steufsmenn fyrirtækisins hafa imnið til 40 Óskarsverðlauna og þá hafa hljóðmenn sem hafa unnið hjá öðm fyrirtæki í hans eigu, Skywal- ker Sound, unnið til 28 Óskarsverð- launa. Loks má geta þess að Lucas er stjómarformaður George Lucas Educational Foundation sem veitir mikið fé árlega til ungra kvik- myndagerðarmanna og kvikmynda- skóla. George Lucas býr einn á óðals- setri sínu ásamt þremur bömum sem hann hefur ættleitt. Fyrrum eiginkona hans er Marcia Lucas, sem yfirgaf hann fyrir annan mann. Margar konur hafa verið orðaðar við Lucas, meðal annars söngkonan þekkta, Linda Ronstadt, en um tíma var talið að þau myndu giftast. Víst þykir að Lucas mun á næstu ámm helga sig Stjömustríðsmyndunum þótt hann komi ekki til með að leik- stýra þeim. Episode II verður vænt- anlega frumsýnd 2002. -HK „Mér hefur alltaf verið umhugað um hvað sagt er í mínum kvik- myndum vegna þess að við sem gerum kvikmyndir erum kennarar - kennarar sem höfum hátt." - George Lucas George Lucas ásamt Jake Lloyd sem leikur ungan Anakin Skywalker. I I I I I I I I f Ó k U S 13. ágúst 1999 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.