Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Fréttir Setning nýrrar reglugerðar 1 undirbúningi: Ný gjöld verða lögð á fæðubótarefni - veriö aö tryggja að varan sé í lagi, segir ráöuneytiö í undirbúningi er reglugerð um um- sóknar- og árgjald af hvers kyns fæðu- bótarefnum og náttúruvörum. Undir þau falla vítamín og steinefni. Nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefur unnið að gerð reglugerðarinnar. Drög- in eru nú til umsagnar hjá Kaup- mannasamtökunum og Samtökum verslunarinnar. Gert er ráð fyrir að þau skili áliti fyrir lok mánaðarins. Drögin gera ráð fyrir að þau leyfi sem liggja fyrir að hálfú Lyfiaeftirlits ríkisins um vörutegundir skuli endur- nýjuð ekki síðar en 1. mars 2000. „í dag er málum þannig háttað, að öll lyf, þ. á m. náttúnilyf, fá markaðs- leyfi. Á þau koma tiltekin skráningar- gjöld," sagði Einar Magnússon hjá heilbrigðisráðuneytinu við DV. „Svip- að fyrirkomulag hefur verið til um- ræðu með fæðubótarefni. Á þau kemur afgreiðslugjald, sem á að standa undir kostnaði af rannsóknum á innihaldi þeirra hjá Lyfiaeftirliti ríkisins, þ.e. hvort þau standi undir kröfum um innihald. Slíkt gjald hefur verið lengi á lyflum og náttúrulyfjum." Einar sagði að það væri miklu um- fangsmeira og dýrara að meta lyf held- ur en heilsuvörur. Enn hefði ekki ver- ið ákveðið um hvaða upphæðir yrði að ræða á ofangreindum göldum, enda reglugerðin enn í vinnslu. Aðspurður um hvort gjöldin kæmu einnig á t.d. hrein vítamín sagði Einar að svo gæti verið, ef um væri að ræða vítamínblöndur. „Með þessu er verið að tryggja að gæðin séu í lagi og varan sé leyfð á Evrópska efnahagssvæðinu," sagði Einar. „Það hefur orðið aukning á inn- flutningi fæðubótaefna. Hingað til hafa ekki verið til nægilega skýrar reglur. Nú er fyrirhugað að bæta úr því.“ Á vegum ráðuneytisins er einnig í smíðum reglugerð um hómópatalyf. Samkvæmt drögunum verður gengið úr skugga um að viðkomandi lyf séu leyfð á Evrópska efnahagssvæðinu. -JSS Eigandi Heilsuhússins: Forsjárhyggja út í hött - ótal fæðubótarefni detta út „Þetta er alveg út í hött,“ sagði Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins, um fyrirhuguð umsóknar- og árgjöld af fæðubótarefnum. Heilsuhúsið rek- ur sem kunnugt er umfangsmikil við- skipti með ýmiss konar heilsubótar- vörur. „Þessir ágætu menn eru að reyna að koma fæðubótarefnum undir sömu reglugerð og gilda um lyf. Um fæðu- bótarefni eiga frekar að gilda þau lög og reglugerðir sem ná yfir matvæli. En þeir reyna að troða þeim undir lyijahugtakið.“ Örn sagði að ef þessi gjöld af heilsuvörum yrðu sett á þýddi það að ótal mörg fæðubótarefni myndu detta út. Þau stæðu hreinlega ekki undir þeim kostnaði sem þessi gjöld myndu íþyngja vörunni með. Þetta ætti við allt sem ekki seldist í mjög miklu magni, s.s. jurtir, stök vítamín og blöndur af fæðubótarefnum. Hin sem eftir væru yrðu umtalsyert dýrari. Hann kvaðst ekki geta nefnt tölu í því sambandi því ekkert hefði komið fram um það enn þá hve há þessi gjöld ættu að vera. „Það er til yfirlýst stefna stjóm- valda að gera einstaklinginn ábyrgari fyrir eigin heilsu. Þarna er stórlega verið að íþynga þeim og vinna gegn þessari stefnu. Þessi aðgerð virðist í anda þeirrar forsjárhyggju sem virð- ist afskaplega rík hjá íslenskum emb- ættismönnum. Þeir vilja stjóma því hvað fer ofan í fólk og láta það svo borga skatt af því að nota það.“ -JSS Nú er til umsagnar ýmissa aðila reglugerð um sérstakar álögur á fæðubót- arefni, þ.e. skráningar- og árgjöld. Ef hún tekur gildi munu margar vöruteg- undir hverfa úr hillum verslana sem versla með heilsuvörur, að sögn eig- anda Heilsuhússins. DV-mynd bökkum.“ Það er af því að ráðherr- ann sér hlutina í samhengi. Þegar Eyjabökkum verður sökkt færir fuglinn sig til. Hann hlýðir ráð- herranum eins og fólkið. Orkan sem verður til verður græn og streymir til græns álvers sem framleiðir létta græna bíla sem spara meiri orku en gömlu bílarn- ir. Þannig að allt er þetta af hinu góða. Allt er vænt sem vel er grænt. Þetta sjá auðvitað þeir sem skoða hlutina í samhengi. Hinir bergnumdu ráfa hins vegar um 1 villu og svima. Þeir skUja ekki gangverk stjómmálanna og gera því þá fáránlegu kröfu til ráðherr- ans að hann verði bergnuminn eins og þeir. Þeir vita ekki að ein- ungis ráðherraefni geta leyft sér að verða bergnumin úti í náttúrunni. Ráðherraefni verður að höfða tU fjöldans en ráðherrann þarf þess ekki. Ráðherra verður að sýna stiUingu og skoða hlutina í réttu samhengi. Að öðrum kosti verður ráðherrann fyrrverandi ráðherra. Það er ómöguleg staða. Þetta verða rætnir andstæðingar að skilja sem sjá ráðherrann færa fórnir. Og þeir verða að sjá lengra og horfa í eigin barm. Græn orka í grænt álver framleiðir græn atkvæði. Umverfísvænni ráðherra er vart tU. Dagfari Það er erfitt að vera ráðherra. Ekki er nóg með að ráðherra verði að hafa vit á þeim málaflokki sem hann hefur á sinni könnu heldur gerir almenningur kröfu um að hann geti orðið fyrir áhrifum af umhverfinu. Þeir eiga sem sagt að geta litið í kringum sig og orðið bergnumdir þegar það á við. Eðli málsins samkvæmt á umhverfis- ráðherra því öðmm ráðhermm fremur að vera sérstaklega næm- ur á umhverfið. Og til hans er gerð sú skýlausa krafa af hálfu kjósenda að hann verði bergnum- inn úti í náttúranni og hafi um það stór orð. Áður en ráðherrann varð ráðherra mátti skUja sem svo að hann væri gæddur þessum hæfileikum. Greindarlegar full- yrðingar um lögformlegt umhverf- ismat og krafa um að náttúran nyti vafans sögðu kjósendum að þarna væri ráðherraefni á ferð, á hraðferð, bergnumið af minnsta tilefni. Og ráðherraefnið varð ráðherra, umhverf- isráðherra. Ekki vegna þess að ráðherraefnið hefði sérstaka hæfileika til að verða bergnumið heldur vegna þess að það vildi sjá hlutina í sam- hengi. Og ráðherra fór út i náttúruna. En þá var ráðherra ekki lengur ráðherraefni. Á því er reg- inmunur. Það vita þeir sem skilja gangverk stjórnmálanna. Og ráðherrann skilur gangverk stjórnmálanna til hlítar. Þó að ráðherraefni hafi eina skoðun getur ráðherra haft aðra. Og ráð- herrann hefur sjálfstæðar skoðanir og skiptir um skoðanir í samhengi við eðli hlutanna. Hann læt- ur ekki undan þrýstihópum eða kverúlöntum. „Sorrí, Stína, ég er ekki bergnumin yfir Eyja- Kananum að kenna Bylgjuævintýri þeirra Heimis Karlssonar, Birgis Viðars Hall- dórssonar og Einars Vilhjálms- sonar fór ekki eins og að var stefnt í upphafi. All- ir áttu að verða rík- ir, meira að segja forríkir. Amerík- aninn Lawrence Barrett sagði að íslendingar yrðu heimsmeistarar í bylgjusölu. Margir bitu á agnið og greiddu tugi þúsunda í von um skjótan og auðfenginn gróða. Skemmst er frá því að segja að enn hefur eng- inn orðið ríkur á bylgjusölunni. Sitja margir eftir með sárt ennið og skömm yfir að hafa látið giim- ast og tapað fé. Eftir því er tekið að íslenskir aðstandendur þessa töfraúða eru sammála um að fyrrnefndur Ameríkani hafi bmgðist, þetta sé allt honum að kenna... r I fremstu töð Siv Friðleifsdóttir hefur kastaff stríðshanska framan í þjóðina með yfirlýsingum sínum að Eyjabökkum, þessari nátt- úruperlu, verði fórnað á altari byggðastefnu. í framhaldi hefur verið hvatt til kröftugra mót- mæla gegn áform- um um að sökkva Eyjabökkum undir uppistöðu- lón fyrir Fljóts- dalsvirkjun og beinlínis mælst til þess að fólk stilli sér upp framan við gröfutennumar. Vinstri- grænir funduðu fyrir austan um helgina og samþykktu ályktun um að allt svæðið yrði gert að þjóðgarði, kenndum við Snæfell. Má því búst viö að Steingrimur J. Sigfússon, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Ögmundur Jónas- son o.fl. sýni fordæmi og verði í fremstu röð.... jónÓ Þeim brá heldur sem áttu leið um baklóð prentsmiðjunnar Hjá Guðjóni 0. á dögunum. Prent- smiðjan hefur verið að stækka við sig og miklar framkvæmdir á lóðinni. Upp við vegg var skilti sem vakti athygli og gaf tilefni til vangaveltna um hvort títtnefndur viðskiptarisi hygðist fara út í prentbransann. Á skiltinu stóð nefnilega jónÓ hf. Þeir sem vissu betur gátu róað áhyggjufulla vegfarendur og bentu þeim á að þetta væri ein- ungis helmingurinn af gömlu skilti prentsmiðjunnar.... Gild afsökun Mörg þekkt andlit úr þjóölífinu eiga það sameiginlegt að kíkja af og til inn á Grand Rokk við Smiðjustíg. í þeim hópi em menn eins og Haraldur Blöndal hæstarétt- arlögmaður, Dav- íð Þór Jónsson skemmtikraftur, Hrafn Jökuls- son ritstjóri og Dan Hansson, stórmeistari i skák. Og eins má af og til sjá Steinari Jóhannssyni bregða þar fyrir. Á Grand Rokk er veitt sú sjálfsagða þjónusta að veita mönnum afsökun fyrir að fá sér ölsopa hafi þeir hana ekki fyrir. Á töflu uppi á vegg er letrað: Til- efni dagsins. Og þar undir er hvern dag skráð nýtt tilefni.... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom 'aíf. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.