Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Side 6
6 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Fréttir____________________________________________________________________________x>v Óðinn Magnússon hjólar hringinn í kringum landið: Safnar fýrir nýju áfangaheimili unglinga „Ég er að fara að stofna áfanga- heimili fyrir unglinga og þar mun ég brydda upp á nýjung hér á landi. Ég verð með starfstengd úr- ræði. Það verður smíðagallerí á staðnum sem verður grundvallað á endurvinnslu á sorpi af höfuð- borgarsvæðinu, við verðum með sölugallerí þar sem við munum selja framleiðslu okkar sem við áætlum að muni standa undir rekstrarkostnaði heimilisins. Við ætlum að verða með heimilið á svæði 101 í Reykjavík, niðri í mið- bæ. Ég mun taka við krökkunum þegar þeir koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð og hjá mér verða þeir frá þrem mánuðum upp í tvö ár. Ég mun reyna að hjálpa þeim að taka fyrstu skrefin út í líf- ið. Flestir þessara krakka sem lenda i vímuefnavandanum hafa ekki unnið. Þeir þurfa að læra það og að búa með öðrum og umgang- ast hver annan,“ sagði Óðinn Magnússon þar sem hann áði með reiðhjólið sitt rétt austan við Sel- foss. Óðinn lagði lagði upp í ferð umhverfis landið á hjólinu sínu til að safna fé til að koma á fót nýju áfangaheimili fyrir unglinga sem hafa lent í vímu- og áfengisvanda. „Það kostar um 12 milljónir að koma þessu af stað. Samkvæmt tölum frá í fyrra drekkur landinn fyrir 17 milljónir króna á dag út úr Ríkinu, fyrir utan smásöluálagn- ingu vínveitingahúsa. Ég verð 18 daga á ferðinni og með henni er ég í raun og veru að skora á lands- menn að sleppa öðru hverju glasi meðan ég er að hjóla hringinn. Okkur liggur á „Ég hef verið spurður hvers vegna ég bíði ekki eftir milljarðin- um sem var lofað í vor. Frá því stjórnin var mynduð hef ég horft upp á tvo á þessum aldri deyja úr þessum sjúkdómi þannig að það er enginn tími til að bíða eftir hon- Þessi jeppi var á ferð á Reykjanesbraut á laugardagskvöld. Þegar ökumað- ur hans var að keyra á móts við Staldrið við Mjódd stóð húddið á bíinum skyndilega í Ijósum logum. Slökkviliðið í Reykjavík brást skjótt við og reyndi að slökkva eldinn með tveimur duftslökkvitækjum. Það var þó ekki fyrr en gripið var til vatnsdælunnar að tókst að slökkva eidinn. Enginn veit hvernig óhappið vildi til en eins og nærri má geta varð bíllinn óökufær á eftir. DV-mynd S um, okkur liggur á,“ sagði Óðinn. Hann ætlar að sofa í svefnpoka undir berum himni meöan hann verður á ferðinni. Það gerir hann til að halda kostnaði í lágmarki og til að sýna fram á alvöru málsins. „Fjöldi krakka sefur undir ber- um himni, ekki einu sinni í svefn- pokum, í stigagöngum og rusla- kompum. Ég er eiginlega orðinn hundleiður á að velta mér upp úr þessum vandamálum og er að horfa á lausnina. Þaö eru allir til- búnir að ræða vandamálin og benda á sökudólga. En þegar kem- ur að því að gera eitthvað i málun- um er eins og flestir vilji varpa ábyrgðinni á einhvern annan.“ Hann reiknar með að starfsmenn á áfangaheimilinu verði þrír og hann ætlar sjálfur að búa þar. - En gengur áfangaheimili í miðborg Reykjavíkur, innan um allar freistingarnar? „Þessar freistingar verða alltaf til staðar. Menn verða að læra að vinna með þeim. Það þýðir lítið að labba á undan þessum krökkum og fylla upp í holurnar sem verða á vegi þeirra. Það verður að kenna þeim að stíga yfir þær,“ sagði Óð- inn. Þeir sem vilja leggja Óðni lið við að koma upp þessu áfangaheimili geta lagt inn á reikning 11400 í SPRON. -NH óðinn Magnússon viö hjólið sitt austan við Selfoss. DV-mynd NH Stærsta tölvuleikjamót landsins: 250 í drápsleik „Þetta er sérheimur. Það er til heimsmeistari í Quake og þaö er menning í kringum þetta," segir Nathan Richardsson sem sér um Skjálftamót Landssímans i Quake. Tölvuleikurinn Quake er skot- leikur og gengur út á að drepa sem flesta af andstæðingunum. Þetta er stærsta tölvuleikjamót sem haldið hefur verið hér á landi. Mótið sem haldið var nú um helgina gekk mjög vel og voru þátttakendur 250. Keppt er í fimm flokkum, bæði í liða- keppni og einstaklingskeppni. „Þetta var þriðja mótið af fjórum í íslandsmeistarakeppninni en efstu menn í hverju móti komast í úr- slitakeppni sem verður haldin seinna. Við erum líka með risaskjái þar sem hægt er að horfa á bardag- ann allan. Það er draumur margra Quake-spilara að þetta verði ein- hvern tímann sjónvarpsefni," segir Nathan. Hætta þurfti að skrá keppendur fyrir þremur vikum, aðsóknin var slík. Spilað er á daginn og langt fram á kvöld og þrátt fyrir að flest- ir vilji halda áfram út nóttina er það ekki leyfilegt. Aðspurður um hvort Síminn Internet græði á þessum mótum segir Nathan: „Nei, en at- hyglin sem þessi mót vekja vinnur það upp. Við erum samt ekki að græða á þessu. Þetta er fyrst og fremst til gamans gert þrátt fyrir að margir hálfpartinn lifi fyrir Quake.“ -EIS Guömundur Hauksson: Vona að mál- in stillist Verzlunarmannafélag Reykjavíkur „Ég vona bara að málin stillist nú, það er búið að vera upphlaup í kringum þessa sölu sem kom mér dálítið á óvart vegna þess að í raun er einfaldlega verið að selja hluta- bréf sem voru keypt á markaði," segir Guðmundur Hauksson, stjóm- arformaður Scandinavian Holding, um kaup Orca AS á um fjórðungs- hlut í Fjárfestingabanka atvinnulís- ins, FBA. „Hins vegar vona ég að umræðan sem þetta hefur kallað á verði verð- bréfamarkaðnum til góða. Það er ljóst að margir gera sér ekki grein íýrir því hvaða leið hlutabréf, sem eru að koma á markað, geta farið, og ég held að menn skilji betur hvemig lögmál verðbréfamarkaða virka á eftir. Þaö var án efa leyndin yfir öllu sem olli þessu en það eru komnar fram skýringar á henni. Umræðan sem slík hefur verið og holl góð og ég held að sátt náist um þetta í framtíðinni því menn vissu ekki nákvæmlega hvað var á ferð- inni. Ég hef verið spurður um blokkamyndun en mér er ekki kunnugt að þessir aðilar séu í neinni blokk." -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.