Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999
15
Hvað er hús?
„Vandinn er að greina á milli sambyggðra húsa, sambygginga sem eru í
raun eitt hús eða sjálfstæðra húsa sem eru samtengd. Þetta er ekki alltaf
auðvelt."
Þetta er undarleg
spurning munu flestir
segja. Hvert mannsbarn
veit hvað hús er. En
málið er ekki alveg
svona einfalt. í fjöleign-
arhúsalögunum merkir
hús ytri mörk sameign-
ar. Hér er átt við að
undirstöður, veggir,
burðarvirki, þak o.s.frv.
er sameign allra I fjöl-
eignarhúsi. Það merkir
aftur að viðhald, stofh-
kostnaður og umhirða
er sameiginlegur kostn-
aður. Vandinn er að
greina á milli sam-
byggðra húsa, sambygg-
inga sem eru í raun eitt
hús eða sjálfstæðra
húsa sem eru samtengd.
Þetta er ekki alltaf auðvelt.
Lögin hjálpa ekki mikið. í 3. gr
laganna segir: „Með húsi í lögum
þessum er átt við byggingu sem
varanlega er skeytt við land og
stendur sjálfstæð og aðgreind frá
öðrum húsum eöa skilur sig
þannig frá þeim þótt sambyggð
eða samtengd séu að eðlilegt og
haganlegt sé að fara með hana
samkvæmt lögum þessum sem
sjálfstætt hús.“ - Þetta vekur upp
spurninguna hvort vera kunni
munur á húsi í
lagalegum skilningi
og húsi í byggingar-
fræðilegum skiln-
ingi.
Sambyggingar
og raðhus
Af ofansögðu leiðir
að sambygging get-
ur hæglega verið
eitt hús og því er sá
sem kaupir íbúð í
einni einingunni
ábyrgur fyrir og
þátttakandi í við-
haldi á gafli 100 til
200 m ofar í götunni.
Kærunefnd fjöleign-
arhúsamála hefur
haft til umflöllunar
nokkur mál af þessu
tagi. Ég held að ég muni það rétt að
kærunefnd hafi úrskurðað allar
sambyggingar sem á hennar borð
hafa komið eitt
hús. í þessum til-
vikum hefur ver-
ið horft til fjöl-
margra atriða,
s.s. hvort sam-
byggingin er sam-
ræmd heild, út-
litslega heild,
teiknuð af sama
arkitekt. Til skoð-
unar kemur
hvort byggingar-
meistarar eru
fleiri en einn, byggingartími ein-
inganna, byggingarfræðileg gerð
sambyggingar, lagnakerfi, burðar-
kerfi, þak o.s.frv. í tveim þrem til-
vikum hefur kærunefnd klofnað í
úskurði sínum.
Málþing
í ráði er að efna til málþings í
haust, e.t.v. i nóvember, þar sem
tekið verður á viðfangsefninu
hvað er hús. Ljóst er að hér er um
að ræða spurningu sem hefur mik-
il áhrif á sambýli þeirra sem í
sambyggingum búa. Æskilegt er
að menn séu eins sjálfstæðir með
eigur sínar og unnt er, að þeir
verði ekki að rugla saman reytum
meira en nauðsynlegt er. Vafalítið
verður erfltt að móta einhlítar
reglur, alltaf koma fram fjölmörg
matsatriði. En það er mikilvægt
að fólk geti sem skýrast gert sér
grein fyrir hver viðhaldsskylda er
þegar það kaupir ibúð í sambygg-
ingu.
Úrskurðir kærunefndar og í
sumum tilvikum dóma hafa gert
raðhúsalengjur að einu húsi sem
þýðir að utanhúss viðhald er sam-
eiginlegt, að hús í vesturenda
verður að taka þátt í viðhaldi aust-
urenda. Arkitektar teikna sífellt
fjölbreyttari hús og þar með verð-
ur spurningin flóknari. Athyglis-
verð er sambygging við Lindar-
götu þar sem - hús - standa sín
hvorum megin við götuna en eru
tengd undir götuna með bíla-
geymslu, eru því sambyggð og
óneitanlega eitt hús á sameigin-
legri undirstöðu. Niðurstaðan er
sú, sama úr hvaða átt er horft, að
nauðsynlegt er að skýra hugtakið
hús betur, nauðsynlegt er að
freista þess að svara spuming-
unni: Hvaö er hús?
Guðmundur G. Þórarinsson
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
„Vafalítiö veröur erfítt aö móta
einhlítar reglur, alltaf koma fram
fjölmörg matsatriöi. En þaö er
mikilvægt aö fólk geti sem skýr-
ast gert sér grein fyrir hver viö-
haldsskylda er þegar þaö kaupir
íbúö í sambyggingu.u
Skynsamleg
stjórnarmyndun
A marga vegu er þessi þriðja rík-
isstjóm Davíðs Oddssonar einstök.
- Hún er fyrsta ríkisstjórn sem
mynduð er á íslandi af sama ráð-
herra þriðja kjörtímabilið í röð.
Davíð Oddsson hefur slegið öllum
íslenskum stjórnmálamönnum við
hvað það snertir og er ástæða til að
óska honum til hamingju. Þessi
þriðja ríkisstjórn er tvímælalaust
sú sterkasta.
Fjölgun kvenna í stjórn
Stjómin á eftir að berjast við
alls konar erfiðleika sem þarf
slynga stjórnmálamenn til að
leysa, ekki efast ég um að hún
leysir úr þeim. Ríkisstjórnin er
einstök fyrir það að þrjár konur
eru í þessari stjóm, hver annarri
hæfari i þau ráðuneyti sem þeim
eru ætlað. Það var Davið líkt að af
mörgum hæfum konum skyldi
hann leggja til við þingflokkinn að
fá Sólveigu Pétursdóttir í ráðu-
neyti dómsmála. Fyrir utan ein-
stakan dugnað og þekkingu henn-
ar af þessum málaflokki, þá er sú
tíð liðin að í þetta ráðuneyti velj-
ist annað en lögfræðingur og hann
hafí mikla hæfileika og þekkingu
á málaflokknum.
Hér áður fyrr voru oft ómenntað-
ir þingmenn settir í þetta vanda-
sama ráðuneyti.
Sumir hafa haldið
þvi fram að Sjálf-
stæðisflokkurinn
hafi fengið rýran
hlut sér til handa.
Alltaf má finna
eitthvað að sam-
setningu á ríkis-
stjóm - það væri
kannski helst að
fleiri konur frá
Sjálfstæðisflokkn-
um hefðu mátt sjást. En þetta er
stór breyting. Sigur er nú unninn,
ísinn hefur verið brotinn fyrir kon-
ur eftir mörg ár. Þeim mun áreið-
anlega fjölga enn meira í fjórða
ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Ráðherrar á réttum stað
Sjálfstæðisflokkurinn hefði auð-
vitað einnig mátt fá heilbrigðis-
málin í sinn hlut. Flokkurinn hef-
ur hæfa þingmenn sem kunnugir
em þeim máium og hefði því
flokkurinn átt að fá þau. Og eitt
verður umfram allt að gerast varð-
andi þá fjármuni sem lofað hefur
verið til höfúðs eitur-
lyfjavandanum - það
loforð verður að efna.
Dómsmálaráðherra
verður að fá nægt
fjármagn í sinn mála-
flokk. Það getur ekki
gengið að eingöngu
séu eyrnamerktir fjár-
munir til gæsluheim-
ila og sjúkragæslu,
því lögregluna verður
líka að stórefla með
auknu fjármagni.
Samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson,
ætlar ekki að láta sitt
eftir liggja og boðar
strax sölu á rikisfyrir-
tækjum sem lúta hans
málaflokki. Hann ætti einnig að
leggjast á árar með yflrgnæfandi
meirihluta höfuðborgarsvæðisins -
og sífellt stækkandi hluta lands-
byggðarfólks - sem vill flytja allt
flug frá Reykjavík til Keflavíkur-
flugvallar. Árni M. Mathiesen, með
sinn glaðbeitta svip, mun örugg-
lega valda sínu stóra ráðuneyti.
Honum væri illa í ætt skotið ef
hann léti ekki verkin tala. Um ráð-
herra mennta- og fjármála þarf
ekki að ræða, þeir hafa sarmað sig.
Ég spái þvi að þessi ríkisstjóm
verði afkastamikil og haldi áfram
að bæta hag þegnanna eftir því sem
þjóðarbúið þolir. Stöðugleikinn
heldur áfram þótt kjaraasamningar
séu fram undan. Það
er engin þörf á að ef-
ast um það.
Máttlaus stjórn-
arandstaða
í orðum Birgis ísleifs
Gunnarssonar seðla-
bankastjóra um að
fjölmiðlar búi að sínu
leyti til óróleika í
efnahagsmálum eru
eflaust mikil sann-
indi. Það er skiljan-
legt að fjölmiðlar á
þessari tölvuöld vilji
fréttir, en váfréttir
eru smitandi og það
fylgir því ábyrgð að
flytja þær.
Það er sýnilegt að stjórnarand-
staðan verður máttlaus og mun
ekki flækjast tiltakanlega fyrir.
Hún sýnir samt einstaka frekju
með því að heimta formennsku í
mörgum nefndum. Hún veröur
ekki til stórræðanna ætluð, frekar
en í kosningabaráttunni, sem varð
henni hrakfór hin mesta. Hún get-
ur látið hátt og grátið sárt, en það
bylur líka alltaf hæst í tómri
tunnu. Hún má ekki komast upp
með að eyða tímanum á þingi i ut-
andagskrárumræður aðeins til að
tefja þingstörf. - Hinn röggsami
forseti sameinaðs alþingis verður
að stöðva það.
Karl Ormsson
„Ég spái því aö þessi ríkisstjórn
veröi afkastamikil og haldi áfram
aö bæta hag þegnanna eftir því
sem þjóöarbúiö þolir. Stööugleik-
inn heldur áfram þótt kjarasamn-
ingar séu fram undan. Þaö er eng-
in þörf á aö efast um þaö.u
Kjallarinn
Karl Ormsson
fyrrv. deildarfulltrúi
Með og
á móti
Eiga starfsmenn RÚV að
greiða afnotagjöld?
Fastráðnir starfsmenn Ríkisút-
varpssins eru 369 og afnotagjöld
þeirra eru því um níu milljónir. En
frá árinu 1979 hafa þeir ekki þurft
að greiða þau og auk þess engan
skatt af þessum hlunnindum sín-
um. Þetta er athyglisvert í Ijósi
þess að RÚV var rekið með 345
milljóna króna tapi á síðasta ári.
Nú eru uppi raddir um að tekið
verði tii innandyra og starfsmenn
látnir greiða afnotagjöld eins
og aðrir.
Innheimt
með sköttum
Teitur Þorkelsson,
fréttamaður á
Stöö 2.
„Auðvitað eiga starfsmenn
Ríkisútvarpsins að borga af-
notagjöld eins og aðrir. En vit-
lausast er náttúrlega að við hin
getum ekki
átt sjónvarp
án þess að
borga afnota-
gjöld RÚV.
Það er eins og
að allir sem
kaupa sér
þvottavél
verði lögum
samkvæmt að
gerast áskrif-
endur að
þvottadufti frá sápuverksmiðj-
um ríkisins þótt þeir séu með
ofnæmi fyrir því. Sumir virð-
ast vera með ofnæmi fyrir RÚV
og reyna allt hvað þeir geta til
að komast undan bylgjunum
sem það batterí útvarpar um
landið allt og miöin þótt vissu-
lega sitji aðrir fyrir framan
viötækin eins og norskir ung-
lingar í háíjallasólarlampa og
láti geislana leika um sig. Er
það ekki annars krabbaméins-
valdandi? Ef ríkið ætlar að
vera í þessum rekstri á það að
innheimta gjöldin í sköttiun af
öllum. Síðan gæti RÚV hækkað
laun starfsmanna sinna sem
vinna við dagskrárgerð og
fréttir ef það vill að þeir fylgist
með því sem er að gerast."
Auðveldar
fagleg störf
„Auðvitað eiga allir lands-
menn að greiða Ríkisútvarpinu
afnotagjald en sumir hópar fá
afnotagjöldin endurgreidd með
einhverjum
hætti, þeirra á
meðal eru
starfsmenn
Morgunblaðs-
ins, Stöðvar
tvö, DV, Bylgj-
unnar, Ríkis-
útvarpsins,
ellilífeyrisþeg-
ar og fleiri.
Aðferðirnar
eru mismun-
andi og ekkert
þvi til fyrirstöðu að endurskoða
þær. Til dæmis fá þeir hjá
Morgunblaðinu og Stöð tvö á
annan tug þúsunda króna á
mánuði í endurgreiddum
áskriftum að fjölmiðlum og af-
notagjöldum Ríkisútvarpsins.
En fastráðnir starfsmenn Ríkis-
útvarpsins fá afnotagjöld felld
niður eftii' þriggja ára starf og
það er gert sámkvæmt ráð-
herrabréfi Vilhjálms Hjálmars-
sonar frá 1977. Að auki er
ákvæði í samningum Félags
fréttamanna hjá Ríkisútvarp-
inu um að vinnuveitandinn
kosti afnotagjöld, líkt og er í
kjarasamningi starfsmanna
DV. Rökin eru þau sömu,
hvaða fjölmiðill sem á í hlut:
það auðveldar fagleg störf og er
vinnuveitanda í hag að starfs-
menn fjölmiðla hafl greiðan -
lesist: ókeypis - aðgang að öll-
um flölmiðlum."
Jón Ásgeir Sigurós-
son, formaður
Starfsmannasam-
taka Riklsútvarpss-
ins.