Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 16
16 tennmg MANUDAGUR 16. AGUST 1999 Slegist um fágæt úrvalsverk Undanfarin misseri hefur hærra verð fengist fyrir listaverk „gömlu meistaranna" - en í þeim hópi eru impressjónistar, jafn- vel kúbistar - á uppboðum úti í heimi en nokkru sinni fyrr. Samt hafa æ fleiri sér- fræðingar í listaverkaviðskiptum orð á þvi að brátt, jafnvel innan 30-40 ára, muni upp- boðsmarkaður með listaverk heyra sögunni til. Þetta hljómar kannski eins og þversögn en er það ekki þegar grannt er skoðað. Með hverju árinu sem líður koma nefni- lega færri úrvalsverk eftir málsmetandi listamenn á markað. Og þau sem falboðin eru opinberlega eru oftar en ekki keypt af stóru listasöfnunum, eins og hinu forrika Getty-safni í Kaliforníu, og sjást ekki aftur á opnum markaði. Því er slegist um sérhvert úrvalsverk og fram að því hafði fengist fyrir sambærilegt verk eftir Cézanne. Hækkun á listrænu gengi Þar sem góð verk eftir vinsælustu lista- mennina, impressjónistana og síðim- pressjónistana Monet, Renoir, Cézanne, Seurat o.fl. eru nú af skornum skammti hafa menn neyðst til að hækka með handafli list- rænt gengi á ýmsum yngri listamönnum sem ekki voru áður í náðinni meðal listsafnara. Ekki er ýkja langt síðan Juan Gris, einn af frumkvöðlum svokallaðs samræmds kúbisma, var almennt flokkaður með minni háttar spámönnum vegna notkunar sinnar á ýmiss konar skreyti. Fyrir mánuði bauð ChristieVs í Lundúnum upp ágæta uppstill- k rMr, Milljarðamyndir eftir Claude Monet (Dómkirkjan í Rúðuborg, 1894), Edgar Degas (Absintuglas- ið, 1876) og Auguste Renoir (Óður til blómanna, 1903-9). óheyrilegar upphæðir eru boðnar. Til skamms tima voru ekki nema tvær mark- verðar uppstillingar eftir Cézanne frá „besta“ skeiði hans, 1890-1900, til í eigu virtra einkasafnara og þegar önnur þeirra var boðin upp í New York í maí sl. var sem æði rynni á viðstadda. Á endanum var myndin slegin á 60,5 milljón dollara - um 430 milljónir ísl. króna - og er hermt að kaupandinn hafi verið fulltrúi einhvers safnsins. Þetta var tvöfalt hærra verð en ingu úr blönduðum efnum frá 1914 eftir Gris og vonaðist til að fá 75-80 milljónir ísl. króna fyrir gripinn. Öllum að óvörum seldist mynd- in á rúmlega 300 milljónir ísl. króna. Á sama uppboði var að finna verk eftir annan Spánverja, myndhöggvarann Julio Gonzalez, sem við upphaf fjórða áratugarins kenndi Picasso að sjóða saman járnmyndir en þótti aldrei jafnast á við þennan fræga nemanda sinn í hugmyndaauðgi. Aldrei hafa fengist verulega háar upphæðir fyrir verk Gonzalezar á uppboðum en nú var annað uppi á teningnum. Það hafði sitt að segja að skömmu áður hafði verið deilt um eignarrétt á myndum eftir Gonzalez. Þar kom fram að færri en 15 verk eftir hann væru til í einka- eigu. Fyrir vikið fékkst tíu sinnum hærra verð fyrir litla járngrímu eftir Gonzalez en búist hafði verið við, eða u.þ.b. 145 milljónir ísl. króna. Feður og synir Til að anna eftirspurn hafa menn einnig verið að hækka gengið á „eld- gömlu“ meisturunum. fnnbyrðis vensl þeirra hafa skipt þar dálitlu máli. Hollenski listamaðurinn Peter Breughel eldri var einn af mestu snill- ingum síns tíma en nú er búið að ráð- stafa öllu til safna sem eftir hann liggur. Hins vegar átti listamaðurinn son, Peter Breughel yngri, sem lifði á því að gera myndir í stíl föður síns sem var feiknarlega vinsæll mál- ari. Þessar myndir Péturs júníors eru enn í umferð en hafa hækkað umtalsvert í verði. Til dæmis fengust um 150 milljónir ísl. króna fyrir litla olíumynd eftir hann nýverið. Það sem einnig hefur gerst er að ýmsar myndir eftir „þekkt nöfn“, sem ekki höfðu verið endanlega staðfestar af sérfræðingum, hafa allt í einu hlotið náð fyrir augum list- þystra kaupenda. Snemma á árinu var mynd sem eignuð var Poussin, einum helsta málara 17. aldar, boðin upp í New York. Áður heföu uppruni myndarinnar og ástand eflaust þótt grunsamleg, alltént þótti hún ekki nægilega „Poussin-leg“. Samt fékkst fyrir hana hærra verð en nokkurn tímann hefur verið greitt fyrir verk eftir þennan listamann, eða um 430 milljónir ísl. króna. Er hún nú í Louvre-safn- inu. Því bendir margt til þess að þær fagur- fræðilegu forsendur sem menn lögðu áður til grundvallar listaverkamati séu nú óðum á undanhaldi. Og enn er ekki ljóst hvað kemur í staðinn fyrir þær. (Byggt á International Herald Tribune & Art News) -AI Ástin ofar öllu ..eins og svo frægt er orðið fór ég að heiman fyrir þremur árum og yfirgaf konuna sem ég hafði búið með í nokkur ár og syni mína tvo. Ég fór til þess að bjarga lífi mínu. Ég gat ekki verið þarna lengur. Ég var hætt- ur að elska konuna og það var miklu áhuga- verðara að fara en vera. Maður verður að halda áfram að lifa.“ Þessi orð eru höfð eftir ensk-pakistanska höfundinum Hanif Kureishi en þegar skáld- saga hans, Náin kynni, kom út í Englandi ár- ið 1998 vakti hún þegar mikla reiði vegna óvæginna lýsinga Kureishis á samskiptum kynjanna en ekki síður vegna þess að margt í sögunni tengist ævi Kureishis og fyrrum sambýliskonu hans. Hann þykir ganga of langt í þeim lýsingum, svo langt að fjölmiðl- ar sáu ástæðu til að hafa samband við fyrri konu hans svo hún gæti varið hendur sínar. Jafnframt var Kureishi sakaður um svo magnað kvenhatur að sumir karlmenn fundu sig knúna til að sverja opinberlega af sér mörg þau viðhorf sem birtast í bókinni. Þessi umdeilda bók er nú komin út á ís- lensku í vandaðri þýðingu Jóns Karls Helga- sonar og það er skemmst frá því að segja að hún er mögnuð lesning. Stundum er textinn svo átakanlega sár, ruddalegur og miskunn- arlaus að maður neyðist til að leggja bókina frá sér stundarkorn, jafna sig og hugsa. En síðar heldur maður áfram að lesa því textinn rígheldur í lesandann bókina út í gegn. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Sagan segir frá kvöldi í lífi manns um fer- tugs. Hann er að búa sig undir að yfirgefa það líf sem hann hefur hingað til lifað, líf sem er hætt að gefa honum nokkurn skapað- an hlut. Kvöldið fyrir brottförina gerir hann upp líf sitt af óvæginni hreinskilni og sú hreinskilni beinist ekki síður gegn honum sjálfum en eiginkonu, foreldrum og vinum. Susan, kona hans, fær harkalega útreið: hún er skapvond, kynköld, horfir á sápuóperur og les matreiðslubækur í rúminu á kvöldin. Og Rithöfundurinn Hanif Kureishi en þegar skáldsaga hans, Náin kynni, kom út í Englandi árið 1998 vakti hún þegar mikla reiði. sögumaður veltir því fyrir sér hvort þau hafi átt að verja lengri tíma saman en einni nótt og kemst að þeirri kuldalegu niðurstöðu að þau hafi í mesta lagi átt að vera saman í hálft ár!! Konan er með umgjörðina á hreinu, allt sem snýr út á við og veröldin sér. Og það sem veröldin sér er samrýmt par á hraðri leið upp metorðastigann, fólk í ágætum efnum sem hugsar vel um litlu drengina sina tvo. En innan rammans býr annar veruleiki. Þar býr sársauki og angist. Sögumaður engist af kvöl innan þessa heims sem er gjörsneyddur allri ást og öllum tilfinningum. Hann segir: „Mér líöur ekki eins og heima hjá mér hér á heim- ilinu. í fyrramálið kveð ég það. Örugglega. Bless, bless.“ (11) En þetta er ekki svona ein- falt, eins og hugleiðingar hans leiða síðar í ljós. Þetta kvöld fer hann í gegnum allt til- fmningalitrófið: reiði, gleði, kvíða, sektar- kennd, efasemdir, ótta og sjálfshatur. Hann veltir því fyrir sér hvort það sé sjálfselska að fara en einnig hvort það feli ekki í sér ótryggð að vera bara vegna skyldurækni en um leið á kostnað hamingjunnar. Hann trúir á ástina, sér hana blómstra í öðrum pörum og vill einnig sinn skerf. „Það jafnast ekkert á við ástina, því miður“. (68) En hann skammast sín fyrir þrána, fyrir það að vilja ekki verja lífinu með Susan. Honum finnst það óskiljan- legt og miskunnarlaust en það er sama hvemig hann setur hlutina upp. Alltaf kemst hann að sömu niðurstöðu: Hann verður að fara! Vissulega má greina visst kven- hatur í bókinni en ég tengi það ástinni og því sem gerist þegar menn hætta að elska. Því hin hlið- in á ástinni er hatrið og það getur tekið á sig skuggalegustu myndir. í Nánum kynnum sé ég örvænt- ingarfulla manneskju sem langar að lifa lífinu lifandi og þorir að skora skylduræknina, fórnfýsina, trúmennskuna og sjálfsagann á hólm. Allt fyrir eigin hamingju, því hann á bara eitt líf og langar að elska. Ég sé manneskju á barmi taugaáfalls, manneskju sem er uppfull af lífsleiða og tekur þá stóru áhættu að breyta lífi sínu í von um að eitthvað betra taki við. Kannski er það sjálfselska, eins og sögumaður veltir fyr- ir sér, en kannski er hann einmitt að gera fjölskyldunni greiða. í stað þess að eitra fjölskyldulífið með lífsleiða og óhamingju gefur hann henni kost á að nýju og betra lífi. Eða hvað? Er hann bara sjálfselskur eiginhagsmunaseggur sem lætur þarfir annarra víkja fyrir sín- um? Er hann bara siðblindur framhjá- haldari sem kemur fram við konur eins og annars flokks verur? Getur lesandinn sætt sig við þrá hans? Er hjónabandið heilagt, eitt- hvað sem skal standa i blíðu og stríðu? Þannig eru Náin kynni uppfull af siðferðis- legum spurningum sem bæði sögumaður og lesendur þurfa að glíma við. Lesandi veltir þessum spumingum fyrir sér ásamt sögu- manni og kannski kemst hann einmitt að sömu niðurstöðu og hann: að hann verði að fara af því að „Ekkert er eins mikilvægt og ást okkar“.(80) Náin kynni Hanif Kureishi Bjartur1999 Söngveisla í Salnum Hver söngveislan rekur aðra í Reykjavík þessa dagana. Varla hafa þeir Kristinn Sig- mundsson og Gunnar Guðbjörnsson náð að pústa eftir h-moll messuna, en við taka krefjandi söngtónleikar í Salnum á þriðju- dagskvöldið kl. 20.30. Þar kemur fram ein- valalið söngvara því fyrir utan þá Kristin og Gunnar syngja þar bráðefnileg ung sópran- söngkona, Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Signý Sœmundsdóttir sópran sem komið hefur víða við í íslensku tónlistarlífi og Ingveldur Jónsdóttir messósópran, sem einnig er hrífandi söngvari. Síðan má ekki gleyma undirleikaran- i um, Jónasi Ingimundarsyni, súpermenningarverðlauna- hafa DV, sem þarna kemur fram eftir langt hlé. Á dag- skránni verða mörg þekkt- ustu verk söngbókmennt- anna, atriði úr Töfraflaut- unni, Makbeö, Rakaranum Sevilla, Perluköfurunum, Rigoletto, Æv- intýrum Hoffmanns, Don Pasquale, Lohengrin, Carmen og ítölsku stúlkunni frá Alsír. Munu tónleikarnir hefjast á upphafs- atriðinu úr Töfraflautunni og enda á kvar- tettinum úr Rigoletto. Allar horfur eru á að þama veröi um að ræða einhverja skemmti- legustu söngtónleika ársins og ættu menn að tryggja sér miða i tæka tíð. Uppsveifla rietlistar Bandarískir myndlistarmenn sem hafa valið sér Netið sem starfsvettvang (og kall- ast þá digital artists: stafrænir listamenn í Bandaríkjunum) hafa átt í erfiðleikum með að koma verkum sínum í verð með „venju- legurn" hætti, enda má segja að heimasíður á Netinu séu almenningseign. í seinni tíð hefur þessum myndlistarmönnum hins veg- ar borist fjárhagslegur stuðningur úr óvæntri átt. Nokkur stórfyrirtæki hafa tek- ið upp á því að kosta netlist af ýmsu tagi, í því augnamiði að ná sambandi við nýja kynslóð meðvitaðra og „veltengdra" neyt- enda. Þessi netlist er með ýmsu móti; sýningar á misjafnlega hefðbund- inni myndlist, vídeólist eins og tíðkast að gera við rokktónlist, og list sem er sköpuð algjörlega út frá forsendum Netsins. Mestur akkur er í þeirri síðastnefndu enda er hún orðin ótrúlega víðfeðm og spennandi. Þarna er oftast um að ræða gagnvirka netlist með hljóðeffektum. I einu tilfelli „afbyggir" netlistaverkið heimasíður sem áhorfend- ur/þátttakendur senda því, með tilheyrandi óhljóðum. Það sem er ef til vifl mikilvægast í þessu samhengi er að listamennimir fá að vinna verk sín algerlega eftir eigin höfði. Fyrir- tækin fara einungis fram á að fá að tengja verk þeirra við heimasíður sínar. TO skamms tíma var heimasíða Levi’s galla- buxna með beintengingu við herjans mikið netlistaverk sem ekki hafði hætishót með fyrirtækið eða gaOabuxur að gera. Hægt er að fá frekari upplýsingar um netlist á arts@large, auk þess sem nasasjón af þessari list má fá á slóðinni www.Super- bad.com, þar sem ræður ríkjum Ben nokkur Benjamin (sjá sýnishom). Berjadagar á Ólafsfirði Enn fjölgar tónlistarhátíðum á landinu. Næstu helgi, 21. og 22. ágúst, verður efnt til tónlistarhátíðar á Ólafsfirði undir nafninu Berjadagar og eru þátttakendur níu talsins: Einar Einarsson gítarleikari, Hildigunnur HaOdórsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikari (ný- komin frá Kirkjubæjar- klaustri), Guðmundur Krist- mundsson vióluleikari, Sig- urðm- HaOdórsson seOóleik- ari, söngkonurnar Marta G. HaOdórsdóttir og Sigrún V. Gestsdóttir, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður og Örn Magnússon píanóleikari mynd). Haldnir verða þrír tónleikar, opn- unartónleikar á laugardegi í Ólafsfjarðar- kirkju, miðdegistónleikar í kirkjunni á Kvíabekk og lokatónleikar í félagsheimflinu Tjarnarborg þá um kvöldið. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.