Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Page 19
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 31 Fréttir Starfsmenn Slitlags hf. á Hellu, þeir Magnús Davíðsson, Helgi Guðmundsson og Hannes Örn Kjartansson, leggja klæðingu á Siglufjarðarveginn. DV-mynd Örn Siglufjarðarvegur: Síðasti malarspott- inn að hverfa DV, Fljótum: Unnið hefur verið við styrkingu og endurbætur á Siglufjarðarvegi í sumar, um Sléttuveg í Skagafirði. Um er að ræða síðasta ómalbikaða kaflann á leiðinni milli Siglufjarðar og Reykjavíkur. Vinna við verkið hófst vorið 1998 og var þá tekinn átta metra langur vegarkafli sem lagt var á bundið slitlag. Þá var eftir kaflinn frá Höfða á Höfðaströnd að Stafá, um 13 km að lengd, sem unnið hefur verið við í sumar. Er liðlega helmingi verksins lokið og var lagt slitlag á veginn skömmu fyrir verslunarmannahelg- ina. Verktaki við Siglufjarðarveg er Fjörður sf. sem er fyrirtæki vörubif- reiða- og vinnuvélaeigenda í Skaga- firði. Ljóst er að þeir ná að skila verkinu á tilskildum tíma þannig að bundið slitlag verður lagt á þennan síðasta malarkafla á leiðinni Siglu- fjörður-Reykjavík í haust. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hvað þetta verður mikil breyting til batn- aðar fyrir íbúa þessa svæðis og aðra sem oft fara þessa leið. -ÖÞ Málmey í Barentshafið DV, Sauðárkróki: Togarinn Málmey SK-1 hélt til veiða nýverið og var feröinni heitið í Barentshafið. Skipið hefur verið frá veiðum í rúman mánuð, eða frá því það kom úr túrnum góða í byrj- un júlí. Málmeyin var í slipp á Ak- ureyri.þar sem m.a fór fram vélar- upptekt og gert var við talsverða dæld á bóg skipsins sem er frá því það fékk á sig mikið brot í ofsaveðri vestur af landinu fyrir einu og hálfu ári. „Okkur skilst að veiðin hafi glæðst þarna og þeir séu að fá svona 10-15 tonn á sóiarhring sem er nokkuð gott. Við fengum úthlut- að þarna kvóta fyrir einn túr, þannig að mönnum fannst best að vera ekkert að bíða með þetta lengur. Það er farið að dimma þarna og birtutíminn að styttast, auk þess sem veðrið gæti farið að versna,“ segir Gísli Svan Einars- son, útgerðarstjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings. Að öðru leyti er það helst að frétta frá FISK að Skagfirðingur hefúr verið leigður til Fiskiðju- samlags Húsavíkur, en þar er við stjórnvölinn Einar Svansson, fyrr- um framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar. Skagfirðingur var áður í leigu hjá Hraðfrystihúsi Hnífsdals - fór þangað á liðnu hausti en ekki var talin þörf fyrir skipið eftir að HH sameinaðist Gunnvöru. Skagfirð- ingur verður gerður út á rækju frá Húsavík, eins og fyrir vestan. -ÞÁ Milliuppgjör Búnaðarbanka íslands: Hagnaður 805 milljónir króna fýrir skatta Rekstrarhagnaður Búnaðarbanka íslands hf. fyrstu sex mánuði ársins 1999 var samkvæmt árshlutaupp- gjöri 805 milljónir fyrir skatta. Þetta er næstum jafnmikill hagnaður og allt árið í fyrra en þá var hagnaður bankans fyrir skatta 876 milljónir. Hagnaður fyrir skatta fyrstu sex mánuðina í fyrra var 309 milljónir og er aukningin því 161% miðað við sama tíma í fyrra. Skattar á tímabil- inu voru 215 milljónir og nemur hagnaður eftir skatta þvi 590 millj- ónum. Raunarðsemi eigin fjár fyrir skatta var 27,5% en 19,8% að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts. Þessi niðurstaða er betri en rekstraráætl- un bankans fyrir tímabilið gerði ráð fyrir. Nýendurskoðuö áætlun um hagnað bankans á árinu er 1,2 millj- arðar fyrir skatta en 880 milljónir eftir skatta. Góða éifkomu tímabilsins má fyrst og fremst rekja til aukinna umsvifa og hagstæðra ytri skilyrða en bankinn hefur náð að nýta mark- aðstækifærin í góðærinu vel og hafa margir sterkir viðskiptamenn geng- ið til liðs við bankann. Niðurstöðu- tala efnahagsreiknings var 96,9 milljarðar en var 88,5 milljarðar í árslok 1998. Útlán um mitt ár voru 73,4 milljarðar og hækkuðu um 9,1 milljarð frá áramótum. Innlán námu 51,1 milljarði og hækkuðu um rúm 11% frá áramótum. Eigið fé í lok tímabilsins var 6,6 milljarðar og jókst um 436 milljónir á tímabilinu. Ávöxtun hlutabréfa bankans hefur verið með miklum ágætum frá því þau komu á markað 17. desember 1998. Útboðsgengi bréfanna var 2,15 en markaðsgengi þeirra er í dag um 3,80 sem er 77% hækkun á rúmu hálfú ári. Hluthafar í Búnaðarbank- anum í dag eru 29.928 þrátt fyrir að ríkið eigi enn 85% hlutafjár. -bmg Aukinn hagnaður Hagnaður Olíufélagsins hf., ESSO, var 234 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, sam- anborið við 161 miUjón árið áður. Heildarsala á olíuvörum nam 141 þúsundi tonna sem er nær sama sala og árið áður. Söluaukning í öðrum vörum en olíuvörum var 30%. Arðsemi eigin fjár í ár var 9,2%, samanboriö við 6,9% árið áður. Rekstrartekjur Olíufélagsins hf. og dótturfélaga á þessu tímabili námu 5.151 milljón króna og hafa aukist á milli ára um 96 milljónir eöa 2%. Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu ekki á milli ára. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 476 milljónum króna, samanborið við 380 milljónir króna árið áður. Afskriftir hækk- uðu um 11%, voru 139 milljónir króna, og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 47 milljónir króna sem er jákvæð breyting um 51 milljón frá árinu 1998. Samtals var hagnaður fyrir reiknaðan tekju- og eignaskatt 384 milljónir en var árið áður 251 milljón króna og hafði því hækkað um 133 milijónir eða 53%. Samtals var hagnaður Olíufé- lagsins hf. 234 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi 241 milljón króna en hlut- dedd minnihluta í afkomunni var neikvæð um 7 mUljónir króna. Hagnaður félagsins hefur aukist um 73 milljónir króna, eða 45%. -bmg $ SUZUKI Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 43 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX, árg. '96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLXi, árg. '97, ek. 25 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 820 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. '97, ek. 50 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 1.260 þús. BMW318ÍA, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.990 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek. 75 þús. km, ssk. Verð 590 þús. Daihatsu Feroza EL, árg. '94, ek. 70 þús. km, beinsk.,, 3 d. Verð 820 þús. Ford Escort EST, árg. '96, ek. 60 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 790 þús. Ford Mondeo Ghia 1/98, ek. 18 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 1.750 þús. MMC Lancer GLX, árg. '97, ek. 66 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.150 þús. MMC Lancer GLX, árg. '91, ek. 110 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 490 þús. Opel Astra GL, árg. '96, ek. 62 þús. km, ssk., 5 d. Verð 950 þús. Opel Corca, árg. '98, ek. 36 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, árg. '92, ek. 124 þús. km, beinsk. Verð 940 þús. Toyota Touring XL, árg. '93, ek. 79 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 890 þús SUZUKIBILAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is 4'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.