Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 45 Haukur Gröndal leikur annað kvöld á vegamótum. Gæðadjass á Vega- mótum Annað kvöld mun saxófónleik- arinn Haukur Gröndal leika fyrir gesti á veitingastaðnum Vegamót- um við Vegamótastíg 4. Þetta verða síðustu tónleikar Hauks Gröndcds hér á landi um sinn en hann kom fyrr í sumar með tvo danska vini sina og léku þeir á ýmsum stöðum á landinu. Haukur er nú á leið til Kaupmannahafnar þar sem hann stundar nám. Tónleikar Með Hauki, sem leikur á alt- saxófón, leika að þessu sinni Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Valur Scheving á tromm- ur. Þeir Gunnar og Einar eru ís- lenskum djassunnendum að góðu kunnir og hafa leikið með öllum helstu djassleikurum okkar ásamt erlendum gestum sem hingað hafa komið. Þeir félagar munu leika þekkt djasslög ásamt nýrra efni. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. j Tíbrá hefst í Salnum: Úrval íslenskra söngvara Annað kvöld hefst Tíbrá tónleika- röðin í Kópavogi starfsárið 1999 til 2000. Tónleikar þessir eru glæsilegir söngtónleikar með íslenskum úr- valssöngvurum. Verða þeir endur- fluttir á fimmtudagskvöld. Söngvar- amir sem syngja á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30, eru Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjörns- son, Amdís Halla Ásgeirsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Kristinn Sigmundsson, bassi, syngur nú í fyrsta sinn í Salnum og er það sérstakt fagnaðarefni. Kristinn er hér í stuttu fríi frá störfum erlendis, síðast var hann í Bastilluópemnni í París og á næstu dögum fer hann til starfa í Amsterdam, París, Hamborg og víðar. Á tónleikunum syngur Kristinn atriði úr Töfraflautunni, aríu úr Machbeth eftir Verdi og sönginn um róginn úr Rakaran- um í Sevilla eftir Rossini. Gunnar Guðbjörnsson, tenór, söng á fyrstu söngtónleikunum í Salnum í janúar sl. Gunnar er nú sestur að í Berlín og þar bíða hans mörg verkefni. Hann kemur hingað frá Vínarborg þar sem hann hefur starfað í sumar. Á tónleikunum syngur Gunnar ým- islegt úr Töfraflautunni og aríur eftir Bizet og Cilea, en auk þess dúettinn fræga úr Perluköfurun- um ásamt Kristni. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, er ung söngkona sem starfar í Berlín og kemur nú hing- að frá Graz í Austurríki þar sem hún söng á tónleikum fyrir stuttu með sinfóníuhljómsveit borgar- innar. Arndís Halla syngur aríu Næturdrottingarinnar á tónleik- unum auk atriða úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach og úr Don Pasquale eftir Donisetti. Signý Sæmundsdóttir, sópran, hefur að undanfómu starfað mest hér heima og tekist á við afar margvísleg viðfangsefni á tónleik- um, í óperum o.fl. Á tónleikunum nú syngur hún atriði Elizu úr Lohengrin eftir Wagner og Rósínu aríuna Una voce poco fa úr Rakaranum eftir Rossini en auk þess í tríói og dúett úr Töfraflaut- unni. Tónleikar Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzó- sópran, hefur komið víða fram en starfar um þessar mundir á íslandi. Hennar viðfangsefni hafa verið margvísleg í óperum, á tónleikum, í upptökusal o.fl. Ingveldur syngur nú Habaneruna úr Carmen, aríu úr Öskubusku eftir Rossini og að auki bátssönginn úr Ævintýrum Hoff- manns með Signýju og dúett með Kristni úr ítölsku stúlkunni frá Al- sír eftir Rossini. Með söngvurunum annað kvöld leikur Jónas Ingimundarson á pí- anóið. Hann hefur verið til hlés síð- astliðið ár en kemur nú til leiks. Jónas er listrænn ráðunautur Tí- brár. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson verða meðal annarra lista- manna á tónleikum í Salnum annað kvöld. Christopher Lambert leikur lög- reglumann í leit að raðmorðingja. Upprisan Bíóhöllin sýnir spennumyndina Ressurection. Aðalpersónan er lögreglumaðurinn John Prudhomme sem hefur orðið fyrir harðri reynslu í einkalífinu sem gerir það að verkum að vinnan verður honum allt. Morgun eirm er hann kominn á morðstað í út- hverfi Chicago þar sem framið hefur verið hroðalegt morð. Mað- ur liggur í blóði sínu og hefur önnur höndin verið tekin af við öxl. í blóðið hefur verið skrifað: „Hann ......,, , kemur...“ Þetta er ''////, Kvikmyndir aðeins fyrsta morðið af nokkrum þar sem vantar líkamsparta á fómarlambið. Prudhomme grunar að morðinginn sé brjálaður ofsa- trúarmaður sem sé að safna sam- an líkamspörtum. í aðalhlutverki er Christopher Lambert og leikstjóri er Russel Mulcahy en þeir gerðu saman Há- lendinginn á sínum tíma. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Ressurection Saga-Bíó:Tarzan and the Lost City Bíóborgin: The Other Sister Háskólabíó: Notting Hill Háskólabíó: Allt um móður mína Kringlubíó: Wild Wild West Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Star Wars: Episode II Stjörnubíó: Universal Soldiers Krossgátan Rigning austan til Norðaustanátt, 8-13 m/s, og rigning verður austan til en skýjað að mestu Veðrið í dag vestan til. Hiti verður kringum 10 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 21.52 Sólarupprás á morgun: 05.14 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.52 Árdegisflóð á morgun: 08.15 Veðrió kl. 18 i gœr: Akureyri skýjaó 9 Bergsstaðir rigning og súld 8 Bolungarvík skýjað 9 Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. rigning 9 Keflavíkurflv. rign. á síó.kls. 11 Raufarhöfn þoka 9 Reykjavík alskýjaó 10 Stórhöfói súld 10 Bergen skýjað 12 Helsinki léttskýjaö 13 Kaupmhöfn léttskýjaö 16 Ósló léttskýjaö 11 Stokkhólmur 14 Þórshöfn skýjaö 10 Þrándheimur léttskýjaö 6 Algarve heióskírt 18 Amsterdam skýjaó 14 Barcelona skýjaó 20 Berlín skýjaó 12 Chicago skýjað 24 Dublin skýjaó 16 Halifax súld 17 Frankfurt hálfskýjaö 10 Hamborg hálfskýjaö 14 Jan Mayen rigning 5 London rign. á síð.kls. 15 Lúxemborg skýjaö 11 Mallorca skýjaó 23 Montreal léttskýjaó 19 Narssarssuaq heiöskírt 9 New York hálfskýjaó 24 Orlando þokumóöa 24 París skýjaö 12 Róm léttskýjaö 23 Vín skýjaö 15 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 18 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 jarðsetja, 7 hagur, 8 suða, 10 keyrum, 11 hætta, 12 hreinan, 14 bardagi, 15 gruni, 16 straumur, 19 til, 20 kroppa, 22 efni. Lóðrétt: 1 hvatning, 2 tré, 3 hitinn, 4 handsamar, 5 deila, 6 veð, 9 uppi- staða, 13 tryllti, 15 óttast, 17 hratt, 18 hald, 21 fljótræði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hagræði, 7 Egla, 8 tað, 10 laust, 11 ná, 13 gefins, 16 kram, 18 eim, 19 æða, 21 óttu, 23 rifta, 24 ár. Lóðrétt: 1 helg, 2 aga, 3 glufa, 4 rasi, 5 ætt, 6 ið, 12 álmur, 14 erði, 15 net, 17 mót, 20 af, 22 tá. Gengið Almennt gengi LÍ13. 08. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,420 72,790 73,540 Pund 116,810 117,400 116,720 Kan. dollar 48,750 49,050 48,610 Dönsk kr. 10,3890 10,4470 10,4790 Norsk kr 9,3550 9,4070 9,3480 Sænsk kr. 8,7880 8,8370 8,8590 Fi. mark 12,9917 13,0698 13,1223 Fra. franki 11,7759 11,8467 11,8943 Belg. franki 1,9149 1,9264 1,9341 Sviss. franki 48,2400 48,5100 48,8000 Holl. gyllini 35,0523 35,2629 35,4046 Þýskt mark 39,4948 39,7321 39,8917 ít. líra 0,039890 0,04013 0,040300 Aust. sch. 5,6136 5,6473 5,6700 Port. escudo 0,3853 0,3876 0,3892 Spá. peseti 0,4643 0,4670 0,4690 Jap. yen 0,630000 0,63370 0,635000 irskt pund 98,081 98,670 99,066 SDR 98,710000 99,31000 99,800000 ECU 77,2500 77,7100 78,0200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Viktor Berg Litli drengurinn á myndinni, sem fengið hef- ur nafniö Viktor Berg, fæddist á fæöingardeild Barn dagsins Landspítalans 27. júní síð- astliðinn. Við fæðingu var hann 4010 grömm að þyngd og 54 sentímetrar. Foreldrar hans eru Sig- rún Hjálmarsdóttir og Grétar Berg og er hann fyrsta bern þeirra. t. <c < t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.