Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Síða 2
20 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Sport DV Hvaö finnst þér? Hverjir voru bestu ieikmenn íslands í leiknum við Andorra. Spurt eftir leikinn á Laugardalsvelli á laugardag Helgi Guðmundsson „Brynjar var rosagóður, mjög duglegur leikmaður en leikur- inn var leiðinlegur þó að við sigruðum." Sema Erla Serdar „Mér fannst Þórður Guðjóns- son vera bestur. Leikurinn var flnn, þeir eru bestir og unnu af því ég á afmæli í dag.” Einar Hálfdánarson „Mér fannst Þórður Guðjóns- son vera bestur. Liðið var ágætt í fyrri hálfleik en mun daufara í þeim seinni.” Friðrik Karlsson „Mér fannst Hermann Hreið- arsson bestur. Þetta var ekki nógu sannfærandi en þeir stóðu sig samt ágætlega.” Halldór Halldórsson „Siggi Jóns var bestur, ís- lenska liðið var svona þokkalegt í þessum leik og sigurinn var mikilvægastur.” Þrír sigrar í röð Bretinn Lee Westwood vann i gær sitt þriðja golfmót í röð þegar hann bar sigur úr býtum á meistaramóti Evrópu sem fram fór í Sviss. West- wood lék á 270 höggum eða 14 höggum undir pari vallarins og loka- hringinn fór hann á 65 eða sex höggum undir parinu. Daninn Thomas Björn varð annar á 272 höggum, Alex Cejka, Þýskalandi, varð þriðji á 276, Sam Torrance, Skotlandi, og Marc Farry, Frakklandi, komu næstir á 278 höggum og þeir Miguel Angel Jiminez, Spáni, Ignacio Garrido, Spáni, og Sven Struer, Þýskalandi, léku allir á 280 höggum. Bretanum Nick Faldo gekk illa eins og á fleiri mótum í ár og endaði á 288 höggum. -GH Rússar í bílslysi Rússnesku handknattleiksmennirnir Aleksandr Tutschkin og Igor Lavrov slösuðust illa í bílslysi aðfaranótt laugardagsins og verða frá keppni í marga mánuði. Lið þeirra, Minden og Flensburg, mættust í þýsku A-deildinni á fostudagskvöld. Um nóttina voru þeir á ferð í út- hverfi Minden á Bens-bifreið Tutschkins. Lavrov ók og lenti út fyrir veg- inn, beint á tré og bifreiðin fór nokkrar veltur og endaði á þakinu. Klippa þurfti þá félaga út úr bifreiðinni sem var gjörónýt. Tutschkin er með brotna hálsliði og Lavrov er viðbeinsbrotinn. Samkvæmt upplýsingum lækna munu þeir ná sér að fullu. Þeir voru báðir atkvæðamiklir í leikn- um um kvöldið, Tutschkin skoraði 6 mörk fyrir Minden en Lavrov 5 fyr- ir Flensburg sem fagnaði sigri, 22-28. -VS Mánudagsviótalift Brynjar Björn Gunnarsson smeliir hér kossi á unnustu sína. Olgu Einarsdottur, eftir sigurinn gegn Andorra á laugardaginn. DV-mynd E.ÓI. Brynjar Björn Gunnarsson er rólyndismaöur: - andstæða sjálfs síns þegar hann kemur inn á fótboltavöllinn Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu og fyrrverandi KR-ingurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið að spila frábærlega með liði sínu í Sví- þjóð, Örgryte. Sænsk dagblöð hafa sagt hann einn albesta leikmann sænsku deildarinnar og heyrst hef- ur að ítölsk lið séu farin að sýna kappanum áhuga. Hverju er velgengnin aó þakka? „Fyrst og fremst því að ég hef fengið að spila með mínu félagsliði og fengið séns. Það hefur gengið mjög vel hjá liðinu og það hjálpar og þá er maður með gott sjálfstraust og flest gengur upp.“ Hvernig litist þér á aó flytja þig um set? „Ef við erum að tala um Ítalíu þá er það að minu mati besta deild í heimi. Að sjálfsögðu hefði maður áhuga á því að fara þangað en við erum mjög ánægð þar sem við erum núna. Maður myndi að sjálfsögðu hugsa alvarlega um það ef það kæmi upp á borðið." Hvernig eru aóstœóur hjá ykkur í Svíþjóö? „Við erum tvö,“ sagði Brynjar. „Og við erum með frábæra granna, einn þeirra er aðstoðarþjálfarinn þannig að þeir geta talað enda- laust," skaut Olga Einarsdóttir, kærasta Brynjars, inn í. „Við erum mjög ánægð með húsið. Það er vel séð um okkur.“ „KR verður meistari" Hvernig finnst þér íslenski bolt- inn? „Ég get nú lítið dæmt um það. Ég hef séð einn eða tvo leiki hér með KR i sumar. Ég hugsa að þeir verði meistarar núna.“ Slœr KR-hjartaö enn í þér. „Já, ég er fæddur og uppalinn í KR og helmingurinn af minni fjöl- skyldu, þannig að það hættir ekkert að slá.“ Hverja teluröu möguleika lands- liösins aó komast áfram? „Hvernig sem allt fer er þetta búið að vera framar vonum. Fyrst við erum komnir þetta langt þá ætl- um við að berjast til síðasta blóð- dropa um sæti í þessari keppni." Hverja teluröu möguleika ykkar á aó komast áfram? „Ef maður litur raunhæft á það eru þeir ekki miklir. En við erum búnir að sýna að við getum spilað vel á móti þessum sterku þjóðum þannig að maður er ekkert að setja það fyrir sig.“ Hvaö finnst þér gott aó gera þegar þú ert ekki á fótboltaœfingu? „Við (Brynjar og Olga) erum meira og minna saman þegar ég er ekki á æfingu." Hvaö ert þú aó gera, Olga? „Ég er búin með eitt ár í kera- miki og er búin að setja upp lítið verkstæði heima. Við Brynjar vor- um til dæmis að smíða borð á litla verkstæðinu minu.“ Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér? „Ég er mjög rólegur." Olga skýtur inn í: „Eigum við ekki að segja að þessi rólegi maður skiptir um ham þegar hann fer inn á völlinn, hann er andstæða sjálfs síns inni á vellin- um.“ Hefuröu þér einhver áhugamál fyrir utan fótboltann? „Nei, engin sérstök. Fótboltinn var aðaláhugamálið þangað til ég gerðist atvinnumaður og ég er bara að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Annars förum við bara í bíó, í bæinn eða út að borða ef maður ætlar að bijóta upp mynstrið eitthvað." Langar að vinna titla Áttu þér framtíöardraum? „Að spila I sterkari deild og kannski vinna einhverja titla og svo bara sjá hvað gerist. Eftir fótboltann hefði maður áhuga á að fara út í þjálfun eða eflaust gera eitthvað tengt fótboltanum." En Olga, þú varst tvöfaldur ís- landsmeistari meö KR í fótboltanum, ertu hœtt? Ég hef fundið annað áhugamál sem hefur tekið hug minn allan, keramikið, þannig að við erum bæði að gera eitthvað sem er áhuga- málið okkar og það gæti í rauninni ekki verið betra. Við höfum það hrikalega fínt,“ sagði Olga. -ÍBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.