Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Síða 8
26
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999
'Sport
r>v
-*
-
■
-
Framarar unnu sinn 50. íslandsmeistaratitil í yngri flokkum karla
Dramatíkin var mikil þegar
Framarar tryggðu sér íslandsmeist-
aratitilinn í 4. flokki karla eftir
framlengingu og vítakeppni gegn
sigurvegurum í þessum flokki síð-
ustu tvö árin á undan, FH-ingum.
Umsjón
Óskar 0. Jónsson
Leikurinn var fjörugur og lengst-
um í höndum Framara sem spiluðu
skemmtilegan fótbolta og voru með
vel skipulagt lið.
FH-ingar fengu þó draumabyrjun
þegar Árni Freyr Guðnason kom
þeim yfir strax á 4. mínútu en þetta
var ellefta FH-markið í röð í úrslita-
leik 4. flokks karla. Framarar gáfust
ekki upp og 26 mínútum síðar náði
Þórður Daníel Þórðarson að jafna
eftir laglega sókn.
Það sem eftir lifði leiks voru
Framarar sterkari og fengu mörg
ágætisfæri. Vamarleiknum stjóm-
aði Jón Orri Ólafsson af miklum
myndarskap og Marius Þór Har-
aldsson og Gunnar léku sig og fé-
laga sína oft skemmtilega í gegnum
FH-vörnina.
Marius Þór fékk gullið tækifæri á
55. mínútu til að tryggja Fram sig-
urinn en hann lét Ragnar Valdi-
marsson verja frá sér vítaspyrnu
sem Fram fékk er einn varnar-
manna FH varði boltann með hendi.
Sá fékk rauða spjaldið og FH-ingar
voru því einum manni færri það
sem eftir var leiksins.
Eftir markalausan seinni hálfleik
og framlengingu varð vítakeppni að
ráða úrslitum og þar skoruðu Fram-
arar úr öllum fjórum sínum en FH-
ingar misnotuðu tvær af sínum.
Þetta var ellefti sigur Framara í
fjórða flokki frá upphafi, ekkert fé-
lag hefur unnið hann oftar en
næstir koma nágrannarnir í Val
með níu 4. flokks titla.
Haraldsson, Jón Orri Ólafsson og
Þórður Daníel Þórðarson voru
ánægðir í leikslok en þeir hafa æft
lengi saman og segja hópinn hafa
haldist en meiri breytingar hafa
orðið á þjálfurum. Lárus Grétarsson
þjálfar strák-
ana nu og
bera
þeir
honum
mjög
góða
sögu en
hann
hefur
rifið lið-
ið upp.
Þessir árgangar náðu þannig ekki
að komast í úrslitin fyrir tveimur
árum þegar þeir léku síðast saman í
5. flokknum en nú fóru þeir alla leið
og urðu íslandsmeistarar.
Strákarnir æfa vel og sýndu það
inni á vellinum að þar er mjög agað
og skipulagt lið á ferðinni, líklegt til
afreka í framtiðinni haldi það áfram
á sömu braut.
tíu sinnum, 3. flokk 20 sinnum, 4.
flokk 11 .sinnum, 5. flokk fimm
sinnum, 6. .flokk A þrisvar og 6.
flokk B einu sinni. KR-ingar hafa
samtals unnið 46 íslandsmeistara-
titla í karlaflokki og Valsmenn 39.
KR-ingara hafa reyndar vinning-
inn hjá bæði strákum og stelpum
samanlagt en KR hefur alls unnið 56
íslandsmeistaratitla. -ÓÓJ
Fimtugasti Islandsmeistara-
titill Framara
Morgunmatur í boði
foreldra
er einnig merkilegt að
Framarar unnu hér sinn
fimmtugasta ís-
landsmeistaratitil í t
yngri flokkum
karla og urðu fyrsta
félagið til að afreka
I slíkt. Fram hefur
unnið 2. flokk
Framararnir
Marius Þór
Haraldsson, Jón
^ 'imst Orri Ólafsson og
Þórður Daníel
Þórðarson fagna
hér til hliðar saman
íslandsmeistara-
titlinum í 4. flokki.
Það
Framarara undirbjuggu
sig vel fyrir leikinn og sem
dæmi um það tóku foreldrar I
strákanna sig til og sáu um 1
morgunmat fyrir liðið á
leikdegi en leikurinn byrj-
aði á hádegi. Marius Þór
«•
'■
" - *.
■
■*
■
. .
' =
Hvar er boltinn?
Leikmenn FH og
Fram í baráttu um
boltann sem er í
háloftunum.
-ÍiitíP
Framari i góðu færi, FH-
ingurinn (nr. 2) gripur til
þess skömmu seinna að
verja með höndum og
fær fyrir það rauða
spjaldið.
■ ■........
FH-ingar máttu sætta sig við tap í vítakeppni og hér fylgjast
vftaskyttur liðsins með þegar Framarar taka eitt vfta sinna.
FH-ingar stóðu sig vel en náðu ekki að vinna 4. flokkinn þriðja árið í röð. Það er
frábært að komast i úrslit í þrjú ár í röð þótt þeir verði að sætta sig við 2. sætið nú.
•m