Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Page 9
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 27 . DV Sport Meistaramót KPMG var haldið á Kjóavöllum um helgina. Þetta er árlegt metamót Andvara og er keppt i A- og B-flokki gæðinga, tölti, 150 og 250 metra skeiði og skeiði með fljótandi starti, stundum kallað hraðskeið á íslandi. Hraðskeið hefur ekki náð vinsaeld- um á íslandi en töluvert er keppt í þeirri grein í Þýskalandi og er þá stundum skeiðað úr myrkri á upplýst svæði eins og gert var á Kjóavöllum við mikla hrifningu. Einungis er keppt í opnum flokki og voru þar margir helstu karlknapar landsins en fleiri konur hefðu mátt söðla fáka sína. í A-flokki stóð uppi sem sigurveg- ari Klakkur frá Búlandi með 8,83 í einkunn en knapi hans var Vignir Jónasson. Reyndar var Geysir frá Dalsmynni krýndur sigurvegari en upp komst um mistök á dómpalli sem leiddu til þess réttlætið sigraði að lokum og Klakkur sigraði en Geysir var annar. Geysir fékk 8,81 og var knapi Baldvin Ari Guðlaugs- son, en hann kom með nokkra hesta í keppnina frá Akureyri. Skafl frá Norðurhvammi var þriðji, með 8,63, og var knapi hans Sigurður Sigurðarson. Kjarkur frá Ásmúla og Þórður Þorgeirsson og Bylur frá Skáney og Sigurbjöm Bárðarson fengu 8,58 og fékk Þórður fjórða sætið í hlut- kesti. í B-flokki stóð efstur Fönix frá Tjamar- landi með 8,76. Knapi var Þórður Þorgeirsson. Djákni frá Litla-Dunhaga og Sigurbjörn Bárð- arson fengu 8,71, Númi frá Miðsitju og Sigurð- ur Sigurðarson fengu 8,69, Sylvía Sigurbjöms- dóttir og Garpur frá Krossi fengu 8,65 og Ás frá Syðri-Brekkum og Sigrún Erlingsdóttir fengu 8,64. Frægir Japanskur kvikmyndatökumaður og að- stoðarstúlka hans vöktu athygli á móti Andvara á Kjóavöllum og héldu ís- lendingar að verið væri að taka myndir af lifandi pístólukjöti. Svo var. ekki. „íslenski hesturinn er frægur,“ sagði Toshi Matsushita, en hann var að taka upp efhi fyrir Television Tokyo. „Ég hef farið víða að mynda hesta og hef heyrt mikið talað um íslenska hestinn. Hér verðum við í viku að taka upp efhi fyrir sjónvarpsstöð í Tókíó. Það eru nokkrir ís- lenskir hestar i Japan. Ég held að þeir séu fjórir en er ekki viss.“ Mikil fyrirhöfn Sigurbjörn Bárðarson kannaðist við að hafa flutt út tvo hesta til Japans fyrir tveimur áram ásamt Axel Ómarssyni. „Það var mikið vesen. Fyrst voru hest- arnir fluttir til Bandaríkjanna og þaðan til Japans. Við erum að reyna að afla markaðar í Japan en þetta er mikil fyrir- höfn,“ segir hann. -EJ Sigurbjöm Bárðarson sigraði í töltkeppninni á Oddi frá Blönduósi, Sigrún Erlingsdóttir var önnur á Ási frá Syðri-Brekkum, Sævar Haraldsson var þriðji á Glóð frá Hömluholti, Eysteinn Leifsson var fjórði á Hug frá Mosfellsbæ og Sigurður Sigurðarson fimmti á Garpi frá Horni. -EJ Hestamolar ..-V Framtíð frá Runnum fór hvað hraðast allra vekringa í hraðskeiði í flóðljósum á kvöldvökunni hjá Andvaramönnum. Knapi var Sveinn Ragnarsson og var tíminn 7,2 sek. Hestar í næstu fjórum sæt- um fóru allir á 7,5 sek. en var rað- að þannig i sæti: Hraði frá Sauðár- króki og Logi Laxdal, Óðinn frá Efsta-Dal og Logi Laxdal, Baldvin A. Guðlaugsson og Vaskur frá Vöglum og Þórður Þorgeirsson og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði. Toshi Matsushi s? Japan og eru að mynd s~- a. lenska hesta. Þorður Þorgeirsson og Fönix frá Tjarnarlandi sigruðu í B-flokki á Kjóavöllum. DV-myndir E.J. BOCAINNANHUSS Baldvin Ari Guðlaugsson skilar bikar fyrir sigur í A-flokki en í Ijós komu mistök á dómpalli og Vignir Jónasson fékk bikarinn og sig- ur í A-flokki. Fyrir þa sem leita að þægilegum æfingaskóm með stuðningi Fyrir innanhúss æfingagólf. VERÐ KR. 4.690.- UTIUF GLÆSIBÆ Einari Ragnarssyni á Korpúlfsstöðum og Tómasi Ragnarssyni rann til rifja að vinur þeirra Eysteinn Leifsson (til hægri) komst ekki í úrslit í B-flokki á Kjóa- völlum á Hug frá Mosfellsbæ. Þeir gerðu sér lítið fyrir og keyptu fyrir hann úrslitasæti fyrir 31.000 krónur. Mótshaldarar héldu uppboð á einu úrslitasæti í hvorum flokki og var B- flokks-sætið keypt á 31.000 krónur en A-flokks sæti fyrir Fiðlu frá Steinnesi og Loga Laxdal kostaði 18.500 krónur. Unn Kroghen (Noregi) er efst i fjórgangi á stigalista FEIF (Félags eigenda og vina íslenska hestsins) en hún keppir á Hruna frá Snartarstööum. Ásgeir S. Herberts- son (íslandi) er í öðru sæti með Farsæl frá Arnarhóli, Guðmundur Einarsson (íslandi) þriðji með Ótta frá Miöhjáleigu. Á metamóti Andvara um helgina var einkunn fyrir fet sleppt í gæðingakeppninni. í B-flokki fékk hæga töltið tvöfalt vægi. Tveir dómara af funm gáfu einkunnir í heilum og hálfum tölum í B-flokknum sem tilrauna- verkefni. Ekki var farið eftir lögum og reglum Lands- sambands hestamannafélaganna. Til dæmis var hvorki fótaskoðun né hjálmaskylda. Gladur frá Hólabaki er sá stóðhestur sem hefur fengið hæstan dóm í sumar í elsta flokki stóðhesta þegar miðað er við íslenska dóm- kerfið. Glaður fékk 8,51 f dómi í Þýskalandi siðastliðið vor en Þröstur frá Innri-Skelja- brekku og Ögri frá Háholti fengu 8,33 á sýn- ingum í Gunnarsholti og á Hellu. Andvaramenn hafa hug á að gera tilraunir með tímatöku fyrir skeið í A-flokki á næsta ári og mæla hraða skeiðkafla hvers hests og gefa bónuseinkunn fyrir hratt skeið. Nánar á eft- ir að útfæra einkunnagjöf- ina. Verðlaun voru vegleg á Kjóavöllum og fengu sigur- vegarar hraðskeiðs (Sveinn Ragnarsson, til hægri) og sigurvegari i tölti (Sigurbjörn Bárðarson) 100.000 krónur fyrir sigurinn en sigurvegarar annarra greina fengu einnig peningaverðlaun. Gœðingaskeið hefur gegnum tíðina verið aðalkeppn- isgrein íslend- inga. Það kemur þvi ekki á óvart að íslendingar raða sér i efstu sætin á stigalista FEIF. Sigur- björn Báróar- son (íslandi, til hægri) er efstur, Logi Laxdal (íslandi) er annar, Magnús Skúlason (Svíþjóð) þriðji, Karly Zingsheim (Þýskalandi) fjórði og Guðmundur Einarsson (íslandi) fimmti. Þegar verðlaun höfðu verið veitt fyrir B-flokks hesta á Kjóavöllum lögðu knapar af stað i fallegri breið- fylkingu en einn vantaði. „Ætlarðu ekki að koma meö, Erling," kallaði Sigurbjörn Bárðarson í Erling Sigurösson. „Nei, það er ekkert und- ir mér,“ svaraði Erling að bragði en hestur hans missti skeifu i loka- spretti. Mjög góðir tímar náðust í 250 metra skeiði. Ósk frá Litla-Dal og Sigurbjörn Bárðarsön fóru á 21,7 sek., sem er mjög líklega besti timi hryssunnar. Skeiðmeistarinn Frið- dóra Friðriksdóttir og Lína frá Gillastöðum fóm á 22,1 sek., Sig- urður V. Matthíasson og Glaður frá Sigríðarstöðum fóra á 22,2 sek., Þórður Þorgeirsson og Hnoss fóra á 22,3 sek. og Logi Laxdal og Óðinn frá Efsta-Dal á 22,4 sek. Þessir tím- ar lofa góðu fyrir veðreiðar Fáks næstu helgar. í 150 metra skeiði sigraði Þor- móður rammi frá Stykkishólmi á 14,0 sek. Knapi var Logi Laxdal. Röðull frá Stafholtsveggjum og Guömundur Jónsson fóru einnig á 14,0 sek., Þórður Þorgeirsson og Gunnur frá Þórcddsstöðum fóru á 14,2 sek., Sigurbjörn Bárðarson og Snarfari frá Kjalarlandi á 14,6 og á sama tíma Hraði frá Sauðárkróki og Logi Laxdal. -EJ V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.