Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 5
MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 23 DV Sport KVA-FH 1-3 0-1 Hörður Magnússon (8.) 0-2 Hörður Magnússon (50.) 1-2 Sigurjón B. Bjömss. (70.) 1-3 Jón G. Gunnarsson (81.) Maður leiksins: Zoran Stojadinovic, KVA. FH endaði í 3. sætinu þriðja árið í röð með sigri í leik sem færður var úr Fjarðabyggð til Egilsstaða vegna vallárskilyrða. FH- ingar komu grimmari til leiks, enda kæmust þeir upp með sigri ef Stjarnan og ÍR ynnu ekki. Þeir gerðu sitt, falln- ir KVA-menn voru þó klaufar að jafna ekki met- in. En FH-ingar fengu góð færi á lokakaflanum þegar KVA lagði allt í sölurnar og tryggðu þá sigurinn. Skallagr.—Fylkir 0-3 0-1 Þórhallur Dan Jóhanns. (29.) 0-2 Hrafnkell Helgason (48.) 0-3 Gylfi Einarsson (67.) Maöur lelksins- Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki. Fylkir endaði timabilið með stigameti. Borgnesing- ar gátu tæknilega séð fallið eða farið upp en sú staða var aldrei í spilunum eins og aðrir leikir þróuðust. -ih/FÞ/VS/SÓ Mikiil fögnuður braust út í Garðabæn- um þegar úrslitin lágu Ijós fyrir í loka- umferð 1. deildarinnar. JIU-JITSU sjálfsvörn • Jiu Jitsu kennir þér að verjast á öruggan hátt ýmsum árásum eins og kýlingum kyrkingum og úlnliðsgripum og að ná stjórn á andstæðingum með mismunandi lásum. Komdu eins og þú ert. • Jiu Jitsu byggist ekki á líkamlegum styrk heldur 100% tækni. • Jiu Jitsu styrkir þig líkamlega og andlega • Jiu Jitsu eykur sjálfstraust þitt. • Jiu Jitsu hefur verið kennt á íslandi síðan 1991. Yfirkennari sensei: Alan Campbell 8. dan, National Coach of England Kennsla fer fram í ÍR-heimilinu Skógarseli 12, Reykjavík Sími 863 2801, 863 2802 Mánudaga kl. 19:30 Fimmtudaga kl. 19:30 NÚ LOKSINS í BREIÐHOLTINU FRÍR PRUFUTÍMI! KUMDU OG PRÖFADU! 1.DIILDKARLA Lokastaðan 1999 Fylkir 18 15 0 3 46-20 45 Stjarnan 18 9 2 7 35-31 29 FH 18 8 4 6 41-31 28 ÍR 18 8 2 8 46-35 26 Dalvík 18 7 5 6 27-35 26 KA 18 6 5 7 24-24 23 Skallagr. 18 7 2 9 36-38 23 Þróttur R. 18 6 3 9 27-29 21 Víðir 18 6 3 9 30-^4 21 KVA 18 4 2 12 28-53 14 Tindastóll og Sindri taka sæti Víðis og KVA. Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, Skailagr...18 Hörður Magnússon, FH...........15 Sævar Þór Gíslason, ÍR.........12 Atli Viðar Björnsson, Dalvik .... 11 Kári Jónsson, Viði............10 Hreinn Hringsson, Þrótti R.....10 Boban Ristic, Stjörnunni........9 Heiðar Ómarsson, tR.............9 Páll Grétarsson, stjórnarmaður hjá Stjörnunni, faðmar Valdimar fyrirliða. Lokaumferðin í 1. deild Hermann Arason í sjöunda himni enda kominn upp í úrvalsdeildina. Stjarnan - Víðir 2-1 1- 0 Boban Ristic (23.) 2- 0 Veigar PáU Gunnarsson (37.) 2-1 Hlynur Jóhannsson (77.) Maður leiksins: Rögnvaldur Johnsen, Stjörnunni. KA-ÍR 1-0 1-0 Gísli Guðmundsson (90.) Maður leiksins: Gísli Guð- mundsson, KA. Þróttur R. - Dalvík 1-1 0-1 Þórir Áskelsson (31.) 1-1 Sigurður Hallvarðsson (81.) Maður leiksins: Sigurður Hallvarðsson, Þrótti R. Þróttarar björguðu sér frá falli í 2. deild þegar hinn 36 ára gamli og marg- hætti Sigurður Hallvarðs- son jafnaði metin gegn Dal- vík 9 mínútum fyrir leiks- lok. Dalvíkingar, sem áttu möguleika á sæti í úrvals- deild ef Stjarnan, FH og ÍR næðu ekki að sigra, voru manni færri frá 39. mínútu þegar Sigurði Flosasyni var vísað af velli. „Þetta er ljúfasta markið á ferlinum, ég hugsaði ekk- ert þegar ég fékk sending- una, var bara ákveðinn að setja fótinn fast i boltann," sagði Sigurður en eftir markið hljóp hann sem fætur toguðu frá Valbjamarvelli langleiðina út á Laugardalsvöll. „Goður endir“ - sagði Reynir Björnsson eftir að Stjarnan hafði tryggt sér úrvalsdeildarsætið v— „Við áttum skilið að vinna leik- inn en þeir gátu refsað okkur undir lokin. Deildin hefur spilast mjög einkennilega og hjá okkur eins og ílestum liðum í deildinni hefur skort stöðugleika í sumar. Við voram búnir að fá mörg tæki- færi til að tryggja okkur annað sætið en glutruðum því alltaf niður. Við vissum hins vegar að ef Víðisleikurinn ynnist ættum við góða möguleika á að fara upp og það gekk eftir. Þetta er því góður endir á ferl- inum,“ sagði Reynir Björns- son, varnarmaðurinn sterki hjá Stjörnunni, eftir að Stjarn- an hafði tryggt sér sæti í úr- valsdeildinni með sigri á Víði. „Stjarnan þarf að styrkja liðið fyrir næsta sumar en ekki of mikið. Það er fullt af efnilegum strákum að koma upp og það verður að gefa þeim tækifæri. Það hefur í gegnum árin vantað ákveðinn karakter í félagið til þess að það gæti fest rætur í úrvals- deildinni og nú þurfa menn að taka á því,“ sagði Reynir sem sóttur var til Noregs í síðustu flóra leiki liðsins en hann dvelur þar við framhaldsnám og lék kveðjuleik sinn á föstudag. Með tapinu féllu Víðsmenn í 2. deild en ekki munaði miklu að þeim tækist að jafna sem hefði þýtt að þeir hefðu haldið sæti sínu í deild- inni á kostnað Þróttar og FH hefði komist upp í úrvalsdeildina en ekki Stjarnan. Rögnvaldur Johnsen, markvörður Stjörnunnar, kom í veg fyrir að Víðir jafnaði en hann varði með frábærum hætti skot frá Hlyni Jóhannssyni af stuttu færi. „Eigum við ekki bara segja að ég haíi varið þetta skot fyrir vin minn Hörð Magnússon en ég hafði heppn- ina með mér,“ sagði Rögnvaldur sem þarf nú að reima á sig hand- boltaskóna en hann leikur með 1. deildarliði Stjömunnar. ÍR sat eftir en KA-menn sluppu við fall ÍR-ingar, sem gátu tryggt sér úr- valsdeildarsætið með sigri á KA á Akureyri, töpuðu, 1-0, en þau úrslit tryggöu KA áframhaldandi sæti í 1. deild. Gísli Guðmundsson skoraði sigurmark KA á síðustu mínútu en sigur ÍR hefði fellt KA. „Það er mikill léttir að þessu skuli vera lokið og mér liður vel á þessari stundu. Ég hafði trú á því allan tímann að við myndun halda okkur í deildinni. Ég hélt hins veg- ar í byrjun að við yrðum í hinum enda baráttunnar en eins og deildin spilaðist var þetta mjög erfitt hjá okkur. Nú þegar tímabil- inu er lokið munu menn setj- ast niður og sjá hvernig land- ið liggur en að öðru leyti erum við ekkert farnir að spá í spilin,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspymudeildar KA, í samtali við DV eftir leikinn við ÍR. - Er það ekki draumur þinn að koma KA-liðinu í hóp þeirra bestu á nýjan leik sem fyrst? „Jú, það er alveg ljóst og verður það áfram. Við von- andi berum gæfu til þess næst en það er ekkert sjálf- gefið í þessum efnum. í sum- ar fór ekkert lið í deildinni eins illa út úr meiðslum og við. Einn af okkar bestu spil- urum, Þorvaldur Makan, lék flóra leiki af 18 í deildinni og er það kannski hluti af skýr- ingunni hve okkur gekk illa að skora. Ég hlakka til næsta knattspyrnusumars og auðvitað er það stefnan að gera betur en við gerðum í ár. Það er á knattspyrnu- vellinum sem þetta ræðst en ekki heima í stofu,“ sagði Stefán. -GH/JKS Stjörnumenn fagna hér ákaft ásamt stuðningsmönnum sínum þegar Ijóst var að liðið hafði unnið sér sæti í úrvalsdeildinni. DV-myndir S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.