Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 27 Sport Naflaskoðun Hestamolar - Þjóðverja eftir heimsmeistaramótið og sigra Islendinga „Hvers vegna era íslenskir knap- ar betri en þeir þýsku og hvers vegna er svo erfitt að bera þá ofur- liði?“ spyr Marlise Grimm, liðs- stjóri þýska hestaíþróttalandsliðs- ins, á heimasíöu þýska íslands- hestafélagsins. Þessi spuming henn- ar kemur í kjöifar greinar sem fyrr- verandi heimsmeistari í hlýðni, Helmut Lange, skrifaði tveimur vik- um eftir að heims- meistaramótinu lauk i Þýskalandi. Helmut er ekki par ánægður með árangur þýska landsliðs- ins og skrifaði langa grein þar sem hann fjallaði um úrslitin og hvað væri til ráða. Mikil nafla- skoðun er í Þýskalandi um árangur þýska landsliðsins, ekki einungis vegna síðasta móts, heldur og móts- ins. í Noregi 1997 en þar voru íslend- ingar einnig með yfirburðastöðu. Á lista sem gefinn hefur verið út um árangur knapa á öllum Evrópu- og heimsmeistaramótum til þessa sést að þó svo að árangur íslendinga í gullum talið sé betri á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, 1997 og 1999, en áður þá hefur ís- lenska landsliðinu gengið hlutfallslega betur á mótunum 1993 og 1995. Liðin fá hlutfalls- stig fyrir 10 efstu sætin í tölti, slaktaumatölti, fjórgangi, fimm- gangi, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði og fimm efstu sætin i hlýðni. Þjóðverjar þurfa ekki að kvarta yfir útkomunni á listanum því þeir eru með langbestan árangur allra þeirra fjórtán landsliða sem hafa fengið að minnsta kosti eitt hlut- fallsstig. Þjóðverjar eru með 514 stig af 1.500 mögulegum eða meðaltal 34,2% á hverju heimsmeistaramóti. íslendingar hafa fengið 358 stig eða 23,8%. Það þýðir að í heildina eru íslendingar og Þjóðverjar með rúmlega helming allra keppenda í einu af tiu efstu sætunum á þessum fimmtán mótum sem eru að baki. Danir era með 185 stig, Austurríkis- menn 138, Norðmenn 102, Svisslendingar 92, Hol- lendingar 82, Svíar 71, Frakkar 19, Finnar 8, Banda- ríkjamenn 6, Slóvenar 2 og Belgar og Lúxemborgarar 1 stig. Munurinn á stöðu Þjóðverja á fyrstu mótunum og nú er að þá báru þeir höfuð og herðar yfir aðrar þjóð- ir og söfnuðu flestum stigunum árin 1970 (47%) og 1979 (48%) en fengu 22% á síðasta móti en þá fengu ís- lendingar 28%. íslendingar hafa ver- ið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og verið með hæsta vinningshlut- fall allra þjóða á síðustu fjórum mótum. Vissulega var álitið að Þjóðverjar myndu veita meiri mótspymu á síðasta móti en raun varð á en eftir að þeir hafa grandskoðað hvað er að mun þýsk sveit verða íslend- ingum skeinuhætt í Austurríki árið 2001. -EJ CA. •» - W 1 - Það fór vel á með Þjóðverjanum Walter Feldmann, sem varð í 2. sæti í tölti á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi, og Jóhanni Skúlasyni, sem keppti fyrir ísland og sigraði, og Olil Amble i 3. sæti en hún keppti einnig fyrir ísland. DV-mynd E.J. Veðreiöar Fáks í Víðidal: Sigurganga Stígs Veðreiðar Fáks voru haldnar i gær í Víðidal. Fyrirkomulag er hið sama og fyrr. Hestar keppa i undan- úrslitum og i úrslit komast hestarn- ir með bestu tímana og keppa um vegleg verðlaun. Auk þess er keppt í sérstökum veðriðli í hverri grein og er hægt að veðja á hrossin á Internetinu. Þórður Þorgeirsson og Logi Lax- dal hafa verið að gera góða hluti í veðreiðunum og sigruðu hvor í sinni skeiðgreininni en þeir voru með tvo hesta hvor i þremur efstu sætunum. Hraði frá Sauðárkróki og Logi Laxdal sigraðu í 150 metra skeiði á 15,24 sek. og Gunnur frá Þóroddsstöðum og Þórður Þorgeirs- son vora í 2. sæti á 16,15 sek. Lukka frá Gýgjarhóli og Hjörtur Bergstað voru í 3. sæti á 17,06 sek. í 250 metra skeiði sigruðu Hnoss frá Ytra-Dals- gerði og Þórður Þorgeirsson á 23,00 sek., Glaður frá Sigríðarstöðum og Sigurður V. Matthíasson voru i 2. sæti á 23,04 sek. og Óðinn frá Efsta-Dal og Lagi Laxdal í þriðja sæti á 25,68 sek. Stígur Sæland heldur áfram sigurgöngu sinni í hlaupagrein- unum og sat báða sigurvegara stökkgreinanna. í 350 metra stökki sigruðu Vinur frá Stóra- Fljóti og Stígur á 25,40 sek. Sproti frá Árbakka og Aníta Ara- dóttir voru í 2. sæti á 25,60 sek. og Glæða frá Flugumýri var í 3. sæti á 27,54 sek. í '800 metra stökki sigraðu Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland á 63,25 sek., Leiser frá Skálakoti og Sylvía Sigurbjörnsdóttir vora í 2. sæti á 64,26 sek. og Gáska frá Þorkelshóli og Sigurþór Sig- urðsson voru í 3. sæti á 64,81 sek. -EJ Sigurbjörn Báróarson slasaðist illa er hann var að elta graðhesía á fjórhjóli á búgarði sinum, Oddhóli á Rangár- völlum. Fjórhjólið sporðreistist og Sig- urbjörn lenti undir þvi. Hann getur því ekki keppt meira á þessu hausti en knapar sem hafa ver- ið að keppa við hann biðja um bar- áttukveðjur honum til handa. Hrossaréttir nálgast og munu Skag- flrðingar halda Laufskálaréttir i Hjaltadal laugardaginn 2. október og hefst hátíðin kl. 13.00. Daginn áður verður árleg sölusýning á Vind- heimamelum og veröa hross sýnd í reið en einnig verður mögulegt að skoða þau á myndbandi að sýningu tokinni. Veitingar verða í boði og Álftageróisbrœóur munu taka lagið. Hrossaræktarsamtök Skagfirðinga og fleiri standa að sýningunni. Fáksmenn vantar starfsfólk á næstu veöreiðar. Til að farið sé að lögum í hvivetna þarf marga starfsmenn og telur Hjörtur Bergstaó, varaformað- ur Fáks, að svo geti fariö að leggja verði veðreiðar niður ef ekki verður bragarbót á starfsmannahaldi. Tryggvi Björnsson, tamningamaður á Blönduósi, hefur verið aö keppa í skeiði á veðreiðum Fáks. Hann kom sá og sigraði í veðriðl- inum í 150 metra skeiði er hann sigr- aöi á Von frá Steinnesi sem var með stuöulinn 8,72, hæsta stuðul til þessa. Tryggvi setti sjáifur 1.000 krón- ur á hryssuna og fær 8.720 krónur til- baka. Sigurinn er nýr og spennandi get- raunaleikur þar sem tippað er á sig- urvegara á veðreiðum Fáks, flórar helgar í september. Tipparinn velur þann hest og knapa sem hann heldur að sigri i hlaupinu og velur svo þá upphæð sem hann vill tippa fyrir. Stuðlarnir eru breytilegir, hiaupandi eftir þátttöku hverju sinni. Endanleg- ur vinningsstuðull reiknast um það bil einni mínútu áður en hlaupið hefst. Mögulegt er að fylgjast með riðlunum og stuðlum á textavarpi Stöðvar 2, síðum 601-604. / nœstu viku hefst Skeiðmeistara- mótið í Hollandi. Þar munu margir ís- lendingar láta ljós sitt skína, aðallega þeir sem eru búsett- ir á meginlandinu. Hollendingamir ætla að halda gott mót og em skemmti- atriðin vel skipu- lögð. Til dæmis verð- ur keppni milli kameldýrs, Jack Russel terrier-hunds, íþróttamanns, hjólreiðakappa og Islensks hests á skeiði. Óskar frá Litla-Dal er hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur sumarsins. Hann fékk 8,44 í dómi í Víðidal, sem er meðal hæstu einkunna sem fimm vetra hestur hefur fengiö til þessa. Dynur frá Hvammi og Keilir frá Mið- sitju fengu 8,26 í dómi í Gunnarsholti. íslenskar getraunir og Sýn hafa hug á að hefja útsendingar á veðreiðum frá útlöndum og gefa ísiendingum kost á að tippa á sigurvegara í hlaupagreinunum. Logi Laxdal og Þórður Þorgeirsson hafa ver- ið að gera góða hluti f skeiði á veðreiðum Fáks DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.