Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 29 DV Sport Einar Gunnlaugsson sigraði í flokki útbúinna jeppa og setti nýtt íslandsmet. Honum gekk ekki eins vel á Crome-rörinu í opna flokknum. DV-myndir JAK íslandsmeistaramótið í sandspyrnu: Erfið braut Fyrsta umferð Coca-Cola íslands- meistaramótsins í sandspyrnu var ekin á Akureyri á laugardaginn. Fyrirhugað var að halda keppnina á sandeyrunum við Hrafnagil og voru aðstæður þar mjög góðar á fostu- dagskvöldið. Á laugardagsmorgun- inn var Eyjafjarðaráin hins vegar búin að flæða yfír eyramar. Félagar Bílaklúbbs Akureyrar, sem héldu keppnina, bmgðust þá skjótt við og tveimur tímum eftir að keppnin átti upphaflega að hefjast voru þeir bún- ir að útbúa nýtt keppnissvæði við Krossanesverksmiðjuna. Ekki var það besta sandspyrnubraut sem keppt hefur verið á hérlendis en þó vel nothæf. Margir keppendur voru búnir að skrá sig í keppnina og tók hún því nokkurn tíma. Stóð hún fram í myrkur en þó tókst að ljúka keppninni í öllum flokkum. Keppn- in var hörð og spennandi og verður að segja að hún hafi tekist nokkuð vel sé miðað við erfiðar aðstæður. „Ánægður" „Ég er bara ánægður með þessa keppni," sagði Einar Gunnlaugsson. „Mér tókst að sigra í flokki útbú- inna jeppa og setja þar Islandsmet. Árangurinn varð að vísu ekki eins góður i opna flokknum þar sem skiptingin gaf sig. Ég var reyndar búinn að vera í vandræðum með skiptinguna í rörinu því hún sleppti alltaf 2. gímum úr, fór beint úr 1. í 3. En ég er bara ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að halda þessa keppni því útlitið var ekki gott í morgun þegar Eyjafjarðaráin var búin að flæða yflr sandeyram- ar,“ sagði Einar að lokum. Ætlar þú með? „Það er búið að vera gaman,“ sagði Gunnar Gunnarsson, sigur- vegari í jeppaflokki eftir keppnina. „Brautin er ekki upp á það besta, við vorum að ná betri árangri fyrr í dag þrátt fyrir að menn hafi verið að auka nitroið og gera ýmsar kúnstir. Brautin er orðin svo rosa- lega grafln. Ég er mjög ánægður með 1. sætið og vonandi gengur mér vel áfram. Ég verð að þakka Gunn- ari Rúnarssyni þennan sigur. Hann sagði við mig á mánudaginn: „Ég ætla að fara með bílinn þinn á sand- spyrnuna á Akureyri á laugardag- inn. Ætlai’ þú að koma með?“ Það er honum að þakka að ég kem hing- að, og ekki má gleyma strákunum, aðstoðarmönnunum. Þeir eiga sinn þátt í þessum sigri,“ bætti Gunnar við. Langbestur „Alveg er ég langbestur, laaaaang bestur. Þetta var alveg rosalegt," sagði Valur Vífilsson í sigurvímu eftir að hafa sigrað Edda K. í úr- slitaspyrnunni í opna flokknum. „Brautin var rosalega erflð, mér tókst ekki að setja neitt met. Þessar keppnir eru að verða erflðari og erf- iðari. Það mættu hérna sjö keppend- ur í opna flokkinn og sex af þeim hefðu auðveldlega getað unnið ef þetta hefði verið þeirra dagur, hver af þeim sem var. Það var enginn með yfirburði. Reyndar var síðasta ferðin mín mjög góð. Fröken Lukka var með mér í dag. Hafliði þjófstart- aði í fyrri ferðinni, ef þú þjófstartar ertu alltaf hræddur við rauða ljósið í ferðinni á eftir. Ég tók hann bara á ljósunum, var með verri tíma, en það er best, þá er ég góður,“ sagði Valur eftir frækilegan sigur en besti tími hans í keppninni var 3,77 sek. -JAK „Langbestur." Valur Vífilsson sigraði t opnum flokki með hjálp fröken Lukku. Með dempun í hæl og Durahigh gerfileður EH3ECHa KRINGLUNNI Gunnar Hafdal var á öflugasta sleðanum og sigraði í sínum flokki. Iropar Villá Dan, vörubílstjóri og þunga- vinpuvélastjóri, keppti í vélsleða- flolfki á Lynx 670 sleðanum sínum. Hún, haíði greini- legamjög gaman af keppnínni og geröi sitt besta til aö standa upþwjtár- inu á strákunum en tókst ekki að komast í úrsliti. Einar Gunnlaugsiþn lét sig ekki muna um aö mæta'með tvö keppnis- tæki í Sandspyrnþna. Hahukeppti á Norðdekk-drekahum í flokfek útbú- inna jeppa og p.Dhrome-rörinu tppn- um flokki. „Converierinn" í skiptingunni í Chrome-rörinu hjá Einari Gunnlaugs- syni gaf sig undan álagimu þegar mest á reyndi í undanúr- slitunum og féll hann þá\út í opna flokknum. Einar Gunnlaugsson setti nýtt ís- landsmet í flokki .útbúinna jeppa þegar hann fór braujina á 4,38 sek. Siguróur Arnar Jonsson lenti i gangtrufluntím með veima i Döm- unni. Þegár liann tók kenþi úr vél- inni kom í ljós að vélin var bpin aö éta þ<tu úpp. SiMi taldi að hann hefði sett of mik ið/nitro inn á vélina í spyrnunum oé kertin haíí ekki þolað það. Elmar Þór Magnússon var mættur, ,eð Alpine-sprengj- uha i sandinn, laus vitfgifsið af bensín- fætihjtm. Elmari tókst póekki að komast i sjálfa | keppnina því „con- verterinn" í skipt- ingunni gaf upp öndina í fyrstu prufuferð hans. Egill Gudmundsson hætti keppni eftir nokkrar ferðir. Beinagrindin hans var svo lág að hún dróst eftir sandinum auk þess sem enginn íjöðr- unarbúnaður er á henni. Egill fékk því harða hnykki á sig í ósléttum sandinum og ákvað að hætta þegar hann var orðinn verulega aumur i hálsliðunum. Eddi K. mætti með Roadsterinn sinn í keppnina. í honum er bátavél, 355 cid Chevy Marine, sem virkar óhemju vel. Sióasta umferð DV-sport heimsbik- armótsins í torfæru verður ekin 2. nóyéniber einhvers staðar á suövesturhorninu. Siðari umfjerö Coca-Cola Íslands- meistaranyítsins í sandspyrmu verð- ur ekin/fljótlega. Ekki er búið að ákveða/flagsetningu en menn renna hýru auga til Langasands á Akrapesi sem i/eppnisstaðar. Urslit Krosshjól: 1. Ásmundur Stefánss., Honda CR 250 2. Sýeinn B. Sveinsson, KTM 550 3. Bjarni Valsson, KTM 200 Vélsleðar: 1. Gunnar Rafiial, PolarisljJ 2. Stefán ÞengilssUTEúhdér-Cat 1200 3. Ásmundur Stefáns., Thunder-Cat 1000 Fólksb| 1. Einar Birgisson.ÆhéVinlet Nova 2. Steingrímur Bjaráas., FordAlustang 3. Karl H. Karlss./Pontiac Grahd Prix Jeppaflokkur: ]. Gunnarlíunnarsson, Trúðm’inn' 2. Júlíus/Stefánsson, Willys ‘55 3. Daníel Ingimundars., Græna þruman Útbúnir jeppar: 1. Einár Gunnlaugs., Norðdekk Drek. 2. Sigurður Þ. Jónsson, Fönix trölliö 3. Sigþrður A. Jónsson, Nýja daman Opinn flokkur: 1. Valur Vlfllsson, Grind 2. Eddi K., Road 3. Auðunn Stigss., Hunt's Camaroinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.