Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 Fréttir DV Keisarinn seldur - gestirnir niður Laugaveginn „Það hefur staðið í samningaþófi að undanfórnu en við ætlum að reka endahnútinn á samningagerðina í dag og þar með fellur Keisarinn," sagði Margeir Margeirsson, veitingamaður í Keisaranum við Hlemm, sem loks ætl- ar að láta undan tilboðsregni ná- granna staðarins um kaup á honum. „Ég sel húsnæðið og fæ fyrir það ágætt verð þannig að sala rekstrarins þarf ekki að vera ágreiningsmál eins og verið hefur i fyrri tilboðum," sagði Margeir sem að öðru leyti vildi ekki tjá sig um hvaða fyrirtæki eða einstak- lingar við Hlemm væru að kaupa stað- inn. Víst má telja að þar fari fremstir forsvarsmenn útibús íslandsbanka, verslunarinnar 11-11 og tískuverslana á þessum hluta Laugavegarins sem hafa lengi þurft að líða fyrir tilvist Keisarans sem hefur verið sóttur af misjöfnum sauðum úr mannlífsflóru miðbæjarins. Tryggingastofnun ríkis- ins, á horni Snorrabrautar og Lauga- vegar, mun hins vegar hafa dregið sig út úr samningaviðræðum við Margeir á Keisaranum í lokalotunni. „Samkvæmt þeim samningsdrög- um sem nú liggja fyrir verður Keisar- inn opinn fram að næstu mánaðamót- um en þá verður endanlega lokað. Það eru því að verða síðustu forvöð að kynnast því merkilega fyrirbæri sem Keisarinn er og hefur verið und- anfarin ár. Ég held að enginn Reyk- víkingur ætti að ganga inn í nýja öld án þess að hafa komið á Keisarann sem brátt verður bam fyrri aldar,“ sagði Margeir sem aðspurður bjóst við því að gestir sínir myndu frekar halda niður Laugaveginn en upp í leit sinni að nýjum stað. -EIR Margeir Margeirsson, veitingamaður í Keisaranum við Hlemm, sem loks ætlar að láta undan tilboðsregni nágranna staðarins um kaup á honum. Tekjur ríkisins hafa vaxið um 34% frá 1990: 50 milljarða tekjuaukning - kaupmáttur heimila vaxið minna en tekjur ríksissjóðs Tekjur ríkissjóðs verða á næsta ári 50 milljörðum króna hærri að raungildi en þær voru árið 1990. Mælt á verðlagi ársins 2000 námu tekjurnar 143 milljörðum króna árið 1990 en munu nema nærri 193 millj- örðum á næsta ári. Aukningin er tæp 35%. Á sama tíma hafa útgjöld- in vaxið um 21 millljarð króna, úr 159 milljörðum í 180 milljarða króna, eða um 13%. Þessar tölur Friðsamt flokksfélag miða við uppgjör á ríkisreikning- um samkvæmt rekstrargrunni en þá eru m.a. hvorki meðtaldar tekj- ur vegna söluhagnaðar ríkiseigna né útgjöld vegna lífeyrisskuld- bindingar vegna ríkisstarfs- manna. Að því er segir í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár var árlegur hagvöxtur á íslandi á bilinu 5% til 6% á síð- ustu fjórum árum og er sá hag- vöxtur sagður tvöfalt meiri en í helstu nágrannaríkjunum. Þá seg- ir að kaupmáttur heimilanna hafi vaxið um nærri fjórðung frá árinu 1995 og eigi slík aukning kaup- máttar sér ekki fordæmi hérlend- is. Tekjur ríkissjóðs hafa hins veg- ar vaxið talsvert meira en kaup- máttur heimilanna frá 1995 eða um 29% að raungildi. Eins og sést af meðfylgjandi súluriti var ríkissjóður rekinn með halla árin 1990-1996. Á árinu 1997 snerist dæmið hins vegar við og hafa tekjurnar verið meiri en útgjöldin öll árin síðan. -GAR mm Framsóknarflokkurinn fór frem- ur Ula út úr kosningunum í vor og vill gjaman að fólk muni eftir því. Það á einkum við um þá fáu sem viðurkenna framsóknarmennsku í höfuðborginni. Þar er Framsókn- arflokkurinn raunar í mjög sér- stakri stöðu. Hann er eitt hjól und- ir vagni R-listans sem keppir hat- ramlega við Sjálfstæðisflokkinn um völdin í Reykjavík en er síðan sem eitt með þessum forna fjanda í landsmálapólitíkinni. Fjandinn er svo sannarlega forn því ríkis- stjórnarflokkarnir tveir hafa sam- lagast svo að nú eru þeir sem tví- burar að sjá. Svo likir eru Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn orðnir eftir langt stjómarsamstarf að Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Degi í gær að bilið milli flokkanna sé lít- ið orðið. Báðir séu komnir á miðj- una þótt þeir hafi nálgast hana hvor úr sinni áttinni. En það er staðan í Reykjavík sem veldur vand- ræðum. Framsóknarmenn þar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Flokksmenn hafa alltaf verið fáir í þessu stóra kjördæmi, jafnvel svo að stjómarmaður í Framsóknarfélaginu í Reykjavík segir menn ieggja af framsóknarmennsku, sem sterk sé á landsbyggðinni, um leið og þeir koma að einu helsta kennileiti Reykjavíkur, Elliðaán- um. Líklegt er einnig að þeir hinir sömu menn verði að temja sér nýtt göngulag á steinlögðum strætum borgarinnar. Framsóknargöngulag er þekkt sem hið sama og þúfnagöngulag þar sem menn klofa áfram með hendur aftan við bak. Það göngulag þykir ekki henta vestan Elliðaáa. Svo langt er flokkurinn leiddur í höfðuborginni að litlu munaði að vantrauststillaga á stjórn Fram- sóknarfélags Reykjavíkur næði fram að ganga á laugardaginn. Varaborgarfulltrúi R-listans sótti þar hart að Reykjavíkurforystunni og ekki síst varaformanni flokksins og Reykjavíkurþingmanni, Finni Ingólfssyni. Finnur, sem ógjarnan vill að slíkt peð eigi inni hjá sér, sendi varaborgarfulltrúanum kveðju og sagði hann ekki hafa eytt tíma sínum í kosningabaráttu fyrir flokkinn í vor og hefði nú komið aftan að félögum sínum. Varafor- maðurinn sagðist þekkja varaborg- arfulltrúann og vinnubrögð hans. Framgangan kæmi því ekki á óvart. Að þessu sögðu greindi þingmað- urinn, ráðherrann og varaformað- ur Framsóknarflokksins, sem gerst allra þekkir sögu flokksins i höfuð- borginni, frá því að friðvænlegra væri innan Framsóknarflokksins í Reykjavík en oft áður. Fyrir liggur að við lá að almennir flokksmenn samþykktu vantraust á forystuna. Miðað við atburði síðustu helgar, í ranni Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, væri því fróðlegt að vita hvernig ástandið var áður en svo friðvænlegt varð innan hans. Dagfari sandkorn Eig'að bakka í umræðum um stefnuræðu Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í fyrrakvöld boðaði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra að sett yrði í gírinn í virkjunarmálum á Austurlandi. Lét hann um leið í það skína að sér þætti lítið til mál- flutnings umhverfis- verndarsinna koma. Meðan Finnur lét móðann mása varð baráttumanni fyrir verndun Eyja- bakka hugsað til Jóns Sigurðsson- ar þar sem hann stóð í haustnepj- unni úti á Austurvelli og orðanna „eigi víkja“ sem einnig eru tO sem „eigi skal víkja" eða „eigi að víkja“. Síðasta útgáfan varð umræddum verndarsinna hugleikin og úr varð eig’að bakka... Jónar í sérflokki Þeir Jónar, Sigurðsson og Bald- vin Hannibalsson, voru í sérflokki í atkvæðagreiðslu Vísis.is um sfjórn- málamann árþúsundsins, lentu í 1. og 2. sæti. Voru þeir langt á undan Dav- íð Oddssyni forsætis- ráðherra sem einok- að he£ur fyrsta sætið í skoðanakönnunum DV um vinsældir stjórnmálamanna. Aðdáendur Jóns Baldvins brugðust að vonum glaðir við þessari niður- stöðu. Þeir segja hana sýna, svo ekki verður um villst, að hann eigi hér fjölda fylgj- enda sem flnnst fráleitt að hann setj- ist í helgan stein vestur í Washington eða einhverju öðru sendiráði úti í hinum stóra heimi. Af viðbrögðum Jóns sjálfs er færra að frétta en lítill fugl með stór eyru og mikið vænghaf tjáði Sandkomi að eftir niðurstöðuna á Vísi.is væri Jón ekki eins fráhverf- ur þeirri hugmynd að snúa aftur og taka til hendinni í íslenskum stjórn- málum... Fagra veröld Á jafnréttisfundi sem haldinn var fyrir austan fjall á dögunum var ým- islegt skrafað og skeggrætt. Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra virðist fátt óviðkomandi enda var hélt tölu. Sagan segir að þegar Guðni hafi verið kominn á skrið í ræðu sinni hafl hann farið að dásama dýrin og náttúruna og við- haft hástemmd lýs- ingarorð. Hafði hann sérstaklega orði á hve fógur sér þætti sauðkind- in, kýrnar og hestamir. Þessu feg- urðarhjali lauk Guðni siðan með þessum orðum: „En fegursta dýr jarðarinnar... það er konan..." Merkt Framsókn í umræðum um stefhuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í fyrra- kvöld fóm menn mikinn í vamar- og andstöðuræðum. Umræðan þótti reyndar frekar fyrirsjáanleg og þeir sem biðu eftir ein- hverju skemmtilegu heyrðu heldur fá gull- korn hrjóta af vörum þingmanna. Helst að Ögmundur Jónas- son kæmist á skrið. En það vakti hins vegar kátínu margra þegar myndatökumenn beindu linsunum að Jóhönnu Sig- urðardóttur, þingmanni Samfylking- ar, þar sem hún var að leggja síðustu hönd á ræðu sína. Jóhanna skrifaði hratt sér tO heOla en það sem vakti meiri athygli var að til skrtftanna notaði hún penna sem var kirfilega merktur Framsóknarflokknum... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.