Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 35 Sport 1. deild kvenna í handknattleik: Þrjú lið á toppnum l.DEILD KVENNA Grótta/KR 3 2 1 0 67-47 5 Haukar 3 2 1 0 74-57 5 Víkingur R. 3 2 1 0 62-56 5 Valur 3 2 0 1 75-53 4 Stjarnan 3 2 0 1 77-66 4 ÍBV 2 1 1 0 56-33 3 FH 3 1 1 1 60-55 3 KA 3 0 1 2 50-71 1 Fram 2 0 0 2 40-48 0 ÍR 3 0 0 3 50-82 0 Afturelding 2 0 0 2 25-68 0 Bland í noka Kristinn Jakobsson, millarikjadóm- ari í knattspymu, mun dæma tvo U- 18 ára landsleiki í Englandi um næstu helgi, fyrst leik Spánar og San Marínó þann 8. október og síöan leik Englands og San Marínó þann 10. október. Einar Guómundsson, al- þjóölegur aðstoöardómari, mun starfa við þrjá leiki í keppninni. Trevor Sinclair, útherjinn snjalli hjá West Ham, skrifaði í gær undir nýjan samning við Lundúnaliðið sem gildir til næstu ftmm ára. Sinclair hefur blómstrað með West Ham á leiktíðinni og það kom ekki á óvart að Kevin Keegan landsliðsþjálfari skyldi velja hann í enska landsliðs- hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Belgum um næstu helgi. 4 Tommy Söderberg, þjálfari sænska landsliðsins í knattspyrnu, hefur sent þau skilaboð til Englendinga að hans menn muni leggja Pólverja að velli í undankeppni EM á laugardaginn sem þýðir að Englendingar komast áfram í keppninni á kostnað Pólverja. Svíar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslita- keppninni og Englendingar hafa lok- ið leikjum sínum í riðlinum. Frakkinn, Emmanuel Petií, mun væntanlega mæta til leiks eftir meiðsli i næstu viku þegar Arsenl mætir Preston North End, iiði Bjarka Gunnlaugssonar, í deilda- bikarkeppninni. Petit hefur misst af síðustu 10 leikjum Arsenal vegna hnémeiðsla. Nigeriumaóurinn Kanu hjá Arsenal segir að félagið geti vel unnið Enga- landsmeistaratitilinn og meistara- deildina. „Við höfum leikmenn sem eru nægilega sterkir til að vinna þetta og ef eitthvað lið getur þetta er það Arsenal," segir Kanu. Bayer Dormagen, þýska handknatt- leiksliðiö sem Guömundur Guó- mundsson stýrir, féll úr leik í þýsku bikarkeppninni i fyrra- kvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir B-deild- arliðinu Göppingegn, 26-25. Héöinn Gilsson skoraði 1 mark fyrir Dormagen, Daði Haf- þórsson komst ekki á blað og Róbert Sig- hvatsson lék ekki vegna meiðsla eins og Rúnar Sigtryggsson hjá Göppingen. Þaö eruflestir sem spá því að Luga- no og Nancy komist upp úr riðlinum og komist þannig í 32-liöa úrslit keppninnar. Liö Reykjanesbcejar í keppninni kom til Lugano sídegis í gær. Liðið flaug til Amsterdam og síðan til Mílanó. þaðan tók viö klukkutíma- akstur til Lugano. Liðið kemur síðan heim á fimmtudag. Lugano-liöiö er erfitt heim að sækja enda þykir heimavöllurinn ljóna- gryfja. Ahorfendur sitja allt í kring- um völlinn mjög nálægt og láta vel í sér heyra. Aron Kristjánsson var í miklum ham með liðinu Skjem þegar liöið sigraði Bjerringbro, 19-22, í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar i handknatt- leik i gærkvöldi. Aron var markahæst- ur í liði Skjem með 7 mörk. Charles Barkley hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Houston. Barkley er 36 ára gamall og hefur leikið í 15 ár í NBA-deildinni. -GH/JKS íkvöld Nissandeildin í handknattleik: FH-ÍR ......................20.00 Þrjú lið, Grótta/KR, Haukar og Víkingur hafa komið sér fyrir á toppi 1. deildar kvenna, en þriðja umferð fór fram í gærkvöldi. FH, sem spáð var titilinum, tapaði óvænt fyrir Val 19-22, Haukar og ÍBV skildu jöfn 23-23 og Víkingur, Stjarnan og Grótta/KR sigruðu í sínum leikjum. „Við spiluðum ekki vel og fórum illa með dauðafærin, enda undir allan fyrri hálfleik. Við komum hingað til að sigra en liðið þarf að ná aðeins betur saman og þá verð- ur þetta enn betra," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir 23-23 jafntefli gegn Haukum i Hafnar- firði. Haukarnir byrjuðu leikinn mik- ið betur, léku skynsamlega í sókn- arleiknum og vörnin var þétt þar sem Hjördís Guðmundsdóttir markvörður varði frábærlega á köflum. En kæruleysi í seinni hálfleiknum hleypti Eyjakonum inní leikinn og það nýttu þær sér til fulls. Lukrecra Bokan lokaði markinu og um miðjan hálfleikinn var jafnt 18-18. ÍBV komst yfir í fyrsta sinn í leiknum 22-23 þegar rúmar fjórar mínútur og aðeins Judit Estergal tókst að skora á þeim tíma og það úr vítakasti. Mörk Hauka: Sandra Anulyte 5/1, Inga Fríða Tryggvadóttir 4, Thelma Árnadóttir 3, Júdit Estergal 3/2, Hekla Daðadóttir 2, Auður Hermannsdóttir 2, Hanna G. Stefánsdóttir 2 og Tinna Hall- dórsdóttir 1. Hjördís Guðmundsdóttir varöi 15 skot. Mörk ÍBV: Hind Hannesdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Amelia Hegic 6/2, Anita Andreason 2 og Ingi- björg Jónsdóttir 2. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 8/1, Lukrecra Bokan 8/1. Engin vandræði Stjarnan átti í ekki í neinum erf- iðleikum með ÍR í Ásgarði í Garða- bæ. Lokatölur þar urðu, 28-19, eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið, 19-13, fyrir Stjörnuna. Mörk Stjörnunnar: Anna Blöndal 7, Ragnheiður Stephensen 5, Sigrún Más- dóttir 5, Nína Björnsdóttir 4, Inga Björg- vinsdóttir 3, Júlína Þórðardóttir 2, Rut Steinsen 1, Svava Björnsdóttir 1. Mörk ÍR: Katrín Guðmundsdóttir 10, Inga Jóhannesdóttir 4, Inga Jóna Ingi- mundardóttir 3, Unnur Guðmundsdóttir 1, Ebba Brynjarsdóttir 1. Reynslan vó þungt KA var spútniklið síðustu um- ferðar er þær náðu jafntefli við FH á Akureyri og þrátt fyrir fimm marka tap fyrir Gróttu/KR, 18-23, í gær sýndi þetta unga lið alla burði íslendingar munu eiga einn full- trúa á heimsmeistaramótinu í júdó sem fram fer í Birmingham á Englandi 7.-10. október. Það er Ár- menningurinn, Gísli Jón Magnús- son, sem keppir í yfirþyngdarflokki og í opnum flokki á mótinu. Gísli hefur náð mjög góðum árangri á þeim mótum sem hann hefur keppt á. Hann varð Norðurlandameistari í yfirþyngdarflokki í sumar og vann einnig sigur i opnum flokki. Þorvaldur meiddur Til stóð að Þorvaldur Blöndal keppti líka á mótinu en hann varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sjö efstu sætin á heims- meistaramótinu veita þátttökurétt á Ólympíuleikana í Sydney á næsta til að stríða bestu liðunum í vetur. KA-liðið hafði það sem þurfti, áræðni og þann eiginleika að gef- ast aldrei upp. Þannig hefðu mörg lið brotnað við það að fá á sig níu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálf- leik en það gerðu norðanstelpur ekki. KA skoraði aftur á móti þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkaði muninn í 12-14. Nær komust þær ekki og Grótta/KR tryggði sér sigurinn. Það voru tvær reynslumestu leikmenn Gróttu/KR sem lögðu grunninn að sigri liðsins, Alla Gorgorian, sem átti þátt í átján mörkum, skoraði 8 sjálf og átti 10 stoðsendingar á fé- laga sína og Fanney Rúnarsdóttir, sem varði 20 skot þar af 12 í seinni hálfleik. Hjá KA stóö Ásdís Sig- urðardóttir sig mjög vel auk þess sem vörnin var sterk þegar hún komst aftur til að stilla upp en Grótta/KR gerði 11 mörk úr harða- upphlaupum. Mörk Gróttu/KR: Alla Gorgorian 8/3, Eva Þóröardóttir 7 (öll í fyrri hálf- leik, kom ekkert inn á í seinni hálf- leik?), Ágústa Björnsdóttir 6, Gunnhild- ur Ólafsdóttir 2. Fanney Rúnarsdóttir varði 20/2 skot. Mörk KA: Ásdís Sigurðardóttir 8/3, Inga Huld Pálsdóttir 3, Anna Pálsdóttir 2, Eyrún Káradóttir 2, Þórunn Sigurðar- dóttir 2, Hulda Ásmundsdóttir 1. Þóra Hlíf Jónsdóttir varði 8 skot gegn sínum gömlu félögum. í Safamýrinni unnu Víkingsstúlkur sigur á Fram, 19-21. Framstúlkur leiddu allan fyrri hálfleik og hluta seinni hálfleiks. Víkingur náði að jafna um miðjan seinni hálfleik og eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn lenti. Hjá Fram áttu Marina og Díana ágætan leik. Helga Torfadóttir fór fyrir Víkingum og fór á kostum i markinu. Hún varð alls 24 skot þar af 16 í seinni hálfleik. „Ég er búinn að æfa vel. Liðið spilar vel og ég líka. Sigurinn var sanngjarn þó svo að Fram hafi haft foystuna i hálfleik. Eftir að við náðum að jafna var ekki spurning hvorum megin sigurinn lenti og það var fyrst og fremst góðri baráttu i liðinu aö þakka,“ sagöi Helga við DV eftir leikinn. Mörk Fram: Marina Zoueva 8, Díana Guðjónsdóttir 4, Olga Prohorova 3, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Björk Tómasdóttir 1. Mörk Víkings: Kristin Guðmundsdóttir 5/1, Margrét Egilsdóttir 5, Helga Brynjólfsdóttir 4, Heiðrún Guðmundsdóttir 3, Guðmunda Kristjánsdóttir 2, Ragnheiöur Ásgeirsdóttir 2. Varin skot: Helga T.orfadóttir 24/2. ári svo það er mjög slæmt fyrir Þor- vald að komast ekki á mótið. Sævar ráðinn þjálfari Júdódeild Ármanns hefur ráðið nýjan yfirþjálfara hjá meistara- flokki og er það Sævar Sigursteins- son, fyrrum landsliðsmaður. Hann mun annast þjálfun meistaraflokks en hann hefur getiö sér gott orö sem þjálfari og vænta Ármenningar mikils af honum. Júdódeild Ármanns hefur ákveð- ið að styrkja Gísla Jón og Þorvald Blöndal til þátttöku á A-mótum og gildir samningurinn fram að Ólympíuleikunum en báðir eiga þeir góða möguleika á að ná lág- mörkum fyrir leikana. -GH -ih/JKS/BB/GH Heimsmeistaramótiö í júdó: Gísli keppir DV DV Sport Gerður Beta Jóhannsdóttir úr Val tekur hér hraustlega á móti Björku Ægisdóttur, vinstri handarskyttu úr liði FH, í leik liðanna í Kaplakrika í gærkvöldi. FH-ingurinn Hildur Erlingsdóttir og Eivor Pála Blöndal úr Val fylgjast með. DV-mynd E.ÓL „Næsta við fullnægingu" - sagöi Brynja Steinsen úr Val eftir sigurinn yfir FH Valur sigraði FH í Kaplakrika, 22-20, eftir að hafa leitt í hálfleik, 10-9. Valsstúlkur ætluðu að stjóma hraðanum í leiknum og stöðva hraðaupphlaupin hjá FH. Þeim tókst það mjög vel og skoraði FH aðeins tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum úr hraðaupphlaupum. Vömin hjá Val var mjög hreyfanleg og átti ekki í miklum vandræðum með hugmynd- asnauðan sóknarleik FH. Brynja Steinsen átti frábæran seinni hálfleik fyrir Val, eftir frekar dapran fyrri hálfleik, og skoraði helming marka Vals í hálfleiknum. „FH var spáð fyrsta sætinu í deild- inni en okkur þriðja og vildum við sanna að við erum ekki siðri en þær. Við ætluðum að gefa okkur 200% í leikinn eftir síðasta leik sem var gegn Haukum en í þeim leik lékum við mjög illa og botninum var náð. Það var annaðhvort að taka sig sam- an í andlitinu eða láta sér líða illa í næstu tvær vikur meðan pásan er hjá okkur. Þetta var það næsta sem kemur við fullnægingu," sagði Brynja við DV eftir leikinn. „Við erum hreint og beint að spila illa bæði í vörn og sókn og flnnum okkur ekki og það er ekkert sem ég get sagt um það. Þeim tókst að stöðva sóknarleik okkar og við náðum ekki að losa boltann og því fór sem fór,“ sagði FH-ingurinn Þórdís Brynjólfs- dóttir. Mörk FH: Þórdls Brynjólfsdóttir 8/3, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Björk Ægisdótt- ir 3, Dagný Skúladóttir 2, Hafdis Hinriks- dóttir 1, Guðrún Hólmgeirsdóttir 1, Hildur Erlingsdóttir 1, Drífa Skúladóttir 1. Varin skot: Jolanta 8. Mörk Vals: Brynja Steinsen 8/3, Helga Ormsdóttir 3, Eivor Blöndal 3, Gerður Beta Jóhannsdóttir 2, Sigurlaug Rúnars- dóttir 2, Anna Grimsdóttir 2, Marln Mad- sen 1, Sonja Jónsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 7. -BB Eydís Konráðsdóttir mun æfa í Canberra í Ástralíu fram að ólympíuleikum. Laurent Blanc um leik Frakka og íslendinga: Sá mikilvægasti frá úrslitaleik HM Varnarjaxlinn Laurent Blanc, fyrrum fyrirliði franska landsliðs- ins í knattspyrnu, er ekki í vafa um aö Frakkar vinni íslendinga í leik þjóðanna í undankeppni Evrópu- móts landsliða í París um næstu helgi. Um næstu helgi ræðst hvaða þjóð- ir komast í úrslit Evrópumótsins. Heimsmeistarar Frakka verða sem kunnugt er að sigra íslendinga til að komast í úrslitin. Svo gæti einnig farið að sigur Frakka gegn íslendingum nægði þeim einungis i spil um sæti i úrslitunum en það veltur á úrslitum í leik Rússlands og Úkrainu. Laurent Blanc sagði í gær að Frakkar myndu vinna ísland á laugar- dag: „Þetta er okkar mikil- vægasti leikur síðan við lék- um úrslitaleik- inn á heims- meistarakeppn- inni í fyrra. A því leikur enginn vafi í mínum huga. Sigur gegn Is- landi gæti tryggt okkur réttinn til að leika í úrslitum. Við munum leggja okkur alla fram og erum stað- ráðnir í að sigra og það munum við gera.“ Laurent Blanc er af mörgum tal- inn einn besti varnarmaður heims. Hann missti sem kunnugt er af úr- slitaleik HM í fyrra vegna leik- banns. Blanc er orðinn 36 ára gam- all og sagði í gær að ef Frakkar kæmust ekki í úrslit HM myndi hann hætta að leika með franska landsliðinu. Svo gæti því farið að leikurinn gegn íslendingum verði kveðjuleikur hans með franska landsliðinu. „Ég íhugaði að leggja skóna á hill- una eftir HM í fyrra en þar sem ég náði ekki að leika úrslitaleikinn og sú staðreynd að ég er líklega á toppi míns ferils ákvað ég að halda áfram,“ sagði Blanc. Verðum að skora snemma „Ég tel mögu- leika okkar mjög góða. Við verðum að sigra ísland og ég get alveg séð fyrir mér að tJkraína vinni leik sinn gegn Rússlandi," sagði Zinedine Zidane, leik- maður Juventus og franska lands- liðsins, um leik íslendinga og Frakka i gær. „Ef við komumst ekki áfram í úr- slitin er það hneyksli. Við verðum að skora snemma í leiknum gegn ís- lendingum um næstu helgi til að ná betri tökum á leiknum,“ sagði Zida- ne ennfremm-. Af samtölum við Frakka í erlend- um fjölmiðlum í gær er ljóst að þeir telja íslendinga auðvelda bráð þrátt^ fyrir stöðu íslands í riðlinum. Lemerre hælir íslendingum Roger Lem- erre, þjálfari Frakka, er þó nokkuð jarð- bundinn og hann hælir ís- lenska liðinu: „íslendingar hafa sýnt tvö andlit í keppn- inni til þessa. Liðið lék sterka vörn gegn okkur í Reykjavík og sýndi svo á sér aðrar hliðar gegn Úkraínu. íslenska liðið er sterkt oe^ leikmenn liðsins hafa engu að tapa Ég er sannfærður um að íslending- arnir vilja sýna hvað í þeim býr á heimavelli okkar," sagði Roger Lemerre. Desailly ekki með Útlit er fyrir að varnarmaðurinn sterki, Marcel Desailly, muni ekki geta leikið gegn íslandi á laugardag. Desailly er meiddur og lék ekki með Chelsea í síðasta leik gegn Manchester United. „Við sjáum til hvernig ég verð á fimmtudag en það*i' er ljóst að ég mun ekki taka neina áhættu," sagði Desailly í gær en þann dag æfði hann ekki með franska liðinu í París. -SK Islenskt sundfólk hugar að lágmörkum fyrir ÓL: Eydís æfír í Canberra - 8-9 sundmenn reyna viö lágmörkin á mótum í vetur Atta til níu íslenskir sundmenn munu reyna við lágmörkin fyrir Ólympíuleikana í Sydney næsta sumar og er ekki talið óliklegt að 3-6 nái tilsettum lágmörkum þegar upp verður staðiö. Örn Amarson hefur synt undir lágmörkum en ekki á þeim mótum sem alþjóða sundsambandið viðurkennir. Á Evrópumótinu í Istanbúl á sl. sumri var tekið við skráningum á Ólymp- íuleikana en þá tókst Erni ekki að synda á þeim tímum sem krafist var. Fullvíst má telja að hann geri það á einhverjum þeim mótum sem fram undan eru í vetur. Evrópumeistaramótiö innanhúss í 25 metra laug veröur í desember í Lissabon og þangað stefna okkar bestu sundmenn. í lok janúar verð- ur haldið stórt mót í Danmörku og á því móti munu íslenskir sundmenn reyna við ólympíulag- mörk. Alþjóða sambandið hefur við- urkennt mótið og verður því hægt að reyna þar við lágmörkin fyrir ÓL í Sydney. „Það er mikill hugur í okkar sundfólki og munu þau í vetur og eftir áramótin markvisst reyna við lágmörkin fyrir Sydney. Sundfólkið æfir vel og um helgina verður hald- ið sprettsundsmót í Eyjum,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við DV í gær. Nú er orðið svo til ákveðið að Ey- dís Konráðsdóttir æfi í Canberra í Ástralíu fram að Ólympíuleikun- um. Þar æfir hún með mörgum af bestum sundmönnum heims í dag sérstakri æfingamiðstöð fyrir sund- menn í Canberra. Má í því sam- bandi nefna þá Michael Klim frá Ástralíu og Rússann Alexandre Popov. Eaydís æfði hluta úr síðasta vetri á sama stað og lét mjög vel að öllum aðstæðum sem eru þar fyrsta flokks. Ríkarð æfir í Denver Þá mun Ríkarð Ríkarðsson æfa í Denver en þar dvelur hann við nám. -JKS Gísli Jón Magnússon, til hægri, tekur þátt í HM í júdó; með honum er er þjálfarinn Sævar Sigursteinsson. DV-mynd Hilmar Reykjanesbær mætir Lugano í Korac-keppnin í körfuknattleik í kvöld: Huguri mannskapnum - segir Friðrik Ingi Rúnarsson, annar þjálfara Suöurnesjamanna Lið Reykjanesbæjar í körfuknattleik mætir í kvöld svissneska liöinu Lugano í Evrópukeppni félagsliða. Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum en auk þessara liða eru Nancy frá Frakklandi og Huima frá Finnlandi í riðlin- um. Tvö efstu liðin í komast áfram í 32-liða úrslit. Lið Reykjanesbæjar kom til Lugano sídegis í gær og æfði á keppnisstaðnum í gær- kvöld og að sögn Friðriks Inga Rúnarssonar, eins þjálf- ara liðsins, eru aðstæður góðar og hugur í mannskapn- um. Friðrik Ingi sagði að þeir hefðu undir höndum ágætar upplýsingar um Lugano-lið- ið sem væri í efsta sæti í deildinni þar í landi. „Við vitum hvemig liðið spilar en innan þess er mikill uppgangur. Lugano keypti upp byrjunarlið meistara síð- asta árs og bakhjarlar liðsins em stórir og miklir. Með lið- inu leika tveir Bandarikja- menn og einn að auki með svissneskt vegabréf. Enn- fremur leika ítali og Júgóslavi með liðinu, þannig að þetta er blandað lið. Við vitum aldrei í raun hvemig andstæðingurinn er fyrr en út í slaginn er komið," sagði Friðrik Ingi í samtali við DV í gærkvöld. Svissneska liðið talið sterkara Að sögn Friðriks Inga er svissneska liðið talið sterkara en í forkeppninni vann liðið portúgalskt lið með tólf stigum á heimavelli en tapaði útileiknum með fjórum stigum. Markmiðið að komast áfram „Ég er sannfærður um það að ef við leikum eitthvað í likingu við það sem við gerð- um heima gegn Bretunum þá myndi ég segja að við færum létt með aö vinna öO þessi liö í riðlinum á heimavelli. Síð- an er markmiðið að taka sem flesta útileikina og komast þannig í 32-liða úrslit," sagði Friðrik Ingi. Allir leikmenn Reykjanes- bæjar eru heilir og tilbúnir í slaginn i kvöld. -JKS Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Reykjanesbæjariiðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.