Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 8
 varsti á miðnætti þaf 1. janúar 1981 Einar Orn Olafsson verðbréfagutti hjá FBA. Ég var að tína Eg var átta ára gamall á þessum tíma og hlýt að hafa verið að horfa á flugeldana á miðnætti og tína rakettuprik á nýársdag. Gengis- breytingin hafði engin stórkostleg áhrif á líf mitt enda hafði ég ekki mikla peninga á milli handanna á þessum tíma en ég var þó farinn að fá vasapeninga. Bróðir minn eign- aðist skjöld með bæði gömlu og nýju myntunum og ég man að mér fannst óskaplega gaman að skoða hann. Mér er það einnig minnis- stætt þegar ég fór út í búð til að kaupa mér nammi stuttu eftir myntbreytinguna. Þá fékk ég mjög lítið af kúlum fyrir krónurnar sem ég var með því sjoppueigandinn hafði nefnilega notað tækifærið og hækkað verðið á kúlunum um leið og gjaldmiðillinn breyttist. Gjaldmiöilsbreytlng gekk í gildi hér á landi á nýársnótt 1981. 100 gamlar krónur urðu jafn- viröi einnar nýrrar og allar upphæóir urðu hundraðfalt lægri en áður. Þetta ruglaði marga í riminu og leigubílstjórar í Reykjavík urðu að benda fólki á það á nýársnótt að hafa ávísan- irnar ekki hundraðfalt of háar þegar kom að fargjaldinu. Langar biðraðir mynduðust í bönk- um fyrsta virka dag ársins því allir þurftu að skipta gömlu krónunum yfir í nýjar. Gjaldmiðils- breytingin olli því að verðmerkja þurfti allar vörur í verslunum upp á nýtt og var nokkuð um þaö að óprúttnir kaupmenn notuðu tækifærið til að hækka verðið í leiðinni. Emilíana Torrini hefur búið í London í 16 mánuði. Eftir mikinn undirbúning er söngkonan nú að stíga sín fyrstu alvöruspor í alþjóðlega poppbransanum. Dr. Gunni skrapp til stórborgarinnar í síðustu viku og fór á fyrstu tónleikana með henni og nýja bandinu hennar. Þau töluðu saman um bransann, nýju plötuna, kjaftasögurnar og framtíðina. Og nöguðu gulrætur á meðan. Emilíana fe sinar eigin Emilíana Torrini situr í gömlum sófa inni í einu herberginu í Depot- stúdlóinu. Þetta er alvöru æflngahús- næði eins og þau gerast í stórborgum, en samt óma þungarokksgítar- ar úr næsta herbergi; slöpp hljóðeinangrun. Emma fiktar í glænýjum gemsa sem er hrika- legt tækniundur með að mér sýnist innbyggða ritvél. Hún dregur upp Malboro Lights- pakka og kveikir sér í rettu. Ég minni hana á plakatið sem hún var á ásamt nokkrum öðrum reyklausum poppurum. „Æi, þarftu nú að minnast á það?“ spyr hún afsakandi. „Ég var hætt í átta mánuði ..." Sim- hringing bjargar henni. Hún hverfur með tækniundrið inn í hliðarherbergi og talar á ensku. Hljómsveit Emilíönu er að gera sig klára fyrir æflngu. Það er stór dagur á morgun: Fyrsta skipti sem Emilíana kemur fram með fullskipuðu bandi. Hún er búin að gera tvö útvarpsgigg með smærri kombóum, en á morgun skell- ur alvaran á. Sigtryggur Baldurs- son, sá trausti molastrákm’, er að huga að trommusettinu. Charlene er bassastelpa sem æfir fingrasetningar á hvítan fimm strengja Gibson-bassa. Gítarleikarinn heitir Steve og er með derhúfu sem stendur á „Pig“. Tækni- strákurinn Charly - „algjör ljúfling- ur“, segir Emma mér siðar - er búinn að vera að prógrammera síðustu vik- urnar en bandið sjálft er bara búið að æfa í viku. Tveim hæðum fyrir ofan er hræó- dýrt mötuneyti þar sem við Emilíana tyllum okkur eftir að hún er búin að tala nóg í nýja gemsann. Hljómsveit- in verður að æfa söngkonulaust á meðan. Bekkjarpartí á hverjum degi Þetta er ekki fyrsta viðtalið sem Emilíana hefur þurft að fara í. „Um daginn var ég í fjóra daga í viðtölum frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin," Andrew Lloyd-Webber. Olafur Haukur Símonarson. Tvö söngleikjagoð sem eru svona líka sláandi lík. Annar textasnilling- ur og hinn höfundur mikils háttar dægurperlna. Sorglegt að þeir skuli hafa fæðst hvor í sínu landinu því Andrew hefði haft miklu meira gagn af Ólafi en þessum Tim Rice sem hann var alltaf að dandalast með í upp- hafi ferilsins. Þeir eru samt ólíkir að innan, Andrew og Ólafur. Það er varla til mynd af þeim fyrrnefnda öðru vísi en hann sé skælbrosandi en Ólafur rétt kímir þegar hann er hvað ánægðastur. Annars eru þeir eins í holdinu, í kringum augun, með sömu kinnamar og myndast báðir svona glettilega vel. segir hún. „Eg var orðin eins og ró- bot. Ef einhver spurði mig eitthvað öðruvísi þá var ég bara ... vissi ekki hverju ég átti að svara." „Ég myndi líklega fatta það ef ég sæi Madonnu, en ég hef örugglega móðgað helling af fólki með því að þekkja það ekki. Mér finnst bara skemmtilegast að fara á minn lókal pöbb og spila pop-quiz og fara á bingó á föstudögum. Ég er svo rokkari í mér.“ Varstu þá meó stöðluö svör vió spurningunum? „Nah. Kannski ef það var mikið. Þeir vilja mikið fá það sama af því að þeir þekkja mig ekki. Þeir vilja fá eitthvað til að líma inn i hausinn á fólki.“ Poppbransinn gengur út á að búa til einfalda ímynd af popparanum. Framboðið er geigvænlegt, sérstak- lega í London, og nú er Emilíana komin í pottinn. Ég spyr hana hvern- ig ímynd hún sé með. „Ó, ég veit það ekki,“ svarar hún hreinskilnislega. „Ekki spyrja mig.“ Hvernig líst þér annars á þetta - er þessi bransi eins og þú bjóst viö? „Já, en ég er samt ekki mikið inni í þessu. Lítill ímyndaði maður sér þetta sem voða glamúr, en svo er þetta ekkert þannig. Ég er bara glöð með mína litlu vini og litlu fjöl- skyldu. Hef það bara þannig." En er ekki hluti af því aö búa hérna í London aó vera sýnilegur. Mœta þar sem poppararnir mœta, fara í partí... „Jú, en ég er ekki alveg inni í því, fmnst það ekkert rosalega gaman. Mér finnst gaman að vera í músík- inni en það sem kemur á eftir; mað- ur getur orðið voðalega þreyttur á þvi. Það er eins og að fara i eitthvert bekkjarpartí á hverjum degi.“ Hefurðu hitt einhverja frœga í þess- um bekkjarpartíum? „Ég er svo vitlaus - og var alveg jafn slæm á íslandi - ég veit aldrei hver neinn er. Ég myndi líklega fatta það ef ég sæi Madonnu, en ég hef ör- ugglega móðgað helling af fólki með því að þekkja það ekki. Mér finnst bara skemmtilegast að fara á minn lókal pöbb og spila pop-quiz og fara á bingó á fóstudögum. Ég er svo lítill rokkari í mér.“ Ónei, kannski sofna bara allir! Plata Emilíönu heitir „Love in the Time of Science" og kemur út hér- lendis 20. október og fimm dögum síðar annars staðar í Evrópu, nema í Bretlandi þar sem hún kemur út 8. nóvember. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikum í Evrópu og hér held- ur Emilíana tónleika í lok október. „Það tók fimm mánuði að taka plötuna upp,“ segir söngkonan. „Ótrúlegur timi. Maður var vanur að gera plötur á 2 vikum og var því orð- . inn hundleiður á þessu. Ég er þó auð- vitað ofsalega ánægð með nýju plöt- úna mína og þar er ég að nota mína eigin rödd í fyrsta skipti, nema með Slowblow, þá söng ég venjulega. Plat- an er róleg, ég á ofsalega bágt með að semja í hröðum takti og ég hlusta rosalega mikið á ró- lega tónlist. Ég er dálítið hrædd um að flytja plötuna á tónleikum af því hún er svo róleg. Ónei, kannski sofna bara allir! Maður ætti kannski að útbýta svefnpok- um í anddyrinu. En við erum búin að gera þetta allt kraftmeira." Áður en platan var tekin upp stóð yfir langur prósess þar sem leitaö var að réttu fólki til að semja lögin með söngkonunni. Margir voru kallaðir til og margar til- raunir gerðar. „Þetta gekk allt mjög fint fyrir sig. Fólk hélt mér uppi héma í London í fimm mán- uði þegar ég kom. Ég vildi ekki setja eitthvað í gang og fara að skrifa und- ir eitthvað strax. Mig langaði að gera þetta sjálf og vera hjá fyrirtæki þar sem ég get fengið að ráða því sem ég er að gera.“ Emilíana skrifaði loks undir hjá plötufirmanu One Little Indian í febrúar. Henni var boðið að ganga í hljómsveitina Sneaker Pimps, sem hafði rekið söngkonuna sína. „Ég ákvað að gera frekar plötu sjálf. Ég veit að ég er ómöguleg i hljómsveit. Ég verð að ráða. Ég nenni ekki að láta í minni pokann í sam- starfi.“ Langar að verða eins ngí og lom Waits Svo kom náungi sem kallar sig Egg til sögunar. Hann hafði helst unnið sér til frægðar að spila á bassa með 80’s hljómsveitinni Brother Beyond. „Ég kynntist Egg, gaurnum sem ég skrifa allt með, og fyrsta lagið sem við sömdum var „To Be Free“. Ég er þannig að ég vil alltaf henda öllum lögum sem ég sem. Verð að koma að þeim aftur. Ég hitti Egg ekki í ár, prófaði að vinna með fullt af öðru fólki en filaði það bara ekki.“ Hvaöa fólk var þetta? „Bara alls konar. Til dæmis söngvar- inn úr Squeeze. Ég náði engu sambandi við hann. Svo heyrði ég „To Be Free“ aftur og þá ákvað ég að láta plötuna upp á því lagi. Við Egg fórum því að semja fléiri lög og Siggi Baldurs kom líka við sögu. Það var alveg æðislegt, það var eins og við værum í leikskóia." Hvernig er þessi Egg? „Hann er snargeðveikur. Hann er svo ofvirkur, spriklandi út um allt allan tímann, einhver skemmtilegasti maður sem ég þekki. Þetta var allt svo easy. Við vorum rosalega slow að gera lögin sem hentaði mér ágætlega því ég er örugglega mest slow í heim- inum að semja músík. Það tekur mig alveg eina viku að gera eitt lag.“ Ertu aö stefna aö því aó gerast laga- höfundur frekar en aó vera „bara“ söngkona, eins og þú hefur stundum sagst vera? „Nei, ekkert endilega. Ef ég get það, ef það koma lög, þá er það fint. En ég er ekki í neinni desperasjón að þurfa að semja lög. Einu sinni vorum við inni í eldhúsinu hjá Egg með vini hans sem er trúbador. Ég var að babla um að mig langaði að gera fal- legt sumarlag og þá tók hann upp gít- arinn og spilaði lag (“Summer Breeze" á plötunni). Þegar ég heyrði það sá ég nafnið mitt á laginu. Svona finnst mér rosalega gaman, þegar ég heyri lag sem ég verð bara að eiga. En mér finnst lika gaman að semja, ég á örugglega alltaf eftir að semja eitthvað á plötunum mínum." Hvert er svo markmiöiö með þessu öllu? „Mig langar að verða eins og Tom Waits. Eiga svona career og geta gert plötur endalaust. Gera bara það sem ég vil af því að þetta er það eina sem ég kann.“ Á litlum palli Emilíana býr með tveim íslenskum stelpum í East End. Ég spyr hana hvernig borgin leggist í hana. „Mér finnst London fín núna. Það var mjög fyndið, ég hataði að vera hérna einu sinni. Maður sá aldrei lengra en næsta hús og þurfti alltaf að taka of mikið tillit til fólks. Einn daginn labbaði ég svo upp úr tjúbinu og fann þessa sömu lykt og maður fann þegar maður fór í fyrsta skipti til útlanda. Eftir það var fint. Þannig að mér líður vel, ég er að kaupa íbúð og svona.“ Noh! Ertu bara orðin rík strax? „Já, alltaf rik. Nei, tek lán.“ Emilí- ana hlær. „Svo er maður alltaf með plan B ef þetta virkar ekki. Þá fer maður bara að gera eitthvað annað.“ Hvaö er plan B? „Það er að verða eilífðarstúdent og lifa á ríkinu." Meiri hlátur. „Nei, ég segi svona. Ætli ég verði ekki bara einhver eilifðartúristi." Er London miöpunktur poppsins? „Ég veit það ekki. Ég veit í raun- inni ekki hvar er best að vera. Hérna „Ég venst því aldrei aö veita viðtöl, er alltaf stressuð. Ég á eftir að verða ein tauga- hrúga þegar ég verð fimm- tug, ha, ha, ha, með tauga- sjúkdóma og vesen. En ég er ke'n ákveða að ég ætla að hætta þegar ég verð 36 ára. Ætla að gerast krydd- jurtabóndi á íslandi.“ er þetta rosalega erfitt. Frakkamir og Þýskararnir eru miklu opnari og eru alltaf jafn hissa og finnst allt svo skemmtilegt. Bretarnir eru meira svona; uhhhh, eru svo skeptískir." Hvaö meö egóiö; fannst þér fúlt aö koma frá íslandi þar sem þú varst stjarna og koma hingaö og vera nóboddí? „Nei, og mér hefur aldrei fundist ég vera eitthvað somboddí heldur. Ég hef aldrei pælt i þessu og ég hef eng- f Ó k U S 8. október 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.