Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 10
vikuna 7.9-14.10 1999 40. vika Brennum húsið til grunna. Tom Jones og The Cardigans í nettum anarkisma. Svona á þetta að vera. Nuddum eld- spítu við húðina og verum svoldið andsamfélagsleg. Annars erhann óg- urlega gamall og þreyttur þessi Tom. En Cardigans eru svoldið flott. 20 Vikur __^ á lista (Ol) Burning Down The House Tom Jones & The Cardigans © 5 (02) Around The World Red Hot Chilli Peppers t 5 (03) Unpretty TLC Á16 (04 ) ThereSheGoes Sixpence None The Richer t 5 (05) Blue (Da Ba Dee) Eiffel 65 4 7 (06) LastKiss PearlJam . 1 t 15 (07) Sun Is Shinning Bob Marley & Funkstar t 3 (08) Mambo No. 5 Lou Bega 4- 15 ■ (09) Tell Me It’s Real K-Ci & Jojo t 7 (10) IflLetYouGo Westlife 4' 6 @ Coffe & TV Blur 4 7 . m (l2) Waiting ForTonight Jennifer Lopez X 1 13 When You Say NothingAtAII Ronan Keating (Notting Hill) 14 14 (14) Everything is Everything Lauryn Hill 4- 12 (15) She’s All 1 Ever Had Ricky Martin t 3 (l6j (You Drive Me) Crazy Britney Spears M 4 (77) Heartbreaker Mariah Carey ^ 4 18) Supersonic Jamiroquai - %' 2 •iHj. (19) King Of My Castle Wamdue Project 4 12 (20) Égerkominn Sálin hans Jóns mins t 3 Sætin 21 til 40 © topplag vikunnar J hástökkvari M vikunnar 21. Hey Leonardo Blessid Union Oí Souls J, 6 22. Myndlr Skitamórall X 1 23. Larger Than Life BackstreetBoys /f. 5 nýtt á listanum 24. Feel Good Phats & Small 4, 5 25. She’s The One Robbie Williams X 1 fes- stendur 1 stað 26. BrandNewDay Sting T 2 /k hækkar sig frá 21. To Be Free Emilíana Torrini 4- 3 ■ sfðjstu viku 28. Bills, Bills, Bills Destiny’s Child 4 11 1 lækkar sig frá siiistu VÍKU 29. Strengir Maus X 1 30. Mi Chico Latino Geri Halliwell 4/ 7 fallvikunnar 31. 365 Days Lutricia McNeal T 2 32. Smooth Santana & Rob Thomas /f 6 33. Lately SkunkAnansie 4, 8 34. Mucho Mambo Shaft X 1 35. Higher Than Heaven Kéllé 4/ 4 36. Sitting Down Here Lene Marlin 4/ 4 37. Ain’t ThatA Lot OfLove Simply Red /f> 3 38. Someday We’ll Know New Radicals 4, 6 39. Young Hearts Run Free ‘99 Candi Station T 2 40. 1 Saved The World Today Eurythmics X 1 f Ó k U S 8. október 1999 Þeir sem eru geð- klofa eiga alltaf nóg af vinum og rapparinn Koot Kefth á vini í hrönnum. Það sem meira er; vinirnir koma út úr skápn- um og gefa út plöt- ur ef þeir eru heppnir, Ef þeir eru óheppnir er þeim hins vegar slátrað: Kool Keith Thomton er ílippað- ur náungi svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Hann þarf m.a. stundum að gista stofnanir vegna geðkvilla sinna. Keith var einn aðalgaurinn í Bronx-rapp tríóinu Ultramagnetic MCs, sem hóf starfsemi 1987, en hef- ur verið sóló síðan 1995, þegar hann gaf út smáskífu undir nafninu Dr. Octagon. Keith á nöfn í löngum bunum og á heimasíð- unni sinni telur hann upp 16 nöfn sem hann gæti allt eins notað á plötum á komandi misserum. Þar á með- al er Sinister 6000 sem er 7999 ára gam- all og fæddist á ís- landi. Við ættum að endurskoða þetta með víkingana og írsku þræl- ana. Önnur andlit Keiths eru m.a. Fly Ricky, sem fil- ar salsa en hatar gervi- burritos, Clean Man, sem er með snyrtidellu og Robbie Analog, sem verður líklega næstur af „mönnum“ Kool Keith til að gefa út plötu. Rottur og kakkalakkar Keith sló í gegn í rappdeildinni með plötum sínum sem Dr. Octagon en hefur nú slátrað þeim doktor - „af því ég nennti ekki að vera hann lengur," segir meistarinn. Sá sem skaut Octagon er annar doktor, Dr. Dooom, og má heyra upptökur af drápinu á fyrstu plötu Dr. Dooom, sem kom út á þessu ári. Hún heitir „First Come, First Served" og Keith fer oft á mögnuðum kostum í glimr- andi rappi um rottur, kakkalakka og ham- borgara búna til úr þessu tvennu. Ólíkt 01’ Dirty Bast- ard, sem er brjóstumkenn- anlegur ruglu- dallur, er Kool Keith akkúrat hæfilega rugl- aður til að hægt sé að hafa gaman af hon- um, rappið er kröftugt og mús- íkin oft sniðug, m.a. er vottur af frumlegheitum, sem er sjaldgæft i hipp-hoppi nú- orðið. Svarti Elvis Keith á marga aðdáendur. Hann kemur við sögu á næstu plötu Becks og kom við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Prodigy. Rapparinn er duglegur og beinlínis dælir stöfFmu út. Nýjasta platan er „Lost in Space“ sem stíluð er á enn einn karakter- plötudómur Stjörnukisi — Flottur sófi /Lesbíuhælið ★★★ Heilmikið fýrir ekki neitt Þessi diskur, sem gefmn er í plötubúðum á Laugaveginum, er forsmekkurinn af nýrri plötu Stjörnukisa sem væntanleg er á næsta ári. Hann inniheldur tvö ný lög; „Flottan sófa“ og „Lesbíuhæl- ið“, auk fjögurra rímixa af því fyrr- nefnda. Lögin tvö eru af sitt hvoru sauðahúsinu. „Flottur sófi“ er ró- legt og seiðandi, svolítið í ætt við t.d. Mercury Rev en „Lesbíuhælið" er hraður rokkari. Sófmn er að mínu mati mun betra lag. Þar tekst hljómsveitinni að skapa sannfær- andi stemningu með þykkri og bragðmikilli útsetningu sem inni- heldur m.a. píanó og strengja- hljóm. Vel gert stykki. „Lesbíuhæl- ið“ er eins og áður sagði rokkarL Það er ekki eins vel heppnað því að þó að lagið sé að upplagi sæmilegt og reynt sé að bragðbæta það með hljómborðatöktum, þá líður það fyrir lélegt sánd. Svona gítarsánd á heima uppi á Árbæjarsafni. Rímix, eða endurgerðir, eru mjög algeng erlendis, þar sem út- gáfa á smáskífum er mikil. Hér- lendis hefur minna farið fyrir þeim, með nokkrum undantekning- um þó, t.d. rímix-plötu Sigur Rósar frá því í fyrra. Endurgerðimar hér eru mjög ólíkar sem er auðvitað gott. ILO strippar lagið niður 1 söng yfír mjúku teknói en tekst að halda seiðandi stemningunni úr upprunalegu útgáfunni. Flott mix sem vinnur á við frekari hlustun. Stjörnukisi sjálfur býður upp á þokkalega drum & bass-útgáfu. Jói tölvupopp setur þungan en jafnan trommutakt undir, hækkar gítar- spileríið og útkoman minnir næst- um á Velvet Underground með inn, Black Elvis. Rapparinn telur þetta fyrstu alvöru sólóplötuna sína. „Ég hef ekki haft tækifæri til að pródúsera og vinna fyrir sjálfan mig fyrr,“ segir hann. „Ég hef alltaf átt samstarf, annaðhvort við Ultra- magnetic MCs eða við aðra. Ég hef þurft að deila kreditinu með öðmm. Þessi plata er 100% Kool Keith-verk- efni.“ Keith segist hafa litið til eldri snillinga eins og George Clinton (úr Parliament/Funkadelic) og Roger Troutman (syntaleikari og snillingur í notkun á vocoder) þegar hann samdi plötuna og minna mið tekið af nýjustu straumum. Hans eigin stíll er þó alltaf í forgranni og Keith segir stoltur; „Með þessari plötu tek ég rappið á nýjar brautir. Ég vil sýna fólki hvað sköpunargleði þýðir.“ Dr. Gunni Á heildina litið er þetta ágæt- ur diskur. Það er helst að þeir þurfi að vinna svolítið í sánd- inu strákarnir en endurgerð- irnar bæta það upp. trommuheila! Biogen-útgáfan er samt flottust en þar er biti tekinn úr laginu og búið til alveg nýtt verk. Á heildina litið er þetta ágætur diskur. Það er helst að þeir þurfi að vinna svolitið í sándinu strák- arnir en endurgerðirnar bæta það upp. Það er ekkert gefið þó það sé gefið, eins og spekingurinn sagði, en í þessu tilfelli er þetta ekki mik- ið fyrir lítið heldur heilmikið fyrir ekki neitt. Trausti Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.