Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 11
Paul finnst „Lennon“ kúl nafn Eins og komiö hefur fram var sonur Oasis-jálksins Liam Gallag- hers og leikkonunnar Patsy Kensit skýrður Lennon Gallagher, eftir John Lennon. Álit Johns sjálfs hef- ur ekki fengist - þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir hjá Sálarrannsóknarfé- laginu - en Paul McCartney hefur tjáð sig um málið. „Þetta er kúl nafn,“ sagði hann í sam- tali við The Sun. „Þetta er fallegur viðingarvottur. Liam er greinilega mega-aðdáandi Johns.“ Gamli bitlabassaleikar- inn var einnig spurður út í það hvort hann saknaði Lindu enn þá jafn mikið en hún lést ú r krabbameini í apríl í fyrra. „Mér líður betur núna,“ svar- aði hann. „Það tók ár, en nú get ég hugsað upi hana án þess að sakna hennar óskaplega. Sú minning sem lifir sterkast er rokk og ról-andinn sem hún bjó yfir.“ Liam hefur hins vegar fengið frí frá bleyjuskiptingum og gert sina útgáfu af gamla Jam-laginu „Camation" með Steve Cradock úr Ocean Colour Scene. Lagið er á plötu til heiðurs gömlu mod-rokk sveitinni og þar eru önnur innlegg m.a. frá Beastie Boys, Reef og stóra bróður, Noel Gallagher. Garbage grafa í rusli og syngja Næsta plata Shirley Manson og sköllóttra félaga hennar í Garbage verður tvöföld „gramsað í drasli“- piata sem kemur út snernma á næsta ári. Þama eru á ferð sjaldgæf lög, b-hliðar og tónleikaupptökur, en auk þess tvö glæný lög, þar af eitt - „Silence is Golden“ - sem Butch Vig segir að sé mjög frá- brugðið fyrra efni sveitarinnar, sem er auðvitað gott þar sem Garbage fýrir Bond hefur hingað til verið einstefnulegt band. Butch segir að þetta lag sýni hvernig þriðja platan komi til með að hljóma, en hljómsveitin er nú á ferð um Ástralíu með upptöku- græjur með sér og dundar sér við að semja ný lög í þeim umtalaða dauöa tíma sem tónleikaferðum fylgja. Garbage á titillagið í næstu James Bond-mynd, „The World is Not Enough", sem verður frumsýnd í lok nóvember með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Butch segir að Bond-lagið hljómi bæði i anda Garbage og Bond-myndanna. Það var samið af David Arnold og 60 manna sinfóníuhljóm- sveit hjálpaði Garbage í u. Björfc kem á blað hjá Evrópsku MTV-verðlaunin verða veitt í Dublin 11. nóvember. Staðfest hefur verið að Marylin Manson troði upp ásamt Und- erworld, The Cardigans, The Off- spring, Sean Puffy Combs og The Corrs. Nú hafa tilnefningarnar ver- ið gerðar heyrinkunnar og kemur engum á óvart að Ricky Martin, Backstreet Boys og Geri Halliwell koma oftast við sögu. Fyrir utan þessa sykruðu flytjendur fá þessir m.a. tilnefningu: Robbie „flaska“ Williams (besti karlsöngvari), Lauryn Hill (besta söngkona, r&b- flytjandi og besta platan) og Mary- lin Manson (besta rokkatriðið). Um besta myndbandið keppa Blur .(“Coffee & TV“), Aphex Twin (“Windowlicker") og Björk fyrir „All is Full of Love“. Þjóðarstoltið okkar kemst því á blað í ár þó langt sé orðið liðið síðan nýtt efni heyrðist frá henni. Nýr Beck 16. nóv. Beck snýr aftur 16. nóvember með plötuna „Midnight Vultures". Fyrsta smáskífulagið af plötunni verður „Sexxlaws". Það er hægt að hlusta á það á heimasíðu Bekksins (www.beck.com) og er óhætt að mæla með því fyrir hlustendur Gullsins, svo 60’s-lega hljómar það. Önnur lög á plötunni eru m.a. „Milk and Honey“, „Debra“, „Hlwd. Freaks" og „Mixed Biz- ness“. Platan er sögð vera aftur- hvarf í þann gír sem Beck hefur einna helst skapað sér vinsældir út á, góða hipphopp-flottpopp girinn sem platan „Odelay" gekk út á og „Mellow Gold“ þar áður. Það lið sem Bekkurinn er með sér á plöt- unni eru m.a. Dust-bræðurnir, flipparinn Kool Keith og enska þjóðlagahækjan Beth Orton. ERU ÞAU? HEATHER DONAHUE JOSHUA LEONARD Þann 21. október 1994 héldu þrjú bandarísk ungmenni, þau Heather Donahue, Joshua Leonard og Michael Williams inn í Black Hills skóginn í Maryland, Bandaríkjunum. Ætlunin var að festa á filmu heimildir um 200 ára goðsögn, “The Blair Witch”, eða nornina Blair. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan. Einu ári seinna fundust upptökur frá fimm daga ferðalagi þeirra í gegnum skóginn og sjást þar hinir hræðilegu atburðir sem leiddu til hvarfs þeirra. SANNANIRNAR LIGGJA FYRIR... FARÐU Á www.visir.is TIL AÐ SJÁ OG HEYRA • Hljóð- og myndupptökur af hinni örlagaríku ferð nemendanna í gegnumBlack Hills skóginn. • Viðtöl vió yfirvöld sem sáu um rannsókn málsins. • Dagbókina sem einn nemandanna, Heather Donahue, hélt í skóginum. www.visirJs MICHAEL WILLIAMS 8. október 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.