Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 18
Það eru félagsmiðstöövarnar Setrið, Músik og Mótor, Verið og Vitinn sem sjá um móttökuna. Á landsmótið koma 300 unglingar úr nem- ^enda- eða unglingaráðum félagsmiðstöðva auk fjölmargra starfsmanna víðs vegar af landinu til aö hittast og starfa saman í fjöl- breyttri smiðjuvinnu. Einnig verða um 25 gest- ir frá Danmörku. Boðið verður upp á mjög fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá. Eftir móttök- una og setningu landsmótsins verður sund- laugarpartí og grillveisla. Laugardagurinn er tekinn snemma með morgunmat og smiðju- vinnu, boðið er upp á USA-Iþróttir, fréttastofu, ræðumennsku, vangaveltur, auglýsingastofu, heimaslðugerö, tölvutónlist, útvarps-, leiklist- ar-, ævintýra-, föndur-, uppistands-, afró-, lista- mótor- og geimverusmiðju. Af þessari upp- talningu má sjá að mikið er I boði og alls ekki setið auðum höndum á laugardeginum. Um kvöldið er síðan kvöldverðurí boði Hafnarfjarð- *■ arbæjar og þá verður sýndur afrakstur ýmissa smiðja. Hljómsveitln Gos spilar slöan fyrir dansi. Á sunnudagsmorgninum er landsmót- inu slitið og haldið heim á leið. Ráðstefna verður haldin I Norræna húslnu um það hvernig best sé að meika þaö sem popp- stjarna. Popptónlistarmenn, útgefandi og blaðamaður fjalla um umgjörð og möguleika popptónlistar á hjara veraldar. Þátttakendur taka virkan þátt I umræðunum. Öll dagskrá fer fram á ensku enda taka um 12 þjóðir þátt I þessari ráðstefnu. Umræðurnar byrja kl. 15 og halda áfram á morgun. Skráning og nánari upplýsingar I síma 5510165. Allir eru vel- komnir svo lengi sem þeir borga þátttökugjald. iSport Eggjabikarlnn í körfu karlaFimm leikir fara fram I kvöld þar sem m.a.Hamar og Tindastóll mætast I Hveragerði. Nlssan-deildln i handbolta karla.Valur og Stjarnan, eigast við á Hliðarendaen Víklngar mæta ÍBV I Vestmannaeyjum. Popp Það verða hörkutónleikar I Félagslundl á Reyð- _ arfirði I kvöld. Þeir hefjast kl. 19.30. Hljóm- ” sveitirnar sem spila eru allar hávaðasamar og kröftugar: Soðmör, Spindlar, Einelti, Mínus og Klink. Og yfirskrift tónleikana er llka öflug: Sökkvum Eyjabökkuml. Hér eru þvl popparar og rokkarar sem eru á öndverðum meiði við innsetningar- og konseptliðið sem labbaði upp að Eyjabökkum með þjóösönginn undir hend- inni. Strið milli landshluta. Strlð milli list- greina. (Og samkvæmt skoðanakönnunum - strið miili kynja). V' Ókeypis rokktónlelkar á Kakðbar Geysls. Hér spila fimm erlendar hljómsveitir ásamt hinum íslensku Mausurum. Þetta eru hljóm- sveitirnar Candy Darllng frá Finnlandi, sem minnir á Pixies, Merlln frá Litháen, sem er ein allra vinsælasta hljómsveitin þar I landi, Siss- isoq, sem koma frá Grænlandi og eru trash- metalistar, Hatespeech frá Færeyjum, sem spilar black-metal, og Blacky frá Eistlandi. Að tónleikunum standa Nordklúbburinn, Norræna húsið og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavlk- ur.Tónleikarnir byrja kl. 19. GUESS Watches popp Ert þú einn af þeim sem gengur um með poppstjörnudraum í maganum? Þá er tækifærið sem þú hefur verið að bíða eftir'að finna í Norræna húsinu um helgina. Þar verður nefnilega hægt að læra hvernig á að starta poppbandi sem fær öruggar vinsældir og fúlgu fjár: Lærðu að meika _ JB * ilrlfi íSslÉ S 11 lyjQI „Það verður ekki mikið ráð- stefnusnið á þessu. Við reynum að hafa þetta frekar poppað," seg- ir Stefán Vilbergsson, verkefnis- stjóri Nordpopp-hátíðarinnar, sem haldin verður í Reykjavík um helgina. Hátiðin byrjar á ráð- stefnu um norræna og baltneska popptónlist þar sem blaðamaður- inn Árni Mattiasson og útgefand- inn Jens Guðfinnsson ræða um umgjörð og möguleika popptón- listar á hjara veraldar og erlendir popptónlistarmenn miðla góðum ráðum. Ráðstefnan fer fram á ensku og þátttakendur taka virk- an þátt í umræðunum. 12 mismunandi lönd „Þessi ráðstefna er kjörin fyrir alla þá sem áhuga hafa á tónlist, hvort sem þeir eru bara hlustene- dur eða eru sjálfir að vinna með músík,“segir Stefán og upplýsir að ríflega 100 manns frá 12 mis- munandi löndum hafi nú þegar skráð sig. Ráðstefnan byrjar kl. 15 á föstudag og lýkur með ailsherj- ar tónleikum kl. 19 á laugardag og er stefnan að þá verði ráðstefnu- þátttakendur komnir fram með uppskrift að þvi hvernig starta á poppbandi sem fær öruggar vin- sældir og fúlgu fjár. Tónleikarnir á laugardags- kvöldið verða haldnir á Kakóbar Geysis og byrja eins og áður sagði kl. 19. Þar munu fimm erlendar hljómsveitir, ásamt hinum ís- lensku Mausurum, stíga á stokk. Þrusutónleikar Erlendu hljómsveitimar sem spila á tónleikunum eru Candy Darling frá Finnlandi, sem spilar tilraunarokk og minnir á Pixies, Merlin frá Litháen sem er ein allra vinsælasta rokksveit þar í landi, Blacky frá Eistlandi sem spilar kántrýpopp, Sussisiq frá Græn- landi eru trash metalistar og syngja gjcirnan um afrísk dýr og Hatespeech frá Færeyjum spilar black metcill. „Þetta eru allt ungar og upp- rennandi hljómsveitir í sínu heimalandi og kjörið tækifæri til að sjá hvað er að gerast í tónlistar- bransanum hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir Stefán og vill ekki gefa upp hver af hljómsveitunum honum þyki best. Þeir sem vilja kynnast þessum hljómsveitum nánar geta kíkt á heimasíðu hljóm- sveitarinnar Candy darling sem er www.sjoki.uta.fi/~latv- is/yhtyeet/CandyDarl- ing/index.html, heimasíða lithá- ensku hljómsveitarinnar Merlin er www.adecoma.lt/merlin/english/ og heimasíða Siissisoq frá Græn- landi er www.angelfire.com/on/si- issisoq/siissisoq.html. Þess má að lokum geta að það er ókeypis inn á tónleikana en þeir sem vilja læra að slá í gegn í popp- bransanum verða að punga út þátttökugjaldi á ráðstefnuna. Skráning og all- ar nánari upplýs- ingar fást í Nor- ræna húsinu. -snæ Stefán Vilbergsson, verkefn- isstjóri Nordpopp, er sjálfur búinn að grafa alla sína popp- stjörnudrauma en býður öðrum sem enn hafa einhverja drauma í þá átt að taka þátt í popp- ráðstefnu í Nor- ræna húsinu um helgina. Bíóborgin Eyes Wide Shut ★★★ Eyes Wide Shut er draumleikur, dans á mörkum Imyndunar og veruleika, ferðalag innl undirheima vitundarinnar þar sem engir vegvlsar finnast. Leiðarstef Kubricks, afmennskun og sálarleysi, eru forgrunni sögunnar en um leið er þetta ein „mannlegasta" mynd hans, viö finnum fyrir samkennd hans með aðalpersón- unum en það stöðvar hann ekki frá þvl að fylgja bölsýnni sannfæringu sinni allt til enda. -ÁS Sýnd kl.: 5, 9 Analyze This ★★★ Ein af þessum dæmigerðu skemmtimyndum sem daðra við sjónvarps- gamanþáttaformið en ná að lyfta sér upp fyrir það með því að notfæra sér þá byrði sem aðal- stjörnur myndarinnar bera úr fyrri myndum. De Niro er meinfyndinn sem illræmdur maflósi sem fær mikið angistarkast og þarf að leita til geðlæknis sem leikinn er af hvekktum Billy Crystal. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7 Sex: The Annabel Chong Story ★★★ Mynd- inni tekst að gera nokkuð vel grein fyrir þvl hvernig persóna Anabel Chong er sem ákveður að samrekkja 251 karlmanni á einum degi en hún reynir einnig að grafast fyrir um það hvers vegna hún taki þessa ákvörðun. Margt af þvi sem hún segir er ekkert svo vitlaust en það eyðileggur nokkuð fyrir málstað hennar að hún er greinilega ekki alveg I lagi. -PJ Bíóhöl 1 in American Pie American Pie er gamanmynd og þykir húmorinn minna mjög á There's Somet- hing about Mary sem segir okkur að hann er frekar grófur og villtur. Myndin fjallar um það sem ungir sveinar þurfa að fara I gegnum, að losna við sveindóminn. Okkar strákar I myndinni eru nánast miður sín. Hormónarnir flæða um líkamann en ekkert gengur hjá þeim enda eru þeir með eindæmum klaufalegir I öllum sínum tilburðum. Það sem þeir ná ekki að skilja er að stelpunum er alveg jafnannt um að missa meydóminn. í stað þess að gripa gæsina eru þeir I töffaraleik sem ekki gengurupp. Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 The Haunting Tæknibrelluhrollvekjudrauga- og ástarsaga með Liam Nesson og Catherine Zeta-Jones. Leikstjóri er Speed-maðurinn Jan De Bont. Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Inspector Gadget Sumar teiknimyndaseriur eiga aðeins að vera teiknimyndaseríur og ekk- ert annað, þannig er það með Inspector Gadget. Þessi bjargvættur er flgúra sem geng- ur upp I teiknimynd en ekki I leikinni mynd. Eins og svo oft hefur sannast er lítið varið I tækni- brellurnar ef ekkert kjöt er á beinunum og fljótt verður maður leiður á öllum brellunum vegna þess að þaö er nánast ekki boðið upp á neitt annað. -HK Sýnd kl.: 9 Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Limbo ★★★* John Sayles tekur mikla áhættu I Limbo þegar hann breytir rómantlskri sögu um tvær manneskjur, sem nálgast miðjan aldurinn og hafa orðið undir I llfinu, I dramatískt ævintýri um hvernig hægt er að komast af I auðnum Alaska. Sayles er vandanum vaxinn og vinnur vel úr persónum slnum. Hann sýnir nýjar hliðar á þeim sem ekki var hægt að merkja áður og má segja að SayJes neyði okkur til að gleyma þvl sem persónurnar voru áður og taka við þeim á nýjan leik. Frábær úrvinnsla sem skilar sér I sterku drama. -HK Sýnd kl.: 5, 9, 11.15 Prince Valiant ★★ Gamaldags ævintýramynd sem öll fjölskyldan ætti að geta skemmt sér yfir. Atburðara¥sin er hröð og ágætur húmor inn á milli. Leikarar eru flestir lítt þekktir og er dá- lítill byrjendabragur á leik þeirra, þeir reyndustu á borð við Edward Fox og Joanna Lumley eru á heimaslóðum og fara létt \ gegn um sín hlut- verk. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Blg Daddy ★★ Adam Sandler hefur leikið I nokkrum kvikmyndum á undanförnum misser- um og satt best að segja hefur hann verið eins I þeim öllum, rótlausi sakleysinginn sem I aug- um fjöldans er langt I frá að vera eitthvert gáfnaljós, en er einstaklega klár þegar á reynir, mikið gæðablóð inni við beinið og nær alltaf I fallegu stúlkuna I lokin. Þannig er hann I þess- ari mynd. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Eyes Wide Shut ★★★ Sýnd kl.: 5, 9 Star Wars Episode 1 ★★ Fátt vantar upp á hina sjónrænu veislu, stjörnustrlðsheimur Lucasar hefur aldrei fyrr verið jafn kynngimagn- aður og blæbrigðaríkur. Allt er þetta þó frekar eðlileg þróun en einhvers konar bylting, eldri myndirnar standast ágætlega samanburöinn. Hins vegar vantar nokkuð upp á skemmtilega persónusköpun, nauðsynlega eftirvæntingu og hin Ijúfa hroll óvissu og uppgötvana sem er að- all ævintýrasagna. -ÁS Sýnd kl.: 4,30, 7 Matrix ★★★ „Fylkið stendur... uppi sem sjón- ræn veisla, sci-fi mynd af bestu gerð, og er ekki til neins annars til bragðs að taka en að fá sér bita. -HVS Sýnd kl.: 9.30 Háskólabíó Dðttlr forlngj- ans ★★ Byrjun- in lofar góðu en á einhvern hátt tekst að klúðra skemmtilegri sakamálafléttu og koma henni niður á plan miölungs kvikmynd- ar. Stjörnudýrkunin er I hámarki þar sem John Travolta leyfist allt og eru misvitrir handritshöf- undar oft I vandræðum með að láta söguna ganga upp. -HK Sýnd kl.: 6.45, 9,11.15 Notting Hill ★★★ Eru kvikmyndastjörnur venjulegt fðlk eða einhverjar ósnertanlegar ver- ur sem best er að virða fýrir sér I nógu mikilli fjarlægð svo þær missi ekki Ijómann. Um þetta fjallar Notting Hill og gerir það á einstaklega þægilegan máta. Myndin er ein af þessum myndum sem ekki þarf að kafa djúpt I til að sjá hvar gæðin liggja, hún er ekki flókin og er meira að segja stundum yfirborðskennd en alltaf þægileg og skapar vissa vellíðan sem fylgir manni út úr kvikmyndahúsinu. -HK Sýnd kl.: 6.45, 9 Svartur köttur, hvítur köttur ★★★* Emir Kusturica sannar enn einu sinni snilld slna I kvikmyndinni Svartur köttur, hvltur köttur, ein- hverjum skemmtilegasta farsa sem sést hefur I langan tima. Myndin sem kemur I kjölfarið á meistaraverki Kusturica, Underground, er laus við alla pólitlk sem hefur yfirleitt verið að finna I myndum Kusturica. -HK Sýnd kl.: 11 Ungfrúin góða og húsið ★★★ Eftir dálitið hæga byrjun er góöur stígandi I myndinni sem er ágæt drama um tvær systur snemma á öld- inni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir ná einstaklega góðu sambandi við perónurnar og sýna afburðaleik. Vel er skipað I minni hlutverkin og það hefur ekkert að sega þótt hinir norrænu leikarar tali sitt eigið tungumál er aðeins hluti af vel heppnaöri kvik- mynd. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9 Síðasti söngur Mifune ★ Er þetta ekki orö- ið ágætt, strákar? Þessi nýjasta dogma- mynd er hávaöasöm, ruglingsleg og óspenn- andi og hefur ekkert sérstakt fram að færa. Hér er galdurinn við Festen og óskammfeiln- m I Fávitunum vlðs fjarri en eftir situr grautur af kfisjum sem viröist hafa verið hent saman til þess að reyna að búa til eitthvað sniðugt. Allt um möður mína ★★★ Afbragðs skemmtun og þakklát mynd fyrir okkur sem lifum á alltof einhæfu biófæöi. Hér er nefni- lega komin evrópsk mynd sem gefur snjöll- ustu sápuóperum vestanhafs ekkert eftir I þessum flóknu fléttum sem samt er svo auð- velt aö fýlgja eftir. Munurinn er hins vegar sá að Almodovar hefur ferska sýn á þetta út- jaskaða form, melódramað. -ÁS Sýnd kl.: 7, 9, 11 Fucking Amal ★★★ Hráslagaleg mynd sem borin uppi af góðum leik og persónusköpun, þar sem leitast er við að spila gegn heföinni. 18 f Ó k U S 8. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.