Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 21 DV Sport DV, París: - býr í íslenska landsliðinu," segir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari. Yfirlýsing um framhaldið kemur ekki alveg strax Guðjón Þórðarson stendur uppi sem sigurvegari eftir árangur íslands í undankeppni EM sem lauk á eftir- minnilegan hátt með leiknum í París á laugardaginn. Undir hans stjóm var ísland með í baráttunni til siðasta leiks og átti þennan ótrúlega síðari hálfleik á Stade de France sem lengi verður í minnum hafður. „Þetta vom miklar sveiflur og það virtist sem svo að þegar menn gengu til leiks í byijun að þeir hefðu ekki nægilega trú á því að þeir gætu látið til sin taka. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvers vegna það var, en það voru ákveðin atriði í leiknum framan af sem voru óþörf og menn hefðu stundum átt að sýna meiri kjark. Þetta var orðin erfið staða en við náðum að snúa okkur saman í hálfleik," sagði Guðjón við DV eftir leikinn. - Hvað sagðir þú i hálfleik? „Ég fór í gegnum nokkur atriði sem lágu ekki nógu ljós fyrir að mínu viti og menn fóm með gjörbreytt hugarfar í seinni hálfleikinn. Við vorum miklu sprækari og ákveðnari, höfðum engu að tapa 2-0 undir, og urðum að spOa fyrir stoltið og koma okkur inn í leik- inn. Það tókst, með eftirminnilegum hætti.“ - En var það ekki framar björt- ustu vonum að vera aðeins 11 mínút- ur að jafna? „Já, það var mjög skemmtilegt og ég er mjög stoltur af því hvemig menn brugðust við. Eftir það gat raunveru- lega aOt gerst. í stöðunni 2-2 fengum við tvö góð sóknarfæri sem ekki gengu aOa leið. í lokin vom það þeir sem höfðu heppnina með sér og sigruðu, en við getum verið stoltir af þessum leik og af okkar liði.“ - Þegar þú horfir til baka yfir keppnina í heild, er þetta ekki betri árangur en þú bjóst við í upphafi þó þú hafir eflaust sett markið hátt? „Við fórum í raun fram úr sjálfum okkur í þessari keppni og sýndum margt mjög jákvætt. Gegn Rússum í Moskvu lentum við marki undir en settum þá undir mikla pressu, í Úkra- ínu lentum við marki undir og jöfnuð- um, og hér i París unnum við upp tveggja marka forskot, þannig að við höfum sýnt að það er mikið afl og mik- 0 geta i þessu liði.“ - Eftir frábœrt gengi í keppninni sögóu margir að það hlyti að koma skellur fyrr eða siðar. Hann blasti jafnvel við í hálfleik hér í Paris, en kom samt ekki? „Já, ég hafði oft heyrt talað um þennan væntanlega skeO, og hann gat vissulega legið í loftinu eftir fyrri hálf- leikinn, en við snemm blaðinu við og töpuðum að lokum naumlega. Við erum einfaldlega komnir inn á landa- kortið með alvöm knattspyrnuþjóðum eftir þessa keppni og það er ljóst að við getum í dag spflað við hveija sem er og hvar sem er án þess að ganga tfl leiks með nokkum beyg í bijósti. Það vinna ekki allir upp svona leik gegn heimsmeistumnum, og við skulum ekki gleyma því að þeir voru að berj- ast fyrir lífl sínu, þeir urðu að vinna og gefa sig alla í þennan leik, og það sást að þeim var mjög brugðið þegar við vomm búnir að jafna. Þeim var mjög létt í leikslok.“ - En þá kemur stóra spurningin eftir þessa keppni. Hvað með Guðjón Þórðarson, hvert liggur hans leið núna? Þú hefur sérstaklega verió orðaður við fram■ kvœmdastjóra- stöðuna hjá Stoke City. verður bara koma í .Hugrakkir“ DV, París: „Það er virkflega gott að vera komnir áfram eftir þennan erflða leik,“ sagði Didier Deschamps, fyrirliði Frakka og leikmaður Chelsea. „Þessi leikur endurspeglaði algerlega þá baráttu og það erflði sem við höfum þurft að ganga í gegnum í þessari undankeppni. AOir leikirnir hafa verið afskap- lega erfiðir, og þó staðan væri góð hjá okk- ur i hálfleik var hún ótrúlega fljót að breytast. Þetta islenska lið er magn- að. Það sýndi geysflegt hugrekki að koma hingað á Stade de France, gegn heimsmeisturunum, og leika tfl sigurs eins og það gerði í seinni hálf- leiknum,“sagði Didier Deschamps. -VS Guðjón Þórðarson er þögull sem gröfin hvað framtíðina varðar. Hann hefr oft haft ástæðu til að fagna á ferli sínum sem landsliðs- þjálfari íslands. skuli hafa gef- ið tfl kynna að þau vflji hafa mig í vinnu og ég mun skoða Ijós á næstu dögum hvað ég geri. Ég tók þann kostinn að ýta þessum vangaveltum öflum frá mér. Ég hef verið hér í Frakk- landi að und- irbúa mitt lið fyrir þennan landsleik og ákvað að vera í friði frá öflu öðru á meðan. Ég fer heim á morgun (sunnudag) og svo verður bara að skýrast hver þróunin verður." - En nú er komið að þessu. Keppn- inni er lokið og vangaveltunum verður ekki ýtt i burtu lengur, ekki satt? „Jú, jú, en þetta skýrist bara af sjálfú sér. Lflið er þannig að ekkert er klárt fyrr en það er klárt og ég bíð þess sem verða vifl.“ - Sem þjálfari hugsar þú vœntan- lega ekki öóruvisi en leikmaður. Þú vilt eflaust stíga nœsta skref, ná lengra? „Ég hef verið farsæll á íslenskri grund sem þjálfari, fyrst með félagslið og nú siðast með landsliðið og get ver- ið stoltur af mínum verkum. Það er vissulega fagnaðarefni að erlend félög sem kemur upp mjög alvar- En þegar þessu þrepi er náð með landsliðið, hlýt- ur það líka að kitla þig að bœta við, byggja ofan á þennan árangur og ná lengra, eða hvað? „Vissulega er þetta starf með þeim hætti að það er búið að gefa mér mikið og það hefur verið mjög skemmtOegt að takast á við þetta verkefni. Það hef- ur sést að það er hægt að ná langt og gera vel, en það spflar svo margt inn í þegar menn velja sér framtíð. Þá þarf margt að fafla saman og þetta verður bara að koma i ljós,“ - Það er sem sagt engin yfirlýsing á leiðinni? „Nei, það kemur engin yfirlýsing frá mér alveg strax," sagði Guðjón Þórðarson. -VS „Getum ekki keppt við erlend félagslið - um Guðjón Þórðarson,“ segir Eggert Magnússon, form. KSÍ Eggert Magnússon, formaður KSÍ. DV, París: „Ég er afar stoltur af liðinu og frammistöðu þess þó ég viti að strákamir séu aldrei ánægðir með að tapa. Það eru margir ung- ir og efnilegir leikmenn að banka á dymar og framtíðin er björt. Það verður afar spennandi að sjá hvað við fáum þegar dregið verður í undankeppni HM í desember," sagði Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, við DV eftir leikinn. - Hvað gerist nœst i landsliðsþjálfaramálunum? Er ekki Guðjón á förum? „Landsliðsþjálfaramálin standa nákvæmlega eins og ég hef sagt undanfarna mánuði og vikur. Við munum ræða saman nú, að þessari keppni lokinni. Við vorum sammála um að láta hana klárast, og síðan myndum við setjast niður. Það hafa verið ákveðnar þreifingar varðandi Guðjón og ég skfl það vel.“ - Getur KSÍ keppt við erlend félagslið og reynt að halda honum? „Nei, þau laun og þeir möguleikar sem hann á erlendis eru á þann veg að það er útflokað að KSÍ geti keppt við það fjárhags- lega. KSÍ ber líka mikla ábyrgð gagnvart íslenskum fótbolta, laun landsliðsþjálfara mega ekki rjúka upp úr öflu valdi því þá fylgir annað með. Við höfúm haft þá stefnu að landsliðsþjálfar- inn sé hæst launaði þjálfari á íslandi en það má ekki vera i ein- hverjum víðáttuupphæðum, frekar en annars staðar í þjóðfélag- inu.“ - Nú verður vœntanlega krafa og pressa viða að um að Guójón verði áfram þjálfari liðsins. Hvernig getið þið brugðist við því? „Ég var kjörinn formaður sambandsins tO að bera ábyrgð á að rekstur þess væri í lagi. Við höfum þurft að teygja okkur tfl hins ítrasta tfl að láta fjármálin ná saman, með ákveðinni spar- semi og með því að segja stundum nei. Það liggur því alveg Ijóst fyrir að við getum ekki keppt við stór félög eða félög sem eru tflbúin til að greiða aðrar og hærri upphæðir en hér tíðkast." - Er þá Guðjón með árangri sinum orðinn of dýr fyrir KSÍ? „Ég myndi orða það þannig að hann sé búinn að vinna sér inn tækifæri til að ná lengra í sínu starfi. Ég skil vel hans metnað, leikmenn vilja aOtaf ná lengra og sama er með Guðjón sem þjálfara. Hann er búinn að ná frábærum árangri, og ef leið- ir skOja núna, sem ég veit ekkert um ennþá, þá hættir hann á toppnum með frábært starf að baki og það er eðlOegt að hann horfi fram á veginn á sínum ferli,“ sagði Eggert Magnússon. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.