Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 27 Sport I útrýmingarhættu „Við Þorvaldur Árnason höfum reiknað út líkindi fyrir litum og það sýnir sig að litfórótt er sá litur sem er í útrýmingarhættu," segir Ágúst Sig- urðsson landshrossaræktarráðunautur. „Það eru ekki nema um 0,4% af hrossastofninum sem eru litfórótt. Það er sérstakur erfðavísir sem gefur þennan lit. Annað hvort foreldra verður að hafa þennan lit svo afkvæmið geti orðið litfórótt og það er talið að arf- hreint litförótt fæðist aldrei, fóstrið drepist ef það sé arfhreint. Til að halda litnum við þurfa að fæðast um 500 litforótt hross í hverri kynslóð, sem ger- ir um 50-60 hross á ári, til að halda í horfinu. Það er nóg að fram komi einn góður stóðhestur til að bjarga málunum. Aðrir litir eru ekki í hættu. íslenski hrossastofninn er með þeim litríkari í heiminum. Þar koma fyrir flestir litir og litaafbrigði, þó ekki blettótt og tígrisdýralitir. Það væri slæmt ef litfórótti liturinn hyrfi úr íslenska hrossastofninum,“ segir Ágúst. Hestamolar Ágúst Sigurðsson landsráðunautur hefur áhyggjur af litförótta litnum. DV-mynd E.J. Islenski hrossastofninn er ákaf- lega litríkur. Fyrir utan hefðbundna fasta liti eru ýmis litaafbrigði. ís- lenskir hrossaræktendm' hafa orðið varir við aukna eftirspurn hrossa í ákveðnum litum, svo sem vindótt- um og brúnskjóttum, svo einhver dæmi séu nefnd. Þegar augu manna beinast meira að litadýrðinni eykst löngunin til að skilja litaerfðafræðina betur og reyna að fá hross í ákveðnum litum. Páll Imsland, jarðfræðingur og áhugamaður um litadýrð íslenska hestsins, og Kristinn Guðnason, hrossabóndi og formaður Félags hrossabænda, hvöttu til þess í grein í Bænda blaðinu í sumar < að í stofna hóp til að standa vörð um lit- fórótt hross þvi sá litur er í útrým- ingarhættu. „Það er ekki búið að mynda þetta félag en ætlunin er að ganga frá því í vetur svo hægt verði að byrja að rækta litfórótt hross á næsta sumri,“ segir Páll Imsland. „Stefn- an er að koma upp góðum lit- fóróttum stóð- hesti til að nota og dreifa litnum út i stofninn. Lit- fórótti liturinn er það óal- gengur að hann er nánast í útrým- ingarhættu. Litforótt hross eru með venjulegan lit á vindhárunum en ljósari lit á undirhárunum. Þegar vindhárið fellur verður það ljóst og dökkt aftur þegar vindhárin vaxa á ný. Undir- og yfirhárin vaxa og falla á víxl og því er hrossið í sifellu að skipta um lit. Til eru nokkrir ósýndir folar frá veturgömlum til flögurra vetra og það verður að leiða undir þá margar fyrstu verðlauna hryssur til að reyna að fá góðan stóðhest sem nær vinsældum. Ég gerði tilraun með litföróttan stóðhest, Dyn frá Svínafelli, og leiddi undir hann hryssur með ýms- um litaafbrigðum til að kanna hvaða litir kæmu út úr því. Útkom- an bendir til þess að hægt sé að fá flest litaafbrigði í litföróttum hross- um. Við verðum að halda þessum tilraunum áfram og fikra okkur áfram. Fólki sem hefur áhuga á þessu verkefni er vinsamlegast bent á að hafa samband við ann- an hvorn okkar, mig eða Kristin," seg- ir Páll Ims- land. -EJ Landsþing Landssambands hestamannafélaga (LH) verður haldið í Borgarnesi fostudaginn 29. október og laugardaginn 30. október. Þingið hefst klukkan 13 fyi'ri daginn. Fáar tillögur hafa verið sendar skrifstofu LH. Fjór- ar tillögur hafa komið frá Gusti, ein frá Andvara og önnur frá Trausta og frá stjórn LH munu koma þrjár til fjórar tillögur. Trú frá Audsholtshjáleigu fékk hæstu aðaleinkunn fjögurra vetra hryssna þetta sumarið er hún var sýnd á síðsumarsýningu á Hellu. Trú fékk 8,21 en Snilld frá Ketilsstöðum, sem var sýnd á fjórðungsmótinu I Stekkhólma, kemur næst með 8,16. Bjargþóra frá Vorsabæ fékk þriðju hæstu einkunnina, 8,15, á Hellu. Eiöfaxi International kom út nýlega í stærra upplagi en fyrr, 40.000 eintökum. Blað- inu var dreift með tólf tíma- ritum sem fjalla um íslenska hestinn. Fjallað var um heimsmeistaramótið í Þýska- landi, Kröflu frá Sauðárkróki og afkomendur hennar, ræktun Gunnars Arnarsonar og Krist- bjargar Eyvindsdóttur og við- töl eru við Egil Þórarinsson á Hólum og Mette Mannseth í Stangarholti, auk annarra greina. Á þingi LH í Borgarnesi verða lagðar fram endurskoðað- ar keppnisreglur. Ekki veitir af, því knapar eiga í erfiðleikum með að túlka hvort þeir séu að keppa eftir reglum Hestaíþrótta- sambands íslands eða Landssam- bands hestamannafélaga en þessi samtök hafa veriö samein- uð. Eftir er mikið verk að endur- skoða heildarreglurnar og leggja fram í einum pakka. Stóðhesturinn Hersir frá Oddhóli er að fara til Þýska- lands um þessar mundir. Hann er fjögurra vetra undan Orra frá Þúfu, sem er með 137 BLUB-stig og Heklu frá Oddhóli sem er með 123 BLUB-stig. Hersir fékk 7,78 fyrir byggingu í sumar og er sjálfur með 130 BLUB-stig sem er með því hærra sem gerist. Eins og lýsingarorðið bendir til breyta litförótt hross um lit smám saman allt árið. Splæsa verðlaunahryssu A ú ■# m - «| r ‘ FEUG „Við ætlum að stofna samtök um litförótta litinn," segir Kristinn Guðnason. „Það virðist vera vakning fyrir hrossalit- um á fslandi," segir Kristinn Guðnason, hrossabóndi og formaður Félags hrossabænda. „Það er ekki síst Páli Imsland að þakka. Hann hefur bent á að litfórótti litur- inn sé í útrým- ingarhættu og við því þarf að bregðast. Menn DV-mynd E.J. þurfa að splæsa fyrstu verðlauna hryssum undir unga litförótta stóðhesta til að reyna að fá góð- an og eftirsóknar- verðan fyrstu verðlauna stóð- hest til að þoka þessu verkefni áfram. Sjálfur á ég sjö litförótt hross í stóði og er þriggja vetra hryssa undan Viljari frá Skarði og jarpri hryssu mjög falleg. Hún kom í gegnum hross frá Sveina- tungu. Með til- komu markaðar fyrir hross í Bandaríkjunum hafa litir meira að segja og eru verðmeiri og eft- irsóttari. Vindótt og brúnskjótt hross eru eftirsótt og litförótt hross eru það sérstök að bú- ast má við því að þau verði vinsæl. Við Páll ætlum að stofna hóp um það verkefni að koma upp litfór- óttum stóðhesti og eru allir vel- komnir í þann hóp. Við þurfum að byrja sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja sum- arstarfið," segir Kristinn. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.