Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 4
I 22 MÁNUDAGUR 11. OKTOBER 1999 Sport DV IX iyRðPUKEPPMIW 1. riðill: Wales-Sviss . . 0-2 H-Rússland-Ítalía 0-0 Italía 8 4 3 1 13-5 15 Danmörk 8 4 2 2 11-8 14 Sviss 8 4 2 2 9-5 14 Wales 8 3 0 5 7-16 9 H-Rússland 8 0 3 5 4-10 3 2. riðill: Albania-Georgía 2-1 Slóvenía-Grikkland . 0-3 Lettland-Noregur 1-2 Noregur 10 8 1 1 21-9 25 Slóvenia 10 5 2 3 12-14 17 Grikkland 10 4 3 3 13-8 15 Lettland 10 3 4 3 13-12 13 Albanía 10 1 4 5 8-14 7 Georgía 10 1 2 7 8-18 5 3. riðill: Þýskaland-Tyrkland ..........0-0 Finnland-N-írland............4-1 Þýskaland Tyrkland Finnland N-írland Moldova 8 6 8 5 2 8 3 1 8 1 2 8 0 4 4. riðill: Rússland-Úkraina . . 1 1 20-4 19 1 15-6 17 4 13-13 10 5 4-19 5 4 7-17 4 ......1-1 Frakkland-ísland............3-2 Frakkland 10 Úkraína Rússland Island Armenía Andorra 10 5 10 4 10 4 10 2 1 17-10 21 0 14-4 20 3 12-7 3 12-7 6 8-15 19 15 8 0 10 0 0 10 3-28 5. riðill: Svíþjóö-Pólland...............2-0 Búlgaría-Lúxemborg............3-0 Svíþjóö 8 7 1 0 10-1 22 England 8 3 4 1 14-4 13 Pólland 8 4 1 3 12-8 13 Búlgaria .8 2 2 4 6-8 8 Lúxemborg 8 0 0 7 2-23 0 6. riðill: Spánn-ísrael .................3-0 Austurriki-Kýpur .............3-1 Spánn 8 7 0 1 42-5 21 ísrael 8 4 1 3 25-9 13 Austurríki 8 4 1 3 19-20 13 Kýpur 8 4 0 4 12-21 12 San Marinó 8 0 0 8 1-44 0 7. riðill: Liechtenstein-Rúmenla.........0-3 Aserbaidsjan-Slóvakía........0-1 Portúgal-Ungverjaland ........3-0 Rúmenia 10 7 3 0 25-3 24 Portúgal 10 7 2 1 32-4 23 Slóvakía 10 5 2 3 12-9 17 Ungverjal. 10 3 3 4 14-10 12 Aserbaídsj. 10 1 1 8 6-26 4 Liechtenst. 10 1 1 8 2-39 4 8. riðill: Króatía-Júgóslavía............2-2 Makedónía-frland..............1-1 Júgóslavía 8 frland 8 Króatía 8 Makedónía 8 Malta 8 1 18-8 17 14-6 16 13-9 15 13-14 8 8 6-27 9. riðill: Eistland-Bosnia .............1^4 Tékkland-Færeyjar............2-0 Skotland-Litháen ............3-0 Tékkland 10 10 0 0 26-5 30 Skotland 10 5 3 2 15-10 18 Bosnía 10 3 2 5 14-17 11 Litháen 10 3 2 5 8-16 11 Eistland 10 3 2 5 15-17 11 Færeyjar 10 0 3 7 4-17 3 -JKS Allir mjög sælir DV, París: „Ég er mjög ánægður, bæði fyrir mína hönd og fyrir hönd liðsins," sagði David Trezeguet, sóknarmaðurinn ungi frá Mónakó, sem kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Frakka sex mínútum síðar. Nokkra furðu vakti að Trezeguet væri ekki í byrjunarliðinu því Frakk- ar eru í vandræðum með sóknarmenn sína og hann er sá heitasti í augnablikinu. „Við erum allir mjög sælir með þessa niðurstöðu því við vildum alls ekki enda í öðru sæti og þurfa að spila um að komast áfram. Ég er ánægðastur með að hafa sannað fyrir þjálfaranum og öðrum að ég sé nógu góður til að vera í liðinu því ég var ekki sáttur við að vera vara- maður. Það var erfitt a spila á móti íslendingunum, sem eru mjög harð- ir og nota mikið langar sendingar," sagði David Trezeguet. -VS Lárus Orri Sigurðsson í harðri baráttu við hinn s'njalla Sylvain Wiltord og hefur betur. Reuter Zidane og Djorkaeff á fleygiferð með knöttinn en að baki þeim sést í Rúnar Kristinsson. Dæmigerð mynd úr fyrri hálfleik liðanna. Reuter „Þetta bjargaðist á síðustu skrefunum“ DV, París: „Eg fékk boltann með hælspymu frá Rúnari, náði spili við Eið og við Rúnar vom síðan skyndilega komnir í gegn. Það munaði engu að við klúðruðum færinu en þetta bjargaðist á síðustu skrefunum," sagði Brynj- ar Björn Gunnarsson um jöfnunarmark sitt. „Það var stórkostlegt að sjá á eftir boltanum í netið og að vera allt í einu búnir að jafna metin. Maður fékk nýja von, það var allt hægt eftir að hafa verið 2-0 undir. Þetta voru óþarfa mörk sem við fengum á okk- ur og ég held að við hefðum alveg átt það skilið að jafna. Þróunin eftir jöfnunarmarkið var Frökkum í hag, og kannski lítið við því að gera, en það hefði verið gott að ná jafntefli,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson. -VS Góðbarátta dugði ekki DV, París: Frakkar sigruðu Islendinga, 2-0, í síðasta leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða sem fram fór í franska bænum Blois á laugar- daginn. Þar með sigmðu Frakkar í riðlinum og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni en ísland hafnaði í fjórða sætinu með 6 stig, á eftir Frakklandi, Úkra- ínu og Rússlandi en á undan Armeníu. Frakkar sóttu mestallan fyrri hálfleikinn, án þess þó að skapa sér mörg umtalsverð færi. ísland fékk eitt ágætt færi, Grétar Hjartarson náði skoti úr erfiðri stöðu eftir fyrir- gjöf frá hægri en markvörður- inn varði vel frá honum. Frakkar náðu forystunni tveimur mínútum fyrir hlé þeg- ar dæmd var vítaspyma á Val Fannar Gíslason, sem stökk upp með frönskum sóknar- manni. Strangur dómur og Frakkar náðu að skora á besta tíma. Frcmska íþróttablaðið L’Equipe segir vitaspyrnudóm- inn í ódýrari kantinum talar einnig um aö Frakkar hafi ekki verið að skapa sér mörg færi. í síðari hálfleik hafi franska lið- ið þó haft tögl og haldir og þriðja markið hafi legið í loft- inu. Franska blaðið hrósar ís- lenska liðinu fyrir hugrekki og góða baráttu. Llð fslands: Fjalar Þorgeirsson - Björn Jakobsson, Valur Fannar Gíslason, Reynir Leósson, Indriði Sigurðsson - Arnar Jón Sigurgeirs- son, ívar Ingimarsson, Jóhann Karl Guðjónsson, Jóhann B. Guðmunds- son, - Haukir Ingi Guðnason (Stef- án Gíslason 55.), Grétar Hjartarson. Knattspyrnuþjálfari fyrir yngri flokka Leifturs, Ólafsfirði Vegna uppbyggingar yngri flokka starfs félagsins vantar okkur þjálfarasem sjá mun um þjálfiin allra yngri flokka. Um er að ræða heils árs stöðu. Þeir sem áhuga hafa hafi samband við Rúnar, s. 466 2250, eða Magnús, s. 466 2703. Unglingaráð knattspyrnudeildar Leifturs Tékkar með fullt hús stiga Tékkland var sú þjóð sem var meö bestan árangurinn í riðla- keppninni, vami alla leikina og því með fullt hús stiga. Þær tólf þjóðir sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar, sem haldin verður í Belgiu og Hollandi, eru auk gestgjaf- anna, Tékkland, Ítalía, Noregur, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Rúmenía, Júgóslavía og Portúgal vegna besta árangurs liðs i öðru sæti riðlakeppninnar. Átta þjóðir, sem lentu í öðru sæti, Danmörk, Slóvenía, Tyrk- land, Úkraína, England, írland, Skotland og ísrael, taka þátt í útsláttarkeppni í nóvember um sætin fjögur sem laus eru. Dreg- iö verður um þaö á næstunni hvaða þjóðir mætast. Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður. Sáttir „Maður á ekki að venjast því í seinni tíð að fá á sig þrjú mörk, og þar af eitt frá samherja. En það var gaman að spila leikinn sem var magnað- ur og við getum ekki annað en verið sáttir við okkar frammistöðu þó okkur hafi ekki tekist að ná stigi,“ sagði Birkir Kristinsson markvörður , sem að vanda steig ekki feilspor í islenska mark- inu. „Rikki truflaðist af þeim sem voru fyrir fram- an hann, ég horfði á hann og sá að hann myndi skalla, en boltinn kom greinilega honum að óvör- um. Ég var alveg bjargarlaus. Annað markið var slysalegt, Djorkaeff þvældist einhvem veginn í gegn og menn gátu nokkrum sinnum verið búnir að hreinsa boltann frá. Hann var í dauðafæri en ég var alveg í boltanum og fannst að ég ætti að geta varið. Þriðja markið er ég ósáttur með þó ekkert hafi verið við þvi að gera. Ég hefði varið skallann frá Desailly, en boltinn breytti stefnu af Þórði þannig að ég var kominn niður og gat ekki annað en slegið boltann með annarri hendinni. Þar með var Trezeguet einn með boltann og ekki hægt að koma í veg fyrir mark,“ sagði Birkir Kristinsson. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.