Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 12
*■ barnið MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 DV Barnasmiðjan framleiðir leiktæki og leikföng: Þar er öryggissjónarmiðið númer eitt - meira að segja jarðvegurinn undir tækjunum er öryggisprófaður Barnasmiðjan er 13 ára gamalt framleiðslufyrirtæki í leiktækjum að Gylfaflöt 7 i Grafarvogi en það hóf starfsemi 1986. Auk þess að framleiða leiktæki flytur fyrirtæk- ið inn leikfóng, föndurvörur og búnað fyrir leikskóla og skóla og ^ rekur verslun þar sem áhersla er J lögð á trévörur fyrir börn. Það eru hjónin Hrafn Ingimund- arson og Elín Ágústsdóttir sem reka fyrirtækið. Hann er tækni- menntaður og ber ábyrgð á fram- leiðslu og sölu leiktækja en hún er menntaður leikskólakennari og sér um innflutning og ráðgjöf fyrir leikskóla. Þau leggja þekkingu sína þannig í púkkið og þar með nýtist reynsla og þekking þeirra beggja við hönnun á leiktækjum þar sem öryggissjónarmið, notk- unarmöguleikar og ending eru í fyrirrúmi. Auk þess hafa þau á sínum snærum kennara sem er eðlisfræðimenntaður og er tengiliður fyrirtækisins við skól- ' ana. Sérvalið gæðatimbur Allt timbur við framleiðsluna er sérvalið með tilliti til efnisþétt- leika og gæða og því þarf að panta það með árs fyrirvara. Efnið er því dýrara en ef valið yrði gæðaminna timbur og vegna þessa langa af- greiðslutíma þarf lagerinn að vera stór. Svipuð viðhorf gilda með þá málma sem notaðir eru. Allir birgjar Barnasmiðjunnar á hrá- efni eru vottaðir og dönsk vottun- arstofa fylgist með að birgjar standi undir kröfum. Það gildir jafnt um málningu sem plast og önnur efni. Fúavörn er fram- kvæmd eftir að búið er að vinna timbrið og aðeins eru notaðar við- urkenndar olíur sem lausar eru við hættulegar sýrur og eiturefni. Mikið er unnið með ryðfrítt stál og galvaniserað og allir hlutir eru styrkleika- og gæðaprófaðir sam- kvæmt viðurkenndum- stöðlum. Þannig hafa t.d. rólufestingar sem hannaðar eru hjá fyrirtækinu og festar við stálprófil verið styrk- leikaprófaðar hjá Iðntæknistofnun og reyndust hafa sexfaldan styrk- leika miðað við það sem krafist er. Jarðvegur leiksvæð- anna höggmældur Hrafn fylgir tækjunum eftir á uppsetningarstað og gerir jarð- vegsmælingar þar sem t.d. rólur eru settar upp. Þar gerir hann fall- mælingar með búnaði sem hann segist ekki vita til að mikið sé not- aður af öðrum innlendum aðilum. Þar er miðað við svokallað HIC- gildi sem gefur til kynna stífleika jarðvegs og hversu mikil högg hann gefur til baka ef barn fellur t.d. úr rólu. HlC-gildi 1200 gefur t.d. til kynna að höggið við tveggja metra fall skapi hættu á áverkum á milli höfuðkúpu og heila. Komi ekki út rétt mæling er gerð skýrsla og krafa um jarðvegsskipti eða aðrar ráðstafanir. Hrafn lætur Elín Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson hafa starfrækt Barnasmiðjuna í 13 ár. DV-myndir Hörður Hokus Pokus-stóll - margir litir Kr. 7.890 Úrvalið er hjá okkur. oImIaA c* cÍmJjCA «ÍMI 1»1 HH G L Æ $ I B Æ Bamamyndatökur á Hr kr 5000 Október tilboð Ljósmyndaramir em meðlimir í FÍFL. W aml Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 i». ekki aðeins duga að gera skýrslu um þetta heldur gerir hann ítrek- aðar athugasemdir ef lagfæringar eru ekki gerðar. Allt er þetta gert samskvæmt samevrópskum staðli. Hrafn hefur átt aðild að tækni- nefnd við gerð hans en vinna við hann hefur staðið í sjö ár. Víða má sjá á leikvöllum tæki sem uppfylla kannski styrkleikastaðal en frá- gangur og hönnun er með þeim hætti að slysahætta er af. Slíkum tilfellum fer þó sem betur fer fækkandi, enda fólk farið að átta sig betur á áhættuþáttunum. „Allar reglugerðir og annað í kringum þessa framleiðslu er hugsað til að koma í veg fyrir slys. Þar er reynt að taka á öllum þátt- um, bæði hvað varðar styrkleika og frágang. Meiðsli kosta heilmik- ið, fyrir utan líkamlegt tjón. Fyrir bam getur það t.d. kostað taflr frá skólagöngu og margt annað. Kröf- umar eru orðnar miklar og það gengur því ekki að framleiða slík- ar vörur í einhverju tómstunda- starfi," segir Hrafn. Þau hjón fóm til Portúgals í síðustu viku í sum- arfrí í fyrsta skipti í 13 ár. -HKr. Hrafn í málmsmíðadeild fyrirtækisins. ■ . ■ f \ yHf I 1' « lK\ \ «1 Hrafn með HlC-mælitækið sem hann notar til að koma í veg fyrir að ranglega sé staðið að uppsetningu leiktækjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.