Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 6
f Fjórða plata I Maus kemur I út 1. nóvem- ber og heitir „í þessi sekúndubrot sem ég flýt“. Maus-strákarnir voru heimsóttir í vik- unni og þeir sýndu Fókusi stoltir uppáhaldsdótið sitt. Þeir safna enn Star Wars- dóti, nema Eggert, sem þykir meira til linsanna sinna koma. Palli er hrifinn af Magna tuskudúkku, Danni er forfallinn Fjörulalla-fíkill og Biggi fílar Shakespeare. Þeir eiga það svo sameiginlegt að þykja vænt um hljóðfærin sín. Gítarleikarinn Palli í Maus býr í foreldrahúsum á Kjartansgötu og er ekkert á leiðinni út. Hann er í bókmenntum og íslensku í háskólanum. Gítarinn minn. © „Ókei, það er kannski ekki beint frumlegt að telja upp gítarinn sinn, en samt... Þetta er Epiphone-gítar sem ég er bú- inn að eiga í eitt og hálft ár. Ég er mjög ánægö- ur, þetta er flottur og góður gítar. Ég tek hann alltaf heim eftir æfingar, nema kannski við séum að spila daginn eftir. Maður er alltaf eitt- hvað að æfa sig og svo skilur maður svona hluti heldur ekki eftir á vföavangi." Star Wars-myndirnar mínar.(g),Þetta eru fyrstu þrjár í gylltum pakka. Ég er búinn að vera Star Wars-fan síðan ég man eftir mér, en ég verð að viðurkenna aö ég er bara búinn að sjá nýju mynd- ina einu sinni. Ég er auðvitað á leiðinni aftur. Ég sá hana kl. 2 um nótt og fannst hún skemmtileg, það var mikið af upplýsingum í henni." Gemslnn minn. ® ,Þetta er tenging mín við umheiminn. Sumum finnst það óþægilegt við GSM að alltaf sé hægt að ná í mann, en mér finnst það kostur. Þetta er sími af Sagem-teg- und, eða Megas aftur á bak. Það eiga fáir svona síma, en þetta er gott tæki. Eini bömmerinn er að það eru engir leikir í honum." Tuskudúkkan mín.@,Þetta er eitt af elstu ieik- föngunum sem ég á. Mér skilst að ég hafi skýrt hann Magni þegar ég var lítill og hef aldrei náð af hverju ég gerði það. Þetta er eitt af þessum leikföngum sem gengur á milli barna f ættinni. Ég er hættur aö sofa með hann núna og eigin- lega búinn að gefa hann lítilli frænku minni. Hún skýrði hann Palla i höfuðið á mér." Bókin mín. © „Palli var einn f heiminum er mjög skemmtileg bók og ég las hana mikið og ekki af þvf ég er nafni aðalsöguhetjunnar. Fólk er alltaf að spyrja mig hvort ég sé einn f heim- inum og mér finnst það alltaf jafn ófyndið." Ertu einn í heiminum, Palli? „Ooh. Nei, ekki f bókstaflegri merkingu og eig- inlega meira út úr heiminum en einn í honum." áhaldsdÓt Sarann 3 Bassaleikarinn Eggert í Maus býr á Kárastíg með kærustunni. Hann vinnur sem vef- síðuhönnuður. Kontrabasslnn mlnn. (l) „Ég keypti hann fyrir tveim árum og sé ekki eft- ir þvf. Það er ekki bara frábært að spila á hann heldur er hann flottur í stofunni. Nei, ég hef ekki mikið not- að hann með Maus en nota hann ör- ugglega meira þegar ég verð eldri. Ég hef engan áhuga á að læra á hann í skóla, maður pikkar þetta bara upp sjálfur." Gelsladiskasafnlð mltt. @„Þetta er það eina sem ég,geng vel um heima hjá mér. Ætii þetta séu ekki um 300 diskar en það er langt sfðan ég taldi. Þeim er öllum raðað f stafrófsröð. Þetta er það fýrsta sem ég tek upp úr kössunum þegar ég flyt og þó íbúðin sé f rúst eru diskarnir alltaf f röð og reglu. Þetta vill fara f rugl þegar maö- ur heldur partí, en þá tekur maður þynnkuna bara í aö raða diskunum." Lófatölvan mfn. @ „Af tegundinni Palm Pilot. Ætli svona kosti ekki f kringum 40 þúsund kall. Ég er ekki með aðra tölvu heima hjá mér. Ég nota hana f margt, hleð t.d. inn f hana vefsíðum f vinnunni og skoða þær svo heima. Svona leikföng ættu allir að eiga og það er stutt f að mað- ur geti stjórnað öllu á heimilinu meö svona græju. Það gerist þegar svona tæki og gemsi verða komin f eitt." Fyrstl basslnn mlnn. © „Bróðir minn keypti þennan bassa af gaur úti f bæ á 5 þúsund kall þegar ég var 14 ára. Ég tók miklu ástfóstri við þenn- an hlut - var þá að sjá bassa í fyrsta skipti - og bróðir minn hefur aldrei fengið að nota hann. Ég lifl eftir þeirri speki að maður eigi aldrei að selja hljóðfærin sfn. Ég á þennan bassa þvf enn þá og þó hann sé hrikalega lélegur er hann skemmtilegur á sinn hátt. Ég hef aldrei náð þvf af hvaða tegund hann er. Letrið á hausnum á honum er svo óskýrt." Linsurnar mínar. © „Þegar ég var unglingur fór ég allt í einu að sjá illa. Þar sem ég er algjör gleraugnaböðull eru linsur stórkostleg uppfinning. Ég nota bara linsur af tegundinni Harley Davidson." Trommarinn Danni í Maus býr í Skipasundi meö kærustunni, sem er komin átta mánuði á leið. Danni segist vera „nett" í háskól- anum að kroppa í félags- fræðina. Sófinn minn. © „Alveg hrikalega góður sófi. Geðveikur! Viö erum nýbúin að fá okkur hann í Húsgagnahöllinni. Maður verður að borga af honum næsta árið. Maður er aðallega að glápa á vfdeó úr honum. Við getum léttilega tvö legið fyrir I honum, en það komast fjórir f hann'sitj- andi." Upptökutækið mltt. @ „Átta rása digital Fostex-tæki. Ógeðslega gott. Ég fékk mér það fyrir tveim árum og er búinn að nota það stans- laust sföan. Hér gerast hlutirnir!" Pet Sounds-settiö mitt. @ „Þetta er besta plata sem hefur nokkurn tfmann verið gerð og þessi kassi er mögnuð heimild um þessa plötu, fjórir diskar með alls konar útgáfum, æfingum og ónotuðum upptökum og tvær bækur með textum og upplýsingum. Ég á tvö eintök af þess- um kassa. Eitt er til vara. Ég heyrði plötuna '96 og þá byrjaði Beach Boys-fanatíkin. Galdur Beach Boys er Brian Wilson og galdur hans eru ótrúlegir hæfileikar til að semja góðar melódíur og blanda þeim saman við geðveik sánd og frumlegar pælingar. Hann hefurenn „touchið"." Snerlltromman mfn. © „Hún er bandarísk, 100% handsmfðuð og framleidd af Noble & Cooley. Einfaldlega besta sneriltromma sem ég hef prófað. Ég er búin að eiga hana síðan ég var 13 ára eöa eitthvað og hef notað hana f 99% af því sem ég hef gert. Alveg hrikalega góð tromma!" Styttan mín. © „Emperor Palpatine er flottasta illmenni í heimi, ótrúlega kúl gaur. Ég á slatta af Star Wars-dóti sfðan ég var Iftill. Þetta er eina dótið sem stenst tímans tönn og er eiginlega ekki dót, heldur frekar bara listaverk. Nei, mfnir krakkar fá ekki að leika sér með þetta. Ég verð búinn að setja það f glerbúr." Söngvarinn og gítar- leikarinn Biggi í Maus býr á Ásvalla- götu með kærust- unni. Hann er af- greiðslumaður í plötubúð. Stollinn mlnn. © „Mjög þægileg- ur stóll og flottur, svona 60's eitt- hvað. Viö fengum hann gefins frá samstarfsfólki Lenu. Hann er djúpur og það er mjög gott að hlusta á tónlist í honum. Magnað- urfjandi." Gítarinn mlnn. ®„Ég keypti hann á 20 þúsund ! Rin en lét meta hann um daginn og ætti að geta fengið 130 þúsund kall fyrir hann. Þetta er 30 ára Rickenbecker og hann afstillist aldrei, nema helvft- is G-strengurinn. Það er sama þó ég fljúgi meö hann og hafi hann f 10 stiga frosti f farangursgeymsl- unni. Hann haggast ekki." Star Wars-kallinn minn. @„Ég á nokkra en þykir vænst um þenn- an. Þetta er Svarthöfði f gamla, góða upprunalega forminu, ekki þessi nýi vöðvastælti. Mesti Maus-aödáandi landsins gaf mér hann f 23 ára afmælisgjöf. Ég átti helling af Star Wars-dóti en gaf mest af þvf þegar ég varð gelgja. Ég byijaði að safna aftur um tví- tugt og lýsi hér með eftir gamla dótinu mfnu." Vídeóspólan mín.® „Nightmare Before Christman leikstýrt af Tim Burton með tónlist eftir Danny Elfman. Æöisleg mynd og ótrú- lega góð músfk - töfrandi verk. Ég hef horft á spóluna svona tvö hundruð sinnum en get alltaf horft á hana aftur án þess að mér leiöist. Það er ósk mfn að sjá þessa mynd uppfærða á sviði og ég er byrjaður á íslensku þýðing- unni og klára hana kannski ein- hvern tfmann. Ég sé Daníel Ágúst og Helga Björns (sem Mr. Boogieman) fyrir mér f aðalhlut- verkunum." Shakespeare-safnið mitt.(§)„Þetta er heildarsafn verka Shake- speares og er einfaldlega það besta sem ég hef lesið. Mér þykir vænt um innihaidið, ekki bókina sem slíka, svo ég myndi ekkert væla þó bókin eyðilegðist, heldur bara fá mér nýtt eintak." 6 f Ó k U S 22. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.