Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 14
Ashley Judd vill leika í Basic Instinct 2 Lengi hefur verið í bígerð að gera framhald af Basic Instinct en nothæft handrit hefur vant- að. Eins og kunnugt er gerði myndin Sharon Stone að stjörnu og var fastlega búist við að hún myndi leika í framhaldinu. Stone hefur nú gefið út þá yf- irlýsingu að henni líki ekki við hvernig fram- haldið er j hugsað og w/ vilji ekki Wm leika í mynd- inni. Þetta hefur komið cif stað umræðu um hver muni taka við af henni. Ein leikkona á mikilli uppleið, Ashley Judd, hefur gefið í skyn að hún sé til- búinn í slaginn. Judd sem leik- ur aðalhlutverkið í Double Jeopardy, vinsælustu kvik- myndinni vestanhafs um þess- ar mundir, er samt alls ekki örugg um hlutverkið og hafa framleiðendur myndarinnar gefið í skyn að Judd sé of dýr fyrir þá. Þeir vilji leikkonu sem ekki sé eins þekkt og ódýr- ari. Pltt og Coen- bræður Brad Pitt, sem þykir ásamt Edward Norton fara á kostum í hinni ofbeldisfullu The Fight Club, er sagð- ur á góðri leið með að taka að sér aðal- hlutverkið í nýjustu kvik- mynd Coen- b r æ ð r a Tk, JkL. (Far§°)> To V the White Sea, þeir eru með í undirbúningi. Myndin verður gerð eftir skáldsögu James Dickey um ameriskan flugmann sem skotinn er niður yfir Japan í seinni heimsstyrj- öldinni. Til að komast heim verður hann að fara yfír frosn- ar auðnir Norður-Asíu. Þess má geta að hin fræga kvikmynd Deliverance var einnig gerð eft- ir skáldsögu Dickey. Leikstjóri í lukku- pottinn Hinar miklu vinsældir The Sixth Sense, en hún er næst- vinsælasta kvikmynd ársins í Bandaríkjunum, hafa gert leik- stjóra myndarinnar og hand- ritshöfund, M. Night Shyamal- an, eftirsóttan, svo eftirsóttan að Disney er tilbúið að borga honum metfé, 10 milljónir doll- ara, fyrir að skrifa handrit og leikstýra næstu kvikmynd fyrir Disney. Skiptist upphæðin þannig að Shyamalan fær 5 milljónir fyrir handritið, sem hann hefur nefnt Unbreakable, og 5 milljónir fyrir leikstjórn. Þar með slær bann metgreiðslu fyrir handrit, en áður var metið fjórar milljónir dollara fyrir handritið að The Long Kiss Goodnight. „Þetta er ótrúlegt," segir Shyamalan, „á aðeins tíu vikum hefur líf mitt gjörbreyst. Áður þurfti ég að berjast fyrir hlutunum, nú fæ ég allt sem ég bið um samstundis.“ Sjónvarpsþættirnir um krilin í South Park eru ekkert barnagaman og hafa þeir vakið umtal og hneykslun, aðallega vegna um- hverfisins sem er ofbeldisfullt og þess orðaforða sem krakkamir eru látnir nota. Kvikmyndin South Park, stærri, lengri og óklippt slær út allt það sem sjónvarpið sýnir og hefur mörgum þótt nóg um. Ballið byrjar þegar þeir félagar Stan, Kyle, Kenny og Cartman lauma sér inn á kvikmynd bannaða bömum þar sem í aðalhlutverkum eru kanadískir orðhákar og villimenn. Myndin hefur djúp áhrif á fjór- menningana og bekkjarfélaga þeirra sem að sjálfsögðu fylgja for- dæmi fjórmenninganna, með þeim afleiðingum að allur bekkurinn fer að tileinka sér súpu bannorða sem hneykslar foreldrana svo mikið að nú ætlast bærinn til að Bandaríkin segi Kanada stríð á hendur. Hefst nú mikið sjónarspil þar sem marg- South Park krílin eru nú komín í kvikmynd í fuiiri iengd sem nefníst South Park, stærri, lengri og ókiippt og verður hún frumsýnd í Sam-bíóum í dag. ir koma við sögu, þekktir einstak- lingar sem óþekktir. Eins og í flest- um sjónvarpsþáttunum þá segir einhver að búið sé að drepa Kenny og nú liggur leið hans til helvítis þar sem hann hittir fyrir Saddam Hussein, sem er nýlátinn. Þar er hann í góðu yfirlæti hjá djöfsa. Allt endar þó vel og börnin læra sína lexíu og komast að því að heilbrigð samskipti milli foreldra og barna eru lífsnauðsynleg og að heimurinn er betri án Saddams Husseins. Þeir sem standa að baki South Park, leikstýra, fram- leiða, skrifa handrit og tala fyrir sumar persónur heita Matt Stone og Trey Parker og hefur sjónvarpsserían gert þá ríka eins og þeir ætluðust til. Þeir félagar sem kynntust í Columbia- háskólanum í New York hafa brall- að ýmislegt og eru ekki við eina fjölina felldir, hafa gert tónlistar- myndbönd, leikið í kvikmyndum (Stone lék meðal annars í BA- SEketball) og þeir eru báðir með- limir hljómsveitarinnar DVDA, þar sem Matt Stone er bassaleikari og Trey Parker söngvari. Um South Park, stærri, lengri og óklippt seg- ir Matt Stone: „Hún er um barátt- una endalausu fyrir frelsi, en það hljómar vissulega heimskulega ef maður segði það“ og Trey Parker segir: „Ef fólk langar að vita um hvað myndin er ætti það að lesa Moby Dick og í hvert skipti sem orðið „hvalur" kemur fyrir ætti að skipta því út og setja orðið „kanadískur" í staðinn.“ -HK bíódómur Stjörnubíó — The Astronauts's Wife ★ -i Geimfarí haldinn illum anda Hingað til hefur Johnny Depp verið vandlátur á handrit og sagt að peningar ráði ekki ferðinni. En eitthvað hefur dómgreindin brugð- ist honum þegar hann ákvað að leika geimfarann í The Astronaut’s Wife. Ákaflega sundurlaus og oft á tíðum óskiljanleg saga er helsti galli myndarinnar sem segja má að sé bastarður sem erfitt er að flokka. Eftir fallega fjölskyldumynd af hjónum, geimfaranum Spencer (Johnny Depp) og bamaskólakenn- aranum Jillian Amacost (Charlize Theron) fylgjum við Spencer út í geiminn þar sem allt er í lukkunn- ar standi þar til Spencer ásamt öðr- um geimfara, Alex sem er með hon- um, týnast í tvær mínútur. Þeir eru heimtir úr helju, en ljóst er að ekki er allt eins og það á að vera þegar Alex deyr á frekar óhugnan- legan hátt og eiginkona hans frem- ur sjálfsmorð í kjölfarið. Eitthvað hefur skeð, sem geimfararnir greina ekki frá, þessar tvær mínút- ur sem þeir voru sambandslausir. Grunur Jillian eykst eftir að eigin- maður hennar nánast nauðgar henni og hún veröur ófrísk í kjöl- farið af tvíburum; hún er orðin handviss um að faðirinn er ekki eiginmaðurinn sem hún þekkti. Lagt er upp með The Astronaut’s Wife sem sálfræðidrama en mynd- in fer fljótt yfir á annað svið sem er meira í ætt við geimhrylling með skírskotun í Rosemary’s Baby eftir Roman Polanski, án þess þó nokkurn tímann að geta talist hrollvekjandi. Þar er mest um að kenna, auk ómarkvissrar sögu, leik Johnny Depp en hann tekur hlut- verkið of alvarlega. Kannski hefur hann allan tímann haldið að hann væri að leika í drama. Þetta leiðir til þess að myndin er of þunglama- leg og það er helst að Charlize Theron, þegar hún er ein á ferð í neðanjarðarhvelfingu, nái upp spennu en það varir stutt og mynd- in er fljót að falla niður á plan með- almennskunnar aftur, þar sem allt er fyrirsjánlegt meira að segja endirinn sem sjálfsagt hefur átt að koma á óvart en kemur engum á óvart. Leikstjóri og handritshöfundur Rand Ravich. Kvikmyndataka: Allen Daviau. Tónlist: George S. Clinton. Aðalleikarar Johnny Depp, Charlize Theron, Joe Morton og Clea DuVall. Hilmar Karlsson f ó k u s 22. október 1999 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.