Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Blaðsíða 9
I i I I í I - - bandalistarinnar. Og þar sem áhugi á elektrónískri list nú á tímum tölvualdar fer sívaxandi má reikna með að nafn Steinu eigi eftir að bera oftar á góma í framtíðinni. Hið sama á við um Erró, sem á næstu dögum mun vera á margra vörum hér í Frakklandi vegna yfirvofandi fj ölmiðlaumfj öllunar um vænt- anlega sýningu hans í Jeu de Paume-safninu i París. Erró telst varla frumkvöðull á sama hátt og Steina, en verk hans njóta engu að síður alþjóðlegrar viðurkenningar og verk hans eru óumdeilanlega í fremstu röð þeirra sem flokkast undir popp- list. Ekki útlendinga að ákveða Það vill stundum gleymast upp á íslandi þar sem allt er svo lítið og nálægðin svo mikil að úti í hinum stóra heimi eru hlutföllin aðeins öðruvísi. Þar þarf miklu meira til en eina blaðagrein til að verða frægur. Fjölmiðlafrægðin er líka fallvölt og dyntótt eins og tíðarandinn enda umfjöllun í fjölmiðlum ekki alltaf besti mælikvarðinn á ágæti þess sem viðkomandi listamaður er að fást við. Fjöl- miðlar hafa yfirleitt meiri áhuga á fyrirbærum og verkefn- um sem kosta mikla peninga, en rithöfundi sem situr daglangt einn við tölvuna sína. Verk hans verða ekki spennandi fyrr en bókin hans hefur selst í svo mörgum eintökum að líklegt er að hann geti grætt á henni. Stundum er gróðinn mest að þakka góðri markaðssetningu bókaútgáfunnar eða fjöl- miðlaumfjöllun um meint skringilegheit höfundarins. Þegar kvikmyndir eru annars vegar er það kostnaður myndar- innar sem ræður mestu um fjöl- miðlaathyglina. Sú umfjöllunin segir nákvæmlega ekkert um gæði myndarinnar, enda yfir- leitt algjört aukaatriði í öllu fár- inu. Fjölmiðlafrægðin er því ekki alltaf besta viðmiðunin á ágæti listamanna. Hún er að- eins toppurinn á ísjakanum. Fjölmiðlar eru dægurflugur, sem fljúga á eftir atburðum líð- andi stundar, án þess endilega að skeyta mikið um gærdaginn. Þannig fölna frægðarsólirnar frá í fyrra í skugga nýstirna dagsins í dag. Þetta er eðli fjöl- miðla og erfitt að sporna á móti því. Þess vegna er spurningin „hversu frægur er hann“ ein- tómur hégómi. Þegar listir eru annars vegar væri nær að spyrja sjálfan sig að því hvort verið sé að skapa góða list. Það sem skiptir mestu máli er að listin hafi eitthvað fram að færa. Hún þarf að hræra viðtakandann. Hversu frægir listmennirnir okkar eru í útlöndum er í sjálfu sér aukaat- riði. Þeir þurfa að visu persónu- lega á því að halda að koma sér á framfæri erlendis ef þeir eiga að lifa af list sinni, en það sem ætti að skipta okkur máli er hvort þeir séu verðugir fulltrú- ar íslensks menningar- og lista- lifs. Listamenn og verk þeirra eru einnhyer mikilvægasti fjár- sjóður hverrar þjóðar þar sem þeir skapa menningararfleiðina. Þess vegna eigum við að styðja við bakið á okkar listafólki i stað þess að sitja og efast um velgengni þeirra í útlandinu. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir því að útlendingar ákveði fyrir okkur hver er hæfur og hver ekki. Því þó gestsaugað sé gjarnan glöggt og fáir sem verða spámenn í sinu föðurlandi, eig- um við alveg að geta metið verk okkar listamanna sjálf án þess að vera fyrst með áhyggjur af því að þeir séu kannski ekki nógu frægir fyrir okkur í út- löndum. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, París. Skálclsagnapa Nú fara jólabækurnar okkar að streyma í versl- anir. íslendingar ylja sér auðvitað við lestur þessi jólin eins og önnur jól. Hrafn Jökulsson og Guð- rún Eva Mínervudóttir senda bæði frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hrafn bókina Miklu meira en best sem fjallar um dropp- át úr Háskólanum sem dettur út úr samfélaginu og lendir í ails konar rugli og sjúskuðum ævintýrum. Guðrún Eva sendir frá sér Ljúlí ljúlí og hún fjallar um unga menntaskóla- stúlku sem býr með föður sínum og fjórum vinum hans í litiUi ibúð í Reykja- vik. En það sem meira er - þau Hrafn og Guðrún Eva trúlofuðu sig á veitinga- staðnum Gengis Kahn um síðustu helgi. Þau eru auð- vitað hæstánægð með lifið og tilveruna - ást og skáld- sögur - en segjast samt ekki ætla að gifta sig í bráð. En við megum samt eiga von á að heyra frá þeim á hinum ýmsu upp- lestrum og sjá til þeirra á Grand Rokk og fleiri góð- um knæpum því þau eru bæði miðbæjarrottur í feg- ursta skilningi þess orðs. Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva Mínervudóttir eru nýjasta par bæjarins. 22. október 1999 f ÓkUS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.