Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Page 7
Hann hefur ekkí setið auðum höndum í sumar, fór til Englands og skrifaðí þar sína fyrstu skáldsögu sem hann er að leggja lokahönd á þessa dagana með tilheyrandi taugaspennu. plottið. Bragi Ólafsson segir Fókusi öriítið frá nýju bókinni sinni og ýmsu fleiru, þó honum finnist að menn eiai alls ekki að segja frá verkum sem ekki eru tilbúín. ' - : ' •v íi1 '*■ v- ■ • | . ^ r;t Hf—1 ( i 11 I V -I f 1 M í PfS^i sjálfstraust aur hrokl „Ég hef ekki skrifað svona langa sögu áður og ekki dvalið svona lengi við sama karakterinn, ég er búinn að vera með hann í hausn- um í eitt og hálft ár, þó að ég hafi ekki verið svo lengi að skrifa um hann,“ segir Bragi Ólafsson sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu í væntanlegt jólabókaflóð. Veröur maóur meira skáld af því að skrifa sk&ldsögu en Ijóðabók? „Nei, maður verður minna skáld. Ég tók þá ákvörðun þegar ég ákvað að skrifa sögu að ýta ljóðskáldinu aðeins í burtu. Ann- ars fer það eftir því hvernig skiln- ing maður leggur í orðið skáld. Sumir hafa ekki karakter i aö skrifa skáldsögu, þetta er bara spurning um vinnuaðferð. Fólk lítur oft á, eins og ljóðskáld séu bara að dúlla sér allan daginn og stingi niður penna af og til en það er náttúrlega misskilningur. Ljóð- in koma ekkert allt i einu, það er vinna líka. En það þarf kannski meira úthald fyrir svona sögu. Þetta er stór pakki og stærri mekanismi en líka mjög skemmti- legt þar sem maður býr svo lengi í sama heiminum." Snobb og fyndni Maður verður ekki ríkur af því að skrifa sögur á íslandi, skáld- skapurinn einn nægir ekki fyrir saltinu í grautinn hjá flestum rit- höfundum. Þegar hann er ekki að skrifa bækur vinnur Bragi við textagerð á auglýsingastofu. „Auglýsingatextagerðin hefur þjálfað mig í að skrifa hnitmiðaðan texta en sú textagerð snertir ekki það sem ég er að skrifa sem skáld- skap. Það er skýr munur þarna á milli, að minnsta kosti í mínu til- felli. í auglýsingatextagerð reynir maður að vera sniðugur og gagn- orður en maður reynir í lengstu lög að forðast sniðugheit í skáld- skap.“ Mega rithöfundar nokkuð vera of fyndnir, hœttir fólk þá ekki bara aö taka mark á þeim og bera virðingu fyrir þeim sem slíkum? „Maður þreytist mjög fLjótt á fólki sem reynir að vera fyndið og hresst í hvert skipti sem það kem- ur fram í fjölmiðlum og það sama gildir reyndar um allar stéttir. Annars hefur verið mikil krafa á rithöfunda að vera fyndnir og skemmtilegir í bókum og menn eru jafnvel að tala um það i viðtöl- um hvað bækurnar þeirra séu fyndnar. Það er hræðilega dapur- legt. Ég held að í þessari bók sem ég er að gefa út núna geti e.t.v. ver- ið eitthvað kómískt við fígúruna sem ég er að lýsa en það er ekki markmiðið með bókinni að reyna að vera fýndinn. Það fer fólki líka svo misvel að vera fyndið. Sumir eru natural skemmtikraftar en húmor er nokkuð sem maður ætti ekki að reyna að kreista upp úr sér. Mér liður til dæmis aldrei verr en þegar ég horfi á svokallað uppi- stand, það er alveg agalegt. Það er eins og að horfa á dansara í klass- ískum ballet hoppa á tánum.“ Er þetta ekki bara snobb? Er ekki snobbað fyrir listafólki, aö þér meö- töldum? „Fólk kallar það kannski snobb þegar það heyrir einhver gáfu- menni, vísindamenn eða rithöf- unda tala saman í sjónvarpi á ein- hverju tungumáli sem það skilur ekki. Þetta er bara eins og ef raf- virkjar kæmu saman i sjónvarp- inu og ræddu sín á milli, þá tala þeir eitthvað tunguméil sem er okkur hinum að mestu óskiljan- legt. Annars veit ég ekki almenni- lega hvað snobb er og hvort það er snobbað fyrir rithöfundum. Ástæðan fyrir því að ég segist ekki vita hvað snobb er, er líklega sú að ég gruna sjálfan mig ansi oft um að vera snobbaður. Það er bara þannig að listamenn og rithöfund- ar rotta sig alltaf saman á endan- um, alveg sama hvað er að gerast, hvort það er einhver viðburður í Þjóðleikhúsinu eða á listasafni, þar eru alltaf komin saman sömu andlitin og þú sérð þau gapandi upp í hvert annað í fjölmiðlum. En það er lika fint að hafa þetta fólk á vísum stað, þannig geta hinir forð- ast það.“ Tapar þræðinum og fattar ekki plottið Einhvern veginn finnst manni að rithöfundar hljóti aö lesa mikiö, að þeir séu meö stórar, þungar og tor- skildar bœkur á náttborðinu sem er ekki á fœri allra aö skilja. Kannski eru þeir ekkert ööruvísi en viö hin, laumast í Séö og Heyrt í rööinni í Hagkaup til aö lesa um húsvöröinn sem brotnaði illa á hægri fœti en er á bataleiö ... og frelsaöist í leiðinni. Hvernig bœkur lestu sjálfur? „Hmm... ég veit það ekki, ég reyni bara að leita mikið á Netinu og í blöðum. Ég get ekki sagt að ég lesi neina ákveðna tegund af bók- um, það eru kannski einna helst skáldsögur og svo les ég svolítið af leikritum. Smásögur finnast mér líka mjög skemmtilegt form. Ég held mikið upp á Rússa, bæði í skáldsögum og ljóðum, sérstaklega á síðustu öld og fram á þessa. Það er einhver geggjun í þeim sem ég kann afskaplega vel við og finnst hvergi annars staðar. Af og til þarf ég líka að kíkja i ljóðabók og rifja upp hvað ljóð eru, en það vill stundum gleymast á íslandi. Fyrir utan þetta hef ég mjög gaman af að lesa um fjallaklifur og svaðilfarir á sjó.“ Ertu þá ekkert aö stelast til aö kíkja á afþreyingarmenningu þegar enginn sér til? „Nei, eins og með bíómyndir, þá hef ég aldrei skilið hvað er afþrey- ing og hvað ekki, ég veit hver flokkunin er en mér finnst öll list sem maður nýtur á einhvern hátt vera afþreying. Ég hef heldur aldrei haft gaman af því að lesa sakamálasögur því ég skil þær ekki, tapa alltaf þræðinum og fatta ekki plottið. Það sama gildir um bíómyndir um Bandaríkjaforseta eða konu sem finnst myrt og eng- inn veit hver myrti. Ég á voðalega erfitt með að fylgja einhveijum ráðgátum, fer alltaf að hugsa um eitthvað annað.“ Hörmungar jólabóka- flóðsins Hvíldardagar koma út um miðj- an nóvember og á sama tíma kem- ur einnig út ijóðaúrval úr ljóðum Braga sem eru samin á árunum 1986-96, en fyrsta ljóðabók hans, Dragsúgur, hefur verið ófáanleg lengi. Þessar bækur munu því keppa um hylli lesenda í hinum árlegu hamförum jólabókaflóðsins þegar þjóðin æðir út í brim bóka- útgáfunnar og drukknar í auglýs- ingum og vinsældalistum kjöt- borðanna. Er jólabókafióðiö ekki alveg hrikalega pirrandi fyrir rithöf- unda? Ég meina, íslendingar kaupa bara bœkur nokkra daga fyrir jól, er þetta ekki alveg út íhött? „Þetta er beinlínis satanískt, eins og maður sem ég kannast við myndi orða það. Það er náttúrlega erfitt að koma með lausnir á þessu, en ég held að fyrsta skrefið væri að hætt yrði að auglýsa bæk- ur, að það væru ekki allar þessar heilsíðuauglýsingar. Menn ættu að hætta að keppa svona mikið um þennan markað sem á sér stað á einum mánuði og gefa út ódýrari útgáfur. Útgefendurnir geta í sjálfu sér stjómað þessu, þeir geta dreift útgáfunni yfir árið. Það yrði kannski erfitt fyrir þá fyrstu árin, en þannig er þetta nú alls staðar, það eru gefnar út bækur allan árs- ins hring og það er stöðugt verið að uppgötva nýja höfunda allt árið. Ég kann ekki skýringuna á þessu fyrirbæri. En þetta er alveg agalegt því það em svo margar bækur sem hreinlega týnast og eiga aldrei möguleika á að finnast aftur eftir jól þegar fennt hefur yfir þær og fólk er búið að missa áhugann. Það eru svo margir titlar sem eru keyptir í miklu magni. Þessir vinsælda- og sölulistar stjórna sölunni að mestu leyti, sem er alveg hræðilegt.“ Það á ekki af íslenskri menn- ingu að ganga, fyrst hættum við að éta lambakjöt og þegar íslenskir rithöfundar af öllum kaupa varla íslenskar bækur lengur, spyr mað- ur sig hvert stefni. Hversu sterkt samhengi er á milli lambakjötáts og sölu íslenskra bóka er ekki gott að segja, en til að viðhalda ís- lenskri menningu skorar Fókus á landsmenn að hafa hangikjöt og húslestur í hávegum á hvíldardög- um. -ubk 22. október 1999 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.