Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Qupperneq 8
3UII. llCllld þá aö hann toppi Krist- ján Jóhanns- son og syngi Pavarotti í kaf. Það er svo auðvelt að verða frægur á íslandi, að það vill stundum gleymast hvað heimur- inn er stór. Á Fróni skapar fá- mennið slíka nálægð að um leið og einhver kemst í blöðin er hann samstundis orðinn lands- frægur. Við virðumst halda að hið sama eigi við um útlönd. Okkur þykir þar með sjálfsagt að umfjöllun um íslending í erlendu blaði jafngildi heimsfrægð. Þeg- ar við uppgötvum að svo er ekki verðum við hissa og svolítið óör- ugg. Okkur gengur lítið betur að skilja þegar ekkert er minnst á alla frægu íslendingana í útlönd- um í erlendum fréttablöðum. Okkur dettur helst í hug að þetta áhugaleysi útlensku fjölmiðl- anna á okkar mönnum jafngildi því að fólk sé að ljúga upp á sig eitthvað sem ekki er satt. Þetta á ekki síst við um listamenn sem hafa náð að skapa sér misstór nöfn erlendis, stundum án þess að hafa fyrst fengið almennilega viðurkenningu heima. Almennt talað erum við svolít- ið viðkvæm gagnvart öllu sem tengist listum. Við skiljum ekki alltaf hvers vegna eitt þykir merkilegra en annað á þeim vett- vangi, enda þótt þjóðin öll sé meira og minna á kafi í list- tengdum tómstundum. Kannski er það einmitt þess vegna sem við neitum að samþykkja að eitt geti hugsanlega verið meiri list en eitthvað annað. í staðinn nög- um við okkur í handarbökin þeg- ar einhver af okkar listamönn- um getur sér góðs orðstýrs hand- an hafs og spyrjum tortryggin: Hversu frægur ætli hann sé í raun og veru? Er Kristján Jó- hannsson nokkuð frægur fyrst hann syngur aldrei dúó með Er Erró í alvörunni frægur fyrst mál- verkin hans eru ekkí þaö fyrsta sem maöur sér þegar gengiö er inn á nútímalistasöfn heimsins? Er Kristján Jóhanns- son raunverulegt meik þrátt fyrir aö syngja aldrei meö Pavarotti? f Ó k U S 22. október 1999 Um síðustu helgi voru erlendir poppspekúlantar að njósna um tónlistarstrákana okkar í Flugskýli 4. Við fylgdumst öll spennt með meiktilrauninni og fáum eflaust að heyra eitthvað meira um það dæmi á næstu mánuðum. En Margrét Elísabet Ólafsdóttir er í París og hefur því þokkalega yfirsýn yfir það hverjir eru að gera hvað í meikinu, úti. Hún spáir hér í það hvað það er sem gerir okkur svona heltekin af viðurkenningu handan hafsins. Pavarotti? Er Erró í alvörunni frægur fyrst málverkin hans eru ekki það fyrsta sem maður sér þegar gengið er inn á nútíma- listasöfn heimsins? Getur verið að velgengni Gus Gus sé raun- veruleg þótt þeir bregði sér í tón- leikaferð um heiminn? Og hversu frægur er eiginlega Frið- rik Þór Friðriksson, svona í al- vörunni? Er þetta fólk bara yfir- leitt eitthvað frægt? Þjáist það ekki bara af þjóðarveikinni sem fylgdi hingað með landnáms- mönnunum, en hefur frá þvi Halldór Laxness skrifaði Brekkukotsannál einkum verið kennd við Garðar Hólm? Svona hugsum við og erum ekki alveg tilbúin til að trúa því að vel- gengni íslenskra listamanna í út- löndum sé raunveruleg. Það get- ur eiginlega ekki verið fyrst nafn þeirra er ekki á allra vörum. Hvað, hefur enginn hér haft spurnir af nýjustu skáldsögu Einars Más? Á allra vörum Fyrst frægðarsólir íslendinga á meginlöndum heimsins ná ekki að lýsa upp himininn í skammdeginu, hvernig getum við þá lagt mat á þessa margum- töluðu frægð? Hvaða merkingu hefur það þegar sagt er um þenn- an eða hinn að hann sé frægur? Hefur það yfirleitt einhverja merkingu? Við ættum í raunn- inni að geta svarað þessari spurningu frekar auðveldlega eftir að Björk Guðmundsdóttir varð heimsfræg. Hún er það á svo óumdeilanlegan hátt að það er ekki nokkur leið að efast um það. Það er sama frá hvaða heimshorni fólk kemur, Kóreu, Kanada eða bara Frakklandi, Nánast hver kjaftur í heiminum getur stuniö upp úr sér: Bjork. það vita allir sem maður hittir hver Björk er. Þetta hefur líklega engum íslendingi tekist áður, nema ef vera skyldi Vigdísi Finnbogadóttur, sem er óefað næstfrægust núlifandi íslend- inga. Hún er reyndar svo fræg hér í Frakklandi að innfæddir eru sannfærðir um að á íslandi sé hefð fyrir þvl að hafa kvenfor- seta. En Vigdís er ekki listamað- ur og við ætlum að halda okkur við þá. Björk hefur ekki aðeins náð því að vera nafn, tónlistin henn- ar er spiluð á óliklegustu stöðum og við ótrúlegustu tækifæri. Hin- ir íslensku listamennirnir eru því einfaldlega ekki frægir á þennan hátt þótt þeir séu að gera það gott. Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson þeysast vissulega á milli óperuhúsa í Evrópu og Ameríku, Gus Gus þvælist um öll heimsins höf með sína teknótónlist, listaverk Er- rós hafa ferðast um allar trissur og hið sama má segja um verk Steinu Vasulku. Bækur Einars Más eru þýddar á ótal tungumál og flestir sem nenna að spá í kvikmyndir þekkja nafn Frið- riks Þórs. Það er fullt af fólki í útlöndum sem þekkir þau og ýmsa fleiri íslenska listamenn sem of langt mál væri að telja upp. Nöfn þeirra eru bara ein- faldlega ekki á allra vörum. En fyrst þau gera það svona gott, hvernig stendur þá á því að það þekkja þau ekki „allir“? Á spjöldum sögunnar Aðeins einn listamaður úr upptalningunni hér að ofan var lengi vel frægari í útlöndum en á íslandi og það er Steina Vasulka. I útlöndum er hún að vísu best þekkt innan þröngs en þó alþjóð- legs hóps þeirra sem áhuga hafa á elektrónískri myndlist. Ef vel er að gáð gildir hið sama um hina sem voru nefndir. Nöfn þeirra hljóma tæplega kunnug- lega í eyrum annarra en sér- fróðra. Þetta fyrirbæri er mun algengara í listum en flestir virð- ast gera sér grein fyrir. Þetta á ekki aðeins við um íslenska listamenn heldur listamenn yfir- leitt. Það eru ekkert margir sem ná því að verða jafn frægir og Andy Warhol. Frægð hans breytir því heldur ekki að list- fræðingar heimsins eru enn að deila um það hvort verk Warhols séu alvöru myndlist. Það er ekki bara á íslandi sem rifist er um listrænt gildi myndlistar. Fjölmiðlafrægð listamanna segir heldur ekki alltaf allt um mikilvægi verka þeirra í list- sögulegu samhengi. Þar er staða Steinu Vasulku til að mynda svo- lítið sérstök. Hún er ekki aðeins listamaður sem hlotið hefur al- þjóðlega viðurkenningu, heldur einn af. frumkvöðlum mynda- bandalistarinnar á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf ekki ann- að en fletta upp í bókum til að komast að því. Nafn hennar kemur við sögu í hvert sinn sem fjallað er um stutta sögu mynd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.