Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 11
hakkavél Dr- Gunna Nine Inch Nails - The Fragile ★★★ Það fyrsta sem manni dettur í hug er titill á gamalli Halla og Ladda-plötu, „Hlúnkur er þetta“, því Trent Reznor, hinn fjaður- magnaði aðalmaður 9“ naglanna mætir eftir 5 ára fjarveru með rosa- legan hlúnk, tvöfalda plötu sem skríður í mark eftir 23 lög á 103 mínútum. Þetta er maraþonhlaup í snarvitlausu ofsarok(k)i og ekki er beinlínis hægt að mæla með að fólk kyngi þessum haltu-kjafti-brjóst- sykri í einu lagi. Þó Trent sé snill- ingur í tækniatriðum og platan sándi eins og billjón dala geimferð- aráætlun (og ansi oft líkt því sem Kevin Shields var að spá með My Bloody Valentine) er hann þó ekk- ert sérstakt mikilmenni þegar kem- ur að því að búa til lög sem festast í manni. Hann vill festast í sínum eigin klisjum og maður veit upp á hár hvenær hann byrjar að æpa til að leggja áherslu á mál sitt. Og þeg- ar billjón dala hæ-fæ-áferðin hefur verið klipin af lögunum er oft lítið eftir en einfaldar kveikjaraballöður eða sáraeinfaldir rokkslagarar. Samt, það er auðvelt að láta blekkjast og auðvitað er platan áhrifamikil á köflum. Trent er bit- ur og sár í hverju einasta lagi, text- amir mismunandi túlkanir á „ég er svo fokkd-öpp“ og reiðin oft óg- urleg þó það glitti í afslappaðri stef innan um. Þrír fimmtu af pakkan- um eru „lög“ en restin stef, oft ósungin, með klassísku yfirbragði og hefðu sómt sér vel í einhverri brúnkornóttri aksjónmynd um sköllótta hetju í síðum leðurfrakka. Niðurstaðan er sú að Trent virðist ekki hafa neitt nýtt að segja okkur, en það er nóg bragð í gömlu tugg- unni hans og það má slá því fostu að framtíðarsinnaðir leðurrokkar- ar hvarvetna munu jappla á þess- ari risatuggu i allan vetur. Filter - Title of Record 0 Hljómsveitin Filter er hugar- fóstrið hans Richards Patrick. Hann var einu sinni í Nine Inch Nails en hætti af því Trent Reznor var svo vondur við hann. Þá varð Richard voða sár út í Trent og sagði öllum að þeir hefðu verið kærustupar. Hann stofnaði Filter og fékk mörg tilboð. Plata kom út 1995 og lagið „Hey Man, Nice Shot“ um pólitíkusinn Bud Dwyer sem skaut af sér andlitið í beinni út- sendingu varð dálítið vinsælt. Svo sukkaði Richard frá sér vitið í nokkur ár, varð skotinn í ein- hverri frægri giftri konu en snýr nú aftur og syngur um sukkið og giftu konuna og er auðvitað svaka sár því það er svo kúl. Rokkið sem Filter flytur er ekki merkilegt, tölvukeyrt léttþungarokk með hefðbundnum áherslum og hljóm- ar eins og það komi af einhverju tölvustýrðu færibandi staðsettu í horni á skrifstofu plötufyrirtækis- ins Klisjurokk hf. Richard hljómar ekki ósvipað og Bono þegar hann er á rólegu nótunum (já, það eru nokkrar krciftgallaballöður innan um X-rokkið og þær eru mun skárri) og þvi geta forfallnir U2-að- dáendur sem nenna ekki að bíða lengur eftir U2-plötu fengið smá friðþægingu með þessari plötu. Aðrir græða lítið á því að tékka á henni, það er nóg af betra rokki í boði og það er auðskilið af hverju Trent losaði sig við þenn- an félaga sinn. Tom Jones - Reload ★ Air - Premiers Symptomes ★★★ # • • •• • • • •••• # • • # # • • • • • • • • • • • • • • • C • • « • •• «• • •• • • • ••• • •• • • • •••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • # # ## Auðvitað er Tom Jones svalur náungi. Ég sá hann á Hótel íslandi og var nærri kominn úr nærbux- unum í geðshræringu þegar hann söng Green Green Grass of Home og allt þetta gamla gæðagrænmeti. Hann hefur rödd sem fær snjókalla til að svitna, svo einfalt er það. En karlinn er gamall og almennt séð ekki kúl hjá „unga fólkinu". Þessu vildu útgáfustjórarnir breyta á áhrifaríkan hátt og fengu því nokkrar „ferskar" stjömur í púkk- ið til að syngja dúetta með karlin- um. Útkoman hefði átt að heita „Tom og vinir hans syngja gamla og nýja slagara í kciraókí-út- gáfum", því það er það sem þessi plata gengur út á. Sumt er beinlín- is lífshættulega ömurlegt, eins og þegar Tom og Robbie Williams syngja saman Lenny Kravitz-lag eða þegar krullótta leiðindadósin Zucchero mætir til leiks. En annað er meira viðeigandi, eins og dúett- ar Toms með Divine Comedy og Portishead, þar sem Tom heldur virðingu sinni og er á heimavelli í dramatísku stórpoppi. Ágæt plata til að gefa öldruðum foreldrum sín- um en í guðanna bænum, ekki falla fyrir auglýsingaherferðinni og fara að finnast Tom kúl út af þessari plötu. „Moon Safari" kom út í byrjun árs 1998 og er löðrandi snilld eins og margir íslenskir eigendur plötunnar geta verið sammála um. Til að Air falli ekki í gleymskunnar dá hefur verið gefin út þessi 7 laga diskur með eldra efni sem frönsku strákarnir gerðu í árdaga. Lögin eru ekki eins poppuð og á Moon Safari og eiginlega alveg ósungin en sami „elegansinn" er í gangi og ljóst hvert stefndi hjá sveitinni: Hér vantar bara herslumuninn í snilldina. Eftir sex loftkennd og gufuleg rafmagnsverk sem helst á að hlusta á í freyðibaði kemur síðasta lagið blóðinu á hreyf- ingu með kjötmiklu gerflafreti. En þó platan sé fín er hún ekki ómissandi og eflaust hafa flestir aðr- ir en æstustu Air-aðdáendur margt betra að gera við 2200 kall en að setja í þessa rúmlega hálftíma plötu. (Fá- ránlegt okur á plötum á íslandi!) PS. Nú berast fréttir af því að næsta skref hjá Air sé að gera sándtrakkið í myndina „Virgin Suicides“, sem dóttir Francis Ford Coppolla, Sophie, leikstýrir. Ekki er kominn útgáfutimi á myndina eða músikina en það má reikna með góðu grúfi. Núna í nóvember á svo að koma út myndband með Air sem lýsir heimsyfirreið þeirra síðustu tvö árin. Leikstjóri er Mike Mills og myndbandið heitir því lýsandi heiti „Eating, Sleeping, Waiting and Play- ing“. Jimmy Page rýr ellilíf- eyrisþega inn að skinni Nágranni Jimmy Page, Dudley Bumside, hefur verið dæmdur til að greiða lögfræðikostnað upp á 40.000 dali eftir að hann tapaði máli á hend- ur gamla gítargoðinu. Dudley hafði lengi nauðað í Jimmy um að höggva risavaxin tré á landareign sinni en Zeppelin-karlinn skellti skollaeyrum , við þessu. Dudley i sagði trén skyggja á útsýnið og ræt- urnar væru smám saman að skemma steyptan göngu- stíg á sinni lóð og fór því með málið fyrir rétt þegar vél- sögin hans Jimmys hélt bara áfram að liggja óhreyfð inni í skúr. Dudley, sem barðist bæði í seinni heimstyrjöldinni og Kóreu-stríðinu, reyndi að koma við kaunin á Jimmy og sagði fyrir rétti að það væri vegna dugnaðar fólks af sinni kynslóð sem húðlatir gaurar eins og Jimmy gætu orðið efnaðir. Dómarinn tók ekki mark á þessum „rökstuðningi" og trén hans Jimmys fá að standa. Gamli maðurinn verðúr hins vegar að selja húsið sitt til að hafa efni á lögfræðikostnaðinum. Ekki náðist í Jimmy áður en Fókus fór í prentun til að spyrja hann um málið. Skepnustrákar með það besta Hipp hopp-dýrin í Beastie Boys gefa út 2 diskasett þann 23. nóvember með 42 lögum, takk fyrir. Þetta er svokallaður „greatest hits“-pakki, en í kaupbæti fá skepnuáhangendur helling af góssi. Til dæmis glæ- nýtt lag, „Alive", sjaldgæfa B-hlið, „Skills To Pay The Bills“, tón- leikaupptökur og nokkur lög af „Country Mike“-upptökunum svokölluðu, sem voru gerðar á því tímabili er Beastie Boys ætluðu að gera kántríplötu með Garth Brooks. Þegar hefur verið gert myndband við nýja lagið og um leikstjórn sá Nathaniel Hornblower, sem einnig gerði myndböndin við „Body Movin’" og „Intergalatic" af Hello Nasty, sem kom út i fyrra. Talið er víst að Nathaniel þessi sé í raun Adam Yauch, einn af meðlimum tríósins, a.m.k. hafa þeir aldrei sést á sama stað á sama tímanum. Blóðblóm vaxa í febrúar Ný lög með Cure verða frumflutt á Internetinu í Það er aumur „goth-ari“ sem er ekki aðdáandi The Cure. Nú gengur sá orðrómur að næsta plata, „Bloodflowers", sú þrettánda í röð- inni, verði líklega síðasta plata sveit- arinnar. Platan á að koma út 15. febrúar og er fyrsta stúdíóplatan síðan „Wild Mood Swings“ kom út 1996. Robert segir að nýja platan sé síðasta platan í tríólógíu innan fer- ils The Cure og eigi að teljast saman næsta mánuði. i hóp með plötunum „Pomography" (1982) og „Disin- tegration“ (1989). Nýja platan mun hafa að geyma níu „löng og skuggaleg" lög, eins og Robert lýsir þeim. „Við kláruðum plötuna í júní,“ segir hann, „og vorum á tímabili að spá í að gefa hana út í haust. Við ákváðum svo að bíða þar til aldarmótageðveikin verður yfir- staðin. Já, og mig langaði bara í smápásu." Aðdáendur The Cure gera lítið úr orðrómnum um að bandið sé að hætta og segja að svona orðrómur hafl alltaf fylgt nýjum plötum. „Þetta er bara eitthvað sem við Cure-aðdáendur þurfum að lifa við,“ sagði einn þeirra, „og við kippum okkur ekki upp við það.“ Búast má við að lög af nýju plötunni verði frumflutt á heima- síðu The Cure um miðjan nóvem- ber. Slóðin er einfold: www.thecure.com. maðuplnn ep alltaf einn ólöfjngólfsdóttir TONLIST) hallur ingólfsson TÓNLIST) SKARREN EKKERT npk katrm hall æsa: Ijóð um stríð lára stefánsdottir pars pro toto LEIKHÖFUNDUR ÞÓR TULINIUS CfÓNLIST) GUÐNI FRANZSON Tónlistin úr sýningunni verður fáanieg á geisiadiski Afsláttur fyrir Námu- og Vörðufélaga Landsbankarts og TALsmenn r rat íd Borgarleikhúsinu www.id.ls Miðasala 568 8000 föstudagur 22. október sunnudagur 24. október sunnudagur 31. október fimmtudagur 4. nóvember sunnudagur 7. nóvember 22. október 1999 f ÓkUS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.