Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 20
í söglar og nærgöngular og persónusafnið I verk- um hennar er litað af þeirri staðreynd að hún var eiturlyfjafíkill I mörg ár. Þessa helgi stendur einnig yfir Ijósmyndasýning í Listasafni íslands á verkum hennar.Aðganseyrir er kr. 1.200 tSport Nlssan-deildin í handbolta er í algleymingi. Hauk- ar gogga I Víkinga á Strandgötunni kl. 20. Snillingarnir í KR skreppa til Grlndavíkur og massa að hætti Vesturbæinga kl.16. Þaö er á hreinu að KR-ingar eiga eftir að halda Eggjabik- arnum á lofti þegar allar körfur eru runnar til sjávar. LíficJ eftir vmnu hrlnglðu stórborgarlnnar. Verkin á sýningunni eru sett fram í formi myndbanda, Ijósmynda og innsetninga. Sýningin er opin daglega frá kl. 14- 18, nema mánudaga, og henni lýkur 14. nóvem- ber. Vakin er athygli á breyttum sýningartima á opnunardegi.Aðgangur er ókeypis og allir vekomnir. Seyðfirðingurinn Harpa BJörnsdóttlr opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Llstasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Myndirnar eru sjónrænt end- urvarp úr umhverfi og upplifun listamannsins. Sýningin er opin mánudag til kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. •F undir í dag kl.13.30 hefst vinnu- og kynningarfundur á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands um Sögu islenskrar utanlandsverslunar 900-2002. Frá kl.13.30-16.15 er fræðileg umræða þar sem dr. Vllhjálmur Egilsson er fundarstjóri en kl.16.35 verður áætlun næstu ára kynnt, fundar- stjóri er Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytis. Fundurinn er í Norræna hús- k- Inu. Bíó Kl. 17 verða kvlkmyndatónleikar i Haskolabioi. Sýningar á meistaraverkum þöglu myndanna við undirlelk Sinfóníuhljómsveltarlnnar eruorðnar árlegur viðburður sem nýtur mikilla vinsælda hjá unnendum kvikmyndaog sígildrar tónlistar. Sýnd- ar verða myndirnar Drengurlnn, sem festi Chaplln í sessi sem einn virtasta leikstjóra og leikara samtímans, og lðjuleysing|arnir. Þá síö- arnefndu kannast flestir eflaust síst við en þar er flækingur Chaplins I tvöföldu hlutverkl; sínu hefðbundna og sem viöutan eiginmaður í sumar- leyfi ásamt konu sinni. Auk þess að vera óvið- jafnalegur leikari þá var Chaplin einnig góður tón- listarmaður. Hann var sjálfmenntaöur sellisti og fiðluleikari og samdi sjálfur tónlistina við velflest- ar myndir slnar.Hljómsveitarstjóri er Frank Stro- bel og er frá Frankfurt am Main ÍÞýskalandi. t ý Ljósmyndarinn Nan Goldln sýnir um 800 skyggnumyndlr í Háskólabíól kl. 15. Þetta er um klukkustundartöng samfelld sýnlng þar sem Nan notar 2 sýningarvélar sem renna hver yfir í aðra þannig aö úr verður nánast samfelld kvik- mynd. Sýningin er hljóðsett og mun Nan sjálf stýra tækjabúnaði á sviðinu. Sýningin, sem ber yfirskriftina „The Ballad of Sexual Dependency", hefur verið sett upp á mörgum helstu listastofn- unum austan hafs. Myndir Nan eru óvenju ber- mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 • Fax: 554 6303 Sunnudaguh 24. október •Krár í kvöld ræðst djass á hlustir Gullaldargesta og fótboltakempurnar þurfa að lækka í risa- skjánum. Kvartett Steina Krúbu leikur og stemningin verður lífstrylIingslega afslöppuð. Skemmtilegheitin hefjast kl.23.30 og það er frítt inn. Frftt! Frittl Fritt! Það er ekki vitlaust að rölta á Gauk á Stöng og sötra bjór meðan Hljómsveit íslands spinn- ur spunatónlist. Bö 11 Caprí tríó leikur aö vanda í Ásgarði eins og alltaf á sunnudögum. D j a s s Þriðja djasskvöld Múlans á haustönn rúllar af stað kl. 21 í kvöld. Þá mun Tríó Sigurðar Flosasonar stiga á svið i Sölvasal á Sólonl Is- landusi þar sem Múlinn hangir að jafnaði. Trió- iö mun leika meira og minna þekkta djass- standarda i opnum og frjálslegum útsetning- um. Trióið skipa Sigurður Rosason á altosax- ófón, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa. Þeir hafa verið á miklu tónlistarflakki í gegnum árin en eru að koma í fyrsta sinn fram sem tríó. Miða- verö er 1000 kall fyrir almúgann en 500 fyrir blanka nema og eldri borgara. •Klassík Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Skál- holtskórinn ásamt þeim Þorkell Jóelsynl horn- leikara, Kára Þormar orgelleikara og Hilmari Erni Agnarssyni stjórnanda eru nýkomin heim úr vel heppnuðu söngferðalagi til Frakklands og italíu. Tónlistarunnendum gefst kostur á að heyra hluta söngdagskrár ferðarinnar á tónleikum í Frikirkj- unnl í dag kl.16. Þau taka m.a. Hallelújakórinn úr Messiasi, Hear my prayer eftir Mendelson, dúett sem þau hjónin Diddú og Þorkell Jóelsson horn- leikari flytja og fieira. Miðar eru seldir viö inn- ganginn og kosta kr.1000. Slnfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Nesklrkju og það sakar engan aö hlusta á tóna- gleöina. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnstelnn Ólafsson og einleikari á selló er Sigurður Hall- dórsson. Efnisskrá: konsert fyrir seiló og hljóm- svelt eftir Edward Elgar og slnfónía í d-moll eftir César Franck. Aðgangseyrir er 1000 krónur, frítt fyrir börn. Kl. 20 hefjast tónleikar hins kunna strengakvar- tetts Quatuor Mosalques í Llstasafni íslands en tónleikarnir eru liður í Tónlistarhátíð Musica Ant- iqua, Norðurljós. Strengjakvartett þessi hefur gefið út 20 geisladiska og haldið tónleika víða um heim. Miðasala við innganginn. Slgrún Hjálmtýsdóttir og Skálholtskórinn ásamt þeim Þorkeli Jóelssyni hornleikara, Kára Þormar orgelleikara og Hilmari Erni Agnarssyni stjórn- anda, alls um 50 manns, eru nýkomin úr heljar- innar söngferðalagi til Frakklands og italíu. is- lendingum gefst nú kostur á því að heyra hluta söngdagskrár feröarinnar á tónleikum í Friklrkj- unnl kl. 16.Miðar veröa seldir við innganginn á 1000 krónur. •Leikhús Kl. 20 veröur Baneltrað samband á Njálsgöt- unnl eftlr Auðl Haralds frumsýnt í íslensku óper- unni. Þetta er verk sem mörgum hlakkar til að sjá. Fjallar um samband 16 ára stráks við móð- ur sína og í Ijósi þess hversu vel heppnaðar bæk- ur Auöar um Elías voru ættu sem fæstir að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Síminn í ís- lensku óperunni er 5511475. Á Smíðaverkstæðl Þjóðleikhússins er verið að leika Fedru eftir Jean Racine. Endilega látið sjá ykkur. Muniö bara að hringja i síma 5511200 og panta miöa. íslensk dansflokkurinn hefur hafið sýningar á ný. Frumsýningin var í síðustu viku og um er aö ræða alíslenska uppfærslu með nýjum verkum eftir unga íslenska danshöfunda. Verk- in sem sýnd veröa eru: NPK eftlr Katrín Hall, Maðurjnn er alltaf elnn eftir Ólöfu Ingólfsdótt- ur og Æsa eftir Pars pro toto: Láru Stefánsdóttur, Þór Túliníus. og Guöna Franzon, tónskáld. Hægt er aö nálgast lögin með Skárren ekkert og Halli Ingólfssyni á Fók- usvefnum á Visir.is ásamt myndbandi með sýnishorni úr öllum verkunum á sýningunni. Annars er síminn 568 8000 fyrir þá sem vilja sjá þessa aldeills frábæru sýnlngu í Borgar- leikhúsinu. Sýningar Islenska dansflokksins hefjast kl. 19. Fyrir börnin Friðrlk Frlðriksson fer á kostum, eins og honum er einum lagið, í bráðskemmtilegri uppfærslu Borgarleikhússins á Pétrl Pan. Kobbi sjóræningi er heldur ekki leiðinlegur í ógervi Gísla Rúnars. Svo er þetta lika sæt sýning og þó tónlistin sé leiðinleg heima í stofu virkar hún á sviði. Og jjjai) á „Þegar ég var ungskáld geröi ég oft ljóð sem ekki allir skildu en í dag vil ég að lesendur mínir skilji hvað ég er að yrkja um,“ segir skáldið Birgitta Jónsdótt- ir en hún er ein af þeim sem ætl- ar að troða upp á ljóða- og tónlist- arkvöldi á Næstabar næstkom- andi fimmmtudag. Birgitta er þekkt fyrir að fara ekki ótroðnar slóðir hvað ljóðaupplestur varðar svo það má búast við að ljóða- kvöldið verði upplifun út af fyrir sig. Ekki þurr jólabókaupp- lestur Birgitta blandar gjarnan tón- list við ljóðin hjá sér þegar hún les upp og hún ætlar t.d að syngja tvö ljóð á ljóðatónleikunum. „Unga fólkið í dag er vant svo miklum hraða og því þarf allt að vera miklu styttra og hnitmið- aðra en áður ef maður ætlar að ná til þeirra. Það þýðir ekkert að bjóða ungu fólki upp á þennan þurra jólabókaupplestur. Meira að segja ég missi einbeitinguna við að hlusta á 10 skáld í röð lesa úr verkum sínum. Þess vegna er mjög gott að brjóta upplesturinn upp með tónlist. Tónlist snertir mikið við fólki og með því að blanda þessu tvennu saman, þ.e.a.s tónlist og ljóðum, þá hreyf- ir maður við fólki á alla kanta,“ segir Birgitta sem er síður en svo steingerð á sviðinu. Ljóðabók á ensku Frá Birgittu er einnig væntan- leg ný ljóðabók í desember sem ber nafnið „Wake up“ og eru öll ljóðin í henni á ensku og fjalla um allt milli himins og jarðar. „Ég er eiginlega alveg hætt að yrkja á íslensku," segir Birgitta sem gefur bókina út í Bandaríkj- unum. Birgitta segist hafa komist í samband við ljóðaáhugamenn og útgefendur vestanhafs, meðal annars í gegnum Netið, og tekið Skáldiö Birgitta Jónsdóttir kynnir Ijóð sín í gegnum Netiö. Nýjasta Ijóöabók hennar „Wake up“ kemur fljótlega út í Bandaríkjunum og verður til sölu á Netinu. þátt í ýmsum ljóðhátíðum erlend- is. í sumar las hún m.a upp í New York og Portúgal. Á ljóðakvöldinu á Næstabar munu koma fram, fyrir utan Birgittu, þau Elísabet Jökulsdótt- ir, Steinar Vilhjálmur Jóhanns- son, Sveinbjörn Halldórsson, Product 8 og fleiri og fleiri. Dag- skráin hefst kl. 20 og það er frítt inn. Þeir sem vilja vita meira um skáldskap Birgittu geta kíkt á heimasíðu hennar sem er: this.is/Birgitta. T Síðasta alvöru sveitaballið á þessari öld ! Laugardagskvöldið 23/10 sætaferðir af öllu Suðurlandi frá Select Ártúnshöfða kl. 22:03 Uppl. um sætaferðir, Guðmundur Tyrfingsson 482 1210 20 f Ó k U S 22. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.