Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 7 Fréttir Borgarleikhúsið kært til samkeppnisráðs Leikhús á bíóverði „Ég er ekkert að kvarta og ég er ekkert sár enda er alltaf uppselt hjá mér. Ég spyr hins vegar hvar jafn- ræðisregla stjórnsýslulaga er þegar Borgarleikhúsið selur leikhúsmiða með 50 prósenta afslætti á sama tíma og það þiggur 180 milljóna króna styrk frá hinu opinbera og er í ókeypis húsnæði sem meta má á 100 milljónir á ári. Við ætlum ekki að reka leikhús á bíómiðaverði eins og þeir,“ segir Hallur Helgason, leik- - segja Loftkastalamenn hússtjóri í Loftkastalanum, en Bandalag atvinnuleikhópa hefur ákveðið að kæra Borgarleikhúsið til samkeppnisráðs vegna undirboða. „Bogarleikhúsið notar opinbera styrki til að drepa niður samkeppni á meðan nýfrumsýnd verk þess eru að floppa. Það er einnig athyglisvert að Borgarleikhúsið hefur auglýst meira í haust en bæði Elko og Kóka kóla og fyrir þeim vakir það eitt að fá nógu marga hausa í leikhúsið til að geta réttlætt allt það fé sem þeir fá af al- mannafé," segir Hallur Helga- son. Jóhannes Skúlason, sem sér um mark- aðsmál fyrir Borgarleikhús- ið, segir að ver- Hallur Helgason. Jóhannes Skúla- son. ið sé að selja leikhús eins og hvert annað fyr- irtæki þar á bæ og því ekki óeðlilegt að aug- lýst sé og í boði séu tilboð á að- göngumiðum: „Ég veit ekki hvort við erum búnir að aug- lýsa meira en Elko en ég hef hins vegar tekið eftir því að Elko hefur auglýst óvenjulítið að undanfórnu.“ - Hverju er Borgarleikhúsið búið að eyða í auglýsingar í haust? „Það verður hver að reikna fyrir sig. Við erum að reyna að fá sem flesta i leikhúsið. í Borgarleikhúsinu er mikið um að vera, við erum með flesta gestina og þvi erum við ef tO vill meira áberandi en aðrir," segir Jóhannes Skúlason. -EIR Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngubrú yfir Miklubraut, til móts viö verslunarhverfið í Skeifunni. DV-mynd Pjetur Upplýsingadeild KEA burðarás í nýju félagi á sviði hugbúnaðartækni: 5-10 hátæknistörf skapast DV, Akureyri: Nýtt fyrirtæki, Þekking-upplýs- ingatækni, sem er að þremur fjórðu hlutum í eigu Kaupfélags Eyfirð- inga en í fjórðungseigu íslenskra hugbúnaðarsjóðsins, fjárfestasjóðs í eigu banka, og ýmissa fagfjárfesta, hefur tekið til starfa á Akureyri. Einnig verður náið samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Þróun hf. sem KEA hefur keypt 5% í. Þjón- usta við KEA verður stór hluti af starfsemi nýja fyrirtækisins til að byrja með að minnsta kosti. Þekking-upplýsingatækni mun sérhæfa sig í rekstri tölvukerfa og tekur að sér rekstur tölvu- og upp- lýsingakerfa hjá fyrirtækjum sem þá geta einbeitt sér að sinni eigin starfsemi. Stefán Jóhannesson, deildarstjóri upplýsingadeildar KEA, kveðst afar ánægður með þess þróun mála og i stofnun nýja fyrir- tækisins felist fjölmörg sóknarfæri. „Innan upplýsingadeildar KEA er til staðar mikil þekking á þjónustu við atvinnuvegina, s.s. verslunar- rekstur, mjólkurframleiðslu, kjöt- iðnað og sjávarútveg. Einnig höfum við þróað ákveðna hugbúnaðar- lausn sem við munum vinna við áfram,“ segir Stefán. Starfsmenn upplýsingadeildar KEA eru nú um 10 talsins en gert er ráð fyrir að í lok næsta árs hefi skapast á bilinu 5-10 ný hátækni- störf hjá félaginu. -gk Sportbúð Títan - Seljavegi 2,101 Rvík, s: 551-6080, www.isa.is Albarkar. Bensfndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúpllngsbarkarog undlrvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutlr. Topa vökvafleygar vlgtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. Venslun full af nýjum vönum! Kveíkjuhlutir varahlutir ...í miklu úrvali Pjonustumiðstöð í hjarta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 | BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.