Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
15
Sex milljarðasti
íbúi jarðar
„Verið frjósöm,
margfaldist og upp-
fyllið jöröina," segir í
Fyrstu Mósebók. Ný-
lega var tilkynnt að
sex milljarðasti íbúi
jarðarinnar væri
fæddur. Hraði fólks-
fjölgunarinnar eykst
og stutt er í að við
verðum 10 milljarðar.
Þrátt fyrir batnandi
lífskjör og aukna
tækni á Vesturlöndum
eykst bilið miili ríkra
og fátækra og stöðugt
fleiri draga vart fram
lífið vegna fátæktar.
Þeir svartsýnustu telja
að við séum þegar orð-
in of sein að grípa inn
í þróunina, of sein að hjálpa verst
settu þjóðunum.
Kjallarínn
Umhugsunarefni
Tölurnar eru svo
stórar að menn
skynja þær ekki.
Vandamálin svo
mörg og stór að
menn gefast upp á að
hugsa um þau. En ef
við reynum að ein-
falda stööuna til þess
að átta okkur betur á
henni. Hugsum okk-
ur að aðeins lifðu 100
manns á jörðinni en
samsetning þeirra
væri sú sama og nú
er. Tölumar verða
viðráðanlegar og
hugsanlegt að menn
nái betur yfírsýn
hvemig málin
standa. Þá væra á jörðinni: 57
Asíubúar, 21 Evrópubúi, 14 byggju
Guömundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
í Suður- og Norður Ameríku, 8
Afríkubúar. 30 væm hvítir, 30
væru kristinnar trúar, 6 einstak-
lingar ættu helming af auði heims-
ins og þeir byggju allir í Banda-
„Hraði fólksfjölgunarínnar eykst
og stutt er í að við verðum 10
milljarðar. Þrátt fyrir batnandi
iífskjör og aukna tækni á Vestur-
löndum eykst bilið milli ríkra og
fátækra og stöðugt fleiri draga
vart fram lífið vegna fátæktar.“
Og svo kemur rúsínan í pylsu-
endanum ef þessar tölur em ekki
allar slíkar rúsínur. Einn maður á
jörðinni hefði háskólamenntun! -
Samandregnar gefa tölumar okk-
ur þá yflrsýn sem
okkur er nauðsyn-
leg til þess að átta
okkur á ástandinu á
jörðinni sem við lif-
um á.
ríkjunum. Aðeins 30 væm læsir.
50 þjáðust af næringarskorti, 80
lifðu í húsum sem fullnægja ekki
kröfum til nútíma húsnæðis i okk-
ar þjóðfélagi.
„Töiurnar eru svo stórar að menn skynja þær ekki. Vandamalin svo mörg og stór að menn gefast upp á að
hugsa um þau,“ segir greinarhöfundur og vitnar til hraða fólksfjölgunar í heiminum.
Horfið á okkur
deyja
Fyrir nokkra sá ég
kvikmynd sem hafði
gríðarleg áhrif á
mig. Nafn myndar-
innar var „Horfið á okkur deyja“.
Ungur maður gekk út í eyðimörkina
í Afríku með konu sína og böm og
hellti yfir sig og þau bensíni, ætlaði
að kveikja í. Engin von, engin
vinna, enginn matm-.
í neyðinni reis upp foringi sem
safnaði fólkinu saman og sagði:
Evrópa er rík. Þeir skilja bara
ekki hvemig komið er. Við skul-
um ganga til Evrópu og láta þá
horfa á okkur deyja. Þá munu þeir
skilja. Og hersingin lagði af stað.
Stöðugt fjölgaði, milljónir og millj-
ónir og milljónir hálfnakins og
hungraðs fólks sem ekkert hafði
til neins, bókstaflega ekkert.
Þegar að Gíbraltarsundi kom
voru spumir famar að berast til
Evrópu. Menn áttuðu sig á vand-
anum, vildu ekki fá þennan ófógn-
uð yfir sig, héldu fundi og lofuðu
og lofuðu ef fólkið sneri aftur.
Sundraður heimur andstæðna.
Eftir snjallar hátíðarræður finnst
mönnum þeir hafa lagt sitt til mál-
anna. Það verður að gera eitthvað
segja menn, það sjá allir segja
menn og leggjast sáttir til svefns.
Þeir eru búnir að gera sitt.
Guðmundur G. Þórarinsson
Mikilvæg réttarbót
fyrir neytendur
Fjögur mikilvæg frumvörp til
laga sem varða rétt neytenda lágu
fyrir Alþingi á síðastliðnum vetri
án þess að þau yrðu að lögum. Um
er að ræða lagafrumvarp um inn-
heimtustarfsemi, frumvarp til
nýrra kaupalaga og laga um þjón-
ustukaup, auk frumvarps um
ábyrgðarmenn. Þrjú fyrstu eru
stjórnarfrumvörp og framvarp til
laga um ábyrgðarmenn var lagt
fram í nafni þingmanna úr öllum
flokkum.
Hvatning til þingmanna
Neytendasamtökin telja afar
mikilvægt að frumvörpin verði öll
lögð að nýju fyrir yfirstandandi
þing og hljóti þar afgreiðslu enda
er að finna í þeim ýmis mikilvæg
hagsmunamál fyrir neytendur.
Neytendasamtökin hafa raunar
skrifað Finni Ingólfssyni við-
skiptaráðherra bréf þar sem þau
mælast til þess að stjómarfrum-
vörpin þrjú verði endurflutt. Þetta
tækifæri er einnig notað tU þess
að hvetja viðkomandi þingmenn
til að endurflytja
frumvarp tU laga
um ábyrgðar-
menn. íslensk
neytendalöggjöf
stendur löggjöf
ýmissa annarra
Evrópulanda langt
að baki. Yfirlýs-
ingar stjórnvalda
vekja þó vonir um
að úr þessu verði
bætt. Samþykkt
frumvarpanna fjögurra yrði stórt
skref í þá átt.
Réttlætismál
Frumvarpið um innheimtustarf-
semi felur í sér afar mikUvæga
réttarbót fyrir þá sem rata í
greiðsluerfiðleika og geta ekki
staðið við skuldbindingar sínar. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
þeir sem hafa innheimtukröfu tU
meðferðar geti ekki lengrn- ráðið
því hvaða þóknun er tekin.
Sem stendur getur skuldareig-
andi valið inn-
heimtuaðUa án þess
að skuldari geti
nokkru um ráðið.
Varnarleysi skuldar-
ans er algjört og
hann verður að
sætta sig við þá upp-
hæð sem kröfuhafi
setur upp vegna
þjónustu sinnar.
Samþykkt frum-
varpsins myndi bæta
þama úr en því mið-
ur hefur þröng hags-
munaklíka inn-
heimtulögmanna
náð að hindra fram-
gang þessa réttlætis-
máls á undanfomum
þingum. Neytenda-
samtökin skora á
stjómvöld að láta
það ekki viðgangast lengur.
Kaupalög og lög um
ábyrgðarmenn
í öðra lagi telja Neytendasam-
tökin afar brýnt að ný kaupalög
verði afgreidd á yfirstandandi
þingi. Núgildandi kaupalög eru frá
árinu 1922. Þau eru um margt
ófullkomin og standa sambæri-
legri löggjöf á Norðurlöndum langt
að baki. í frumvarpinu
er meðal annars kveð-
ið á um lengri ábyrgð-
artíma. í þriðja lagi
þarf að samþykkja
frumvarp til laga um
þjónustukaup en um
það hafa ekki staðið
deilur.
Framvarp Lúðvíks
Bergvinssonar og
fleiri þingmanna um
ábyrgðarmenn myndi
jafhframt verða mikil
réttarbót fyrir neyt-
endur. Samkomulag
við lánastofnanir sem
meðal annars Neyt-
endasamtökin stóðu
að ná ekki að tryggja
rétt neytenda í þess-
um efnum svo full-
nægjandi sé.
Neytendasamtökin hafa fjallað
um þessi frumvörp og gert við þau
fjölmargar athugasemdir enda er
það eitt af mikilvægum hlutverk-
um samtakanna að hafa áhrif á
setningu laga sem snerta hag neyt-
enda. Við treystum því að frum-
vörpin fjögur verði til umfjöllunar
á Alþingi í vetur og munum fylgj-
ast grannt með afgreiðslu þeirra.
Jóhannes Gunnarsson
„íslensk neytendalöggjöf stendur
löggjof ýmissa annarra Evrópu-
landa langt að baki. Yfírlýsingar
stjórnvalda vekja þó vonir um að
úr þessu verði bætt. Samþykkt
frumvarpanna fjögurra yrði stórt
skref í þá átt.u
Kjallarinn
Jóhannes
Gunnarsson
formaöur Neytenda-
samtakanna
Með og
á móti
Eru veðurfréttir í sjónvarpi
að drukkna í flóði auglýs-
inga og ffétta?
Veöurstofustjóri hefur lýst yfir
áhyggjum sínum vegna þess aö vart
sé hægt aö fylgjast meö veöurfregn-
um f sjónvarpi lengur vegna auglýs-
ingaflóös og skörunar á fréttatimum
Ríkissjónvarpsins og Stöövar 2.
Samkeppnis-
hernaður
Magnús Jónsson
veöurstofustjóri.
Mér finnst það merkilegt að á
markaði sem er ekki stærri en
sá íslenski, með tvær stórar
sjónvarps-
stöðvar, þurfi
fréttir og veð-
ur að vera
hvert ofan í
öðru. í útlönd-
um get ég
horft á veður
og fréttir í
sjónvarpi án
þess að það
rekist á. í út-
löndum em menn ekki í sam-
keppnishemaði þar sem barist
er um sömu mínútumar. Ríkis-
sjónvarpið og Stöð 2 eru með
fréttatíma sína hver ofan i öðr-
um. Afleiðingamar verða þær
að veðurfregniraar em á þeim
tíma sem fréttatímarnir skarast.
Menn geta því átt það á hættu
að missa af veðurfregnum í sjón-
varpi þó svo þeir vilji og jafnvel
þurfi að sjá þær. Þá gagnrýni ég
að menn stilli veðurfréttunum
upp eftir auglýsingahlé og brjóti
þar allar reglur en það er önnur
saga. Ég vil sjá veðurfregnir
sem eðlilegan hluta af fréttum
og tel þær reyndar vera í eðli-
legra samhengi við fréttir en til
dæmis íþróttir. Ég vil geta horft
á veðurfregnir í Ríkissjónvarp-
inu án þess að sleppa fréttum á
Stöð 2 og öfugt.
Óþarfa
áhyggjur
Ég hef engar áhyggjur af því
að íslendingar fylgist ekki með
veðrinu sem skyldi. Þetta er
einu sinni
aðalumræðu-
efni allra
þeirra sem
tala á íslandi.
Fréttastofa
Stöðvar 2 hef-
ur lagt sig í
lima við að
þjóna veður-
þyrstum Is-
lendingum og
samkvæmt
síðustu könnunum horfir ná-
læga helmingur landsmanna á
aUa aðalfréttatíma Stöðvar 2 og
þar með væntanlega á veðrið
sem við höfum sett í mjög heill-
andi búning aö mati allra sem
til þekkja. Þar að auki er veður-
fréttum sinnt reglulega í út-
varpsmiðlum okkar og miðað
við það magn af veðurfréttum
sem viö flytjum í miðlum okkar
á hverjum degi og miðað við þá
hlustun og áhorf sem við njót-
um, þá held ég að áhyggjur veð-
urstofustjóra séu óþarfar. Sá
sem missir af veðri á íslandi er
sjálfsagt að missa af líflnu öllu.
-EIR
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist i stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og i gagnabönk-
Sigmundur Ernir
Rúnarsson aðstoó-
arfréttastjóri.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@ff.is